Morgunblaðið - 30.01.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Hafdís Hall-dórsdóttir
fæddist í Ásbyrgi
á Hellissandi 21.
júní 1951 og lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 20. jan-
úar 2020. For-
eldrar hennar
voru hjónin Ólöf
Jóhannsdóttir hús-
móðir, f. í Skuld á
Hellissandi 2. nóv-
ember 1922, d. 17. febrúar
2011, og Halldór Benediktsson
bifreiðarstjóri, f. í Grund-
arfirði 6. maí 1920, d. 27.
október 1993. Systkini Hafdís-
ar eru Þorgerður Elín, f. 26.
mars 1943, Jóhann Þór, f. 6.
maí 1949, og Ragnheiður Guð-
rún, f. 3. október 1953.
Hafdís giftist 14. ágúst 1971
Páli Pálssyni frá Borg í Mikla-
holtshreppi, f. 16. apríl 1950.
Páll er sonur Ingu Ásgríms-
dóttur húsmóður frá Borg, f.
24. nóvember 1927, d. 16. júlí
2008, og manns hennar Páls
Pálssonar bónda, f. 19. sept-
ember 1922, d. 20. júní 2008,
Verslun Ásgeirs og í sælgæt-
isgerðinni Ópal fyrstu árin.
Hún hóf störf á Árbæjarsafni
árið 1979 og starfaði þar í 37
ár eða til ársins 2016, þar til
hún varð að láta af störfum
vegna veikinda. Árbæjarsafn
var hennar
aðalstarfsvettvangur og var
hún lengst af skrifstofustjóri.
Hún gegndi líka trún-
aðarstörfum og sat í stjórn FÍ-
SOS – Félags íslenskra safna
og safnamanna. Í tengslum við
safnið átti hún mikinn fjölda
góðra vina og samstarfsfélaga
sem hafa í gegnum veikindi
hennar sýnt einstakan hlýhug.
Þau hjónin byggðu sum-
arbústað á Borg árið 1979 þar
sem foreldar Páls bjuggu en
fluttu sig í Svínadal í Hval-
fjarðarsveit árið 2011. Garð-
yrkja átti hug hennar og bar
garðurinn í Smárarima og í
sumarbústaðnum því greini-
legt vitni. Nutu þau hjónin
þess að ferðast um Ísland og
fara í sólina á Spáni á hverju
ári Árið 2014 greindist Hafdís
með Lewy body-sjúkdóminn
og vegna veikinda sinna
dvaldi hún á hjúkrunarheim-
ilinu Eir tvö síðustu æviárin.
Hafdís verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag,
30. janúar 2020, klukkan
13.00.
frá Þúfum í Ísa-
fjarðardjúpi. Dæt-
ur Hafdísar og
Páls eru: 1) Lóa
Dögg viðskipta-
fræðingur, f. 21.
desember 1972,
gift Hallvarði
Hans Gylfasyni
rafiðnfræðingi, f.
7. ágúst 1975.
Börn þeirra eru a)
Hafdís Huld, f. 12.
febrúar 2006, og b) Arnar
Páll, f. 3. september 2008, c)
Sonur Hallvarðs er Gylfi, f. 7.
maí 2003. 2) Inga Hlín
alþjóðamarkaðsfræðingur, f.
30. maí 1979.
Hafdís ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Hellissandi og
gekk í Barna- og unglinga-
skóla Hellissands. Síðar fór
hún til Danmerkur og stund-
aði þar nám við Als Husholdn-
ingsskole í Vollerup. Hafdís
og Páll stofnuðu heimili á
Langholtsvegi 155 í Reykjavík
og bjuggu síðar í Hraunbæ 6
og Smárarima 98.
Í Reykjavík vann Hafdís í
Elsku hjartans mamma mín,
söknuðurinn er svo mikill. Ég
finn fyrir þér, heyri í þér, þú ert
alls staðar. Á einhvern hátt róar
það mig að tala við þig og trúa
því að þú verðir alltaf þarna hjá
mér.
