Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
✝ Gíslína Þór-arinsdóttir,
alltaf kölluð
Didda, fæddist 3.
mars 1928 í Kols-
holti í Villinga-
holtshreppi í Ár-
nessýslu. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 29. des-
ember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn
Sigurðsson, f. 5. desember
1892, d. 4. ágúst 1981 og Guð-
björg Árnadóttir, f. 30. sept-
ember 1895, d. 3. júní 1986.
Didda var þriðja yngst sjö
systkina sem nú eru öll látin.
Systkini Diddu voru í aldurs-
röð Árni, 1922-2013, Guðrún,
1923-1986, Helga Kristín,
1925-2015, Kristgerður Unnur,
1926-1986, Guðmundur Ingi,
1929-1999 og Guðrún Ásta,
1930-2014.
Eiginmaður Diddu var
Gunnar Magnússon, f. 15. júlí
1931, d. 5. maí 2019.
Börn Diddu og Gunnars
b) Vigdís Eva, f. 1987, sam-
býlismaður hennar er Vil-
hjálmur Levi Egilsson, c) Ást-
hildur Didda, f. 1994,
sambýlismaður hennar Hall-
dór Gauti Kristjánsson. 5)
Magnús, f. 1967, maki Margrét
Björk Jóhannsdóttir, f. 1967.
Börn þeirra eru: a) Gunnar, f.
1989, sambýliskona hans er
Rannveig Guðmundsdóttir, b)
Bríet Ósk, f. 1995, c) Sóley
María, f. 2002.
Barnabarnabörnin eru 13
talsins.
Didda ólst upp í Kolsholti í
Flóa. Hún lauk barnaskóla-
prófi í sveitinni og fór síðan í
Húsmæðraskólanum á Varma-
landi í Borgarfirði.
Rúmlega tvítug kynntist
hún Gunnari eiginmanni sín-
um og fluttist til Reykjavíkur.
Didda vann við ýmis störf á
sínum starfsárum, aðallega
verslunarstörf.
Þau hjónin byggðu fjöl-
skyldunni hús í Litlagerði 14 í
Reykjavík og bjuggu þar
lengst af. Síðustu æviárin
dvaldi Didda á Hrafnistu í
Reykjavík ásamt Gunnari eig-
inmanni sínum þar til hann
lést í maí síðastliðnum.
Útför Diddu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 8. janúar
2020, klukkan 13.
eru: 1) Guðbjörg
Alda, f. 1954,
maki Ólafur Guð-
jónsson, f. 1953.
Dóttir Guðbjargar
er Berglind
Bragadóttir, f.
1974, maki hennar
Árni Magnússon.
Börn Guðbjargar
og Ólafs eru: a)
Sara, f. 1989, b)
Guðjón, f. 1989,
sambýliskona hans er Kamilla
Sól Baldursdóttir, c) Sif, f.
1989, sambýlismaður hennar
er Sturla Norðdahl. 2) Magnús
Vilberg, f. 1956, d. 1966. 3)
Arnar Þór, f. 1960, maki Ester
Guðbjörnsdóttir, f. 1961. Börn
þeirra eru: a) Guðni Þór, f.
1980, sambýliskona hans er
Yolanda Palacin Nus, b) Andri
Þór, f. 1987, sambýliskona
hans er Maríanna Þórðardótt-
ir, c) Dagný Lilja, f. 1995, d)
Emil Þór, f. 1997. 4) Harpa, f.
1962, maki Guðmundur Helgi
Baldursson, f. 1959. Dætur
þeirra eru: a) Helga, f. 1983,
Í dag verður jarðsett ástkær
tengdamóðir mín og vinur sl.
fjörutíu ár. Ég kynntist Diddu
um 1980 þegar ég byrjaði að
venja komur mínar í Litlagerðið.
Foreldrar Diddu bjuggu á neðri
hæðinni en Didda og Gunnar á
efri hæðinni.
Didda var húsmóðir lengst af
og saumaði, prjónaði, bakaði,
eldaði og hugsaði um heimilið -
féll varla verk úr hendi alla daga.
Didda átti fallegt og snyrtilegt
heimili.
Pönnukökurnar og kleinurnar
hennar voru „bestar í heimi“ að
sögn þeirra sem fengu að njóta.
Ottó Michelsen, nágranni þeirra
og góður vinur, rann oft á lykt-
ina þegar verið var að baka.
„Didda mín - eru ekki örugglega
tvær á mann,“ spurði hann iðu-
lega þegar hann var búinn að
raða í sig 3-4 pönnukökum eða
kleinum.
