Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Tannlækningar í Ungverjalandi Sparaðu allt að 50-70%! Fyrir Eftir Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til úthlutunar einbýlishúsalóð að Suðurgötu 40 fyrir flutningshús eða nýbyggingu. Helstu upplýsingar •Stærð lóðar er 317,8 fm2 •Hámarksbyggingarmagn er 160 fm2 •Nýtingarhlutfall er 0,5 •Uppfylla þarf ýmis skilyrði •Verð er lágmarksverð einbýlishúsalóða Nánari upplýsingar, skilmála og skilyrði er að finna á hafnarfjordur.is undir leitarorðinu: Lausar lóðir. Sótt er um rafrænt áMÍNAR SÍÐUR. Umsókn um flutningshús þarf að fylgja ítarleg greinargerð. Umsóknarfrestur er til og með 14.02.2020. Nánar á hafnarfjordur.is LAUS TIL ÚTHLUTUNAR SUÐURGATA 40 hafnarfjordur.is585 5500 Atvinna Fleiri mannskæð snjóflóð Í grein minni um reynslu af snjóflóðum, sem birtist í Morgun- blaðinu (bls. 15) sl. mánudag, sagði að engin stór mannskæð snjóflóð hefðu fallið hérlendis „í tvo áratugi 1975-1995“. Þetta er því miður ekki rétt. Þann 22. janúar 1983 féllu tvö snjóflóð á Patreksfirði og fórust í þeim fjórir og mörg hús löskuðust. Í snjóflóði á Tungudal við Ísafjörð í apríl 1994 fórst einn maður og um 40 sumarbú- staðir skemmdust. Hjörleifur Guttormsson. LEIÐRÉTT Í dag er mikill áróður fyrir svokall- aðri grænni eða hreinni olíu og gasi. Norðmenn eru komn- ir í þennan áróð- ursham eins og sjá má á vefsíðu Morg- unblaðsins 9. janúar 2020. Þetta er auðvit- að tóm vitleysa. Allt sem brennir kol, olíu, bensíni eða gasi er ekki hreinn orkugjafi og verður aldrei hreinn orkugjafi þar sem slík brennsla eykur magn CO2 í andrúmslofti jarðar. Hver og einn bíll eykur kannski ekki magnið mikið en þeg- ar um er að ræða milljarða af bíl- um, fyrirtækjum, flugvélum, skip- um, húsnæði og fleiru þá telst þetta allt saman. Enda er það þetta ásamt fleiri þáttum sem veldur því að magn CO2 er núna komið yfir eða að komast yfir 415ppm í lofthjúpi jarðar. Þetta er magn CO2 sem er óþekkt og hefur ekki sést á jörð- inni í að minnsta kosti 66 milljónir ára. Hitabylgjur standa orðið leng- ur, eru heitari en áður var og þetta hefur aukið skógarelda og komið af stað eldum á pólsvæðum í Síberíu og Alaska eins og gerðist sumarið 2019. Líklegt er að endurtekning verði á þessum atburðum á norð- urhveli jarðar þegar sumarið 2020 byrjar og nær hámarki. Skógar- eldar í Alaska eru hluti af nátt- úrunni þar en eru orðnir verri og standa lengur en áður var. Afneitun á hlýnun jarðar er af- neitun á vísindum og þekkingu mannkyns á þeirri stöðu sem er komin upp. Þessi afneitun er einn- ig merki um gegndarlausa græði og skammsýni viðkom- andi sem slíkt stundar. Kostnaðurinn við það að gera ekki neitt er útdauði mannkyns. Náttúrunni er alveg sama hvort mannkynið er á jörðinni eða ekki. Það yrði allt komið á fullt á ný eftir um tvær milljónir ára þeg- ar lífið á jörðinni væri búið að jafna sig af á áhrifum mannkyns og þeirri hlýnun jarðar sem öll þessi brennsla á kolum, olíu, gasi og bensíni hefur á jörðina. Ef fólk vill leggja sitt af mörkum þá er eina ráðið að nota bílinn minna, planta trjám og koma í veg fyrir eins og hægt er aukningu á CO2 með brennslu af einhverju tagi. Það er hægt að gera margt smátt og það telst saman eins og allt annað, bæði með tímanum og þegar margir gera þetta sama. Það mun taka tíma og mikið fjármagn að skipta um orkugjafa frá olíu og olíuvörum