Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 GÓÐIR FUNDIR OGENNBETRI FUNDARHLÉ Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar, námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé. Superior herbergi 157 HERBERGI 7 FUNDARSALIR VEITINGASTAÐUR SUNDLAUGOG HEITIR POTTAR 50 ára Kristján er fæddur og uppalinn á Flateyri en býr í Grafarvogi í Reykja- vík. Hann er lærður hársnyrtir en er trillusjómaður og rek- ur bátinn Hring ÍS 305. Maki: Hanna Dís Guðjónsdóttir, f. 1973, leikskólakennari í Lyngheimum. Börn: Kári Freyr, f. 2003, Eva Sóley, f. 2006, og tvíburarnir Einar Friðrik og Guðjón Daði, f. 2009. Foreldrar: Einar Guðbjartsson, f. 1949, útgerðarstjóri hjá útgerðar- félaginu Hlunnum ehf., og Guðrún Pálsdóttir, f. 1950, bókari hjá Hlunn- um. Þau eru búsett á Flateyri. Kristján Friðrik Einarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekkert hallærislegt við til- finningar, jafnvel þótt þér hafi verið kennt það. Hvar vilt þú verða eftir fimm ár? Hvað þarftu að gera til að ná því markmiði? 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert afslappaður og í góðu jafn- vægi og því í stakk búin(n) til að sýna hvað í þér býr. Reyndu að láta aðra um eins mik- ið og hægt er og sinntu sjálfur bara því stóra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til þín verður leitað varðandi ráð- gjöf í vandasömu máli. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Horfðu fram á veginn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það sem þér kann að virðast hindr- un á leið þinni er í raun og veru prófsteinn á leiðinni til aukins þroska. Sýndu sveigjan- leika gagnvart nýrri tækni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þegar taka þarf stórar ákvarðanir er best að taka eitt skref í einu. Nú er rétti tíminn til að finna réttu lausnirnar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur góðar langtímafyrirætlanir um hvernig heimilið og fjölskyldan getur mótað fjárhaginn. Góður ásetningur verð- ur að prýðilegri heppni seinna í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt enginn sjái framtíðina fyrir er hægt að búa sig undir hana með marg- víslegum hætti í smáu sem stóru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Sýndu varkárni í rómantíkinni, sama hversu spenntir báðir aðilar virðast vera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundarhrifning getur dregið dilk á eftir sér þegar hún er innihaldslaust hjóm. Láttu aðra ekki komast upp með það að svara þér meira eða minna út í hött. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki einhver smáatriði draga úr þér kjarkinn og brettu bara upp ermarnar. Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma vinum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt að hafa þann aga til að bera sem þarf til að rannsaka málin vand- lega áður en þú segir af eða á. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er sama hvað truflar þig, þú kemst yfir það – ekki með átaki heldur þol- inmæði. Haltu þínu striki eins og ekkert hafi ískorist. Steinunn vann hjá verktaka sam- hliða námi og fyrst eftir útskrift en síðan á arkitektastofunni Batteríinu. „Mér þótti það æðisleg vinna en þegar fjármálahrunið varð haustið 2008, breyttist hún mikið, ég færðist tölu- vert aftar í verkefnakeðjunni en var orðin vön spennandi og krefjandi verkefnum á Batteríinu. Ég ákvað því að láta gamla drauminn um skapandi nám rætast, óskaði eftir launalausu leyfi sem var auðfengið, og fór í nám sem kallaðist Prisma og var diplóm- anám á vegum LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þar útbjó ég möppu sem ég ætlaði að skila til LHÍ og sækja um í myndlist og til vara arkitektúr. Á ný gripu örlögin inn í því á meðan ég var í Prisma gerði ég skartgripi handa sjálfri mér, þá ólétt að yngsta syni okkar, og vön því frá barnæsku að skreyta mig með heimagerðum skrautmunum og skartgripum. Hring- ur sem ég bjó mér þá til, úr leirnum gamla sem við Margrét Diljá þekktum orðið svo vel, varð óvænt gríðarlega vinsæll og opnaði mér dyr að þeim heimi sem ég lifi enn í, nú rúmlega tíu árum síðar.“ Steinunn stofnaði skartgripafyrir- tækið Hring eftir hring í kjölfarið og heldur enginn tími til þess að gera um- sókn eða hugsa um neitt annað en það. Við unnum Röskvu með 4 atkvæða meirihluta þetta ár og ég varð ritari í stjórn Stúdentaráðs HÍ. Þegar verk- fræðinámið var svo hálfnað, var ekki annað hægt en að ljúka því og þannig réðu örlögin því að ég lauk verkfræði- námi en ekki arkitektúr eða einhverju öðru.