Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 45

Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 ✝ SigurðurBjarnason, bóndi á Hofsnesi, fæddist í Svínafelli í Öræfum 12. nóv- ember 1932. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði á Höfn í Hornafirði 17. jan- úar 2020. Foreldrar hans voru Lydía Ange- lika Pálsdóttir ljósmóðir, f. 1899 í Svínafelli, d. 1969 og Bjarni Sigurðsson, f. 1899 á Hofsnesi, d. 1985. Systkini Sig- urðar eru: a) Guðrún, f. 1931, d. 1989, gift Sigurði Ingvars- syni, f. 1909, d. 2001, barn þeirra er Svafa, f. 1966. Börn Sigurðar af fyrra hjónabandi voru Guðni, f. 1938, d. 1965, Arndís Ingunn, f. 1939, Sigríð- ur Kolbrún, f. 1945, d. 2012, Magnús Björgvin, f. 1948, og Ólafur, f. 1954. b) Guðrún Þór- laug, Hofsnesi, f. 1936. Sonur hennar er Pétur Waldorff Karlsson, f. 1957. Hálfsystkini Péturs eru Unnur Waldorff, f. 1960, Ólavía, f. 1961, Sigfinn- ur, f. 1962, Fjóla Waldorff, f. 1964, og Eiður Waldorff, f. 1968, kvæntur Matthildi Unni Þorsteinsdóttur, f. 1971. Börn þeirra eru Aron Franklín Jónsson, f. 1991, Ísak, f. 2002, og Matthías, f. 2003. Aron er í sambúð með Helen Maríu Björnsdóttur, f. 1989, og sam- an eiga þau Trausta Franklín, f. 2015, og þau búa á Hofsnesi- Móa. c) Eyrún Ósk, Selfossi, f. 1972, sem á Salómon Smára Óskarson, f. 1994. Siggi á Nesinu var Öræfing- ur í húð og hár. Hann var bóndi, en vann ætíð önnur störf með, t.d. á skurðgröfu og fór til sjóróðra til Eyja. Í Eyj- um fann hann einnig ástina í Heiðu og giftist henni 1966. Siggi rak vörubíla þar til vinnu við hringveginn var lok- ið 1974. Þá flutti hann á Stokkseyri og síðan til Eyja með fjölskylduna. Þau sneru svo aftur í Öræfin 1978, en Siggi og Heiða skildu 1980. Siggi hætti með sauðfé 1988 eftir að hafa hafið refarækt. Eftir hrunið í þeirri grein fann hann síðan lífsviðurværi sem gerði hann landsfrægan, þ.e. að fara með ferðafólk á hey- kerru út í Ingólfshöfða og fræða það þar um náttúru og sögu svæðisins. Árið 2010 fékk hann slæmt heilablóðfall og dvaldi eftir það á hjúkrunar- heimilum. Jarðarför hans fer fram frá Hofskirkju í Öræfum í dag, 30. janúar 2020, klukkan 14. 1971, Karlsbörn. c) Páll Jón, Sel- fossi, f. 1938. Kvæntur Viktoríu Guðmundsdóttur, f. 1941. Börn þeirra eru Guð- mundur Þorsteins- son, f. 1964, Bjarni, 1966, og Smári, f. 1971. Sigurður átti tvö uppeldissystkin, börn föðursystra sinna á Hofs- nesi, d) Sigrúnu Ingunni Þor- steinsdóttur, f. 1933, gift Viggó Jósefssyni, f. 1922, d. 2010 og e) Guðgeir Ásgeirs- son, f. 1932, d. 2007, kvæntur Ingeborg Jórunni Kanneworff, f. 1932. Barn þeirra er Val- gerður Guðlaug, f. 1968. Sig- urður var kvæntur Álfheiði Ósk Einarsdóttur, frá Bjarma- landi í Vestmannaeyjum, f. 1943, en þau skildu 1980. Börn Álfheiðar og Sigurðar eru: a) Guðrún Eyja Hafliðadóttir, f. 1963, d. 1968. b) Bjarni Diðrik, Selfossi, f. 1966, giftur Önnu Jónsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Sigurður Sturla, f. 1993, og Hekla Hrund, f. 1995. c) Einar Rúnar, Hofsnesi, f. Hann pabbi minn Sigurður Bjarnason eða Siggi á Nesinu eins og hann var kallaður var góður maður. