Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 43

Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð sími 510 0110 . www.eyesland.is Láttu sjóntækjafræðinga okkar sjá um þig Vantar þig sjónmælingu? Hvernig er staða hinna minni máttar, lítilmagnans, nú 145 árum eftir samþykkt mannréttinda í stjórn- arskrá? Leiðum fram tvö vitni, frá hægri og frá vinstri. Þorkell Sig- urlaugsson fram- kvæmdarstjóri ritar í fésbók sína 30. ágúst sl.: „Þessi grein Vilhjálms Bjarna- sonar fjallar um óréttlætið og fá- tækragildru samfélagsins. Greinin lýsir vel þeirri ósanngirni sem felst í því sem kallað hefur verið jöfnuður. Skattlagning lífeyristekna er ósann- gjörn. Stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í því að bæta kjör þeirra eldri borgara og öryrkja sem eiga vart til hnífs og skeiðar eins og sagt er. Þessi hópur eldri borgara og ör- yrkja hefur oft lagt mikið af mörk- um til samfélagsins. Svokallaðar al- mannatryggingar, lífeyrissjóðskerfi og ósanngjarnt skattkerfi hafa skil- ið þennan hóp eftir í sárri fátækt. Er ekki kominn tími til að bæta lífs- kjör þessa hóps?“ Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra, lýsir þjóðfélaginu svona 29. mars 2017: „Meira en 7% hag- vöxtur. Gjaldeyrisvarasjóðurinn stútfullur. Hinir ríku verða æ ríkari. Tuttuguþúsund fjölskyldur eiga meira en tvo þriðju af öllum eign- um. Bankarnir græða á tá og fingri. Á sama tíma er áleitin umræða um fátækt á Íslandi. Láglaunafólkið lif- ir ekki af launum sínum. Sex þús- und börn búa við fátækt á degi hverjum. Lífeyrisþegar og öryrkjar kvarta sáran undan kjörum sínum. Þetta snýst allt um vald, kjáninn þinn. Það fer ekki á milli mála, að vald eigenda fjármagns og fyr- irtækja er ráðandi afl í kapítalísku hagkerfi.“ Valdið fylgir fjármagninu – lýðræðinu raskað Ég fellst á þetta með Jóni Bald- vini. „Þetta snýst allt um vald.“ Valdasýkin getur orðið banvænsti sjúkdómur veraldarinnar. Pen- ingagræðgin er aðeins hluti, und- irdeild valdasýkinnar. Öfgafullt dæmi um afleiðingar þessa sjúk- dóms eru tvær heimsstyrjaldir sem leiddu 100 milljón manns til dauða. Valdasjúkir menn eru ekki geðveik- ir. Þeir eru normal. Því miður. Valdið fylgir fjármagninu. Efn- aðir menn hafa meiri völd en hinir efnaminni. Of mikil uppsöfnun fjár- magns á fárra manna hendur er ekki æskileg. En hvar er uppsöfnun fjármagnsins mest? Það er reyndar hjá hinu opinbera. Ríki og sveit- arfélög eiga um það bil 80% af þjóð- arauði Íslendinga sem árið 2015 var 19,2 billjónir króna skv. upplýs- ingum Hagstofunnar. Einkaaðilar eiga 20%. Ríkið er orðið alltof valdamikið í krafti fjármagns. Dreifum eignum, dreif- um valdi. Ég skilgreini orðin þjóðareign, þjóð- arauður, sem sam- anlagðar allar eignir í þjóðfélaginu, opinber- ar eignir og einkaeign- ir. Opinberar eignir (ríkiseignir, eignir sveitarfélaga o.fl.) telj- ast þá allar þær eignir sem ekki eru í eigu einstaklinga. Allar eignir þjóðarinnar voru árið 2015 taldar um 24 billjónir króna. Af þeim áttu einstaklingar um 20%. Þetta eru ekki nákvæmar tölur en duga vel til að sýna stöðuna í meg- inatriðum, þ.e. að opinberar eignir gnæfa hátt yfir einkaeignir. Er þessi staða ásættanleg fyrir lýðræði og dreifingu valds í þjóðfélaginu? Eign um 20% hlutans er þar að auki mjög misskipt innbyrðis. Tæpur þriðjungur einstaklinga (30%) eiga 79% af eignum í einkaeign, sem eru 15% af heildarþjóðareigninni. Þessi efnaðri þriðjungur einstaklingseig- enda og hið opinbera eiga sam- anlagt 95% af þjóðareigninni. Þetta leiðir af sér þá alvarlegu og umhugsunarverðu stöðu að um 70% almennings ráða aðeins yfir 5% af þjóðarauðnum. Samt borga þessi 70% þjóðarinnar stærsta hluta skattanna. Ég tel að þetta verði að breytast. Ríkisvaldið og auðmenn