Ég þekki ekkert annað en að
mamma ynni á Árbæjarsafni en
hún hóf þar störf sama ár og ég
fæddist. Mér fannst ég svo mikil
hjálparhella þegar ég fór til
hennar alla daga eftir skóla en
var líklega öðru fremur í pössun
hjá samstarfsfólkinu til að byrja
með. Sumrin eru þó mörg sem
ég vann þar með henni og sú
samvinna gerði okkur samrýnd-
ari og kenndi mér svo margt.
Við höfðum yndi af því að
fara í bíltúra, helst undir jökul
eða út í Hólm. Okkur fannst svo
gaman að keyra, spjalla og vera
saman. Mamma var stoðin og
styttan í fjölskyldunni og sunnu-
dagskaffi var ómissandi. Heim-
ilið var mikið skreytt um jólin
og á aðfangadagskvöld var farið
í kirkju þar sem Egill söng inn
jólin fyrir okkur með „Ó, helga
nótt“.
Mamma fór ekki út úr húsi án
þess að hafa sig til; varalitur,
hringir, hálsmen, armband, blás-
ið hár og háir hælar. Þau voru
ófá skiptin sem pabbi stóð í
dyragættinni og beið eftir að
hún kláraði að naglalakka sig
við eldhúsborðið áður en þau
færu eitthvað. Svo gleymdi hún
sér stundum og var mætt út í
fallega garðinn þeirra að hreinsa
beðin á hælaskónum. Rúmið
þurfti líka að vera umbúið á
hverjum morgni og ekki fór hún
frá eldhúsinu nema tandur-
hreinu. Mamma var nefnilega
einstaklega skipulögð, snyrtileg
og kunni að gera hlýlegt í kring-
um sig.
Þau mamma og pabbi voru
samrýnd hjón, gift í rúm 48 ár.
Þau nutu þess að vera saman
hvort sem það var í bústaðnum,
á Spáni, í ferðalögum um landið
eða við vinnu í garðinum. Berja-
ferðir standa upp úr í huganum
enda eru engin ber góð nema
þau séu undan jökli. Mamma
hafði mikið fyrir því að ná þeim
og notaði aldrei berjatínu. Hún
arkaði efst í brekkurnar því þar
voru auðvitað bestu berin og
rúllaði svo niður þegar hún var
komin í ógöngur – óborganleg
augnablik.
Mamma bjó yfir miklum
dugnaði og þrautseigju. Í upp-
hafi réð hún sig til skúringa-
starfa hjá Árbæjarsafni en vann
sig svo upp í að vera skrifstofu-
stjórinn þar, sem allir leituðu til.
Hún veiktist fyrir 15 árum af
óútskýrðum húðsjúkdómi sem
hafði mikil áhrif á hana. Á þeim
tíma þurfti hún líka að gefa öll
fallegu blómin sín sem nálguð-
ust hundraðið. Þetta var erfiður
tími sem hún tók samt með jafn-
aðargeði. Síðar veiktist hún af
enn erfiðari sjúkdómi og það var
svo sárt að sjá hana hverfa inn í
heim heilabilunar og missa þrótt
og kraft. Á einhvern hátt hélt
hún samt gleðinni og við áttum
svo margar stundir þar sem við
fengum áfram okkar hlátursköst
yfir vitleysunni hvor í annarri.
Okkur þótti svolítið gott að
leggja okkur saman hvort sem
það var uppi í bústað, heima eða
nú síðast á Eir. Svo varð það allt
í einu í síðasta skiptið og þú
vildir ekki vakna og viku síðar
fórstu frá okkur. Það er huggun
í því að ég hafi verið hjá þér en
mikið er þetta sárt.
Takk elsku mamma fyrir allt,
mér þykir svo undurvænt um
þig. Við hugsum vel um pabba.
Þín
Inga Hlín.
Elsku amma okkar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hafdís Huld og Arnar Páll.
Systir mín Hafdís Halldórs-
dóttir eða Haddý eins og hún
var oft kölluð fæddist í Ásbyrgi
á Hellissandi 21. júní 1951. Hún
ólst upp í foreldrahúsum með
þremur systkinum. Bernskuárin
voru frjálsleg, vinir og vinkonur
mörg. Margt var öðruvísi en nú
er, ekki voru til leikskólar og
tómstundir barna ekki skipu-
lagðar eins og nú tíðkast. Leik-
völlurinn var fjaran og hraunið
og leikföngin oft heimagerð.