Það var oft fjörlegt við eldhús-
borðið. Við Didda töluðum
stundum saman tæpitungulaust
og stundum undir „rós“ þannig
að sumum fannst nóg um.
Á þessum tíma var ég farinn
að ganga til rjúpna. Reyndar
hafði ég aldrei borðað rjúpu fyrr
en ég kynntist Hörpu minni.
Rjúpurnar voru góðar hjá Diddu
og sósan svo góð að hægt hefði
verið að bera hana fram sem sér-
rétt.
Didda lagði alltaf mikið upp úr
að vera snyrtileg og líta vel út.
Ég hafði orð á því einu sinni að
ekki gætu allar dætur farið í
fataskáp 75 ára móður sinnar til
að fá lánuð föt.
Ef ég ætti að lýsa Diddu í
fáum orðum: Glæsileg kona. Fal-
leg að utan sem innan. Heil og
vönduð manneskja. Ég var hepp-
inn að eignast þessa konu sem
tengdamóður og vin.
Didda og Gunnar höfðu mikið
yndi af ferðalögum, bæði innan-
lands og erlendis. Helst vildu
þau skoða nýjar slóðir og fóru
t.d. til Kúbu, í sólina á Spáni og
til Grænlands.
Bíltúrar voru fastir liðir í lífi
þeirra hjóna í áratugi, enda hafði
Didda mikið yndi af því að sitja í
bíl og ferðast um, hvort sem var
„einn á Laugaveginn“ eða upp í
sveit.
Didda hafði mikið yndi af tón-
list, sérstaklega klassískri tón-
list. Hún hafði mikið yndi af því
að fara á tónleika og oft fóru þau
á Vínartónleika Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Einnig kunni hún
texta við flesta sálma og dæg-
urlög og söng.
Garðurinn í Litlagerði var
alltaf snyrtilegur eins og skrúð-
garður, falleg blóm og vel hirtur
bletturinn. Það var sameiginlegt
áhugamál þeirra hjóna að hlúa
vel að garðinum, eins og heim-
ilinu.
Lífið var ekki auðvelt hjá
Diddu og Gunnari. Þau misstu 10
ára gamlan son sinn af slysförum
árið 1966 og einnig misstu þau
tvö börn á meðgöngu. Þau tókust
á við sorgina og stóðu ætíð þétt
saman.
Didda og Gunnar voru sam-
rýnd hjón og skýrt markmið að
þau vilja eyða æviárunum sínum
saman, en Gunnar lést í maí síð-
astliðnum. Var þetta lengsti að-
skilnaður þeirra frá því að þau
kynntust um 1950.
Síðastliðin fimm ár dvöldu
Didda og Gunnar á Hrafnistu í
Reykjavík. Áttu góðan tíma þar
saman.
Ég er viss um að Gunnar hef-
ur tekið vel á móti Diddu sinni
eða englinum sínum, eins og
hann kallaði hana ávallt, þegar
hún kvaddi þennan heim.
Blessuð sé minning um kæran
vin og tengdamóður mína.
Hvíl í friði.
Guðmundur H. Baldursson.
Ég kynntist Diddu fyrir rúm-
um 30 árum þegar ég fór að
venja komur mínar í Litlagerðið.
Didda var einkar glæsileg
kona, vel tilhöfð og ávallt smekk-
lega klædd. Hún hafði auga fyrir
fögrum hlutum og bjó fjölskyldu
sinni fallegt heimili.
Hún hafði einstakt hjartalag,
vildi öllum vel og var alltaf tilbú-
in að hjálpa ef til hennar var leit-
að. Það voru mörg símtölin í
Litlagerðið til að fá leiðbeiningar
við matargerð eða til að fá upp-
skriftir að matnum hennar
mömmu.
Didda var mjög barngóð og
það var alltaf auðsótt mál að
leita eftir pössun fyrir barna-
börnin, „komdu með þau“ var
alltaf svarið. Þegar barnabörnin
voru lítil söng hún þau í svefn ef
þau áttu erfitt með að sofna því
bara það besta var nógu gott.
Þegar nýtt barnbarn fæddist
voru þau Didda og Gunnar mætt
færandi hendi, tilbúin að gefa af
sér ást og hlýju.
Á síðustu dögum hafa rifjast
upp samverustundir með þeim
hjónum, Gunnari og Diddu.
Sumarbústaðaferðirnar þar sem
þeir feðgar voru einatt að dytta
að eða „ að vesenast“ eins og
Didda kallaði það. Á meðan sát-
um við inni, hún réð krossgátur
og ég prjónaði. Þetta voru nota-
legar samverustundir, oft hlust-
uðum við á tónlist og ýmislegt
var spjallað og ef okkur skorti
umræðuefni þá þögðum við sam-
an, það var líka gott.
