Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 47
fyrir mér, en mín viðbrögð voru
ávallt þau sömu; setja upp sak-
leysisleg hvolpaaugun og áður
en maður vissi af breyttist svip-
mót hennar og hlýtt brosið
færðist yfir hana og kitlandi
hlátur fylgdi í kjölfarið. Hún
trúði mér meira að segja fyrir
því eitt sinn að hún hefði nú
innst inni gaman af strákapör-
um okkar strákanna á skrifstof-
unni. Hafdís sýndi mér alltaf
mikla hlýju, var móðurleg jafn-
vel enda var gott að leita til
hennar með ráðleggingar. Eitt
lítið dæmi var þegar ég vissi
ekki hvað ég ætti að gefa stúlku
sem ég var að hitta í jólagjöf.
Hafdís hafði auðvitað ráð við
því, og gjöfin hitti í mark. Við
unnum náið saman og alltaf dáð-
ist ég að þeirri samviskusemi,
skipulagi og metnaði sem hún
lagði í störf sín fyrir safnið. Hún
fór ekki heim fyrr en allt var
komið á hreint og allar krónur
taldar þrisvar. Það kom sér líka
vel fyrir hana, þegar ný tölvu-
forrit voru tekin í notkun, að
geta leitað til mín með ráðlegg-
ingar og kennslu.
Undir lok starfsferils hennar
fór að bera á óvenjulegum veik-
indum sem komu okkur öllum í
opna skjöldu. Í blóma lífsins
lenti hún í heljargreipum sjúk-
dóms sem verður aldrei skilinn
til fulls. Það er einmitt á stund-
um sem þessum sem maður lær-
ir að meta allar litlu stundir lífs-
ins, vorferðir,
sumarbústaðaferðir, jólaveislur
og allar hinar góðu stundirnar
sem við starfsmenn Árbæjar-
safns áttum saman. Þessar
minningar eru ómetanlegar
núna og þörf áminning um það
að njóta allra þeirra stunda sem
við eigum saman, enda lífið
stundum hverfult.
Ég sendi fjölskyldu og vinum
Hafdísar samúðarkveðjur.
Sigurlaugur Ingólfsson.
Með fáum orðum kveð ég
kæra samstarfskonu, Hafdísi
Halldórsdóttur. Kynni okkar
Hafdísar hófust árið 1987 þegar
ég hóf störf á Árbæjarsafni sem
ungur fornleifafræðingur. Haf-
dís var þá þegar orðin reyndur
starfsmaður minjasafnsins og
kom mér fyrir sjónir sem heið-
arleg og traust kona sem hafði
glögga yfirsýn yfir hið daglega
starf og rekstur safnsins. Hafdís
var sannkölluð kjölfesta sem
skrifstofustjóri safnsins og
traust samstarfskona um árabil.
Hafdís kom víða við í störfum
sínum. Auk skrifstofustarfa
hvers konar kom Hafdís meðal
annars að mótun safnbúðar, tók
þátt í ýmsu er varðaði starfsemi
á safnsvæðinu og samskipti við
leiðsögufólk. Þá tók hún þátt í
undirbúningi hvers kyns við-
burða og sýninga í safnhúsunum
og fleira mætti nefna. Sem ung-
um forstöðumanni minjasafns í
mótun og örum vexti var mér
mikils virði að eiga Hafdísi að
sem samstarfskonu þegar tekist
var á við borgarminjavörslu,
skráningu safnkosts, fjölþætt
rannsóknaverkefni um sögu
Reykjavíkur og síðast en ekki
síst skemmtilega miðlun til
gesta. Hafdís var úrræðagóð og
vel liðin meðal samstarfsfólks og
setti ljúft mark sitt á starfsum-
hverfið og safnastarf almennt.
Fjölmargar góðar minningar
koma upp í hugann á kveðju-
stundu. Hafdís var mikil fjöl-
skyldukona sem var afar stolt af
fjölskyldu sinni sem var henni
svo kær. Ég minnist heimsókna
til þeirra sómahjóna á fallegt
heimili þeirra þar sem hlýr
heimilisbragur og gestrisni réð
ríkjum. Ég minnist fimmtugs-
afmælis Hafdísar með fjölskyldu
hennar og vinum þar sem hún
geislaði af heilbrigði og gleði.
Með þökk í huga votta ég Páli,
Ingu Hlín, Lóu Dögg og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Hafdísar
Halldórsdóttur.
