Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
50 ára Heiðrún er fædd
og uppalin í Stykkis-
hólmi og býr þar. Hún er
heilbrigðisgagnafræð-
ingur frá Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla. Heið-
rún er eigandi Bóka-
verzlunar Breiðafjarðar.
Maki: Guðjón P. Hjaltalín, f. 1969, húsa-
smíðameistari.
Börn: Rebekka Sóley, f. 1989, Höskuldur
Páll, f. 1993, Gunnar Kári, f. 2001, og Rak-
el Birta, f. 2010. Barnabörnin eru orðin
þrjú.
Foreldrar: Guðrún Rebekka Kristinsdóttir,
f. 1944, d. 2011, bankastarfsmaður, og
Höskuldur Eyþór Höskuldsson, f. 1942, d.
2016, bifreiðarstjóri. Þau voru búsett í
Stykkishólmi og Reykjavík.
Heiðrún Höskuldsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki láta plata þig til þess að
taka ábyrgð á vandamálum annarra. Þú
ert eitthvað týnd/ur þessa dagana en
ekki örvænta, það er betri tíð framundan.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er óþarfi að láta sér leiðast
þau störf sem skyldan býður. Nú þarft þú
að taka málin í eigin hendur og hafa
stjórn á lífi þínu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þennan dag ættir þú að nota til
þess að skipuleggja ferðir með fjölskyld-
unni. Veltu vandlega fyrir þér þeim fjár-
festingakostum sem bjóðast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Óvænt tækifæri berst upp í
hendurnar á þér og nú hefur þú enga af-
sökun fyrir því að nýta þér það ekki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur verið erfitt að opna augu
samferðamanna fyrir mikilvægi þess að
hugsa út fyrir kassann. Gríptu tækifærin
á meðan þau gefast.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sköpunargáfa þín er mikil í dag.
Gakktu frá ókláruðum málum og hringdu
í vini sem þú hefur ekki hringt í lengi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Segðu það sem þér dettur í hug,
þótt hugmyndir þínar séu ekki fullmót-
aðar. Einhver rennir til þín hýru auga.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Allt hefur sinn stað og stund
og nú þarftu ekki annað en grípa tæki-
færið þegar það gefst. Mikil fundahöld
eru framundan.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Varastu stóryrtar yfirlýsingar
og skuldbindingar sem kunna að koma
þér í koll. Þú færð tilboð sem þú hættir
ekki að hugsa um.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki hafa samviskubit yfir
hálfkláruðum verkum. Láttu það eftir þér
að gera lítið sem ekkert. Einhver reynir
að vinna þig á sitt band.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er rétta tímasetningin til
þess að kaupa eitthvað sem þú hefur
þráð lengi. Þú skuldar vini greiða sem þú
færð tækifæri til að endurgjalda innan
skamms.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú gerir þér far um að vinna í ein-
rúmi í dag og kemur miklu í verk fyrir
vikið. Með því að orða drauma þína eyk-
ur þú líkur á að þeir rætist.
fékk góða hjálp frá Woody við það,
en við vorum ekki ein eining sem
listamenn eins og oft hefur verið
skrifað.“
Verk Steinu hafa verið sýnd á
helstu söfnum og kvikmyndahátíðum
um heim allan, þar á meðal í Whitney
Museum og Brooklyn Museum í
New York, Centre Georges Pom-
pidou í París, Berlin Film Festival,
þróun vídeólistar. Frá skjáum til
upptöku, og frá heimildarmyndaferli
til flókinna innsetninga, hafa þau
umbreytt sér og endurskapað sem
listamenn, og enn voru þau að þegar
Woody féll frá í desember síðast-
liðnum. „Við vorum sjálfstæðir lista-
menn hvort fyrir sig þótt við fengj-
um hjálp frá hvort öðru. Ég var til
dæmis frekar löt við að klippa og ég
S
teinunn Briem Bjarnadótt-
ir Vasulka er fædd 30. jan-
úar 1940 á Suðurgötu 16 í
Reykjavík og ólst þar upp.
„Húsið hefur orðið að ætt-
aróðali, en það er ennþá í eigu fjöl-
skyldunnar. Ég ólst upp við Stein-
unnar-nafnið en þegar ég tók eftir því
að fólk erlendis átti í mestu erfið-
leikum með að stafa nafnið rétt tók ég
upp nafnið Steina.“ Hún var sex sum-
ur í sveit í Skeiðháholti á Skeiðum.
Steina gekk í Miðbæjarskólann og
fór einn vetur í Kvennaskólann. „Svo
tók ég landspróf þar sem Búnaðar-
félagshúsið er, fór síðan einn vetur í
Menntaskólann í Reykjavík og það er
öll mín skólaganga, ef frá er talin tón-
listarskólagangan.“ Hún lærði á fiðlu
í Þrúðvangi á Laufásvegi. Árið 1959
fékk hún námsstyrk til að fara í fram-
haldsnám í tónlist í Prag. Þar kynnt-
ist hún verðandi eiginmanni sínum,
Bohuslav Woody Vasulka.
