Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 32
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tómas Gerald Sullenberger, eigandi
og framkvæmastjóri vefverslunar-
innar Kostur.is, segir tækifæri í sölu
á bandarískum vörum á Íslandi. Vef-
verslun hans muni enda hafa skýra
sérstöðu á markaðnum.
Faðir hans, Jón Gerald, lokaði
versluninni Kosti við Dalveg í Kópa-
vogi í desembermánuði 2017. Var það
líklega fyrsta matvöruverslunin á Ís-
landi sem gerði sérstaklega út á
bandarískar vörur. Vefverslunin
Kostur er því arftaki hennar.
Haft var eftir Jóni Gerald á sínum
tíma að opnun stórverslunar Costco í
Kauptúni hefði átt þátt í þeirri
ákvörðun hans að loka Kosti.
Að mati Tómasar hafa aðrar
matvöruverslanir á Íslandi ekki fyllt
upp í skarðið sem myndaðist við
brotthvarf Kosts. Verslun Costco er
ekki undanskilin í þeim samanburði.
Vörurnar ósambærilegar
„Upplifun mín sem starfsmaður
hjá Kosti er að í öllum látunum þegar
verslun Costco var opnuð hafi margir
haldið að með því væru amerísku vör-
urnar komnar á markaðinn. Við litum
ekki svo á málið. Þetta væri ekki
sama verslunin. Vörurnar væru enda
ekki alveg sambærilegar, þótt vissu-
lega væri úrvalið hjá Costco spenn-
andi. Allt í einu voru þessar vörur
hvergi til. Með því myndaðist eyða á
markaðnum en eftirspurnin var klár-
lega til staðar.
Eftir að pabbi lokaði Kosti flutti
hann til mömmu í Miami en ég hélt
áfram að fylgjast með markaðnum,“
segir Tómas, sem er menntaður við-
skiptafræðingur frá Háskóla Íslands.
Þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur
hefur Tómas langa reynslu af kaup-
mennsku. Hann stýrði meðal annars
innkaupum á þurrvörum hjá Kosti og
var þá í stöðugum samskiptum við
bandaríska birgja.
Bjóða meiri gæði
Spurður hvaða vörur hafi horfið af
markaðnum nefnir Tómas til dæmis
bandarískt sælgæti, morgunkorn og
hreinlætisvörur. Að hans mati séu
amerísku vörurnar gjarnan meiri
gæðavara en evrópskar vörur.
Margir viðskiptavina Kosts á Dal-
vegi hafi veitt þessu athygli og haldið
tryggð við verslunina. Með þetta í
huga hafi verðsamanburður milli
Kosts og lágvöruverslana oft á tíðum
verið ósanngjarn, enda gæðin verið
misjöfn.
Vefverslunin Kostur.is er með lag-
er í Vatnagörðum 22 í vöruhúsi sem
hún deilir með fleiri netverslunum.
Heimsendingargjald, 1.498 krónur,
fellur niður ef pantað er fyrir 9.998
krónur eða meira. Gjaldið fellur niður
ef vörurnar eru sóttar í vöruhúsið.
TVG-Zimsen sér um afhendingu á
höfuðborgarsvæðinu en Flytjandi á
landsbyggðinni. Ef pantað er fyrir
hádegi eru vörurnar sendar heim
samdægurs á höfuðborgarsvæðinu.
Vörurnar sem fara út á land eru
sendar á næstu Flytjandastöð og
sækir kúnninn þær þangað.
Greitt er með greiðslukorti.
Spurður um markhópinn segir
Tómas að Kostur.is muni höfða til
allra sem lært hafa að meta amerísk-
ar vörur. Það sé fjölbreyttur hópur.
Fljótur að bjóða nýjungar
Tómas segir það verða styrk vef-
verslunar sinnar að hún geti verið
fljót á markað með nýjungar.
„Ég fylgist vel með því sem er að
gerast í Ameríku í smávörum og mat-
vöruverslunum. Það er mikil þróun á
ameríska markaðnum og samkeppn-
in mikil. Þar er mikil vöruþróun og
stöðugt eitthvað nýtt að koma á
markað. Það er klárlega eitt af mark-
miðum mínum að geta verið vakandi
yfir því sem er nýjast og flottast á
markaðnum og geta gripið það og
komið því hingað til Íslands,“ segir
Tómas sem kveðst munu láta neyt-
andann stýra því hvernig vöruúrvalið
mun þróast.
„Það eru 80-100 vörur á síðunni en
ég hef aðgang að tugþúsundum vöru-
liða. Næsta pöntun er tilbúin en ég sé
fram á að vöruúrvalið verði dálítið
breytilegt,“ segir Tómas.
Netverslun eigi framtíðina fyrir
sér. Markaðurinn sé að þróast út í
meiri þjónustu og þægindi.
Kostur.is fyllir upp í eyðu á
íslenskum matvörumarkaði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kaupmaður Tómas
Gerald Sullen-
berger hefur stofn-
að vefverslun.
Kaupmaðurinn Tómas Gerald Sullenberger býður amerískar vörur í vefverslun
Skjáskot/Kostur
Ný vefverslun Vörur á Kostur.is.
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
vfs.is
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Komdu með
skóna þína í
yfirhalningu
Við erum hér til að aðstoða þig! --
30. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.42 125.02 124.72
Sterlingspund 161.9 162.68 162.29
Kanadadalur 94.2 94.76 94.48
Dönsk króna 18.333 18.441 18.387
Norsk króna 13.57 13.65 13.61
Sænsk króna 12.91 12.986 12.948
Svissn. franki 128.33 129.05 128.69
Japanskt jen 1.1423 1.1489 1.1456
SDR 171.15 172.17 171.66
Evra 137.02 137.78 137.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6523
Hrávöruverð
Gull 1579.6 ($/únsa)
Ál 1755.0 ($/tonn) LME
Hráolía 59.03 ($/fatið) Brent
● Hagnaður Origo
á fjórða ársfjórð-
ungi 2019 nam 90
milljónum króna.
Sala á vöru og
þjónustu nam
4.336 milljónum
króna og nam
tekjuvöxtur milli
ára 5,7%. Fram-
legð nam 1.325
milljónum á fjórð-
ungnum. Heildarhagnaður félagsins á
árinu 2019 nam 456 milljónum króna
og EBITDA nam 1.006 milljónum. Sala á
vöru og þjónustu yfir árið nam 14.845
milljónum og framlegð nam 3.845 millj-
ónum króna.
Eiginfjárhlutfall félagsins var 57,1% í
árslok og styrktist mjög í kjölfar þess
að Origo seldi meirihlutann í Tempo á
árinu 2018. Síðarnefnda félagið er nú
rekið sem hlutdeildarfélag Origo í sam-
starfi við Diversis Capital.
Finnur Oddsson, forstjóri félagsins,
segir starfsemi félagsins hafa gengið
vel á árinu. „Afkomunni var aðeins mis-
skipt eftir starfsþáttum, en hún var að
mestu borin uppi af hugbúnaðartengd-
um verkefnum og þjónustu á meðan af-
koma af rekstrarþjónustu og búnaðar-
sölu var í járnum,“ sagði hann í til-
kynningu.
Finnur
Oddsson
Origo hagnaðist um
456 milljónir í fyrra
STUTT