Haddý gekk í Barna- og ung-
lingaskólann á Hellissandi og
fékk þar gott veganesti. Hún
gætti barna á sumrin eins og al-
gengt var á þeim tíma. Síðar fór
hún til Danmerkur í húsmæðra-
skóla og átti þaðan góðar minn-
ingar.
Haddý kynntist Páli Pálssyni
frá Borg í Miklaholtshreppi þeg-
ar hann kom að vinna í Frysti-
húsinu. Þau giftu sig í ágúst
1971 og keyptu fljótlega fyrstu
íbúðina sína á Langholtsvegi 155
í Reykjavík. Þau fluttu síðar í
Hraunbæ 6 en síðustu 25 árin
bjuggu þau í Smárarima 98.
Haddý og Palli byggðu sér sum-
arbústað á Borg en fluttu sig í
Svínadal fljótlega eftir að fjöl-
skylda hans hætti búskap.
Það var sama hvar þau
bjuggu, alltaf var heimili þeirra
til fyrirmyndar. Þar var snyrti-
mennska, reglusemi og smekk-
vísi í fyrirrúmi. Voru garðarnir
þeirra í Smárarima og við sum-
arbústaðina einstaklega snyrti-
legir. Þau voru gestrisin og
hress og til þeirra var gaman að
koma. Heimilið var miðpunktur
stórfjölskyldunnar og voru
Haddý og Palli alltaf boðin og
búin að hjálpa ef þess var þörf.
Það hefur alltaf verið mikill
samgangur á milli fjölskyldna
okkar Haddýjar og gagnkvæm-
ar heimsóknir. Ég bjó lengi úti á
landi og alltaf komu Haddý og
Palli í heimsókn á sumrin. Á
ferðum mínum til Reykjavíkur
var gott að koma við hjá þeim.
Fyrir rúmum fimm árum
komu slæmar fréttir, Haddý
hafði greinst með ólæknandi
sjúkdóm. Í rúm tvö ár hefur hún
dvalið á Hjúkrunarheimilinu
Eir. Palli keypti bíl með hjóla-
stólalyftu og þannig gat hún
skroppið heim um helgar meðan
heilsan leyfði. Hún var þakklát
fyrir þá hjálp sem hún fékk og
brosti við gestum og starfsfólk-
inu sem annaðist hana fram á
síðasta dag. Hún lést á Eir 20.
janúar sl.
Kæri Palli, Inga, Lóa og fjöl-
skylda, þið hafið misst mikið en
minningin um góða konu lifir.
Kæra systir, bestu þakkir
fyrir allar samverustundirnar.
Hvíldu í friði.
Jóhann Þór Halldórsson.
Nú er komið að kveðjustund.
Ég minnist Haddýjar frænku
með þakklæti og hlýju. Hún var
í miklu uppáhaldi hjá mér, bros-
mild félagsvera sem var alltaf til
í að bjóða heim í kaffi. Það tók
hana enga stund að dekka borð-
ið fullt af allskonar kræsingum.
Stundirnar í eldhúsinu þar sem
við frænkur sátum heillengi að
spjalla, stundum hver ofan í
aðra, eru dýrmætar. Fyrst í
Hraunbænum og síðan í Smára-
rimanum. Það var alltaf fallegt í
kringum Haddý, hvort sem það
var heima hjá þeim Palla eða
uppi í bústað. Blómstrandi garð-
ur, blúndur og dúllerí, allt í röð
og reglu, hreint og fínt. Þannig
var hún.
Ég var svo lánsöm að fá að
vinna með henni á Árbæjarsafni
nokkur sumur. Þar var hún í
essinu sínu og þótti mjög vænt
um safnið og samstarfsfólk sitt
þar. Hún sinnti starfi sínu á
skrifstofunni af alúð og naut
þess að kaupa inn vörur fyrir
miðasöluna og Krambúðina á
safninu. Allt svo fallegt og í
anda gömlu tímanna. Á safninu
kenndi hún mér bókfærslu og
þar lærði ég mikilvægi þess að
vera skipulögð og hafa allt í röð
og reglu. Annars stemmir ekki
bókhaldið, sagði hún með bros á
vör.
