Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000KR AFSLÁTTURAF YFIR 300 FARTÖLVUM LOKADAGAR ÚTSÖLU Opið í dag 10-18 Yfir tvö þúsund tonnum af brotajárni var í vikunni skipað um borð í flutningaskipið Wilson Holla í Krossanesi, fyrir utan Akureyri, á vegum Hringrásar. Um er að ræða járn víða að af Norðurlandi og var ráðgert að skipið héldi áleiðis til Hollands í gærkvöldi, en þar fer farmurinn í endurvinnslu. Til landsins kom skipið með farm á Grundartanga. Flokkuðu brotajárninu var mokað í gáma á athafnasvæði Hringrásar á Akureyri og var síðan keyrt að skipshlið og híft um borð. Tveir kranar voru notaðir í verkefnið og annar þeirra frá Reyðarfirði, að sögn Árna Gíslasonar, verkstjóra hjá Hringrás á Akureyri. Allt efnið er pressað hjá Hringrás til að minnka ummálið og þar á meðal bílar, sem Árni áætlar að hafi verið 3-400 tonn af farminum. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að bílar sem koma til förgunar hjá Hringrás séu pressaðir í böggul, sem sendur er til endurvinnslu erlendis. Í fyrra komu alls 11.600-11.700 bifreiðir til förgunar hér- lendis samkvæmt upplýsingum frá úrvinnslusjóði og er það metfjöldi á einu ári. Árið 2018 komu 11.400 ökutæki til úr- vinnslu. Skilagjaldið er 20.000 fyrir hverja bifreið sem skilað er til förgunar. aij@mbl.is Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Brotajárn frá Akureyri í endurvinnslu í Hollandi  Bílar 3-400 tonn af yfir tvö þúsund tonna farmi  Alls komu yfir 11.600 ökutæki til förgunar í fyrra Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samgöngustofa hefur það sem af er janúar ákvarðað í 11 málum vegna kvartana farþega í sambandi við röskun á flugi vegna veðurs eða glat- aðs farangurs. Öllum kröfum hefur verið hafnað eða vísað frá en í þeim tilfellum sem flugferðum seinkaði eða var aflýst vegna veðurs telur Samgöngustofa að viðkomandi félög hafi lagt sig fram við að takmarka afleiðingar af hinum óviðráðanlegu aðstæðum eftir bestu getu. Flestar kvartanirnar voru vegna þess að flugferðum hefur verið af- lýst, fimm sinnum vegna veðurs og tvisvar vegna vélarbilana. Tvær kvartanir voru vegna seink- unar á flugi í um sólarhring. Ein kvörtun hafði með bókun á flugi að gera í ársbyrjun 2019 og önnur um ábyrgð flytjanda á far- angri sama ár. Ákvarðanir rökstuddar Gerð er grein fyrir málavöxtum í hverju máli fyrir sig og greint frá forsendum og niðurstöðum Sam- göngustofu. Sem dæmi um mál sem kom til kasta Samgönustofu var kvörtun hjóna vegna áætlaðs flugs Icelandair frá Seattle til Keflavíkur 13. apríl 2019. Fóru hjónin fram á staðlaðar skaðabætur og bætur vegna tapaðra sumarleyfisdaga, en komu þeirra til landsins seinkaði um tvo sólarhringa vegna veðurs. Icelandair féllst á að greiða kærendum útlagðan kostnað. Fram kemur að hvor kærandi hafi talið sig eiga rétt á 600 evrum í bæt- ur „eða sambærilegt í formi miða til áfangastaða eða jafnvel punkta vegna þess tjóns og óþæginda sem við urðum fyrir af völdum tafanna seinni daginn“, eins og segir í bréfi hjónanna. Í niðurstöðum Samgöngustofu segir að skilyrði bótagreiðslu sam- kvæmt reglugerð ESB sé ekki upp- fyllt því Icelandair hafi sýnt nægjanlega fram á að félagið hafi lagt sig fram við að takmarka afleið- ingar af hinum óviðráðanlegu að- stæðum eftir bestu getu. Þá hafi Samgöngustofa ekki ákvörðunar- vald um bótakröfur vegna tapaðra sumarfrísdaga og kvartendur verði því að leita réttar síns á öðrum vett- vangi fyrir slíkar kröfur. Í öllum tilvikum kemur fram að ákvörðunin sé kæranleg til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins og skuli kæra berast ráðuneyt- inu innan þriggja mánaða frá því að kæranda er tilkynnt ákvörðun Sam- göngustofu. Ljósmynd/Anna Sigríður Leifsstöð Farþegar bíða í röð við upplýsingaborð í Leifsstöð eftir að flugi hefur verið aflýst vegna veðurs. Öllum kröfum um bætur hafnað eða vísað frá  Kvartanir vegna röskunar á flugi vegna veðurs teknar fyrir Breska rafmynta- og greiðslumiðl- unarfyrirtækið Digital Capital Ltd. hefur höfðað mál á hendur íslenska fyrirtækinu Genesis Mining Iceland ehf., vegna vangoldinna gjalda. Alls nemur krafan tæpum milljarði ís- lenskra króna. Íslenska félagið er í eigu HIVE Blockchain Technologies Ltd., en rafmyntafélagið Genesis Mining Ltd. á 16,9% í því félagi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er HIVE Blockchain um- svifamikið í greftri eftir rafmyntun- um bitcoin og ethereum, bæði hér á landi og í Skandinavíu m.a. Sam- kvæmt kröfu frá Law 360, sem sagt er frá á vefsíðunni insidebitcoins- .com, sakar Digital Capital fyrir- tækið íslenska um að skulda því greiðslur fyrir þróun og viðhald á banka- og greiðslukortahugbúnaði. Segir Digital Capital að Genesis hafi hætt að greiða reikninga í nóvember 2018 og rekur það til þess að þá hafi verð á bitcoin hrapað. Genesis Mining Iceland segir á móti að Digital Capital hafi ekki skilað umsaminni þjónustu og því hafi þeir rift samningum í júní á síðasta ári. Vilja milljarð frá rafmyntafyrirtæki  Er umsvifamikið á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.