Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmannamyndir fyrir öll fyrirtæki og stofnanir Skjót og hröð þjónust a Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gamlir bátar sem finna má víða um land segja mikla sögu um sjósókn og atvinnuhætti, einnig um smiðina sem byggðu þessi skip. Margir eru þessir bátar geymdir á vegum safna og setra og hirt er um þá. Aðrir líða hins vegar fyrir skort á viðhaldi og fjár- magni, nokkuð sem er áhyggjuefni stjórnar Sambands íslenskra sjó- minjasafna. Með skráningu fornbáta fyrir tilstuðlan sambandsins er ætl- unin að gera bátaarfinn sýnilegan umfram það sem nú er í þeirri von að auka skilning stjórnvalda og almenn- ings á gildi hans. Í skránni er að finna yfirlit um sögu og ástand 190 báta. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá elstu bátum sem varðveist hafa og eru safngripir, en einnig báta sem enn eru með haf- færnisskírteini þó svo að gamlir séu. Sjósókn frá Suðurlandi Af mörgu er að taka, en ef stiklað er á stóru í skránni er þar að finna forvitnilegar lýsingar tengdar bátum í eigu Skógasafns og um sjósókn frá Suðurlandi. Bátar og skip í eigu safnsins eru tólf talsins. Þar ber hæst bátinn Pétursey og haft er eftir Þórði Tómassyni safnverði að báturinn sé höfuðprýði safnsins. Í Rangárvalla- sýslu og V-Skaftafellssýslu eru góð fiskimið skammt undan landi en sam- tímis eru þar erfið lendingarskilyrði. Pétursey var smíðuð úr eik 1855 af Jóni Ólafssyni bónda í Pétursey og Sæmundi Bjarnasyni bónda í Vatns- skarðshólum. Báturinn var notaður til flutninga, fiskveiða og sem upp- skipunarbátur og er áttæringur og seglskip, 10,65 metrar á lengd og tæplega þriggja metra breiður. Pétursey var mest notuð til fisk- veiða á 19. öldinni og formaður lengst af var Guðmundur Ólafsson í Eyjar- hólum. Bátnum var róið til fiskjar úr Maríuhliði við útfall Jökulsár á Sól- heimasandi 1862-1909. Eftir það var hann notaður sem uppskipunarbátur og fiskibátur í Vík í Mýrdal til 1946. „Pétursey er meðal elstu skipa sem varðveist hafa hérlendis. Hún sýnir vel hið sérstaka og staðbundna brimsandalag,“ segir í skránni. Hákarlaskipið Ófeigur Þjóðminjasafnið á 23 báta, en af þeim eru 18 friðaðir á grundvelli ald- urs skv. lögum um menningarminjar. Fyrstu bátarnir sem Þjóðminjasafn Íslands eignaðist voru áraskipin Ófeigur, Farsæll og svo kallað Eng- eyjarskip en öll eru þau mjög verð- ugir fulltrúar fyrir skipasmíðaarfleifð þjóðarinnar, segir í skránni. Þetta voru jafnframt fyrstu bátarnir sem teknir voru til varðveislu hér á landi. Áraskipið Ófeigur komst í eigu Þjóðminjasafnsins 1939 og telst safn- ið vera eigandi Ófeigs þótt hann sé skráður inn í Byggðasafn Húnvetn- inga og Strandamanna á Reykjum og sýndur þar. Báturinn var byggður í Ófeigsfirði á Ströndum 1875 og er súðbyrðingur með breiðfirsku báta- lagi, smíðaður úr rekavið, 11,9 metrar að lengd og 3,3 metrar á breidd. Ófeigur er tíróinn áttæringur og var notaður við hákarlaveiðar, fisk- veiðar og flutninga á Ströndum, aðal- lega viðarflutninga, 1875-1933. Síðast var farið á honum til hákarlaveiða 1913 en