Vinátta er mér ofarlega í
huga þegar ég hugsa til Haddýj-
ar. Systrasamband og vinátta
hennar og mömmu var dýrmæt
og fyrirmynd fyrir okkur stelp-
urnar þeirra. Við frænkur höld-
um áfram spjallinu og ég veit að
Haddý verður með okkur í eld-
húskróknum, sólbrún og sæl.
Með þakklæti og söknuði
kveð ég elsku Haddý frænku
mína.
Minningin lifir.
Helga Júlía.
Það eru að verða 50 ár síðan
Palli stóri bróðir kom heim af
vertíð frá Hellissandi eins og
svo oft áður, en í þetta sinn
hafði borið heldur betur vel í
veiði. Renndi í hlaðið á Borg á
Ford Cortinu P-40 og í farþega-
sætinu var hann með kærustuna
sína til að kynna hana fyrir for-
eldrum og fjölskyldu sinni. Haf-
dísi hafði hann kynnst þá um
veturinn með ekki svo fáum
ferðum í Shell-sjoppuna hjá
Dóra Bensa og Lóu – þarna
birtist okkur þessi bráðhuggu-
lega og yndislega stelpa sem
bauð af sér mikinn þokka og
traust við fyrstu kynni. Lífsföru-
nautur stóra bróður var mætt
og mikil gleði ríkti alla tíð með
þennan ráðahag. Heimili þeirra
hjóna stóð alltaf opið fyrir fjöl-
skylduveislur eða annað sem
þurfti til að stórfjölskyldan gæti
öll verið saman við tímamót,
jólaboð eða annað.
Ég var ánægður vorið 1979
þegar þau hjónin ákváðu að
byggja sér sumarbústað,
Brekkuborg, heima í brekkun-
um rétt í námunda við „Kára-
hvamminn“ á Borg. Þetta var
þeirra sælureitur í tugi ára,
garðurinn alltaf í skrúða, verið
að rækta tré eða byggja við,
breyta og viðhalda húsinu. Það
var notalegt fyrir okkur heima-
fólkið að koma þar við hvenær
sem var og þá sérstaklega í
morgunkaffi. Ristað brauð og
Jacobs-tekex með osti og marm-
elaði var staðallinn fyrir kúa-
bóndann eftir fjósverkin um leið
og kýrnar voru reknar í haga á
sumrin.
Hellissandur, Snæfellsjökull
og svæðið í kringum jökul var
hennar uppáhalds, taka hringinn
um eftirmiðdaginn, berjatínsla
og náttúran heillaði. Þá var bú-
staðurinn vel í sveit settur til að
njóta nærveru og krafta sem
jökullinn gaf. Hafdís var einstök
manneskja, tók öllum vel í fjöl-
skyldunni, og nutu afi Ásgrímur
og foreldrar mínir hlýju hennar
og umhyggju alla tíð, fyrst
heima á Borg og síðan eftir
flutning í Hraunbæinn. Langar
mig að þakka Hafdísi sérstak-
lega núna við leiðarlok hvað hún
reyndist þeim öllum vel með allt
sem sneri að þeim, veisluhöld öll
og annað sem hún gerði og varð
til að létta þeim lífið í ellinni.
Elsku Palli minn og dæturnar
Lóa Dögg og Inga Hlín hafa
staðið vaktina í veikindum Haf-
dísar sl. ár af svo miklu æðru-
leysi og dugnaði. Þau gerðu allt
sem hægt var til að létta henni
lífið og þá sérstaklega eftir
komu hennar á Eir, allt þar til
yfir lauk, ásamt systkinum og
fjölskyldu hennar. Ég bið góðan
guð að styrkja þau öll í sorginni.
Góð eiginkona, móðir, tengda-
móðir og amma er gengin á vit
feðra sinna. Fyrir hönd okkar
systkinanna frá Borg, Kalla
frænda, maka og fjölskyldna
okkar sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Snæfellsjökull
„Ljóst var út að líta“,
Ljómaði fagurt oft
Snæfell hrími hvíta
Við heiðblátt sumarloft;
Skein þar mjöll á hnúkum hæst;
„Allt er hreinast“, hugði’ eg þá,
„Sem himninum er næst“.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Auðunn Pálsson frá Borg.