Síðustu ár var Didda að glíma
við sjúkdóminn alzheimer og
stundum var erfitt að átta sig á
hvar hugur hennar var. Í heim-
sóknum okkar á Hrafnistu virtist
hún þó hlusta á frásagnir af
barnabörnum sínum og yfir and-
lit hennar færðist bros og blik
kom í auga, hún var alla tíð svo
stolt af hópnum sínum.
Ég á þeim hjónum, Gunnari
og Diddu, mikið að þakka, nú eru
þau sameinuð á ný í sumarland-
inu og minning þeirra lifir meðal
þeirra sem þeim kynntust.
Margrét B. Jóhannsdóttir.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir hana Diddu ömmu.
Sýn hennar á lífið og fólkið
sitt var einstök. Líf hennar var
sannarlega ekki áfallalaust og
þótt hún tæki ekki mikið pláss
frá samferðafólki sínu þá átti
hún stórt pláss í hjarta fólksins
síns og það í hjarta hennar. Það
skipti hana mestu máli.
Amma var alvöru og ekta.
Okkar ást og væntumþykja var
svo innileg og gagnkvæm. Litla-
gerðið var griðastaður minn,
fyrst í kjallaranum með mömmu,
svo tíður gestur hjá þeim afa og
ömmu og eftir að ég eignaðist
íbúðina mína á neðri hæðinni í
Litlagerðinu hjá þeim rættist
langþráður draumur, því hvergi
vildi ég annars staðar vera. Sam-
búð okkar var alla tíð áreynslu-
laus og ljúf.
Ótalmargt brösuðum við sam-
an, ferðalög í sumarbústaðinn á
Laugarvatni og til útlanda. Báð-
ar höfðum við mikinn áhuga á
tísku og hönnun og ófáar ferð-
irnar fórum við saman niður
Laugaveginn þar sem amma
naut þess að fara í tískuverslanir
og velja sér einhvern „elegans“.
Þegar ég eignaðist börnin
mín, þau Elvar og Söndru, var
alveg dásamlegt að fylgjast með
ömmu fylgjast með mér. Það var
þetta extra – þegar ég hafði gef-
ið þeim morgunmat fengu þau
aðeins extra hjá þeim. Og þegar
ég hélt að það væri nóg fyrir þau
að fara með eina vettlinga í leik-
skólann stakk amma öðrum í
töskuna til vara. Þannig var
amma, alltaf að hugsa um alla
ungana sína.
Minningarnar hrannast upp,
þær eru dýrmætastar af öllu. En
nú er hún amma farin í sum-
arlandið, stuttu á eftir afa, sem
kemur engum á óvart sem upp-
lifði þeirra samband, enda fyr-
irmyndir á ferð. Söknuðurinn er
sár en þakklætið mikið. Hugg-
unin felst í því að vita að nú ertu
komin aftur í fangið á afa, þar
sem þér leið best.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þín
Berglind.
Elsku amma. Þitt stóra hjarta
og þín mikla ást til þeirra sem
voru þér kær hefur kvatt þennan
heim. Þú elskaðir alltaf svo mik-
ið. Mig hefur alltaf langað til
þess að vera eins og þú; djörf,
fyndin, óttalaus og miskunnsöm.
Alveg frá því að þú söngst mig í
svefn. Þú gerðir allt með hjart-
anu, hvort sem það var garð-
vinna eða pönnukökugerð. Ég er
svo ótrúlega þakklát fyrir að
hafa haft þig svona lengi í mínu
lífi og alla hamingjuna og ástina
sem þú veittir mér. Mandlan þín
lýsist enn upp af gleði þegar það
er talað um þig.
Þinn tími var kominn og afi
vildi fá þig, ástina sína, til sín yf-
ir regnbogabrúna. Eins sárt og
það er að kveðja þig get ég ekki
annað en brosað yfir því að þið
afi séuð saman aftur. Það gleður
svo hjartað að vita af ykkur með
ungunum ykkar að passa upp á
allt ykkar ríkidæmi. Góða ferð
inn í sumarlandið amma mín. Ég
elska þig.
Við lágum saman
í þínu bóli er þú söngst mig í svefn.
Hönd í hönd þú leiddir
mig í gegnum lífið.
En setningarnar fóru að styttast,
þær breyttust í orð,
og þaðan í þögn.
Þrátt fyrir þögnina
var það brosið þitt bjarta,
sem bræddi hvert hjarta.
Ég sat hjá þínu bóli
og hélt í hönd þína.