báturinn var hafður til flutn- inga eftir það uns notkun var alveg hætt 1933. Síðan var hann geymdur á þurru landi í Ófeigsfirði uns Þjóð- minjasafnið fékk hann. Hrólfur og Hanna Báturinn Hrólfur Gautreksson er í eigu Fjarðabyggðar, byggður úr eik og furu 1906 í Danmörku, en var dæmdur ónýtur 1965 og hafði þá verið gerður út í tæpa sex áratugi. Hrólfur var lengi til sýnis gestum og gangandi en frá 2018 hefur hann verið geymdur í skemmu við hlið safnahússins í Neskaupstað. Báturinn hefur alla tíð borið sama nafnið, en var oft kallaður Gauti. Nafnið Hrólfur Gautreksson er sótt í Fornaldarsögur Norðurlanda, en ein þeirra ber þetta nafn. Árið 2017 var báturinn orðinn svo fúinn að ekki þótti óhætt að hafa hann lengur úti og raddir heyrðust þá um að það ætti að henda honum. Að mati Guðmundar Sveinssonar bátaáhuga- manns var það fráleitt, báturinn hefði komið ári eftir að vélbátaöld hófst í Neskaupstað 1905. Síðast en ekki síst í þessum stiklum er að nefna vélbátinn Hönnu ST 49, sem smíðaður var í Noregi 1899 eða fyrr. Fyrsti eigandi Hönnu sem heim- ildir greina frá var Guðmundur Jóns- son, kenndur við Helgastaði í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Karl F. Thorarensen eignaðist Hönnu 1958 og Hilmar F. Thor- arensen, sonur hans, hefur átt bátinn frá 1996. Metnaður hefur verið lagður í að halda bátnum vel við og hann gerður myndarlega upp, auk nokk- urra breytinga sem gerðar hafa verið. Hilmar hefur róið á bátnum frá Gjögri flest sumur og stefnir á strandveiðar í sumar. Vigur-Breiður og Egill Nú þegar liggja fyrir upplýsingar um töluverðan fjölda báta í eigu ein- staklinga, félagasamtaka og hópa sem ekki eru gerð skil í skránum, sem nú hafa verið gerðar aðgengilegar. Má til dæmis nefna elsta bát landsins, átt- æringinn Breið frá Vigur á Ísafjarð- ardjúpi, sem venjulega er kallaður Vigur-Breiður, og teinæringinn Egil frá Hvallátrum á Breiðafirði. Að auki eru allmargir gamlir árabátar og opn- ir vélbátar sem enn eru í notkun. Skráning þessara báta og fleiri er sér- stakt verkefni sem stefnt er að því að vinna í náinni framtíð. Höfundur flestra skýrslnanna í skránni er Helgi Máni Sigurðsson, sérfræðingur á Borgarsögusafni og formaður Sambands íslenskra sjó- minjasafna. Skrár um fornbátana má nálgast á slóðinni: http://batasmidi.is/ files/. Merkileg saga í bátaarfinum  Pétursey höfuðprýði Skógasafns  Ófeigur smíðaður úr rekavið  Enn róið á Hönnu frá Gjögri Ljósmynd/Skógasafn Höfuðprýði Pétursey er meðal elstu skipa sem varðveist hafa hér á landi, smíðað 1855. Myndin til vinstri er tekin í safninu í Skógum en sú til hægri er frá Víkursandi. Ljósmynd/Skógasafn Ljósmynd/Byggðasafnið á Reykjum Ljósmynd/Þjóðminjasafnið. Hákarlaskip Á efri myndinni er Ófeigur á sýningu á Reykjum í Hrútafirði en sú neðri sýnir skipið undir fullum seglum með 18 manns um borð 1898. Ljósmynd/Bjarni Guðmundsson Gauti Báturinn Hrólfur Gautreksson er nú geymdur í húsi í Neskaupstað. Ljósmynd/Hilmar Thorarensen Í Karlshöfn Enn er róið á Hönnu frá Gjögri en báturinn er 120 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.