“ S teinunn Vala Sigfúsdóttir og tvíburabróðir hennar, Nikulás Árni Sigfússon, eru fædd 8. janúar 1980 á Landspítalanum í Reykja- vík. Fyrstu ár ævinnar bjuggu þau í Reykjavík, fyrst í kjallaranum hjá ömmu þeirra á Bergstaðastræti 81, en síðan til skiptis hjá móður þeirra sem bjó á Hjónagörðum og föður og Mist stjúpmóður í Drekavoginum. „Eftir útskrift mömmu úr sjúkra- þjálfun fluttum við í Mosfellsbæinn og bjuggum í starfsmannabústað við Reykjalund alla okkar grunnskóla- göngu í Varmárskóla og síðar Gaggó Mos. Það var yndislegt að alast upp í kyrrðinni þar sem þá var algjör, með skóginn og Varmána fyrir neðan sig, hesta á túninu fyrir neðan öll sumur og nóg af leikfélögum og litríkum kar- akterum í húsunum í kring. Ég og Margrét Diljá vinkona mín bjuggum til skartgripi úr leir, geng- um á milli herbergja og seldum vist- mönnum á Reykjalundi skartið, sem höfðu satt best að segja furðulega gaman af heimsókn okkar með skartgripaskrínið. Ég flutti eiginlega frá Mosó þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri, haustið 1996, en á Akureyri átti ég eitt besta tímabil ævi minnar og tel nú niður dagana til næsta sumars þegar árgangurinn minn fagnar 20 ára út- skriftarafmæli ásamt mörgum öðrum afmælisárgöngunum. Vel var tekið á móti mér við komuna í MA og ég kynnt fyrir öllu starfsfólki skólans sem afkomandi Stefáns Stefánssonar skólameistara.“ Eftir stúdentspróf frá MA hóf Steinunn nám í umhverfis- og bygg- ingaverkfræði við HÍ en þá hafði Nikki bróðir hennar lokið sínu fyrsta ári í rafmagnsverkfræði. „Mér þótti fínt að fylgja honum eftir en ætlaði mér að sækja um í arkitektúr í Kaup- mannahöfn. Ég hafði engan tíma haft til að útbúa möppuna, enda bókstaf- lega á kafi í félagsmálum, þá formað- ur Félags framhaldsskólanema, en fé- lagsmálin áttu bókstaflega hug minn allan og hjarta í nokkur ár eða þar til þau fengu að víkja fyrir börnum mín- um og uppeldi þeirra. Ég var strax á fyrsta árinu í HÍ komin í framboð fyr- ir Vöku til Stúdentaráðs og því gafst hefur síðan þá fengist við skartgripa- gerðina. „Möppuna með umsókninni í LHÍ kláraði ég þó í þetta sinn, en henni skilaði ég ekki, heldur hringsól- aði um Laugarnesið með hana í aft- ursætinu og tók ákvörðun um að sjá hvert skartgripaævintýrið gæti leitt mig frekar en sækja um myndlistina. Frá því að ég stofnaði Hring eftir hring, árið 2009, hef ég byggt það upp og rekið. Við seljum skartgripi í versl- anir en erum líka með netverslun, hring.is. Við höfum fengið góð við- brögð og verið í góðum búðum og sýnt erlendis og komist á flottar sýningar. Ég ætlaði mér þá að sigra heiminn og fara í útrás og ég reyndi það en svo kemst maður að því að þetta er aðeins meiri pakki en maður hélt. Með ár- unum hef ég séð að það er líka hægt að ná langt á smærri mælikvarða og kannski er það alveg jafn merkilegt. Við höfum því dregið saman seglin er- lendis en erum hér heima og ég hef gert níu skartgripalínur, þá síðustu á liðnu ári.“ Vinnan er helsta áhugamál Stein- unnar. „Það að búa eitthvað til veitir mér mjög mikið, ég hef áhuga á mynd- list og teikningu, og svo finnst mér líka mjög gaman á skíðum.“ Steinunn Vala Sigfúsdóttir skartgripahönnuður – 40 ára Fjölskyldan Nikulás Flosi, Steinunn Vala, Snorri Þór, Stefán Eiríks og Friðrik Trausti. Byrjaði snemma að búa til skartgripi Skartgripahönnuðurinn Steinunn með skartgrip úr línunni Lauf. 30 ára André er frá Lissabon í Portúgal en flutti til Íslands 2008 og býr á Patreksfirði. Hann er kokkur og eigandi veitingahússins Vestur Restaurant á Patreks- firði. Maki: Lilja Sigurðardóttir, f. 1986, sjávar- útvegsfræðingur að mennt og er inn- heimtu- og þjónustufulltrúi hjá Vestur- byggð og framkvæmdastjóri Vestur Restaurant. Börn: Adriana Snædís, f. 2014, Sigurður Carlos, f. 2016, og Snæbjörn Alessandro, f. 2019. Foreldrar: Carlos Alberto Madeira da Silva, látinn, og Sandra Marina Carinhas Cardos da Silva, f. 1965, bús. á Patreksfirði. Carlos André Cardoso da Silva Til hamingju með daginn Patreksfjörður Snæ- björn Alessandro Lilju- son da Silva fæddist 13. júní 2019 kl. 12.26 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 4.020 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Carlos André Car- doso da Silva og Lilja Sigurðardóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.