Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Kær vinkona er fallin frá eftir erfið veikindi. Þóra var ótrúlega sterk og gerði sér fljótt grein fyrir því að batahorfur væru litlar og hafði áhyggjur af Bjarna sínum sem stóð eins og klettur við hlið henn- ar. Við Þóra og Bjarni höfum ver- ið nágrannar í Glæsibænum í Árbæ í yfir þrjátíu ár. Betri ná- granna er varla hægt að hugsa sér. Garðurinn þeirra er alltaf fallegur og vel hirtur. Bjarni var duglegur að búa til upphækkuð beð fyrir grænmetisræktun og vínrabarbarinn var vinsæll. Við hjónin ákváðum síðastliðið vor að laga lóðina hjá okkur til að létta viðhaldið og þá mættu þau Þóra með góðar tillögur og Bjarni með gröfuna. Fyrst átti að taka hluta af framlóðinni og sjá svo til en þá kom Þóra og sagði að það væri best að taka þetta allt strax sem við erum mjög ánægð með. Við Þóra vorum í sundleikfimi í Árbæjarlaug tvo morgna í viku hvernig sem viðraði allan vetur- inn í útilauginni. Við gengum allt- af upp í sundlaug; ég lagði af stað klukkan níu og Þóra beið tilbúin í dyrunum hjá sér. Vð gengum rösklega uppeftir en gengum svo rólega heim og þá var spjallað mikið. Þóra Alberta Guðmundsdóttir ✝ Þóra AlbertaGuðmunds- dóttir fæddist 31. mars 1942. Hún lést 21. desember 2019. Útför Þóru fór fram 6. janúar 2020. Seinna byrjuðum við Þóra í prjóna- klúbb í bókasafni Árbæjar með frá- bærum konum og nefndum við hann Árdokkurnar. Við vorum með fund einu sinni í viku og gengum þangað saman og þá snerust hlutverkin við þann- ig að Þóra kom við hjá mér og ég beið tilbúin. Í fyrrahaust fórum við nokkr- ar konur úr Árdokkunum í hús- mæðraorlof til Þýskalands og vorum við Þóra herbergisfélagar í þessari ferð sem var mjög skemmtileg og gaman að vera með henni í herbergi. Ég votta Bjarna, Kristjáni, Ingimar og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð og vona að minningin um frábæra konu verði þeim huggun harmi gegn. Arnheiður Árnadóttir. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Þóru Albertu Guðmunds- dóttur. Flestar okkar hafa þekkt hana í mörg ár og verið með henni ým- ist í sundleikfimi, prjónaklúbb eða á öðrum vettvangi. Við í prjónaklúbbnum eigum ótal góð- ar minningar bæði í klúbbunum og vorferðum sem voru margar og skemmtilegar. Listaverkin hennar í prjóna- skap voru mörg og falleg. Þóra var hugprúð, róleg og réttsýn kona og í veikindunum kom æðruleysi hennar vel í ljós. Um leið og við þökkum Þóru fyrir samfylgdina sendum við að- standendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Hvílir í friði, elsku Þóra. Fyrir hönd vinkvenna þinna í Árdokkunum, Valgerður Tómasdóttir. Guðmundur Bernharðsson frá Hrauni á Ingjaldssandi fyrir vestan kom heim frá búnaðar- skólanum í Ási í Noregi fyrir nærri hundrað árum og gerðist í senn bóndi á Ingjaldssandi og kennari. Hann braut land undir nýrækt og stofnaði nýbýlið Ástún á Sandinum miðjum. Amboð hans voru járnkarl og herfi. Handa- verkum hans í Ástúni sér þar enn stað. Guðmundur átti Kristínu, ættaða úr Djúpinu. Börn þeirra urðu fimm. Við kveðjum nú það yngsta þeirra, Þóru Albertu. Systkinin frá Ástúni ólust vissulega upp við ysta haf í afdal þangað sem oftast var ófært langa vetur. Sumarfegurðinni er hins vegar viðbrugðið og það fólk sem á rætur á Ingjaldssandi leit- ar þangað flest sumur og elur með sér þá von að einhvern tíma komi að því að þar fari aftur allt að iða af mannlífi og ræktun. Ræktun harðbýlis er eins og runnin Ástúnssystkinum í merg. Þau