Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
Tilboð/útboð
Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis
Fjallabyggðar í Ólafsfirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. desember 2019 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði skv.
1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið markast af heimkeyrslu að Hornbrekku til
suðurs, Ólafsfjarðarvegi/Ægisgötu til vesturs, lóð Mennta-
skólans á Tröllaskaga og Grunnskóla Fjallabyggðar til norðurs
og deiliskipulagi snjóflóðavarna Hornbrekku til austurs.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að skilgreina byggingarreiti
fyrir mannvirki sem tilheyra íþróttasvæðinu, staðsetningu
gervigrasvallar og æfingavallar ásamt göngustígum og
bílastæðum. Einnig er gert ráð fyrir lýsingu á svæðinu til að
auka möguleika á notkun þess í skammdeginu.
Deiliskipulagstillagan liggur frammi í Ráðhúsi Fjallabyggðar
við Gránugötu 24, Siglufirði frá 8. janúar – 19. febrúar 2020.
Einnig verður deiliskipulagstillagan aðgengileg á heimasíðu
Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast
skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. febrúar 2019 á Gránugötu
24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Skipulagsfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur-
inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Jóga
60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30.- Söngsund við píanóið, með Helgu
kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni hefst í næstu viku.
Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir, fyrir þá sem vilja, gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf full-
orðinna í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13. til 16. Kaffi og með því í
boði kirkjunnar. Allir velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Stóladans með Þóreyju kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Brids
kl. 12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógar-
manna kl. 13-14. Opið hús, t.d. vist og brids eða bíó. kl. 13-16.
Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn-
unni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinna kl. 9-13.30. Bónusrútan kl. 13. Vatnsleikfimi kl.
14.30.
Breiðholtskirkja Kyrrðarstund kl. 12, hádegisverður kl. 12.45,
félagsstarf kl. 13.45.
Bústaðakirkja Félagsstarfið byrjar á nýju ári miðvikudaginn 15.
janúar. Sjáumst hress, starfsfólk Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9 í vinnustofu.
Dalbraut 27 Botsía kl. 14 í parketsal.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Hádeg-
ismatur kl. 11.30. Zumba kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Þátttökulistarnir
komnir, líttu inn og athugaðu hvort það er ekki eitthvað sem heillar.
Komdu að púsla með okkur. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upp-
lýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Postulínsmálun kl. 9.
Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13.
Myndlist kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14. Frjáls spila-
mennska kl. 13.-16.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll hjartan-
lega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikfimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30.
Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 10.30.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Helgu
Ben kl. 11.-11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16.
Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnarlausra kl. 12.30-15. Velkomin.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Gönguhópur kl. 10.30. Postulínsmálun,
kvennabrids og silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16.
og 17.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Botsía kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30–12.30.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Línudans kl. 11. Bingó
kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinnn kl. 16. Pútt Hraunkoti 10-11.30
Korpúlfar Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 1 í dag í Borgum.
Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í
Egilshöll kl. 10 í dag og gaman saman kl. 13 í Borgum og kvikmynda-
sýning. Qigong með Þóru Halldórsdóttir kl. 16.30 í Borgum í dag.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista-
smiðja, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.
10.30-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 13.30, heimildarmyndasýning
kl. 16. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9
og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Val-
húsaskóla kl. 13. Handavinna með leiðbeinanda Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Í KVÖLD kl. 19.30 býður
SELKÓRINN Í SÖNGVEISLU Í Safnaðarheimili Seltjarnarnesskirkju,
SÚKKULAÐI og KRÁSIR. ALLIR VELKOMNIR.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn-
ir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu.
Bækur
Bækur til sölu
Íslensk bygging, Guðjón
Samúelsson, Skýrslur um lands-
hagi á Íslandi 1-5, Stafrófskver
handa börnum 1874, Eylenda 1-
2, Kötlugosið 1918, Ættir Austur-
Húnvetninga 1-4, Landsskjálftar
á Íslandi Þ.T.H., Veiðimaðurinn 1.