Margrét Hallgrímsdóttir.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Þórunn ErnaÞórðardóttir
fæddist á Brekku í
Norðurárdal 10.
desember 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 19. janúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin á
Brekku, Þórður
Ólafsson, f. 1. apríl
1889 á Desey í Norðurárdal, og
Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 3.
janúar 1903 á Hamri í Þver-
árhlíð.
Systkini Ernu eru Ólafur, f.
28. desember 1927, Þorsteinn, f.
4. desember 1930, d. 10. mars
2018, og Guðrún, f. 29. apríl
1940.
Erna ólst upp á Brekku, gekk
í barnaskóla í Norðurárdal og
stundaði nám við Héraðsskólann
á Laugarvatni og Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur.
Erna giftist 27. desember
1948 Andrési
Sverrissyni leigu-
bílstjóra, frá
Hvammi í Norður-
árdal, f. 27. desem-
ber 1918, d. 6. apríl
2004. Foreldrar
hans voru Sig-
urlaug Guðmunds-
dóttir og Sverrir
Gíslason í Hvammi.
Dætur Ernu og
Andrésar eru Þór-
hildur, f. 11. júní 1948, skrif-
stofumaður, og Sigurlaug, f. 29.
ágúst 1952, flugfreyja. Þau
bjuggu fyrst í Reykjavík, en frá
árinu 1956 voru þau búsett í
Kópavogi, á Álfhólsvegi 14a og
síðar í Fannborg 8.
Erna stundaði ýmis störf
meðfram húsmóðurstörfum en
lengst af starfaði hún á Kópa-
vogshæli við umönnun og aðstoð
við iðjuþjálfun.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 30. janúar 2020, og
hefst klukkan 15.
Þegar kvöldsólin er að hníga,
þá minnir útsýnið af bæjar-
hlaðinu á Brekku einna helst á
málverk. Grábrókin og mosavax-
ið hraunið með sínu fallega
kjarri, Norðuráin líður fallega í
gegnum landið og yfir þessu
margbrotna landslagi Norðurár-
dalsins vakir svo Baulan, fjalla-
drottningin sjálf. Brekkan sem
bærinn stendur undir er tignar-
leg og er þar að finna góðar
berjabrekkur. Sá sem hefur lifað
lengi og fallega skilur alltaf eftir
sig góðar minningar, og þeir sem
verða þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast slíku fólki eru ríkari
á eftir. Erna föðursystir mín var
ein af þessum einstaklingum og
við andlát hennar hefur einn
þáttur í lífinu orðið fátæklegri en
áður. Hún var af þeirri kynslóð
Íslendinga sem hefur upplifað
meiri breytingar en nokkur önn-
ur kynslóð þjóðarinnar.
Hún ólst upp á Brekku við al-
menn sveitastörf þess tíma, elst
fjögurra systkina. Fyrir ferm-
ingu var barnakennsla í fundar-
húsinu við Dalsmynni part úr
vetrum og þangað fóru ung-
menni sveitarinnar gangandi.
Síðar lá leiðin að Laugarvatni í
einn vetur og síðar í Kvenna-
skólann á Blönduósi. Þau Andr-
és frá Hvammi urðu lífsföru-
nautar, stofnuðu heimili og
eignuðust dæturnar tvær. Hún
var vinnusöm, dugleg, fróð og
fylgdist vel með og myndaði sér
skoðanir og lét þær óhikað í ljós.
Hún var ávallt glöð og átti auð-
velt með að slá á létta strengi.
Var alltaf vel tilhöfð og bar sig
vel, var frá á fæti og á manna-
mótum mætti hún á háhæluðum
skóm.
Við sem yngri erum máttum
okkur lítils hvað hælalengd varð-
aði þegar Erna frænka var ann-
ars vegar. Á kveðjustund skýr-
ast óljósar minningar
bernskunnar og verða að lifandi
myndum. Minningarnar eru
margar, minningar sem verður
gott að geta yljað sér við í fram-
tíðinni. Mikil samgangur var á
milli fjölskyldna, sérstaklega á
meðan amma og afi bjuggu
ennþá hér á Brekku með for-
eldrum mínum, og oft var komið
við á Álfhólsveginum þegar
sveitafólkið var á ferðinni. Meðal
bernskuminninga minna eru
þegar þau hjón komu í heimsókn
í sveitina, gjarnan á haustin,
þegar berin í brekkunni voru
orðin blá, þá fór Erna í berjamó
en Andrés fékk sér gjarnan bíl-
túr á meðan, berjalyngið heillaði
hann ekki jafn mikið og Ernu.