gengu í skóla föður síns í Ástúni og svo hjá séra Sigtryggi á Núpi. Þau urðu öll og um leið hvert með sínum hætti að heims- borgurum og lögðu leið sína víða um lönd. Þóra kom suður og fór í Kennaraskólann. Kennsla var henni hið nauðsynlega og eðlilega starf. Ræktarsemi hennar við starfið var viðbrugðið. Samvisku- semin var eins og hennar annað nafn, einlægni, kímni, elskusemi í garð alls sem í kringum hana var gerði hana að miðpunkti fjöl- skyldu sinnar. Fyrir meira en hálfri öld, þeg- ar undirritaður fór að leggja leið sína í Hafnarfjörð og kom á heim- ili Finns, elsta bróður Þóru, var hún þar tíður gestur og hafði reyndar búið hjá bróður sínum og mágkonu á meðan hún sótti Kennaraskólann. Og herramaður austan úr Lóni var kominn til sögunnar, Bjarni Sighvatsson, sem í fyrstu seldi landbúnaðar- vélar fyrir Sambandið. Seinna varð hann eigin herra í vélasöl- unni. Bjarni varð í mínum huga hinn sanni athafnamaður, þús- undþjalasmiður sem allt verklegt lék í höndunum á. Allt í kringum Bjarna var á þeim árum og er enn í senn skemmtilegt og eftir- tektarvert. Þótt þau Þóra hafi ef- laust talist ólík í byrjun kom hjónasvipurinn hratt yfir þau, hún hógvær, hæg en kímin, hann svo ákafur og snjall og jafnframt íhugull frammi fyrir sérhverju verkefni. Heimili þeirra var fal- legt, vandað, og hverjum vini og öllum frændum og frænkum opið. Við Hildur komum oft að gnægtaborði Bjarna og Þóru. Þar vorum við velkomin alla tíð. Samræður við þeirra borð dróg- ust stundum á langinn enda sér- lega skemmtilegt að ræða málin við þau hjón. Þær stundir gleym- ast ei. Við Hildur þökkum fyrir okkur. Gunnar Gunnarsson. Á haustdögum 1960 hóf sund- urleitur hópur ungs fólks víðs vegar að af landinu nám í Kenn- araskóla Íslands við Laufásveg. Nánast frá fyrstu vikum náði þessi hópur vel saman og varð strax einstaklega samheldinn og söngelskur. Mikil vinátta og gleði hafa einkennt samskipti okkar öll þessi ár sem síðan eru liðin. Stúlkurnar hafa hist í sauma- klúbbi í hverjum mánuði í hálfan sjötta áratug og stöðugt hafa ver- ið allsherjar samkomur þar sem allir hafa komið saman og rifjað upp gamlar minningar. Úr útskriftarbekknum fóru sjö að kenna í Hlíðaskólanum í Reykjavík haustið 1964 og hluti þeirra starfaði við skólann út starfsævina, þeirra á meðal Þóra. Hún var fædd og uppalin á Ingjaldssandi í afskekktum dal sem opnast til Önundarfjarðar en átti sveitfesti með Dýrfirðingum. Þóra var langyngst sinna systk- ina og var fátt um jafnaldra og leikfélaga í dalnum hennar en hún sagði okkur að það hefði ekki skapað söknuð því dýrin og nátt- úran hefðu gefið sér mikið. Á heimilinu var bóklestur og menn- ing í hávegum höfð. Sú arfleifð fylgdi henni alla tíð. Þóra hélt ávallt tryggð við æskustöðvarnar og Vestfirðina. Þóra var mörgum góðum kost- um gædd. Hún hafði fallega framkomu, var ljúf, traust og tilbúin að gefa af sér. Þóra var góður félagi sem leit yfirleitt ekki á verkefni sem vandamál heldur úrlausnarefni. Auk samveru og ferðalaga söng hún í Ekkókórn- um, kór kennara á eftirlaunum, og var virk í stjórn Félags kenn- ara á eftirlaunum, þar af tvö ár sem farsæll formaður félagsins. Á báðum stöðum voru einnig aðr- ir bekkjarfélagar enda rofnaði aldrei samheldnin í hópnum. Það urðu ánægjuleg kaflaskil í lífi Þóru þegar hún og Bjarni Sig- hvatsson kynntust og stofnuðu saman heimili. Þau hjón voru afar fjölhæf og samstiga og bjuggu sér og drengjunum gott og gef- andi umhverfi þar sem allir fengu að