Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Ný sundföt 2020
Enn meiri verðlækkun á útsöluvörum
40-70% afsláttur
Fyrir réttri viku
birtist grein eftir
Bolla Kristinsson,
fyrrverandi kaup-
mann, hér í Morgun-
blaðinu. Í greininni
kemur hann vel á
framfæri afstöðu
sinni og félaga sinna
til göngugatna í mið-
borg Reykjavíkur.
Margir kaupmenn eru
honum sammála enda
sýndi könnun sem
gerð var af Miðborg-
inni okkar og Sam-
tökum verslunar og
þjónustu að meirihluti
kaupmanna við
Laugaveg er mótfall-
inn göngugötum. Það
sem hann aftur á
móti gleymdi í úttekt
sinni á könnuninni er
afstaða almennings.
Það er, afstaða viðskiptavina
þessara kaupmanna. Nú er nokk-
uð langt um liðið síðan Bolli
stundaði kaupmennsku en ég held
að þá, líkt og nú, hafi megin-
reglan verið sú að uppfylla óskir
viðskiptavinarins.
Samkvæmt umræddri könnun
eru 49,1% íbúa á höfuðborgar-
svæðinu hlynnt göngugötum í
miðborginni. 32,7% eru þeim mót-
fallin. Gerðar hafa verið fleiri
kannanir á afstöðu almennings til
göngugatna og hafa þær allar
verið á sama veg, fleiri eru með
en á móti. Þessir höfuðborgar-
búar eru viðskipta-
vinir verslana í mið-
borginni og ættu
kaupmenn því að
hlusta á þann hóp.
Það hefur mikið
breyst í verslun á
undanförnum árum.
Um allan heim verða
menn varir við sam-
drátt í smásölu og
mikill hluti verslunar
hefur færst yfir á
netið. Um allan heim
skella sífellt fleiri
verslanir í lás. Í
Bretlandi einu hafa
tapast 57.000 störf í
smásölu á örfáum
misserum (tölur
fengnar frá British
Retail consortium,
brc.org.uk). Miklar
breytingar hafa átt
sér stað í sam-
keppnisumhverfi ís-
lenskrar verslunar.
Nú eru kaupmenn í
miðborginni ekki einungis að
keppa um viðskiptavini við kaup-
menn í öðrum hverfum borgar-
innar, verslun í dag er alþjóðleg.
Til landsins streyma bögglar og
pinklar frá öllum heimshornum.
Frá verslunarrisum sem erfitt er
að keppa við. Við getum ekki
brugðist við því með því að líta til
fortíðar. Sá tími er liðinn að fá-
keppni geti ráðið viðhorfi kaup-
manns til viðskiptavinarins. Við
þurfum að bjóða upp á, ekki ein-
göngu fjölbreytt vöruúrval, held-
ur einnig upplifun sem heillar.
Í því efni hefur miðborg
Reykjavíkur klárt forskot, ekki
eingöngu er hún öflugasta versl-
unarsvæði landsins með 275
verslanir (Heimild: Rannsókna-
setur verslunarinnar 2019) af
ýmsum toga heldur er úrval ann-
arrar þjónustu ótrúlegt. Í mið-
borginni eru, auk fjölbreyttrar
verslunar, skóarar og skraddarar,
lögfræðingar og læknar, dómarar
og dómkirkja, bókasafn og lista-
safn, hárskerar og heilarar, gall-
erí og gróður. Það er hvergi
skemmtilegra að rölta um, kíkja í
búðir, fara á listasýningu og svo
er hægt að kíkja inn á eitt af 225
kaffi- og veitingahúsum og næra
sig og njóta. Jafnvel enda daginn
í leikhúsi, gjörningi eða á tón-
leikum.