Hún vissi upp á hár hvar berin
var að finna og það tók hana ekki
langan tíma að fylla hverja dós-
ina á fætur annarri. Henni þótti
leiðinlegt að vita að ein berja-
brekkan hefði þurft að víkja fyr-
ir nýjum vegi hér í gegn fyrir
nokkrum árum. Það var taug í
dalinn sem slitnaði aldrei alveg.
Nú er komið að kveðjustund.
Blærinn flytur kveðjur og
þakkir fyrir samfylgd.
Blessuð sé minning Þórunnar
Ernu Þórðardóttur.
Þórhildur Þorsteinsdóttir.
Lokið er nú hér á jörðu langri
vegferð mætrar konu. Hún Erna
er nú gengin, létt á fæti inn í
sumarlandið þar sem ástvinir
sem á undan eru farnir hafa tek-
ið fagnandi á móti henni. Veit ég
að þar hefur hann Andrés henn-
ar beðið með opinn faðminn.
Samhentari hjón voru vandfund-
in og gestrisin voru þau með af-
brigðum. Ég kynntist þeim hjón-
um sem foreldrum Þórhildar
skólasystur minnar og síðar sem
vinkona Sigurlaugar yngri dótt-
ur þeirra hjóna. Frá fyrstu
kynnum tóku þau mér, dreifbýl-
ingnum, opnum örmum og létu
mér líða eins og einni úr fjöl-
skyldunni. Hjá þeim ríkti ávallt
gleði og léttleiki enda Erna með
afbrigðum glaðlynd og brosmild.
Það var svo ótrúlega notalegt að
kíkja við og rabba um landsins
gagn og nauðsynjar og lá þá
Erna aldeilis ekki á skoðunum
sínum um menn og málefni líð-
andi stundar.
Eftir lát Andrésar skapaðist
sú hefð á aðventunni að ég kíkti
til Ernu eina kvöldstund eða svo.
Alltaf biðu mín smákökur og
jólaöl sem við gæddum okkur á,
mösuðum og hlógum eins og
unglingar allt kvöldið. Þá gátu
jólin sko komið. Að leiðarlokum
vil ég þakka Ernu ævarandi vin-
áttu og tryggð og votta vinkon-
um mínum þeim Þórhildi og Sig-
urlaugu innilega samúð mína.
Ég er stolt af vináttu okkar
Ernu.
Björk Kristjánsdóttir.
Börn mótast mikið af um-
hverfi sínu. Hún Erna var svo
sannarlega stór hluti af umhverfi
mínu í æsku. Hún var nefnilega
móðir hennar Sillu, stórvinkonu
minnar.
Segja má að leikfélagar deili
með sér heimilum. Og gilti það
um okkur Sillu. Þannig varð
heimili Sillu að hluta heimili mitt
og heimili okkar að hluta henn-
ar. Mamma vann um hríð úti og
gat því sannarlega verið gott
fyrir unga stelpu að eiga sér
annað skjól inn á milli eftir
skóla. Og alltaf var tekið á móti
manni opnum örmum. Það var
gott að eiga Ernu að. Ekki síður
tók Erna þátt í mótun okkar
Sillu á unglingsárum og gelgj-
unnar. Þá getur verið vandratað
í uppeldinu þegar unglingurinn
telur sig vita betur og meira.
Erna sýndi okkur alltaf næman
skilning án þess að vaða yfir
blessaða unglingana.
Erna Þórðardóttir átti sem
sagt drjúgan þátt í mótun æsku
minnar. Minnist ég hennar sem
hlýrrar manneskju, skynsamrar
og með sterka réttlætiskennd.
Hún átti sinn stóra þátt í að
hnýta þau vinabönd milli okkar
Sillu sem enn halda svo vel. Hún
skapaði okkur góðan grunn.
Um leið og ég votta Sillu, vin-
konu, og Hildu systur hennar
mínar innilegustu samúð bið ég
blessunar fyrir minninguna um
Ernu Þórðardóttur.
Kristín W. Árnadóttir.
Þórunn Erna
Þórðardóttir
✝ Kristjana Jóns-dóttir fæddist
á Stokkseyri 28.
febrúar 1920. Hún
lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Grund 8. jan-
úar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Jóna Jónsdóttir, f.
24. september
1891, d. 31. ágúst
1978, og Jón Kristjánsson, f. 7.
maí 1885, d. 7. maí 1925. Krist-
jana átti fjögur systkini. Þau
voru Anna Svava, f. 4. október
1911, d. 28. apríl 2008, Ágústa
Magnea, f. 8. ágúst 1914, d. 9.
feb. 1985, Gísli, f. 7. febrúar
1917, d. 20. maí 2001, og Har-
aldur f. 24. mars 1924, d. 4.
apríl 1990.
