Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er stemning fyrir þessum mót- um hér heima og líka erlendis. Mikið er horft og þeir hestaáhugamenn sem koma til landsins skipuleggja ferðir sínar gjarnan þannig að þeir geti sótt þessa viðburði,“ segir Hulda Gústafs- dóttir, tamningamaður og reiðkenn- ari á Árbakka. Hún verður meðal keppenda í fyrstu keppni vetrarins í meistaradeild í hestaíþróttum, fjór- gangi, í kvöld. Meistaradeildin er helsta innan- hússmótaröð landsins og þar keppa flestir af helstu knöpum landsins á mörgum af bestu keppnishestunum. Fjórgangurinn verður í TM-höllinni hjá Fáki í Víðidal og hefst kl. 19. Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður stjórnar meistaradeildar- innar, segir að alltaf sé góð aðsókn að mótunum og vaxandi áhugi á streymi til útlanda og beinum útsendingum RÚV. „Ég sit nú inni á skrifstofu við að færa bókhald. Það verður líka að gera. Æfingum er að mestu lokið. Við æfðum í höllinni í gær og tíminn fram að keppni fer í að undirbúa hestana og sjálfan sig andlega. Það þarf líka að þvo hestana og snyrta, þrífa reið- tygi og setja sig í sparigallann,“ sagði Hulda þegar rætt var við hana í gær. Vildu vera saman í liði Meistaradeildin er bæði einstakl- ingskeppni þar sem sigurvegari hverrar keppni fær sín verðlaun, eins og liðið sem fær flest stig. Að loknum átta keppnisgreinum á sex keppnis- dögum er síðan krýndur saman- lagður sigurvegari meistaradeild- arinnar og stigahæsta lið keppninnar. Jakob Svavar Sigurðsson á Fáks- hólum varð meistari meistaradeildar- innar á síðasta ári, í fyrsta skipti, og lið Hrímnis/Export-hesta sigraði í liðakeppninni. Eitthvað er um að knapar hafi fært sig á milli liða í ár. Stærsta breytingin er þó sú að lið Hjarðar- túns kemur nýtt inn í deildina í stað Torfhúsa. Í nýja liðinu er einmitt meistarinn frá í fyrra og liðið er raunar mjög vel skipað. „Það kom aðallega til af því að ég og kærastan vorum hvort í sínu lið- inu. Það er mikill kostur að geta verið saman í liði. Svo fengum við frábært fólk með okkur og góðan stuðnings- aðila,“ segir Jakob Svavar um breyt- inguna. Helga Una Björnsdóttir, kærasta hans, er liðsstjóri og með þeim eru Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragn- arsson. „Við erum vel undirbúin með dálítið af góðum hestum og liðið í heild er sterkt. Það verður gaman að sjá hvernig fyrsta mótið verður. Það er mikið af nýjum hestum. Ég veit ekkert hver staðan er hjá hinum. Það gerir þessi mót spennandi,“ segir Jakob. Lið Hestvits/Árbakka er sann- kallað fjölskyldulið. Hjónin Hulda og Hinrik Bragason liðsstjóri fara fyrir því og með þeim eru sonur þeirra, Gústaf Ásgeir, og tengdadóttir, Jó- hanna Margrét Snorradóttir. Þá er kominn í liðið nágranni þeirra, Jó- hann Kristinn Ragnarsson. Seljum okkur dýrt „Það er spennandi en jafnframt mikið átak að taka nánast heilt lið út úr einu hesthúsi. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ segir Hulda. Hún horfir björtum augum til fjór- gangskeppninnar í kvöld. Margir sterkir hestar frá síðasta vetri eru farnir til annarra landa, fóru meðal annars á Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín. Svigrúm skapast fyrir nýja hesta sem hafa verið að banka á dyrnar og náð góðum árangri á mótum síðasta árs. Hulda mætir með einn af þeim, Sesar frá Lönguskák, og þau eru önnur í rás- röðinni. Spennandi keppni hefst í kvöld  Nýtt lið og breytingar á mörgum liðum í meistaradeild í hestaíþróttum  Fyrsta keppni móta- raðarinnar verður í TM-höllinni hjá Fáki í kvöld  Knapar eru að undirbúa sjálfa sig og hestana Niko ehf., eigandi Hótelbókana.is, hleypti nýrri starfsemi af stokk- unum um áramótin en það er Ferðaskrifstofa eldri borgara. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum fyrir eldri borgara og hefur unnið að slíkum ferðum síðan 2004, upp- haflega í Kaupmannahöfn. Sigurður K. Kolbeinsson veitir skrifstofunni forstöðu. Þá mun Gísli Jafetsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í rúm fimm ár, ganga til liðs við fyrirtækið í mars nk. og annast fararstjórn í mörgum ferðanna ásamt því að sinna sérstökum verkefnum, að því er fram kemur í tilkynningu. Að sögn Sigurðar er mikill vöxt- ur í starfseminni og á þessu ári eru a.m.k. 10 sérferðir fyrir eldri borgara á dagskrá. Í maí verður farið með flugi til Færeyja og aft- ur í haust. Þá hefjast skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara til Alic- ante og Torrevieja á Spáni síð- sumars og svo verða aðventuferð- irnar á sínum stað en uppselt var í allar brottfarir á síðasta ári. Að sögn Sigurðar er þjónustan opin öllum eldri borgurum sem og aðildarfélögum innan vébanda Landssambands eldri borgara. Ljósmynd/Aðsend Aðventuferð Hópur eldri borgara í Kaupmannahöfn fyrir síðustu jól. Ferðaskrifstofa fyrir eldri borgara Fyrstu tvö innimót meistara- deildarinnar fara fram í TM- höllinni hjá Fáki í Víðidal en þrjú þau síðustu verða í Samskipa- höllinni hjá Spretti í Kópavogi. Meistaradeildin hefur þar með yfirgefið Ingólfshöllina í Ölfusi. Bæði húsin hafa sína kosti og galla. Knapar eru ánægðir með nýtt undirlag í Fákshöllinni. Jakob Svavar Sigurðsson tekur fram að þótt aðstaða í höll- unum sé ágæt vanti tilfinn- anlega æfingaaðstöðu innan- dyra og sambyggð hesthús. Hvetur hann forystumenn hestamanna og sveitarfélög til að koma upp einni alvöru- keppnisaðstöðu fyrir innan- hússmótin. Vantar alvöru- keppnisstað KEPPT Í TVEIMUR HÖLLUM Ljósmynd/Louisa Hackl Meistari Jakob Svavar Sigurðsson vann marga sigra á Júlíu frá Hamarsey sem nú er erlendis og keppir ekki meira hér. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölskyldulið Hulda Gústafsdóttir, Hinrik Bragason og Gústaf Ásgeir Hin- riksson skipa liðið auk Jóhönnu M. Snorradóttur og Jóhanns Ragnarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.