um allan heim en ef ekkert er gert og ekkert breytist þá mun mannkynið deyja út út af hlýnun jarðar. Það er engin tækni sem getur bjargað mannkyninu ef náttúran sem mannkynið þrífst í er horfin. Olía og gas eru óhreinir orkugjafar Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson » Ólíkt því sem haldið er fram í áróðri olíu- og gasfyrirtækja þá eru þessir orkugjafar ekki hreinir og munu aldrei verða það. Höfundur er rithöfundur. jonfr500@gmail.com Almáttugi Guð, skap- ari heimsins, höfundur og fullkomnari lífsins, miskunna þú okkur veiklunduðum börnum þínum sem þú elskar út af lífinu. Okkur sem langar og teljum okkur vilja vel, skilja svo margt, geta svo margt og vera svo klár. En vitum svo í raun ekki okkar rjúkandi ráð og botn- um hvorki upp né niður í einu eða neinu. Gildir þá einu hvað það er sem tilveran færir okkur í fang að glíma við. Forðaðu okkur frá hroka, girnd og græðgi, skilningsleysi, ofsa og hatri. Og forðaðu okkur frá þessum öfgum sem við erum að upplifa. Ekki bara í samskiptum fólks og þjóða vegna hat- urs og hernaðartíðinda, heldur einnig í veðurfari og náttúruhamförum hvort sem er af mannavöldum eða vegna ófyrirsjáanlegra náttúruafla. Vegna elda, brennandi hita, aftakaveðurs og vinda, mikilla frosta, vatns-, sjávar- eða snjóflóða, jarðskjálfta eða eld- gosa. Lít í náð þinni til okkar og hjálpaðu okkur og leyfðu okkur að lifa saman af virðingu og í sátt og samlyndi hvert við annað, þig og náttúruna. Þar sem allir eru virtir og fá tæki- færi til að njóta sín og láta gott af sér leiða. Þar sem við fáum að gefa af okkur og njóta hæfileika hvert annars og stuðla að farsæld og vellíðan hvert annars. Hjálpaðu okkur að hlusta á þig, hvert annað og náttúr- una. Hjálpaðu okkur að virða hana og vernda um leið og við fáum notið með eðlilegum hætti. Gef að við fáum að vera farvegir kærleika þíns, friðar, fyrirgefningar og fagnaðarerindis. Hjálpaðu okkur að umgangast hvert annað af skilningi og umhyggju. Sýndu okkur nú hversu máttugur þú ert. Þú hið frelsandi afl. Þú sem reistir son þinn, Jesú Krist, upp frá dauðum. Hann sem læknaði sjúka, lægði vinda og vötn. Gekk á vatni og breytti því jafnvel í vín til hátíðabrigða ef því var að skipta. Hann sem sagðist aldrei myndu sleppa af okkur hend- inni eða skilja okkur eftir mun- aðarlaus í þessum heimi heldur vaka okkur yfir hverja stund og reisa okk- ur upp til eilífs lífs utan tíma, efnis og rúms þegar við gætum ekki lengur meir. Hann sem sagði að þótt himinn og jörð myndu líða undir lok myndu orð hans og fyrirheit aldrei undir lok líða. Nú áköllum við þig. Hjálpaðu okk- ur að fela okkur þér og treysta þér sem munt vel fyrir sjá. Leystu okkur undan hlekkjum syndar og haturs, kvíða og ótta. Og kenndu okkur að elska eins og þú hefur elskað okkur að fyrra bragði. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. (Jesús Kristur) Já dýrð sé þér hið eina sanna ljós, skjól og verndandi andi. Skapari him- ins og jarðar, höfundur og fullkomn- ari lífsins. Þess bið ég af auðmýkt og í þakk- læti með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Miskunna þú okkur, elskandi Guð Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Almáttugi Guð, skapari heimsins, höfundur og fullkomnari lífsins, miskunna þú okkur veiklunduðum börnum þínum sem þú elskar út af lífinu. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.