Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
35 cm verð 99.000,-
50 cm verð 149.000,-
70 cm verð 219.000,-
ATOLLO
Borðlampi – SVARTUR
Vico Magistretti 1977
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru að
meta hættuna sem stafar af lungna-
bólgufaraldrinum í Kína. Hefur
bandaríska utanríkisráðuneytið með-
al annars íhugað hvort ástæða sé til
að banna ferðalög tímabundið milli
Kína og Bandaríkjanna. Þetta kom
fram í máli Mikes Pompeos, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, en
hann er nú á ferðalagi um Evrópu.
Ummæli Pompeos komu í kjölfar
þess að nokkur flugfélög, þar á meðal
Lufthansa og British Airways,
ákváðu að fella niður allar flugferðir
sínar til Kína vegna lungnabólgufar-
aldursins, en 132 hafa nú látist af
völdum hans og rúmlega 6.000 manns
hafa greinst með kórónaveiruna sem
veldur veikinni.
Indónesíska flugfélagið Lion Air
tilkynnti einnig að það hygðist hætta
ferðum til Kína en nokkur önnur
flugfélög, þar á meðal United Air-
lines, hyggjast einungis draga úr
ferðum sínum til landsins vegna
minni eftirspurnar.
Stjórnvöld í Kasakstan, sem á í
miklum viðskiptum við Kína, hafa
ákveðið að veita kínverskum ríkis-
borgurum ekki vegabréfsáritanir og
hyggjast takmarka bæði lestar- og
flugferðir milli ríkjanna.
Þá hafa stjórnvöld á Papúa Nýju-
Gíneu ákveðið að hleypa engum
ferðalöngum sem koma frá flugvöll-
um eða höfnum í Asíu inn í landið.
Funda í dag um ástandið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
WHO, hvatti í gær ríki heimsins til
þess að vera á varðbergi vegna far-
aldursins og grípa til aðgerða til að
hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri WHO, sagði að
hann hefði boðað til fundar í dag um
hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðar-
ástandi vegna veikinnar.
Íhuga ferðabann til Kína
Flugfélög hætta við ferðir vegna kórónaveikinnar WHO hvetur til árvekni
AFP
Kína Þessir krakkar í Peking létu
veiruna ekki stöðva boltaleikinn.
Þessir tveir pandahúnar, Meng Yuan og Meng Xiang,
voru kynntir formlega í dýragarðinum í Berlín í gær,
en þeir fæddust þar í ágúst síðastliðnum. Foreldrar
þeirra, móðirin Meng Meng og faðirinn Jiao Qing, hafa
dvalist í Berlín síðustu þrjú árin, en þau tilheyra kín-
verskum stjórnvöldum. Sama gildir um pandahúnana,
þótt þeir hafi fæðst í Þýskalandi, og munu þeir snúa
aftur til heimalands síns innan næstu fjögurra ára.
AFP
Kynntu nýja pandahúna til sögunnar
Evrópuþingið
staðfesti í gær
yfirvofandi út-
göngu Breta úr
Evrópusamband-
inu og ruddi þar
með úr vegi síð-
ustu lagalegu
hindruninni fyrir
Brexit.
Heitar umræð-
ur spunnust um
málið á þinginu, en 621 greiddi at-
kvæði með útgöngunni en einungis
49 á móti.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, sagði við Breta að Evr-
ópuríkin myndu „ávallt elska ykk-
ur“ og að Evrópusambandið yrði
ávallt nærri.
Nigel Farage, formaður Brexit-
flokksins og Evrópuþingmaður,
sagði hins vegar í síðustu ræðu
sinni á þinginu að Bretar myndu
aldrei snúa aftur í faðm sambands-
ins. Í lok ræðunnar var lokað fyrir
hljóðnema Farage þegar hann og
samflokksmenn hans hófu að veifa
breskum fánum, en þjóðfánar og
önnur þjóðernistákn eru ekki leyfð
í þingsalnum.
Evrópuþingið sam-
þykkir útgönguna
Nigel
Farage
BRETLAND
Fulltrúadeild
Bandaríkjaþings
samþykkti í gær
þvingunar-
aðgerðir gegn
þeim embættis-
mönnum í Kína
sem reyna að
trufla leitina að
næsta Dalai
Lama, eða
tryggja að hann
verði leiðitamur kínverskum
stjórnvöldum.
Frumvarpið þarf nú að fara í
gegnum öldungadeild og forseta til
að verða að lögum, en það kallar
meðal annars á frystingu eigna og
farbann til Bandaríkjanna. Núver-
andi Dalai Lama er sá 14. í röðinni
og er á 85. aldursári.
Vara við afskiptum
af Dalai Lama
Dalai
Lama
BANDARÍKIN
Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu-
manna, lýsti því yfir í gær að hann
hafnaði með öllu áætlun Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta um frið
fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði
Abbas áætlunina vera „samsæri“
Trumps og Ísraelsmanna og að hún
ætti heima á öskuhaugum sögunnar.
Sagðist Abbas hafa orðið var við
óánægju meðal annarra þjóða með
áætlunina og að hann hygðist nýta
það sem meðbyr til að vinna gegn
henni, en Tyrkir hafa m.a. lagst
gegn áætluninni.
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu lýstu því
hins vegar yfir að þau litu á áætl-
unina sem „upphafspunkt“ og hvöttu
Palestínumenn og Ísraelsmenn til
þess að hefja friðarviðræður með
milligöngu Bandaríkjastjórnar.
Mótbárur Palestínumanna gegn
áætluninni snúa einkum að því að
hún gerir ráð fyrir að Ísrael fái
formleg yfirráð yfir stórum hluta
Vesturbakkans, sem og að Jerúsal-
em verði höfuðborg Ísraelsríkis.
Mótmæla
„samsæri“
Trumps
Abbas hafnar
friðaráætluninni
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is