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt hann fyrir föð- ur og nú þegar þessi ljúfsári tími er genginn í garð að þurfa að sjá eftir honum í stóra ferða- lagið þá koma svo ótal margar sögur og atvik upp í hugann sem bæði gleðja og ylja hjarta mínu. Hann vann mikið þegar ég var lítil stelpa en var mér alltaf góður þótt viðkvæðið „spurðu mömmu þína“ kæmi yf- irleitt upp ef ég vildi fá skjót svör við hlutunum. Það var svo gaman að sjá hann svo síðar á ævinni með barnabörnunum þar sem hann tók virkan þátt í lífi þeirra og sýndi áhugamálum þeirra og hugðarefnum mikla athygli. Við áttum svo margar góðar stundir saman og um margt höfum við skrafað og skeggrætt í gegnum tíðina. Pabbi hafði einstakt lag á að slá á létta strengi og sjá spaugi- legu hliðina á lífinu. Hann tók sjálfan sig ekki mjög hátíðlega og var oft til í að segja manni sögur af hinu og þessu sem drifið hafði á daga hans. En aldrei gerði hann grín að öðru fólki, bara sjálfum sér ef því var að skipta. Okkar skemmti- legasti tími saman var þau þrjú sumur sem ég fékk að vera með honum í Höfðaferðunum, það var svo frábært að fá að sjá pabba blómstra og virkilega finna sinn rétta stað í lífinu, hann svo sannarlega naut sam- vistanna við ferðamennina og leiðsögumennina og var svo fullur af stolti yfir náttúrufeg- urð Öræfanna og Ingólfshöfð- ans. Hann hafði svo margt til brunns að bera í þessu starfi; sérlega skemmtilegur sögumað- ur, kátur og orkumikill, með mjög sjarmerandi framkomu sem lét fáa ósnortna. Ég var verulega hreykin af honum, því ég fékk stöðugt sögur og hrós af honum frá fólki sem hafði farið með honum í ferðir. Ein góð saga er þegar pabbi kemur hróðugur til mín að hausti og segir: „Eyrún, ég fór á vigtina og sé að ég hef lést helling í sumar, ég fór að reikna og sé að miðað við þann fjölda sem fór út í Höfða þá hef ég lést um 20 grömm á hvern ferðamann.“ Eftir að pabbi fékk heilablóð- fallið og fluttist á Kumbaravog á Stokkseyri hittumst við mjög oft og áttum oft svo indælan tíma saman, svo þegar hann fluttist á Skjólgarð á Hornafirði urðu ferðir mínar til hans tölu- vert færri en gæðin engu síðri. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þessi tíu aukaár með honum þótt ég viti að hann syrgði fyrri heilsu og var sadd- ur lífdaga þegar hann lést. Blessuð sé minning elsku pabba. Eyrún Ósk Sigurðardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi var einstakur maður á margan hátt. Hann var gegn- umgóður og jafnlyndur maður. Þetta geðslag þýddi þó ekki að það heyrðist ekkert í honum. Það gat alveg verið tekist tal- vert á í samræðum við eldhús- borðið á Nesinu, ekki síst ef Framsóknarflokkinn bar á góma, eða önnur áhugamál hans. En það var alltaf stutt í brosið hjá Sigga, þó að roði hlypi í kinnarnar í áköfum rök- ræðum við fjölskyldu sína og vini. Síðar á ævinni varð Siggi einnig ástríkur tengdafaðir og afi og kom reglulega í heimsókn til að njóta samvista við fólkið sitt. Hann hringdi þá gjarnan fyrst og sagðist vera að hugsa um að koma upp úr helginni, en birtist svo bara daginn eftir með bros á vör og sagðist ekki hafa getað beðið lengur að hitta okkur. Siggi sá alltaf fremur það já- kvæða í lífinu en það neikvæða og hann var ekki upptekinn af efnislegum gæðum. Hann var fróðleiksfús, hafði yndi af lestri og hann naut þess að vera í ýmsum félagsmálum, en það skemmtilegasta sem hann gerði var að ferðast og fræðast þann- ig um land og þjóð og síðar um erlendar þjóðir þegar hann fór að fara út með Bændaferðum og heimsækja börnin sín er- lendis. Siggi er þekktastur fyrir að verða frumkvöðull í ferðamál- um, þ.e. að bjóða upp á náttúru- og söguferðir. Hann hafði tekið við vitavörslu í Ingólfshöfða ár- ið 1989. Um svipað leyti gerðist það að leiðsögumaðurinn Helga Pálína leitaði hann uppi og spurði hvort hann gæti ráðlagt sér hvernig hún kæmi hópi ferðamanna þangað út. Siggi setti þá heykerruna fyrir drátt- arvélina og