njóta sín. Sjaldan ef nokkurn tíma létu þau Þóra og Bjarni sig vanta á bekkjarsamkomur, í ferðalög eða aðra viðburði. Við kveðjum Þóru Albertu, elskaða bekkjarsystur okkar og vin, með trega og biðjum almætt- ið að létta Bjarna, sonunum og fjölskyldum þeirra sorgina. Fyrir hönd bekkjarsystkina úr KÍ 1960-1964, Björg Björnsdóttir, Fríða Gunnarsdóttir og Pétur Bjarnason. Þóru Albertu Guðmundsdótt- ur frá Ástúni á Ingjaldssandi hitti ég fyrst við skólasetningu í Kennaraskóla Íslands haustið 1960. Við settumst hlið við hlið og þannig höfðum við það öll skóla- árin. Okkur fannst í upphafi skondin tilviljun að við áttum sama afmælisdag. Fljótt mynd- aðist með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Þessi elsku- lega vinkona mín er nú látin eftir snarpa baráttu við vondan vá- gest. Þóra var einstaklega heil- steypt og hreinskilin kona og lagði jafnan eitthvað gott til mál- anna í umræðum. Í árgangi okkar í Kennara- skólanum var saman komið ungt fólk víða af landinu sem náði vel saman og hefur haldið hópinn alla tíð síðan, í næstum sextíu ár. Eftir að skólavist okkar lauk fórum við til starfa í mismunandi áttir. Við Þóra fórum báðar til ✝ Ágústa Þuríð-ur Gísladóttir fæddist 4. apríl 1918 á Mosfelli, Grímsnesi. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 28. desember 2019. Foreldrar Ágústu voru Gísli Jónsson, prestur á Mosfelli í Gríms- nesi, f. 1867, d. 1918, og Sig- rún Hildur Kjartansdóttir, f. 1873, d. 1957. Systkin Ágústu voru ellefu: Ragna Ásthildur, f. 1893, lést í Danmörku; Þórunn, f. 1894, d. 1940; Jóhanna, f. 1895, d. 1941; Elínborg, f. 1897, d. 1981; María Franziska og Kristín Ingibjörg, f. 1898, d. 1898; Kjartan Jón, f. 1902, d. 1980; Kristín, f. 1903, d. 1988; Ingi- björg, f. 1905, d. 1984; Svava, f. 1907, d. 1922; Gísli, f. 1909, d. 1985. Sr. Gísli drukknaði aðeins rúmum tveimur mánuðum eft- ir að Ágústa fæddist. Á næstu kvæntur Elísabetu Kemp Stef- ánsdóttur, f. 1988. Barn: Her- borg Helga, f. 2015. Kjartan, f. 1983, kvæntur Sigríði Sigurgísladóttur, f. 1986. Börn: Kristín Þura, f. 2015, og Saga, f. 2017. 2) Sigrún, blaðamaður og rithöfundur, f. 1955. Fyrrverandi eiginmaður Helgi Guðmundsson, f. 1933. Börn þeirra eru: Davíð, f. 1977, Ingvar, f. 1980, og Ari, f. 1986. Davíð er kvæntur Mie Mogensen, f. 1979. Börn þeirra: Korka, f. 2012, og Jóhannes, f. 2015. Unnusta Ingvars er Alisha Rasaily, f. 1995. Sambýliskona Ara er Adina Almas, f. 1988. Eftir að Ágústa giftist var hún heimavinnandi en sinnti félagsstörfum af ríkum áhuga, lengst af í þágu Rauða kross- ins og kvenfélagsins Hrings- ins. Hún hafði mikinn áhuga á erlendum tungumálum og lagði m.a. stund á frönsku og spænsku. Sameiginlegt áhuga- mál þeirra hjóna var útivera og ferðalög, bæði innanlands og utan. Ágústa flutti á hjúkrunar- heimilið Grund fyrir rúmum tveimur árum og andaðist þar. Útför Ágústu verður gerð frá Neskirkju í dag, 8. janúar 2020, og hefst klukkan 13. árum bjó Sigrún m.a. á Eyrar- bakka áður en hún flutti til Reykjavíkur þar sem Ágústa ólst upp og gekk í skóla. Hún út- skrifaðist 1935 með verslunarpróf og vann ýmis skrifstofustörf. Árið 1941 gift- ist Ágústa Davíð Ólafssyni, f. 1916, d. 1995. Davíð nam hag- fræði í Þýskalandi, var fiski- málastjóri frá 1940 til 1967 og seðlabankastjóri 1967 til 1986. Börn þeirra: 1) Ólafur, fv. ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, f. 1942. Fyrri kona Kládía Róbertsdóttir, f. 1943, nú búsett í Kanada. Sonur þeirra: Mikael Róbert, f. 1965, kvæntur Guðríði Helgadóttur, f. 1969. Börn þeirra: Helga, f. 1998, Ágústa, f. 2000, og Ólafur, f. 2004. Seinni kona Helga Einarsdótt- ir viðskiptafræðingur, f. 1953. Börn þeirra: Davíð, f. 1981, Látin er á hundraðasta og öðru aldursári elskuleg tengda- móðir mín Ágústa Þuríður Gísladóttir, sem ávallt var köll- uð Gústa af fjölskyldu og vinum. Ágústa fæddist á Mosfelli í Grímsnesi 4. apríl 1918. Hún var 12. barn foreldra sinna og langyngst. Í júní sama ár fórst faðir hennar af slysförum. Ekki voru efnin mikil en Ágústa minntist samt alltaf æsku sinnar af mikilli ánægju. Eldri systkini dekruðu við hana og heimilislífið einkenndist af kærleika og lífs- gleði. Tónlist, söngur og hljóð- færaleikur lék þar stórt hlut- verk. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Ágústu var hún tæplega sextug, glæsileg, sjálfsörugg og verald- arvön kona. Ég fann það fljótt að á heimili hennar og Davíðs manns hennar ríkti einstakur andi. Matargerð var í hávegum höfð og fyrirmyndir gjarnan sóttar á ferðalögum erlendis. Útivist var sameiginlegt áhuga- mál þeirra hjóna. Þau ferðuðust um landið og fóru um fjöll og firnindi. Á afskekktari staði var gjarnan farið með Ferðafélagi Íslands, sem Davíð var í forsæti fyrir í mörg ár. Á veturna voru skíðin tekin fram. Þetta var löngu áður en göngur og útivist urðu almenningssport. Hún tengdamóðir mín var því um margt á undan sinni samtíð í lífsstíl, ekki bara varðandi mat og hreyfingu. Hún fylgdist vel með stefnum og straumum í listum, pólitík og menningu og þar kom tungumálakunnáttan sér vel, en hún hafði ensku, þýsku, frönsku, spænsku og Norðurlandamál á sínu valdi. Það var ekki eingöngu ferðast innanlands, en á sinni löngu ævi kom hún til fjöl- margra landa. Þegar farið var til fjarlægari landa undirbjó hún sig vel, kynnti sér sögu og menningu og tók jafnvel tíma í að læra undirstöðu í tungumáli landsins. Það gerði hún fyrir ferð þeirra hjóna til Sovétríkj- anna, tók einn vetur í að læra rússnesku. Eftir að hún gifti sig 1941 var hún heimavinnandi og þau störf sem hún sinnti utan heimilis voru sjálfboðaliðsstörf. Ágústa starfaði fyrir Rauða krossinn og í Kvenfélaginu Hringnum í ára- tugi. Árið 1995 lést Davíð eftir erf- ið veikindi. Þá voru þau nýflutt í nýja og glæsilega íbúð á Þorra- götu í Reykjavík þar sem hún bjó uns hún flutti á Grund fyrir tveimur árum. Ágústa var mjög sjálfstæð og vildi vera sjálf- bjarga. Hún ferðaðist með Hringskonum til útlanda, eldri borgurum innanlands og heim- sótti Sigrúnu dóttur sína sem bjó erlendis. Seinasta ferðin var farin til að halda upp á níræð- isafmælið. Þá hittust afkomend- ur hennar og makar í Berlín og áttum við þar saman góðar stundir. En þá var líka nóg komið af utanlandsferðum sagði hún og við það stóð hún. Að leiðarlokum vil ég þakka henni samfylgdina í rúm 40 ár. Hún var óspör á tíma sinn þeg- ar kom að fjölskyldunni og barnabörnin og barnabarna- börnin áttu öll sinn sess í hjarta hennar. Hún náði einstaklega vel til ungu kynslóðarinnar í fjölskyldunni, var forvitin um hagi hennar og hvað væri á döf- inni á hverjum tíma. Hún sagði oft að fyrstu 95 ár- in væru auðveld en eftir það væri þetta fyrst og fremst agi. Hún lést 28. desember 2019. Helga Einarsdóttir. Elsku amma Gústa. Nú þegar þú hefur fengið langþráða hvíld er margs góðs að minnast. Efst mér í huga er þakklæti fyrir að hafa átt þig að og að eiga þig sem eina af mín- um fyrirmyndum. Eftir lifa ótal góðar