- 86. tbl. Skák, Heimsmeistara-
einvígið 1972, 1-23, Leikhúsmál
1940-1950, Líf og list, Byggðir og
bú, S.Þ., ‘63, Svarfdælingar 1-2,
Ættir Austfirðinga 1-9, Félags-
blað Nýalssinna, Inn til fjalla 1-3,
Ódáðahraun 1-3, Vestur-Skaft-
fellingar 1-4, Gestur Vestfirð-
ingur 1-5, Íslensk Myndlist 1-2,
Úr fylgsnum fyrri alda 1-2,
Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar
hennar, Húspostilla 1-2, 1838,
Sjúkraliðatal, Súgfirðingabók,
Íslensk þjóðlög 1974, Rit um
jarðelda á Íslandi M.L. 1880,
130 bindi Stjórnartíðindi. Á torgi
lífsins.
Uppl. í síma 898 9475
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Hilmar Þor-kelsson fæddist
á Siglufirði 13.
október 1928. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 31.
desember 2019.
Foreldrar hans
voru Þorkell Krist-
inn Sigurðsson
Svarfdal, f. 1881, d.
1940, og Jóhanna
Guðríður Kristjáns-
dóttir, f. 1892, d. 1986.
Systkini Hilmars eru: Elenora,
f. 1911, d. 1976; Sigurpáll, f.
1914, d. 1996; Kristján, f. 1917, d.
2007; Margrét, f. 1918, d. 2006;
Axel, f. 1920, d. 1993; Albert
Hólm, f. 1922, d. 2008, Sigurður,
f. 1924, d. 2007; Júlíus, f. 1925, d.
2013; Hansína, f. 1927, d. 2005,
Sigríður Inga, f. 1930; Elísabet, f.
1932, d. 2003, og Jóhanna Aðal-
björg, f. 1933.
Hilmar kvæntist hinn 26.12.
1954 Sigríði Jakobínu Guðlaugs-
dóttur (Sísí), f. 5. ágúst 1929, d.
31. janúar 2007. Sísí var dóttir
Sigurbjargar Jakobsdóttur frá
Gvendarstöðum í Bárðardal, f.
1900, d. 1973, og Guðlaugs Sig-
urðssonar frá Kóngsstöðum í
Skíðadal, f. 1899, d. 1936.
Börn Hilmars og Sísíar eru: 1)
Guðlaugur Ævar, smiður, f. 29.8.
1948. Dætur hans með Ragnhildi
Hreiðarsdóttur eru: a) Rósa
Björg, f. 1971, og b) Sandra
Önnu Kristbjörgu Hallgríms-
dóttur: a) Hafdísi Ósk, f. 1982, og
b) Evu Björk, f. 1984. Sonur
Kristins og eiginkonu hans, Su-
wönnu Munthong, f. 1986, er c)
Aron Ævar, f. 2016. Barna-
barnabörn Hilmars eru 27.
Hilmar ólst upp á Siglufirði og
byrjaði snemma að læra bak-
araiðn. Hilmar og Sísí hófu bú-
skap hjá móður hennar og þaðan
fluttu þau til Akraness og síðar í
Barmahlíð í Reykjavík. Hjónin
voru meðal frumbyggja Kópa-
vogs og fluttu á Víghólastíg
skömmu eftir 1960 og síðan á
Hraunbraut, í Holtagerði og á
Álfhólsveg 37. Síðustu árin
bjuggu þau í Vogatungu 75.
Hilmar vann sem bakari m.a. í
Björnsbakaríi og Grensásbakaríi
og hjá varnarliðinu í Keflavík.
Um 1964 þegar Hilmar gat ekki
lengur stundað sína iðn vegna
bakmeiðsla, fékk hann vinnu hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
vann þar í um þrjátíu ár við mæ-
laálestur og innheimtu. Meðfram
vinnunni hjá RR var hann í ára-
tugi dyravörður í Austurbæj-
arbíói.
Hilmar og Sísí festu kaup á
sumarbústað í landi Miðfells við
Þingvallavatn árið 1984. Hilmar
undi sér best úti á báti á Þing-
vallavatni við veiðar og hann gat
lesið ástand vatnsins eins og bók.
Eftir andlát Sísíar fækkaði dval-
arstundum Hilmars í bústaðnum
sem hann seldi árið 2017.
Útför Hilmars fer fram frá
Lindakirkju í dag, 8. janúar 2020,
klukkan 13.
Dögg, f. 1977. Son-
ur hans með Krist-
jönu Hávarðar-
dóttur er c) Brynjar
Ævar, f. 1982. 2) Jó-
hannes Ævar, múr-
ari, f. 9.8. 1954,
maki Berglind Jó-
hannsdóttir, f. 1958.
Þau eiga tvö börn:
a) Hilmar Ævar, f.