eru að skipta eignum þjóðfélagsins á milli sín. Hvernig væri því að skila nú hluta af þessu fjármagni okkar allra úr höndum hins opinbera, hinna fáu ráðamanna, aftur til fjöldans – venjulegra einstaklinga? Og gera það í öfugu hlutfalli við efni hvers og eins – þeir efnaminni fái hærri hlut – svo að bilið milli ríkra og fá- tækra styttist – og þar með verði dregið til muna úr fátækt – henni að mestu útrýmt. Íslendingar eru fámenn, einsleit þjóð í stóru landi. Við slíkar að- stæður er fátækt skipulagsleysi, meinloka og klaufaskaði. Ofgnótt ætti miklu fremur að vera vandi sem er miklu skemmtilegri og við- ráðanlegra úrlausnarefni. Útrýmum fátækt. Þá myndu hinir efnaminni öðlast þann styrk sem fjármagninu fylgir og öðlast virkari hlutdeild í völdum í þjóðfélaginu. Þá myndi lítilmagninn fá virkari hlut- deild í völdum þjóðfélagsins. Meiri jöfnuður myndi leysa úr læðingi hæfileika manna og stórauðga þjóð- félagið. Fátækt er sóun á hæfi- leikum. Útrýmum fátækt Eftir Jóhann J. Ólafsson »Ríkið er orðið alltof valdamikið í krafti fjármagns. Dreifum eignum, dreifum valdi. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er fv. stórkaupmaður. Á síðari tímum hafa kröfur um gegnsæi stjórnsýslunnar orðið æ háværari, en sumir sem ráða halda upp- teknum hætti og taka ákvarðanir í krafti leyndar á bak við skrifborðið sitt. Þetta á ekki einungis við um ákvarðanir í stórum málum á borð við að veita fyrirtæki starfsleyfi, sem brennir tugum þús- unda af kolum á ári, og gefa því jafnvel milljarða af fé okkar al- mennings, meðal annars á formi jarðganga. Þetta gildir líka um smærri ákvarðanir, eins og þá sem hér er gerð að umfjöllunarefni og snertir líka loftslagsmálin. Þannig er að fram að síðustu áramótum voru metanbílar flokk- aðir af Reykjavíkurborg sem vist- vænir bílar. Nú hefur því verið breytt, þegjandi og hljóðalaust, af einhverjum sem hefur vald til að taka svona ákvarðanir. Bílar sem nú eru flokkaðir sem vistvænir eru annars vegar rafmagnsbílar og hins vegar vetnisbílar. Ekki er ástæða til að gera athugasemd við þessa flokkun svo framarlega sem vetnið er ekki innflutt, en þá væri möguleiki á að rafmagnið sem vetnið er framleitt með væri sjálft fram- leitt með t.d. kolum eða öðrum óvistvænum orkugjöfum. Sú ákvörðun að taka metanbílana úr flokki vistvænna bíla er hins vegar óskiljanleg. Hér á landi er metan framleitt úr sorpi, en það metan fer að öðrum kosti út í andrúmsloftið. Hlýnunarmætti, sem er mælikvarði á það hversu öflug (eitruð) gróð- urhúsalofttegund viðkomandi efni er, er miðað út frá koldíoxíði sem hefur hlýnunarmættið 1. Metan hefur hins vegar hlýnunarmættið 25 þannig að það er gríðarlegur mengunarvaldur (metanið er sem- sagt 25 sinnum meiri skaðvaldur en koldíoxíð). Bílar sem ganga fyrir metani framleiddu á Íslandi eru því að „afmenga“; umbreyta stór- skaðlegu metani í mun minna skað- legt koldíoxíð. Að vísu geta met- anbílar líka gengið fyrir bensíni, en það væri undarlegur valkostur að setja á þá bensín vegna þess að metanið er mun ódýrara. Það er líka rétt að metan er ekki á boð- stólum annars staðar en á Akureyri og í Reykjavík, sem er óheppilegt aðgerðaleysi. En hvað á að gera við allt metanið sem nýja gas- og jarð- gerðarstöðin á að framleiða? Er ráðamönnum alvara með því að flokka ekki metanknúin ökutæki sem vistvæn, eða voru þetta óheppi- leg mistök? Óskað er eftir rökum fyrir því að flokka metanbíla sem ökutæki á borð við hreina bensín- eða díselbíla. Eftir Ólafur Halldórsson Ólafur Halldórsson »Er ráðamönnum alvara með því að flokka ekki metanknúin ökutæki sem vistvæn, eða voru þetta óheppi- leg mistök? Höfundur er líffræðingur. Hernaðurinn gegn gufuhvolfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.