ók þeim út í Höfða og skemmti sér vel. Þarna fann Siggi hilluna sína sem gerði hann síðar landsfrægan. Það var að fara með ferðamenn út í Ingólfshöfða á heykerrunni og fræða þá þar um náttúrufar og sögu Öræfa; allt á kjarnyrtri öræfaísku óháð því hvort hann var að tala við gamlan sveit- unga sinn eða útlending. Árið 1992 var Landgræðslu- félag Öræfinga stofnað. Siggi hafði mikinn áhuga á þessu verkefni og hóf strax að safna birkifræi og sá því innan girð- ingarinnar. Þetta varð hans helsta áhugaefni, meðfram Ing- ólfshöfðaferðunum. Það var á orði haft innan fjölskyldunnar að hann þekkti hverja birki- plöntu með nafni sem spratt upp í Skerinu. Það var svo 2010 sem Siggi fékk slæmt heilablóðfall og eftir það var hann bundinn við hjóla- stól og gat ekki tjáð sig með skýrum hætti. Það var ekki auðvelt fyrir hinn aldna sögu- mann. Hann dvaldi fyrst á hjúkrunarheimilinu á Kumb- aravogi á Stokkseyri og fluttist svo 2017 á hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn, þar sem veg- ferð hans lauk á friðsælan hátt. Á báðum þessum stöðum var ákaflega vel hugsað um Sigga og við viljum færa öllum þeim sem þar lögðu hönd á plóg okk- ar bestu þakkir. Ekki síður öll- um þeim ættingjum og vinum sem ítrekað heimsóttu Sigga á þessum síðasta áratug af ævi hans. Viðmótsprúður geði góðu gekk hann fram í blíðu og stríðu. Hæfur fyrir hærri stöðu hann var sinnar stéttar prýði. (G.Th.) Bjarni Diðrik, Anna, Sigurður Sturla og Hekla Hrund. Siggi á Nesinu og Sigurgeir pabbi okkar voru fermingar- bræður og vinir. Heiða fylgdi mömmu í Öræfin eftir vertíð í Eyjum og var í sveit hjá henni á Ási. Seinna gengu Heiða og Siggi á Nesinu í hjónaband og sambandið á milli fjölskyldna okkar var sterkt. Synirnir Bjarni og Einar eru jafnaldrar okkar og vináttan við þá og Ey- rúnu gekk í erfðir. Siggi vann ýmis störf í gegn- um tíðina. Hann fór ungur mað- ur á vertíð til Eyja eins og margir Öræfingar gerðu á þeim árum, hann vann í sláturhúsinu eins og flestir sem vettlingi gátu valdið á meðan sláturtíðin stóð yfir. Hann keypti vörubíl sem hann gerði út í vegavinnu og sinnti bústörfum. Síðar flutti fjölskyldan á Stokkseyri og til Vestmannaeyja og þá var Siggi á sjónum. Leiðin lá síðan aftur á Hofsnes og Siggi stundaði sauðfjárbúskap, refarækt og varð sláturhússtjóri. Seinna meir gerðist hann frumkvöðull í ferðaþjónustu þegar hann fann upp á því að fara með ferða- menn á heykerru út í Ingólfs- höfða. Þar naut frásagnarlistin sín vel: hann hafði lag á að segja skemmtilega frá og gerði iðulega góðlátlegt grín að sjálf- um sér, Siggi hæddist aldrei að öðrum. Það var alltaf líf og fjör á Nesinu. Þegar systkinin Gunna og Siggi voru orðin einu húsráðendurnir þar þá voru þau kannski ekki alltaf sam- mála um dægurmálin, en þau voru alveg samtaka um að taka vel á móti gestum sem bar að garði. Það var alltaf gaman að koma þangað og heimilið var mjög gestkvæmt. Siggi hafði mikinn áhuga á pólitík og um- ræður voru iðulega fjörugar við kaffiborðið, hvort sem umræðu- efnið tengdist hitamálum á landsvísu eða því sem við vor- um að fást við hverju sinni. Siggi var mjög áhugasamur um skógrækt, hann sótti birkifræ inn í Bæjarstaðaskóg og dreifði um skerin á Nesinu. Hann var einn af stofnfélögum Landgræðslufélags Öræfinga og tók alltaf vel á móti hópnum í unglingavinnunni, um margra ára skeið plöntuðu ungmenni úr Öræfum birki í Nesskerin. Siggi hafði alltaf gaman af að sýna manni árangur ræktunar- starfsins, ótal tré eru komin upp bæði eftir unglingavinnuna og frædreifinguna