Ung kona í Hraunbænum
svaraði kalli þegar auglýst var
laust starf við ræstingar í Ár-
bæjarsafni. Hún mætti í ráðn-
ingarviðtal með unga dóttur sem
svaf í vagni fyrir utan Líkn með-
an viðtalið fór fram. Hún var
ráðin. Þannig var upphafið að
fyrstu kynnum okkar Hafdísar
og jafnframt að starfsferli henn-
ar í Árbæjarsafni sem átti eftir
að vara það sem eftir var starfs-
ævi hennar.
Það var Hafdís sem tók á
móti mér þegar ég sneri aftur í
Árbæjarsafn aldamótaárið. Mér
varð strax ljóst að hún hélt þar í
alla þræði og hún varð mér sá
trúnaðarmaður sem hver stjórn-
andi þarf að hafa sér við hlið. Á
þeim tíma sem liðinn var frá því
við kynntumst fyrst hafði Hafdís
vaxið í starfi og verið óhrædd
við að taka að sér sífellt viða-
meiri verkefni, tileinka sér
tækninýjungar; tölvur, bók-
halds- og launakerfi og með
aukinni starfsemi fylgdi fleira
starfsfólk sem þurfti að fá laun
sín greidd á réttum tíma.
Rekstri safnsins sinnti hún af
því hyggjuviti sem henni var
gefið í svo ríkum mæli. Og næg
voru verkin sem þurfti að vinna
í stóru safni, en af öllu því sem
lá á borði Hafdísar var það sum-
arstarfið sem lá efst í bunkanum
og safnbúðirnar sem lágu hjarta
hennar næst. Hún hafði mikla
ánægju af að stússast í búð-
unum enda sagðist hún vera
búðarkona í hjarta sínu. En það
var ekki bara safnið sem hún
gaf tíma sinn og krafta. Hafdís
var mikil fjölskyldukona. Hún
naut þess að ferðast með eig-
inmanninum og að dvelja í sum-
arbústaðnum. Dæturnar sem
uxu úr grasi og barnabörnin tvö
urðu henni til mikillar gleði og
hún sinnti af alúð móður og
tengdaforeldrum. Við gengum á
svipuðum tíma í gegnum það að
horfa á foreldra eldast og veikj-
ast og deyja og þurfa að glíma
við völundarhús öldrunarþjón-
ustu og sjúkrastofnana. Það var
stuðningur í því að geta sagt
hvor annarri sögur af „okkar“
og stundum vissum við ekki
hvort við ættum að gráta eða
hlæja. Undir lok tíma okkar
saman í Árbæjarsafni fór eitt-
hvað að gefa sig hjá Hafdísi.
Þessi sterka kona sem fram til
þess hafði órög tekist á við verk-
efni sín missti kjarkinn, sem var
svo ólíkt henni. Ekki áttaði ég
mig á því þá, en eftir á að
hyggja voru þetta eflaust fyrstu
merki um sjúkdóminn sem síðan
tók völdin og rændi hana öllum
þrótti. En fyrir mér verður hún
ætíð sú trygga samstarfskona
sem sinnti öllum sínum verkum
af áræði, samviskusemi og trú-
mennsku. Og þannig vil ég
muna hana; á skrifstofunni sinni
í Kleppi, þar sem allt var í röð
og reglu, hlaupandi út á safn-
svæði til að bjarga því sem
bjarga þurfti, í krambúðinni við
að stilla upp varningi í hillur og
mæla sælgæti í kramarhús, til
að allt yrði tilbúið 1. júní þegar
sumarið byrjaði í Árbæjarsafni.
Guðný Gerður
Gunnarsdóttir.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum Hafdísi Hall-
dórsdóttur, yndislega samstarfs-
konu og kæran vin, er starfaði
áratugum saman á Árbæjar-
safni. Hafdís hóf fyrst störf þar
við ræstingar og þrif undir lok
áttunda áratugarins en vann síð-
an lengst af á skrifstofu safnsins
við rekstur og fjármál. Hafdís
var einstaklega traust, skipulögð
og glögg og hún var öllum hnút-
um á safninu kunn. Iðulega var
hægt að leita til hennar með
ýmis álitaefni, því Hafdís var
konan sem kunni á Árbæjarsafn.