Höndina sem leiddi mig
í gegnum lífið,
og söng þig í svefninn þinn langa.
Sandra Karen.
Með örfáum orðum vil ég
þakka fyrir kynni mín af Diddu,
sem ég kynntist raunar sem
Diddu ömmu og fékk að kalla
hana það. Enda var hún amma
konu minnar og langamma
barna hennar. Því kom eiginlega
ekki annað til greina.
Þótt tekið væri að hausta í lífi
Diddu þegar við kynntumst fyrir
11 árum, leyndist mér ekki að
hún var ættmóðirin af Litlagerði.
Naut virðingar og ástar Gunnars
og fjölskyldunnar allrar.
Samheldni, hjálpsemi, gleði,
traust og tryggð einkenna þá
fjölskyldu alla og ekki að efa að
Didda lagði þar góðan grunn
með Gunnari sínum. Raunar er
varla hægt að tala um annað
þeirra öðruvísi en að minnast á
hitt, svo samrýnd og samhent
voru þau alla tíð.
Didda vildi hafa fínt í kringum
sig. Garðurinn í Litlagerðinu var
stolt hennar og yndi. Sem og
koparslegni þröskuldurinn við
útidyrnar. Hún kenndi mér að
fægja hann og sömuleiðis að
klippa trén í garðinum. Að
ógleymdri gróðursetningunni á
blessuðum Silfurkambinum. Hún
fylgdist með henni vökulum aug-
um úr stofuglugganum af efri
hæðinni og gaf mér merki ef
fjarlægðin milli blómanna var
ekki upp á það besta.
Ég hafði sérlega gaman af að
fylgjast með Diddu þegar ís-
lenska tíkin okkar Mandla bætt-
ist við fjölskylduna. Diddu þótti
ekki mikið til hvolpsins koma,
örlaði jafnvel á Litlagerðisfussi.
En það breyttist fljótt. Þær urðu
miklar vinkonur, kúrðu gjarnan
saman og þá báðar undir sæng.
Amma Didda reyndist okkur
Berglindi alla tíð vel og ekki síst
börnunum okkar. Missir þeirra
er mikill.
Ég kveð einstaka konu með
þakklæti og virðingu. Nú sam-
einast þau á ný eftir stuttan við-
skilnað, Didda og Gunnar. Minn-
ingin um yndislegt fólk mun hins
vegar lifa.
Árni Magnússon.
Gíslína
Þórarinsdóttir
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR GUNNLAUGSSON
Hátúni,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju föstudaginn 10. janúar
klukkan 14.
Björg Baldursdóttir
Finna Guðrún Ragnarsdóttir Garðar Smárason
Valgarður Ingi Ragnarsson Jórunn Sigurðardóttir
Ragna María Ragnarsdóttir Guðmundur Hreinsson
afa- og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
ÞÓRÐUR ODDSSON
skipstjóri,
lést á Landspítalanum laugardaginn
28. desember eftir skamma sjúkrahúslegu.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
í Garðabæ föstudaginn 10. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Hildur Maríasdóttir
Linda Bára Þórðardóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA HANSDÓTTIR,
sem lést á Heilbrigðistofnun Suðurnesja
1. janúar verður jarðsungin frá Útskálakirkju
föstudaginn 10. janúar klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Halldór Pétursson
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, uppeldismóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
Hrísmóum 7, Garðabæ,
lést föstudaginn 3. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson
Dagbjört Hansdóttir Sigurbjörn Sveinsson
Hermann Hansson Auðbjörg Tómasdóttir
Svava Hansdóttir Jóhannes Kristjánsson
Hrafn Ingimundarson Elín Ágústsdóttir
barnabörn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KATRÍN HELGA KARLSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
4. janúar verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík þriðjudaginn 14. janúar
klukkan 13.
Andrés Valdimarsson
Karl Ágúst Andrésson
Valdimar Andrésson Ket Buaket
Ásta Sólveig Andrésdóttir Ingimar Ingimarsson
Þórhalla Andrésdóttir Hlynur Veigarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar,
INGE GRETHE BILLESKOV,
Gitte, Jónsson
lést á Hilleröd Sygehus í Danmörk
20. nóvember. Útförin átti sér stað
laugardaginn 7. desember í Danmörku.
Minningarathöfn fer fram hinn 10. janúar klukkan 15 í
Fossvogskapellu. Eftir athöfnina verður erfidrykkja á Nauthóll
Bistro, Nauthólsvegi 106.
Marianne Magnúsdóttir
Reynir Magnússon
Kristjón Már Magnússon (Bibbi)