minningar, m.a. um gamla hljómborðið sem stytti okkur börnunum stundir í öllum mat- arboðum, öðrum gestum til mis- mikillar gleði, sögur af ýmsum prakkarastrikum, þú að kenna okkur systrum að steppa í sum- arbústaðferð 86 ára gömul, rjómapönnukökur á Þorragöt- unni og endalaus heilræði. Ég verð ævinlega þakklátt fyrir þann mikla og einlæga áhuga sem þú sýndir öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þar ber þá helst að nefna óbilandi áhuga á hljóðfæranáminu mínu þar sem þú áttir stóran þátt í því hve langt ég komst. Elsku amma, því miður tókst mér ekki að finna vin til þess að draga mig á sleða í Hljómskála- garðinum áður en þú kvaddir en þú getur þó glaðst yfir því að ég hef tekið mig á í að sækja dans- æfingar. Takk fyrir allt. Helga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sest niður og skrifa nokkur orð um hana ömmu mína. Hið sama gerði ég fyrir rúmum áratug, þá við skemmti- legra tilefni. Það var viku áður en ég flutti stutta tölu í níræð- isafmælinu sem haldið var upp á í Berlín vorið 2008. Þar reyndi ég að koma í orð hve miklu hún mig skipti og þakklæti mínu fyrir stuðning hennar alla tíð. Sem betur fer nýtti ég tækifær- ið þann dag og tjáði henni sjálfri þau þakkarorð, því ekki hefði ég viljað rita þau fyrst nú. Hér vil ég heldur rifja upp brot af þeim minningum sem munu ávallt fylgja mér um þig, ömmu Gústu: Við bræðurnir í pössun í Hörgshlíðinni. Kótilettur í mat- inn og við fengum að blanda okkar eigin kokteilsósu. Sagan sem þú sagðir svo oft er þú varst ein með okkur frændurna, snarvitlausa, og sá eini sem gat komið ró á hópinn var Kalli bíl- stjóri. Hádegishléin í Haga- skóla; grjónagrautur á mánu- dögum og eitt glas af mjólk fyrir hvert glas af gosi. Heitt súkkulaði í hvert sinn sem strákarnir komu til landsins. Þegar ég hljóp fram á þig í dag- lega göngutúrnum á Ægisíð- unni. Klára að skokka og kíki við í kaffibolla. Svo margir kaffibollar við eldhúsgluggann þar sem við ræddum pólitík, ferðalög og auðvitað hrakandi dagskrá ríkissjónvarpsins. Há- skólaárin og félagsskapur þinn í fjarveru mömmu og pabba. Fiskigratín með kartöflum og bræddu smjöri. Vonbrigðin í rödd þinni þegar ég hringdi og þurfti að afboða mig í mat. Við tvö á barnum á Gardermoen- flugvellinum að bíða eftir flug- inu okkar til Berlínar. Þegar ég afhenti þér eintak af lokaritgerð minni í háskólanum, tileinkaðri þér, af því auðvitað. Þegar þú afhentir mér sögurnar sem ég hafði skrifað fyrir þig og afa tuttugu árum áður. Að kynna þig fyrir Sísí. Að sjá Sísí orð- lausa eftir að þú, þá 96 ára, hafðir tekið strætó niður í bæ til þess eins að kaupa nýútgefna bók sem fékk svo góða dóma í bæði blöðum og útvarpi. Þú varst þó ekki eins hrifin. Að sjá bros þitt í hvert skipti sem við komum með stelpurnar í heim- sókn á Grund. Þótt það hafi verið erfitt að heimsækja þig síðustu dagana var alltaf huggun í því hversu friðsæl og þjáningalaus þú virt- ist. Á einhvern hátt voru í raun önnur og fyrri augnablik jafnvel erfiðari. Eins og þegar ég áttaði mig á að sjónin þín var nánast farin, því ég vissi hve mikils virði var fyrir þig að geta lesið blöðin á hverjum morgni og nýj- ustu bækurnar fyrir hver jól. Og ekki síður þegar heyrninni hafði hrakað mikið, enda hafði tónlist, útvarp eða sjónvarp allt- af ómað þegar ég kom í heim- sókn. Erfiðast var þó að heyra að daglegi göngutúrinn væri orðinn þér um megn, því hann Ágústa Þuríður Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.