Og hún var alltaf fús til að miðla
af reynslu sinni og þekkingu,
enda bóngóð, hjálpsöm og
einkar lausnamiðuð. Hún sinnti
störfum sínum af alúð og natni,
hún setti mark sitt á starf og
þróun Árbæjarsafns og alltaf
bar hún hag safnsins fyrir
brjósti. Hafdís var afar smekk-
vís kona og það mátti merkja í
þeim verkefnum sem hún tók
sér fyrir hendur, svo sem í
tengslum við rekstur kaffisölu í
Dillonshúsi og safnbúðum Ár-
bæjarsafns. Hún tók einnig
virkan þátt í félagsstarfi safn-
manna á landsvísu og lagði sitt
lóð á vogarskálarnar við að efla
íslenskt safnastarf og stuðla að
vexti þess og aukinni fag-
mennsku.
Hafdís var lífsglöð og hlát-
urmildur húmoristi, sem eru af-
ar dýrmætir eiginleikar, og hún
hafði iðulega jákvæð áhrif í öllu
samstarfi. Allt viðmót Hafdísar í
garð samstarfsfólks hennar ein-
kenndist af einstakri hlýju og
væntumþykju. En Hafdís átti
einmitt fjöldann allan af sam-
starfsfólki, því á hennar tíð á
safninu starfaði mikill fjöldi
fólks um lengri og skemmri
tíma, iðnaðarmenn, fræðimenn
og leiðsögufólk á sumrin, svo
nokkuð sé nefnt. Öllum þótti
vænt um Hafdísi, því hún tók
öllum vel og var á sinn hátt kjöl-
festan í starfsemi safnsins um
árabil. Margt ungt fólk sem hóf
störf á Árbæjarsafni, sem sum-
arstarfsfólk eða fræðimenn,
minnist einmitt viðmóts hennar
og móðurlegrar tilsagnar með
hlýhug og án efa hefur það átt
sinn þátt í því að margir hverjir
ákváðu síðan að gera safnastarf
að ævistarfi sínu. Skömmu eftir
að Árbæjarsafn var sameinað
öðrum söfnum borgarinnar und-
ir merki Borgarsögusafns árið
2014 tók að bera á veikindum
Hafdísar. Við samstarfsfólk
hennar gerðum okkur ekki grein
fyrir því í hvað stefndi, en
nokkru síðar fór hún í veikinda-
leyfi og lét svo af störfum árið
2016. Hélt hún engu að síður
tryggð við vinnustaðinn og
marga af sínum samstarfsmönn-
um næstu árin.
Við sem vorum svo lánsöm að
hafa fengið tækifæri til að vinna
með Hafdísi og kynnast henni
erum því afar þakklát. Líkt og
Hafdísi þótti svo vænt um Ár-
bæjarsafn og samstarfsfólk sitt
mun okkur ætíð þykja vænt um
Hafdísi. Þó svo að nú sé komið
að þeirri stund að við kveðjum
Hafdísi með trega mun minn-
ingin um vandaða og góða konu
lifa í hugum okkar. Fjölskyldu
hennar og ástvinum sendum við
innilega samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsfólks á
Árbæjarsafni, fyrr og síðar,
Guðbrandur Benediktsson,
safnstjóri.
Það var sumarið 2004 sem ég
hóf störf sem sumarstarfsmaður
á Árbæjarsafni og kynntist Haf-
dísi, eða Haddý eins og hún var
kölluð. Ég var svo í fullu starfi
frá hausti 2006, og unnum við
Hafdís náið saman allt þar til
hún lét af störfum vorið 2015.
Ég var ungur að árum og fyrir
vikið settu galsi og prakkara-
strik stundum mark sitt á vinnu-
framlag mitt. Hafdísi var ekki
alltaf skemmt og strunsaði
stundum ákveðin á svip inn á
skrifstofu mína til að vanda um
Hafdís
Halldórsdóttir