Gróskan er ótrúleg, á undan-
förnum misserum hafa sprottið
upp margar nýjar verslanir, þar
af nokkrar á Laugavegi. Barna-
fataverslunin Mói, lífsstílsversl-
unin Nomad, fataverslunin
CNTMP og Reykjavik Raincoats
svo nokkur dæmi séu nefnd. Enn
fleiri hafa fundið sér stað í sí-
stækkandi verslunarhverfi mið-
borgarinnar og hliðargötur eins
og Njálsgata, Frakkastígur og
Smiðjustígur hafa lifnað við. Aldr-
ei hafa fleiri eða fjölbreyttari
kaffi- og veitingahús boðið lands-
menn velkomna allt frá Hlemmi
og út á Granda. Ekki má gleyma
Hafnartorgi þar sem má finna
margar nýjar verslanir og veit-
ingastaði. Undir Hafnartorgi er
bílakjallari sem mun fullbyggður
verða einn stærsti bílakjallari
landsins. Bílastæðahús er að finna
víðar, en í dag eru yfir 3.000 yfir-
byggð stæði í miðborginni. Auk
þess eru fjölmörg stæði á yfir-
borðinu. Svo er víða hiti í gang-
stéttum, enda tilvalið að fá sér
heilsubótargöngu niður Laugaveg-
inn þegar kalt er í veðri. Í mið-
borginni er eitthvað fyrir alla,
bæði unga og aldna á öllum árs-
tímum.
Það hefur mikið verið fram-
kvæmt í miðborginni og nú þegar
stærstu verkefnunum fer að ljúka
er gaman að skoða allar breyting-
arnar sem hafa átt sér stað. Ný
torg hafa orðið til, innigarðar þar
sem hægt er að setjast niður og
njóta. Nútímalegt húsnæði sem
hentar betur fyrir verslun og aðra
þjónustu. Nú þarf bara að bæta
aðgengið að því húsnæði sem
eldra er. Sú aðlögun verður auð-
veldari þegar minna pláss er tekið
undir bíla og umferð. Komandi
kynslóðir horfa í meira mæli til
vistvænni ferðamáta og eru al-
mennt mun hlynntari göngugöt-
um. Þetta eru viðskiptavinir
framtíðarinnar. Við sem eldri er-
um ættum að laga okkur að
breyttum kröfum frekar en að
horfa sífellt um öxl. Það er einnig
ljóst að aðgengi fyrir þá sem erf-
itt eiga með gang mun batna til
muna með bættri borgarhönnun.
Það verður spennandi að fá meira
pláss fyrir gangandi í miðborg-
inni. Svæði þar sem auðvelt verð-
ur að athafna sig með hjólastól
eða barnavagn. Brekkur og ramp-
ar í stað þrepa, meiri gróður og
skjól. Meira mannlíf, betra líf.
Miðborgin okkar eru samtök
verslunar- og veitingafólks sem
vinna sameiginlega að markaðs-
setningu miðborgarinnar.
Undirrituð er kaupmaður í
versluninni Kokku og hefur rekið
verslun í miðborginni í nær tvo
áratugi, auk reksturs verslana í
Kringlunni og Smáralind. Mið-
borgin okkar eru samtök versl-
unar- og veitingafólks sem vinna
sameiginlega að markaðssetningu
miðborgarinnar. Í stjórn samtak-
anna situr fjölbreyttur hópur
fólks sem fulltrúar allra svæða
miðborgarinnar. Stjórnin vinnur í
þágu allra félagsmanna burtséð
frá afstöðu þeirra (eða sinni) til
göngugatna. Því þegar öllu er á
botninn hvolft er það afstaða við-
skiptavinarins, en ekki kaup-
mannsins, sem skiptir máli.
Ekki gleyma viðskiptavinunum!
Eftir Guðrúnu
Jóhannesdóttur
Guðrún
Jóhannesdóttir
Höfundur er eigandi verslunarinnar
Kokku á Laugavegi.
» Við sem eldri
erum ættum
að laga okkur að
breyttum
kröfum frekar
en að horfa sí-
fellt um öxl.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)
ert þú göngugötum í miðborg
Reykjavíkur allt árið?