Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 25. tölublað 108. árgangur
LÍFRÆNIR ÁVEXTIR OG
GRÆNMETI FRÁ ÄNGLAMARK
Á 25% AFSLÆTTI
-25%
RÉTTINDI
ÍSLENDINGA
VERÐA ÓBREYTT
RAFSÆHJÓL
OG NETTENGD
NÆRKLÆÐI
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
TÆKNI Í LAS VEGAS 34 FINNA VINNU 8 SÍÐURSENDIHERRA BRETA 22
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á annað hundrað manns komu að
björgunaraðgerðum eftir að ungur
maður varð undir snjóflóði sem féll
við Móskarðshnjúka í hádeginu í
gær. Útkall barst klukkan 12.32 og
þá þegar var fjölmennt lið sent á
vettvang. Maðurinn var á ferð með
tveimur öðrum neðarlega í hnjúkun-
um og fór þar um grunnt snævi þak-
ið gil. Svo virðist sem þar hafi snjó-
dyngja brostið svo að maðurinn lenti
niðri í botni gilsins og fékk þar yfir
sig snjó og krapa.
Björgunarlið kom fljótlega á vett-
vang og auðveldaði það vinnu þess að
förunautar mannsins gátu gefið upp-
lýsingar. Maðurinn fannst kl. 14.25.
Þá var þyrla frá Landhelgisgæslu
komin á staðinn sem flutti hinn slas-
aða á bráðamóttöku í Fossvogi. –
Staðfestar upplýsingar um afdrif
mannsins fengust ekki í gærkvöldi.
„Þetta útkall var F1 sem þýðir
hæsti forgangur. Í tilvikum eins og
þessum skiptir tíminn öllu máli,“
segir Davíð Bjarnason, upplýsinga-
fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. Fólk úr öllum björgunar-
sveitum á höfuðborgarsvæðinu fór á
vettvang, en einnig mannskapur frá
lögreglu, slökkviliði og Gæslunni.
Varð undir snjóflóði
Morgunblaðið/Eggert
Viðbragð Alls komu á annað hundrað manns að málum við Móskarðshnjúka í gær. Þyrla frá Landhelgisgæslunni flutti slasaða á sjúkrahús.
Dyngja við Móskarðshnjúka brast
Ungur maður varð undir snjóflóðinu
MFlóðið féll í óheppilegum … »2 Aðgerðir Maðurinn fannst um tveimur tímum eftir að útkall barst.
Tómas Gerald
Sullenberger
kaupmaður hefur
tekið upp merki
föður síns, Jóns
Geralds, og opn-
að vefverslunina
Kostur.is. Þar
eru í boði amer-
ískar vörur, líkt
og í versluninni
Kosti í Kópavogi
sem lokað var í desember 2017.
Til að byrja með verða 80-100
vörur í boði á vefsíðunni en neyt-
endur munu móta framboðið.
„Ég fylgist vel með því sem er að
gerast í Ameríku í smávörum og
matvöruverslunum. Það er mikil
þróun á ameríska markaðnum og
samkeppnin mikil. Þar er mikil
vöruþróun og stöðugt eitthvað nýtt
að koma á markað. Það er klárlega
eitt af markmiðum mínum að geta
verið vakandi fyrir því sem er nýjast
og flottast á markaðnum og geta
gripið það og komið því hingað til Ís-
lands,“ segir Tómas um markmið
sitt. baldura@mbl.is »32
Tómas Sullenberger
endurreisir Kost
Tómas
Sullenberger
Verkalýðshreyf-
inguna á Íslandi
skortir tengsl við
veruleika og heil-
brigða skynsemi.
Ekki er tekin
málefnaleg um-
ræða um vanda-
mál og afleið-
ingar heldur
farið í manninn.
Þetta segir Guð-
mundur Ragnarsson, fyrrverandi
formaður VM.
„Vandamálið er popúlisminn sem
ræður ríkjum í verkalýðshreyfing-
unni,“ segir Guðmundur, sem varar
við kröfum Eflingar um hækkun að-
stoðarfólks á leikskólum í Reykja-
vík. Verði þau sambærileg byrjunar-
launum leikskólakennara hefjist
höfrungahlaup á vinnumarkaði með
ófyrirséðum afleiðingum. Best hefði
farið á því að fylgja rammasamningi
sem verkalýðshreyfingin gerði fyrir
árin 2015-2018. Lífskjarasamning-
urinn sem gerður var í fyrra tryggi
ekki stöðu fólks með meðaltalslaun,
sem haldi ekki í við verðbólgu. Þetta
gerist vegna þess að ASÍ og starf
þess nú sé í rúst. »18
Skortir veru-
leikatengslin
Guðmundur
Ragnarsson
Gagnrýnir ASÍ