Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Folaldakjöt af nýslátruðu 2199 kr.kg Folalda Piparsteik innralæri ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... 2999 kr.kg Folaldafile 1999 kr.kg Folaldagúllas Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Refurinn á Hornströndum virðist hafa gefið eftir á síðustu árum og í sumar voru virk óðul færri en áður og talsverð afföll á yrðlingum. Erfið fæðuöflun auk vaxandi truflunar af hálfu ferðamanna og myndasmiða kunna að eiga þátt í þessum breytingum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áfanga- skýrslu um vökt- un refa á Horn- ströndum 2019, sem unnin er af Ester Rut Unn- steinsdóttur. Refaveiðar eru stundaðar um allt land en Horn- strandir eru eitt fárra svæða á land- inu þar sem melrakki nýtur frið- helgi. Þrjár vettvangsferðir Á síðasta ári var farið í vettvangs- ferðir í mars, júní og ágúst. Í öll skiptin var farið í Hornvík, en sjaldnar á aðra staði þar sem eru þekkt óðul. Í mars sáust alls 10-11 dýr í Hornvík og voru það nokkuð færri dýr en hafa sést þar á þessum árstíma í fyrri ferðum, að árinu 2014 undanskildu. Í júní og júlí kom í ljós að yrð- lingar voru aðeins á 25-30% grenja sem að jafnaði eru talin. Einungis þrjú pör voru með yrðlinga á greni í austanverðri Hornvík, í stað 5-7 para eins og oft hefur verið. Í vesturhluta Hornvíkur, Rekavík bak Höfn og Hvannadal voru tvö greni í ábúð, en á þessu svæði eru þrjú óðul að öllu jöfnu. Í Hælavík var einungis eitt greni staðfest í ábúð, í stað 3-4 að jafnaði. Stærsta og auðugasta óðalið í Hælavíkur- bjargi bar engin merki um ábúð og er það í fyrsta skipti í a.m.k. 21 ár sem svo er. Eina grenið í ábúð var niðri á láglendi. Eins og ástandið var í Hornvík í mars benti ekkert til annars en að um sumarið yrðu hefðbundin 5-7 óðul setin; eitt í Ystadal, eitt til tvö í Miðdal, eitt til tvö í Innstadal og eitt til tvö niðri á láglendi. Dýrin virtust heilbrigð í tilhugalífinu og eftir norðanrok báru þau í land fjölda heillegra fugla sem virtust hafa rot- ast eða laskast í briminu. Þó svart- fugl hafi verið seinn í bjargið var fýll sestur upp og rita komin að björgunum, reiðubúin að setjast upp fljótlega, segir í skýrslunni. Á þeim 10 árum sem fylgst hefur verið með samskiptum ferðamanna og refa hefur komið í ljós að viðvera fólks við greni getur orðið til þess að mæður mjólka ekki yrðlingum sínum nægilega oft og báðir for- eldrar koma sjaldnar heim með fæðu. Þetta gæti verið ein orsök þess að lífslíkur yrðlinga að sum- arlagi eru lágar á þessu svæði. Leitt ef engir yrðlingar kæmust lengur á legg Refir á Hornströndum hafa nokkra sérstöðu á heimsvísu, sér- staklega vegna mikils þéttleika og náinna samskipta fullorðinna dýra. Komið hefur í ljós ýmislegt sem vakið hefur athygli erlendra fræði- manna, svo sem há dánartíðni yrð- linga. Síðastliðin fjögur sumur hefur borið á fækkun óðala og breytingu á landamærum þegar óðul stækka. Jafnframt hefur borið á óeðlilegri hegðun dýra á svæðinu, hugsanlega vegna áhrifa af mikilli truflun eða breytinga á fæðuframboði. Þetta, ásamt fleiru, þarf að skoða áfram til að skilja hvað veldur en grunur beinist að þremur megin- þáttum: 1) Auknum áhuga og við- veru ferðamanna við greni á við- kvæmu tímaskeiði, 2) breytingum í fæðuframboði vegna ástandsbreyt- inga hjá stofnum bjargfugla og 3) mengun fæðu, til dæmis vegna kvikasilfurs (Bocharova o.fl. 2013) sem getur valdið vanhöldum. Aðrir og óþekktir þættir gætu einnig skipt máli í þessu samhengi, segir í skýrslunni. „Það væri leitt ef engir yrðlingar kæmust lengur á legg í því nátt- úrulega ríki refa og fugla sem Hornbjarg er,“ segir í skýrslunni. Færri óðul og aukin afföll yrðlinga  Refurinn á Hornströndum virðist eiga undir högg að sækja  Breytingar í fæðuframboði og við- vera ferðamanna gætu haft áhrif  Melrakkinn á Hornströndum hefur nokkra sérstöðu á heimsvísu Ljósmynd/David Gibbon Björg í bú Mórauður refur með nýdauða langvíu í kjaftinum í Jökulfjörðum í febrúar 2017, en yfirleitt heldur fuglinn sig á sjónum á þessum árstíma. Ester Rut Unnsteinsdóttir Ný stjórnunar- og verndaráætlun hefur tekið gildi fyrir svæðið á Hornströndum og strangar regl- ur settar þeim sem vinna við gerð heimildamynda um dýra- lífið. Sækja þarf um leyfi til að kvikmynda nærri greni og þeim sem fá leyfi til þess er gert að vinna undir eftirliti umsjón- armanns. Sömu ströngu reglur þyrftu að gilda fyrir aðra ferðamenn sem augljóslega koma á svæðið til að taka myndir af refum, segir í áfangaskýrslu um refinn á Horn- ströndum. Sækja þarf um leyfi STRANGAR REGLUR Ljósmynd/Ester Rut Refur Þessi var vakinn af værum blundi á köldum marsdegi í fyrravetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.