Steina og Woody fluttuárið 1964 til
Íslands, þar sem Steina starfaði í eitt
ár sem fiðluleikari við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Árið 1965 fluttu
þau til Bandaríkjanna og settust að í
New York-borg. Árið 1968 var
Woody veittur íslenskur ríkisborg-
araréttur en þá var hann orðinn land-
laus eftir að vorinu í Prag hafði verið
hrundið aftur.
Í New York starfaði Steina sjálf-
stætt fyrstu árin sem fiðluleikari en
árið 1969 sneri hún sér að vídeói. „Við
höfðum haft það gott í leik og starfi
en svo greip vídeóið mig.“ Með til-
komu handheldu kvikmyndatökuvél-
arinnar hófu þau árið 1969, að vinna
með myndbandstækni. Árið 1971
stofnuðu þau fyrsta vettvang vídeó-
og margmiðlunarlistar í heimi, The
Kitchen, í New York og tveimur ár-
um síðar komu þau á fót fyrsta námi í
nýmiðlalistum við ríkisháskólann í
Buffalo í New York. Frá árinu 1980
hafa Steina og Woody búið í Santa Fe
í Nýju Mexíkó.
Þau eru talin til merkilegustu til-
raunalistamanna heims og eru frum-
kvöðlar á sviði vídeólistar. Sérstakt
framlag þeirra til vídeólistarinnar
byggist á rannsóknum þeirra á eigin-
leikum rafrænna mynda og sköpun
tækjabúnaðar, vélmenna og ýmissa
véla, sem hafa haft mikil áhrif á
Ars Electronica í Linz og í The Insti-
tute of Contemporary Art í Boston.
Steina hlaut Guggenheim-verðlaunin
árið 1976.
Hún sýndi verk sín í fyrsta skipti á
Íslandi árið 1984 þegar henni var
boðið að taka þátt í sýningunni 10
gestir á Listahátíð í Reykjavík.
Steina kom aftur til Íslands til að
taka þátt í sýningu norræna tvíær-
ingsins Borealis 6 árið 1993 og sýndi
þá verkið Borealis í Listasafni Ís-
lands. Sama ár áttu Steina og Woody
verk á gjörninga- og vídeólistahátíð
sem haldin var í Nýlistasafninu.
Steina átti einnig verk á sýningunni
Kvenna-vídeó sem var haldin á á
Kjarvalsstöðum árið 1995. Ári síðar
var fyrsta yfirlitssýningin á verkum
Steinu á Íslandi sett upp á Kjarvals-
stöðum og árið 1997 var hún fulltrúi
Íslands á Feneyjatvíæringnum. Árið
2014 var opnuð Vasulka-stofa í Lista-
safni Íslands og gáfu þau hjón þá
mikinn hluta af einstöku gagnasafni
sínu til varðveislu á Íslandi.
Steinu var veitt hin íslenska fálka-
orða fyrir framlag sitt til vídeólistar
árið 2015 og árið 2016 veitti Alþingi
henni heiðurslaun listamanna.
„Ég er núna að endurbæta gamlar
myndir, er að fjarlægja gráu slikjuna
sem er á þeim svo þær verði eins og
nýjar og það er afskaplega ánægju-
legt. Ég hef ekki önnur sérstök
áhugamál fyrir utan myndlistina, en
ég bý í mjög skemmtilegum bæ þar
sem er mikið líf. Margir listamenn
búa hérna og mörg góð veitingahús
eru hér og það nægir mér. Ég kem
líka reglulega til Íslands og held góð-
um tengslum við fjölskylduna.“
Fjölskylda
Eiginmaður Steinu var Bohuslav
Woody Vasulka, f. 20.1. 1937, d. 20.12.
2019, verkfræðingur, kvikmynda-
gerðarmaður og myndlistarmaður.
Foreldrar hans voru hjónin Petr Va-
sulka málmsmiður og Flora Vasulka
húsfreyja. Þau voru búsett í Brno í
Tékklandi.
Systkini Steinu: Kristín Bjarna-
dóttir, f. 2.3. 1936, d. 9.10. 2018,
meinatæknir og sagnfræðingur. Börn
hennar eru Ragnhildur Thorlacius
kennari, Steinunn Thorlacius líffræð-
ingur, Gunnlaug Thorlacius félags-
Steina Vasulka listamaður – 80 ára
Listamaðurinn Steina við athöfn í Flugsafni Íslands á Akureyri 2008 þegar
hún fékk heiðursorðu Sjónlistar.
Frumkvöðull á sviði vídeólistar
Violin Power I Vídeóverk Steinu.
40 ára Guðlaug ólst
upp í Hafnarfirði en
býr í Kópavogi. Hún er
með MA-gráðu í við-
skiptaþýðingum frá
Viðskiptaháskólanum í
Kaupmannahöfn og
MPM-gráðu í verk-
efnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.
Guðlaug vinnur í skráningardeildinni hjá
lyfjafyrirtækinu Vistor.
Maki: Ólafur Oddbjörnsson, f. 1980,
verkfræðingur hjá Eflu.
Dóttir: Sóley Lóa, f. 2017.
Foreldrar: Hjördís Karvelsdóttir, f. 1942,
sjúkraliði, búsett í Kópavogi, og Jón Már
Guðmundsson, f. 1943, stýrimaður og
fyrrverandi kaupmaður, búsettur í
Reykjavík.
Guðlaug Stella Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is