hans og þarna er kolefnið áreiðanlega að hlaðast upp í jarðveginum ár frá ári. Siggi var greiðvikinn, víðles- inn, hafsjór af fróðleik um sög- una og samfélagið. Að sögn ýkti hann aldrei en þessi snillingur var einfaldlega glaðvær mann- vinur sem alltaf gat séð birtu framundan hversu dimmt sem öðrum sást. Hann var frábær sögumaður, flutti afburða tækifærisræður og gerði einhvern veginn alla daga betri. Hann var stór og traustur þáttur í okkar lífi, öð- lingur sem við kveðjum með söknuði. Við þökkum hlýjuna og vináttuna sem alltaf stafaði frá honum og færum fólkinu hans okkar bestu kveðjur. Helgi og Sigrún. Þá er komið að því að kveðja þann sómamann og öðling sem bjó í Sigga á Nesinu. Ég kynnt- ist honum fyrir margt löngu, ég sex ára snáði en Siggi á þrí- tugsaldri. Við Hofsmenn áttum erindi í réttir hjá þeim Hofs- nesmönnum og það gustaði af Sigga í atinu. Hann var hálf- gerður heimagangur á Litla- Hofi og lét sig alla vega ekki vanta á balldögum. Það var einstaka sinnum að fundum okkar bar saman úti í Ingólfshöfða. Síðar meir lagði Siggi í það frumkvæði að koma gestum mínum út í undralandið. Hefur það verið hans vinna síð- astliðin 30 ár. Það get ég fullyrt eftir lang- ar ferðir um allt landið með hans leiðsögn og fuglanna, út- sýnis og sagnabrunnsins, að samveran með Sigga var það sem stóð uppúr hjá mínu fólki. Frá þeim tíma hef ég lagt ofur- kapp á að komast úteftir í hverri ferð minni. Einhvern tíman sagði Siggi mér frá hugmyndinni að Ing- ólfshöfðaferðum og frumkvæð- inu í því átaki. Hann hafði tekið með sér þrjá farþega í lítilli jeppakerru þegar hann átti er- indi í vitann og þegar komið var til lands á ný buðu þessir far- þegar greiðslu. Siggi hélt nú ekki, „Vita og hafnar“ greiddu honum og ekki ætlaði hann að tvírukka fyrir ferðina. Síðar um kvöldið læddist svo viðskipta- hugmyndin að honum og hann kastaði sér út í verkið. Hann sló sjaldan af hann Siggi. Hann var einstaklega viðfelldinn, hjálp- samur og greiðagóður, kátur og traustur vinur. Fyrir að hafa kynnst öðrum eins snillingi er ég þakklátur og stoltur. Ólafur Schram, Litla-Hofi. Ég vil minnast Sigurðar Bjarnasonar, móðurbróður míns, í nokkrum orðum. Sig- urður Bjarnason eða Siggi á Nesinu sem hann var iðulega kallaður var stór maður. Hann var eins og ég man hann best, hár og þrekinn, raddsterkur og fangaði athyglina þegar hann byrjaði að tala. Og Siggi hafði gaman af því að segja frá, var sagnamaður góður, hvort sem það var eitt- hvað úr Sturlungu eða Svínfell- ingasögu, fróðleikur um ættir okkar eða eitthvað skemmtilegt sem hann hafði heyrt eða upp- lifað. Ég á ótal góðar minningar úr eldhúsinu hjá systur hans Guð- rúnu (Gunnu) þar sem þau systkini, ekki alltaf sammála, ræddu málin og sögðu sögur. Siggi var örlátur, bæði á tíma sinn og veraldlegar eigur sínar. Hann gaf mér Blesa, rauðblesóttan gæðing, og hann reyndist mér sem öðrum ákaf- lega vel í öllu. Siggi var börnum mínum eins og afi, áhugasamur og þolinmóður. Sigurður var eins og kunnugt er mörgum brautryðjandi í ferðaþjónustu en hann fór snemma með fólk út í Ingólfs- höfða sem liggur suður af Hofs- nesi þar sem Sigurður bjó lengst af. Aðrir gera þessum þætti í lífi hans vonandi verðug skil. Sigurður var minnisstæður maður. Hafðu þökk fyrir allt, kæri frændi. Ég vil svo votta börnum Sigga og fjölskyldum samúð mína. Blessuð sé minn- ing Sigurðar Bjarnasonar. Svafa Sigurðardóttir. Sigurður Bjarnason ✝ Sigríður Ant-oníusdóttir fæddist 22. októ- ber 1935 að Búð- um við Fáskrúðs- fjörð. Hún lést 7. janúar 2020. For- eldrar hennar voru Antoníus Sam- úelsson, f. 30.1. 