1978, d. 2012, og b)
Jóhönnu Kristínu, f.
1989. 3) Sverrir Ævar, húsa-
smíðameistari, f. 20.8. 1955.
Dóttir Sverris og Sigríðar Sig-
urðardóttur er: a) Stella Ingi-
björg, f. 1975. Sverrir var kvænt-
ur Maríu Einarsdóttur en þau
skildu. Sonur hennar er Sæþór
Helgi Jensson, f. 1975, og þau
áttu saman b) Kristmund Ara, f.
1980. Maki Sverris er Steinunn
Sigríður Jakobsdóttir, f. 1953.
Fyrir átti hún dóttur, Sigríði
Soffíu Sigurjónsdóttur, f. 1981. 4)
Jakob Ævar, lagerstjóri, f. 16.12.
1956, maki Kristín Þorsteins-
dóttir, f. 1956. Þau eiga fjögur
börn: a) Margréti, f. 1974, b)
Sigurbjörgu, f. 1977, c) Hreiðar
Ævar, f. 1980, og d) Aron Ævar,
f. 1988. 5) Hilmar Ævar, kerf-
isfræðingur, f. 12.2. 1958, maki
Anna Heiða Pálsdóttir, f. 1956.
Börn þeirra eru: a) Sigríður
Ásta, f. 1983, og b) Hilmar Ævar,
f. 1988. 6) Kristinn Ævar, f. 26.7.
1960. Kristinn á tvær dætur með
Hilmar Þorkelsson, tengdafað-
ir minn, kom inn í líf mitt þegar ég
kynntist næstyngsta syni hans,
Hilmari Ævari, árið 1981. Þá
bjuggu Hilmar og Sísí eiginkona
hans á Álfhólsvegi 37, í einbýlis-
húsi sem þeim hafði tekist með
mikilli elju að eignast, þrátt fyrir
að hagur þeirra hafi ekki alltaf
verið vænn. Heimilið var fjöl-
mennt og mikill gestagangur,
bæði fjölskyldu og vina þeirra
hjóna. Á þeim tíma gegndi Hilmar
tveimur störfum. Á daginn ók
hann um á bíl fyrir Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og heimsótti
fólk til þess að lesa af mælum, inn-
heimta skuld eða loka fyrir raf-
magnið. Honum fannst í lagi að
gera þetta síðastnefnda hjá fyr-
irtækjum og vel stæðum einstak-
lingum en hjarta hans blæddi ef
um var að ræða einstæða móður
eða aldraðan, eignalausan ein-
stakling. Þá reyndi hann að miðla
málum með því að biðla til yfir-
manna sinna.
Á kvöldin stóð Hilmar svo tein-
réttur í anddyri Austurbæjarbíós
og tók á móti aðgöngumiðum.
Synirnir hans sex voru þar eins og
heimalningar og allir þeirra hafa á
einhverju tímabili unnið þar við
hlið föður síns. Vinnufélagar
Hilmars í bíóinu voru eins og stór
fjölskylda og þau deildu gleði
sinni og sorgum.
Ekki löngu eftir að við Hilmar
Ævar kynntumst keyptu Hilmar
og Sísí bústað í Miðfellslandi við
Þingvallavatn. Þar dvöldu þau yf-
ir allt sumarið og oft líka á vet-
urna, með opinn faðm fyrir barna-
börnin sem fjölgaði ört. Einar
bestu minningar barna minna eru
frá þessum stað, úti á vatni að
veiða með afa eða „vísitera“ vini í
bústöðunum þar í kring. Ég get
aldrei þakkað tengdaforeldrum
mínum nóg fyrir ást þeirra, alúð
og umhyggju fyrir börnunum
okkar.
Árið 1988 réðumst við Hilmar
Ævar í að byggja einbýlishús.
Húsið var ekki tilbúið og við á göt-
unni en Hilmar og Sísí buðu okkur
að flytja inn í stofuna hjá þeim á
Álfhólsveginum með Sísí Ástu
sem var fimm ára. Þar bjuggum
við þegar Hilmar Ævar yngri kom
í heiminn í ágúst 1988 og dvöldum
fram á gamlársdag. Þetta hálfa ár
hjá þeim var yndislegt. Hilmar
Þorkelsson var árrisull og kominn
á fætur klukkan sex að morgni en
þá var ég gjarnan að sinna litla
nafna hans. Við áttum góðar um-
ræður í morgunsárið.