Kristjana giftist Ólafi Breið-
fjörð Finnbogasyni 7. ágúst
1945. Ólafur fæddist á Bíldudal
14. desember 1918, d. 21. maí
2010, sonur Jóhönnu Kristjáns-
dóttur, f. 1882, d. 1973, og
Finnboga Rúts Ólafssonar, f.
1890, d. 1947. Synir Kristjönu
og Ólafs eru: 1. Jón Breiðfjörð
Ólafsson, f. 4. júlí 1945, d. 2.
febrúar 2002, kvæntur Guð-
rúnu H. Ingimundardóttur,
börn þeirra eru Ingi Rafn, f.
sambýliskona er Monika Ewa
Orlowska og eiga þau tvo syni,
Guðrún Lilja, f. 1994 í sambúð
með Árna Valdór Elíssyni og
eiga þau eina dóttur, og Jó-
hannes Axel, f. 1998. 5. Valdi-
mar Ólafsson, f. 24. okt. 1958,
kvæntur Margréti Steinunni
Bragadóttur, sonur þeirra er
Björn, f. 1995.
Kristjana fæddist á Stokks-
eyri en bjó á Bjargarstíg í
Reykjavík frá tíu ára aldri.
Eftir skyldunám fór hún að
vinna í Þorsteinsbúð við
Grundarstíg. Kristjana var
heimavinnandi húsmóðir þar til
hún fór að vinna í Penna-
viðgerðinni sem þau Ólafur
stofnuðu árið 1942 en starfs-
ævinni lauk hún í Pennanum.
Fyrstu hjúskaparár þeirra
Ólafs bjuggu þau í Skerjafirði,
síðan í Hlíðunum þar til um
1960 er þau byggðu Skólabraut
21 á Seltjarnarnesi með vini
Ólafs. Árið 1995 fluttust þau í
Eiðismýri og bjó hún þar til
hún flutti á Hjúkrunarheimilið
Grund fyrir um tveimur árum.
Kristjana hafði ánægju af að
taka þátt í félagsstarfi og um
tíma starfaði hún með Kven-
félaginu Seltjörn. Hún tók
virkan þátt í félagsstarfi Sina-
wik-kvenna. Hún hafði yndi af
allri handavinnu og fór t.d. á
námskeið í glerlist og búta-
saumi.
Útför Kristjönu fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 30.
janúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1970, kvæntur
Hrund Magn-
úsdóttur og eiga
þau þrjú börn, og
Kristjana Ýr, f.
1976, gift Anders
Hald Jensen og
eiga þau tvö börn
2. Finnbogi Breið-
fjörð Ólafsson, f. 1.
febrúar 1949, d.
22. ágúst 2014,
kvæntur Þórleifu
Drífu Jónsdóttur, synir þeirra
eru Ólafur Breiðfjörð, f. 1974,
giftur Dögg Hjaltalín og eiga
þau tvær dætur og á Dögg eina
dóttur, Sindri Már, f. 1978, í
sambúð með Írisi Schweits Ein-
arsdóttur og eiga þau tvo syni
og Íris á einn son og Þórir Jök-
ull, f. 1987, í sambúð með Unni
Björk Gunnlaugsdóttur og eiga
þau eina dóttur. 3. Björn Ólafs-
son, f. 28. október 1952, d. 14.
desember 1987. 4. Ólafur
Haukur Ólafsson, f. 1. júní
1956, kvæntur Elínu Örnu Arn-
ardóttur Hannam, dóttir þeirra
er Elísabet Assa, f. 2018, fv.
maki Ólafs er Ásta Knúts-
dóttir, börn þeirra eru Jó-
hanna Lilja, f. 1983, gift Gunn-
laugi Má Péturssyni og eiga
þau tvö börn og Gunnlaugur á
eina dóttur, Dagur, f. 1987
Í dag kveð ég kæra tengda-
móður mína Kristjönu Jónsdótt-
ur eða Sjönu eins og hún var
alltaf kölluð. Ég kynntist þeim
hjónum Sjönu og Óla fyrir
rúmri hálfri öld og var afar vel
tekið á móti mér í fjölskylduna.
Sjana var ánægð með að fá
stelpu í strákahópinn sinn, en í
gríni sagðist hún oft eiga sex
syni og væri Óli sá sjötti. Heim-
ili þeirra hjóna var einstaklega
fallegt og mikill myndarbragur
á öllu.
Í kjallaranum á Skólabraut-
inni bjó Svava systir Sjönu
ásamt Jónu móður þeirra. Sam-
band þeirra hjóna og ræktar-
semi við þær mæðgur var til eft-
irbreytni.