1906, d. 26.5. 1952, og Sigrún Björns- dóttir, f. 26.11. 1908, d. 7.11. 1994. Eftirlifandi maki er Jón Þór Ólafs- son, f. 11.12. 1932 í Reykjavík. Dætur Sigríðar og Jóns eru Sigrún Anna, Ingibjörg, Ólöf og Þóra Sigríður. Útför hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. „Hvíldu þig amma mín og ekki hafa áhyggjur.“ Hvað segir maður við ömmu sína þegar maður veit að mögu- lega eru þetta síðustu orðin sem hún mun heyra frá þér? Íhugar maður hvert orð af kostgæfni eða heldur maður áfram daglegu hjali um lífið og veðrið? Ég vonaði bara að frænka hefði rétt fyrir sér og amma myndi reisa sig upp, hósta hressilega og spyrja ýt- arlega um hver væri búinn að koma í heimsókn á spítalann. Hún elskaði að fá fólk í heimsókn og það var virkilega gott að koma í heimsókn til þeirra afa. Ég græddi eflaust hvað mest á því þegar ég kom ein í heimsókn, jafnvel þó ekki væri nema stutta stund. Amma gat spjallað við mann um allt og gefið manni svo tæra og góða sýn á marga hluti, svo heil í gegn og einstök bæði hún og afi. En þegar ég kom með fjöl- skylduna fengum við öll að njóta þess besta frá ömmu og finna fyrir þessu augljósa stolti sem hún bar í brjósti yfir þess- um skara afkomenda. Elsku amma Kókópuffs (þeg- ar ég var lítil þá átti hún alltaf kókópuffs þegar maður kom í heimsókn). Hún hafði alltaf ákveðnar og sterkar skoðanir á öllu og var reiðubúin að ræða um menn og málefni í þaula. Þegar ég var á unglingsaldri átti ég það til að koma við hjá ömmu og afa seint um kvöld eftir eitthvert flandur um borg- ina, stundum til að pissa, stundum til að segja „hæ og bæ“ áður en ég fór brautina heim. Vinum mínum fannst þetta stórkostlega undarlegt, enda ekki margar ömmur enn á fótum eftir miðnætti, en þeim fannst þetta líka frábært og öf- unduðu mig af þessari hressu ömmu sem vildi endilega heyra allt um hversu gaman var niðri bæ. Við fjölskyldan komum í heimsókn rétt fyrir jól eins og venja er, með konfektkassa til að gefa. Þáðum ekki neinar veitingar, ömmu til mikillar ar- mæðu, því hún vildi auðvitað alltaf fá að gefa manni að borða. En hún var svo hress og hún hlakkaði mikið til jólanna í ár sem hún svo naut í nánum og góðum samvistum ættingja. En síðasta skipti okkar ömmu var við sjúkrarúmið þann 7. janúar síðastliðinn, þar sem ég hallaði að henni, strauk viðkvæmu litlu höndina og sagði lágum rómi: „Hvíldu þig amma mín og ekki hafa áhyggj- ur.“ Ég keyrði svo af stað til að vera heima áður en óveðrið myndi skella á. Mín megin við brautina voru aðrir í húsinu sofandi, en veðrið lamdi á gluggana til að minna á sig þegar síminn hringdi. Amma var búin að kveðja. Ósk mín til ömmu er enn sú sama: „Hvíldu þig amma mín og ekki hafa áhyggjur,“ við munum öll spjara okkur þrátt fyrir söknuð og tómarúm. Ég er þakklát fyrir hvað fölskyldan er samrýnd þegar á þarf að halda og allir hjálpast að við að læra á nýja tilveru, áskoranir og hlúa hvert að öðru. Ég er þakklát fyrir fallegar og góðar minningar um einstaka konu, minningar sem ylja um hjarta- rætur. Elsku amma, ég vildi að ég hefði líka sagt þér hvað ég elska þig, en ég geri það þegar við hittumst næst. Þegar dimmir yfir öllu engin dag- renning er nær, og döpur hugsun eyðir von og trú. Vakna minningarnar um þig, eins og stjarna björt og skær því ég veit að það er enginn eins og þú. (Magnús Eiríksson) Þín dótturdóttir, Berglind Ásgeirsdóttir. Sigríður Antoníusdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.