Hilmar hafði mjög gaman af
því að segja sögur frá æskuárum
sínum á Siglufirði, þegar hann
buslaði í sjónum og eða elti rottur
sem komu upp úr hveitisekkjum í
bakaríinu. Þá talaði hann um her-
námsárin og árin sem hann var
hjá varnarliðinu, með blik í aug-
um.
Á undanförnum árum, eftir að
Hilmar varð ekkill, hefur hann
ferðast með okkur Hilmari Ævari
á suðrænar slóðir, til Torremol-
inos, Torrevieja, Kanaríeyja og nú
síðast til Almeríu 2018 með börn-
um okkar, tengdabörnum og
barnabörnum, sem nú sakna
„langa“. Einnig fór hann til Dan-
merkur með Hilmari Ævari og
Hilmari Ævari syni okkar til að
heimsækja Möggu systur sína
sem lést ári síðar.
Við fjölskyldan kveðjum
tengdaföður minn með trega en
einnig þeirri góðu trú að nú dvelji
hann með Sísí eiginkonu sinni og
Hilmari Ævari Jóhannessyni,
barnabarni sínu, á grænum
grundum drottins. Hafðu þökk
fyrir allt og allt, kæri tengdafaðir.
Anna Heiða Pálsdóttir.
Hilmar Þorkelsson
Það er mér þung-
bært að kveðja
Rósu, eina bestu
vinkonu mína. Ég hafði alltaf vit-
að af Rósu en ég kynntist henni
fyrst að ráði þegar ég vann við
afleysingar á heilsugæslustöð-
inni á Vopnafirði sumarið 1997.
Við urðum strax góðar vinkonur
en vináttan styrktist eftir því
sem árin liðu.
Líf Rósu var ekki alltaf auð-
velt. Hún hafði orðið fyrir áföll-
um og glímt við veikindi. Hún
missti móður sína aðeins tíu ára
gömul, söknuður sem fylgdi
Rósa
Aðalsteinsdóttir
✝ Rósa Að-alsteinsdóttir
fæddist 30. sept-
ember 1958. Hún
lést 16. desember
2019.
Útför Rósu fór
fram 30. desember
2019.
henni alla tíð. Hún
bjó með föður sín-
um og hugsaði um
hann þar til hann
lést árið 2010. Þrátt
fyrir þetta var hún
yfirleitt létt í lund.
Trúin var henni
styrkur. Henni
fylgdi einnig mikill
húmor og smitandi
hlátur. Hún notaði
húmorinn oft til að
létta sér lífið. Rifjaði þá upp
spaugileg atvik aftur og aftur og
gerði óspart grín að sjálfri sér.
Við bjuggum hvor í sínum
landshlutanum. Gátum því ekki
hist oft en vorum í miklu síma-
sambandi. Hún kom í bæinn einu
sinni til tvisvar á ári og þá urðu
fagnaðarfundir. Það var alltaf
gaman að vera í kringum hana.
Þó að Rósa hafi ekki átt börn
átti hún bróðurbörn sem hún
dýrkaði. Hún var lagin við börn
og gat róað þau með sínu þétta
faðmlagi. Hún elskaði einnig dýr
og fékk hundurinn minn að njóta
þess og stríðni hennar.
Rósa var kærleiksrík og vinur
vina sinna. Hún hafði sterka
réttlætiskennd og þoldi ekki
óréttlæti. Hún hjálpaði mér á
erfiðum tímum og var alltaf um-
hugað um hvernig manni leið.
Stundum gat hún verið bein-
skeytt og hispurslaus og sagði
það sem hún meinti.
Rósa átti marga vini og kunn-
ingja og elskaði að vera í sam-
skiptum við fólk. Oft vissi hún
meira um það sem gerðist í bæn-
um en maður sjálfur. Rósa var
litríkur persónuleiki og lífið er
litlausara án hennar.
Síðasta hálfa árið glímdi hún
við erfið veikindi. Það var erfitt
að upplifa hvað hratt dró af
henni, en gott til þess að vita að
hún sé nú laus við kvalirnar.
Elsku Rósa mín. Ég á erfitt
með að trúa því að þú sért farin
frá mér, en ég trúi því að þú sért
hjá Guði og hafir hitt foreldra
þína sem þú elskaðir svo heitt.
Ég mun sakna þín mikið.
Þín vinkona,
Ólafía.