Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 35

Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 35
brúka klæðið m.a. til að greina svefntruflanir, andleg vandamál og við endurhæfingu hjartasjúkl- inga og mænuskaddaðra. Fyrir áhugafólk um íþróttir kynnti ítalska fyrirtækið Soccer- ment nettengdar legghlífar sem skrásetja hreyfingar fótbolta- mannsins og meta yfirferð hans á vellinum og sendingar. „Hug- myndin er að veita frístunda- sparkaranum sömu tól og atvinnu- manninum til að greina getu sína og bæta,“ sagði Paulin Tchonnin- Dodjou hjá Soccerment, sem áformar að setja greindarhlífar þessar á markað í ár. Welt hið suðurkóreska hefur áð- ur framleitt belti sem greinir lík- amsform notandans. Mætti það með nýja útgáfu af því á CES að þessu sinni sem mælir mittismál og gangvissu. Er því ætlað að höfða til aldraðra notenda. Tengdir fætur Neðri útlimir eru að tengjast betur miðað við þau tæki og tól sem sýnd voru á CES-sýning- unni. Japanski sportvörufram- leiðandinn Asics sýndi frumgerð tengdra innsóla fyrir hlaupaskó. „Með greiningu ýmissa þátta geta þeir stuðlað að skilvirkara álagi,“ sagði markaðsstjórinn Gentaro Makinoda við AFP- fréttastofuna. Ítalska sprotafyrirtækið Wahu sýndi „virkan sóla“ sem breytir um lögun til að lagast að mismun- andi yfirborði, hitastigi og raka. Greinir hann og hlaupastíl og fótapressu. Sólinn aðlögugóði er með inndraganlegum bitum á sól- anum og nýtist öldruðu fólki en einnig verksmiðjufólki sem og námamönnum, að sögn verk- efnastjórans Patrizia Casali. Fjölmenni á tæknisýningu Gestir á ferð á CES-sýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega og þar kynna lítil fyrirtæki og stór nýjungar a sviði neytendatæknibúnaðar, allt frá smávörum til lúxusbíla. Rafsæhjól Rafknúna spaðahjólið Manta 5 var sýnt á Las Vegas-vatni á CES-sýningunni í borginni. Legghlífar sem mælitæki Legghlífar Soccerment skrásetja hreyfingar fót- boltamannsins og meta yfirferð hans á vellinum og ágæti sendinga. FRÉTTIR 35Tækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Síðumúli 13 577 5500 108 Reykjavík www.atvinnueign.is Fasteignamiðlun Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is TIL SÖLU TIL SÖLU SMIÐJUVEGUR 4SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 8 Upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Fjárfesting - Skólavörðustígur 8 Til sölu veitinga - og verslunarhúsnæði á jarðhæð samtals. 83,3 m2 . Full innréttaður veitingastaður með langtímaleigusamning. Á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur. Góð aðkoma. Verð kr. 54,9milljónir. Verslunarhúsnæði - Smiðjuvegur 4 Til sölu 283m2 verslunarhúsnæði og lageraðstaða á jarðhæðmeð stórum gluggummikill sýnileiki frá götu á frábærum stað fremst við Smiðjuveg - Græn gata. Húsnæðið skiptist í fremri sýningarsal, innri sýningarsal og lager. Fundarherbergi, skrifstofa, eldhúsaðstaða. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 55milljónir. LÆK KAÐ VER Ð LÆK KAÐ VER Ð www.atvinnueign.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.