Sjana kynnist því ung að
vinna fyrir sér og aðstoða móð-
ur sína við að sjá heimilinu far-
borða, en faðir hennar lést þeg-
ar hún var fimm ára. Svava eldri
systir hennar sá um heimilið svo
að móðir þeirra gæti unnið fyrir
heimilinu. Fyrst vann Sjana við
afgreiðslustörf í Þorsteinsbúð
við Grundarstíg og varð henni
tíðrætt um vinnu sína þar. Hún
mundi tímana tvenna. Þegar
hún afgreiddi nýlenduvörur
frammi í búðinni en þurfti svo
að fara í portið fyrir aftan til að
setja steinolíu í ílát ef viðskipta-
vinina vanhagaði um hana.
Þetta væri nú ekki leyft í dag
sagði hún sposk á svip en svona
var þetta og þótti ekki tiltöku-
mál. Í viðtalsbók við séra Auði
Eiri Vilhjálmsdóttur, Sólin kem-
ur alltaf upp á ný, sagði hún um
Sjönu að hún væri ein af þessu
merkilega fólki í götunni, stoð
og stytta í hverfinu. Hún hefði
verið svo væn við þær stelp-
urnar. Það eru orð að sönnu,
hún Sjana var afskaplega væn
við alla sem hún átti samskipti
við og hvers manns hugljúfi.
Fyrir þó nokkrum árum fóru
„krakkarnir“ af Grundarstígn-
um að hittast komin á efri ár og
buðu þeir Sjönu að koma á
samverustundir með þeim.
Þetta gladdi hana mikið og var
hún stolt að tilheyra þeirra
hópi.
Þau hjónin stofnuðu Penna-
viðgerðina árið 1942 og eftir að
synirnir voru komnir á legg
vann hún þar. Þangað var alltaf
gott að koma og vel tekið á
móti öllum. Seinna vann hún í
Pennanum eða þar til hún fór á
eftirlaun.
Sjönu var margt til lista lagt.
Hún hafði gaman af að baka og
töfraði fram marengskökur og
aðrar hnallþórur. Þá var alltaf
heimabakað með kaffinu þegar
komið var í heimsókn. Sjana
var einstaklega flink í höndun-
um, prjónaði, heklaði urmul af
teppum og gerði milliverk í
sængurföt handa fjölskyldunni,
saumaði út í forláta dúka, fór á
glerlistarnámskeið, lærði búta-
saum og eru mörg teppin eftir
hana hrein listaverk.
Eftir andlát Óla kom í ljós
hve sterk og sjálfstæð kona hún
var. Hún stundaði sundið áfram
eins og þau hjónin höfðu gert í
áratugi. Hún kynnti sér félags-
starfið á Aflagranda og fór
þangað og vann að bútasaumi.
Þegar á Grund var komið naut
hún þess að taka þátt í handa-
vinnutímunum.
Samband tengdaforeldra
minna var einstakt í hartnær
sjötíu ár. Þau hjónin voru sam-
heldin, tóku þátt í margs konar
félagsstarfi og ferðuðust vítt og
breitt um heiminn sér til
ómældrar ánægju.
Ég kveð tengdamömmu með
söknuði, þakka henni góðu
stundirnar sem við áttum saman
en þær munu lifa í minningunni.
Guðrún Ingimundardóttir.
Kvödd er Kristjana Jónsdótt-
ir.
Hún var ein af stofnendum
„Sinawik Reykjavík“. Við sökn-
um allar kærrar vinkonu. Í
gegnum árin, var hún vel virk í
félaginu okkar. Ef hún náði ekki
að mæta, tókum við eftir því.
Hún var alltaf brosmild og ljúf.
Hjartahlý og falleg kona. Þann-
ig munum við hana.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til aðstandenda hennar.
Guð blessi minningu yndislegr-
ar samferðakonu.
F.h. Sinawik Reykjavík.
Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir
formaður.
Kristjana
Jónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR
húsmóðir,
Reynivöllum 12, Selfossi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn
3. febrúar klukkan 14.
Bertha Sigrún Jónsdóttir Pétur Guðjónsson
Sigríður Jónsdóttir Hjörleifur Þór Ólafsson
Einar Jónsson
Ragnhildur Jónsdóttir Anton S. Hartmannsson
Guðbrandur Jónsson Guðrún Edda Haraldsdóttir
Ingólfur Rúnar Jónsson Svanborg B. Þráinsdóttir
Sveinn Þórarinn Jónsson Selma Sigurjónsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir Guðjón Kjartansson
Matthildur Jónsdóttir Hjörtur Bjarki Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn