Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Ég hef heyrt margt vitlausara
en það að nýr þjóðarleikvangur í
fótbolta, sem jafnframt myndi að
sjálfsögðu nýtast fyrir fjölmargt
annað ótengt íþróttum, myndi
rísa utan höfuðborgarinnar.
Garðabær hefur meðal ann-
ars verið nefndur til sögunnar og
eflaust væru fleiri bæjarfélög við
Faxaflóa tilbúin til að skoða það
gaumgæfilega að slíkur leik-
vangur yrði í þeirra lögsagnar-
umdæmi.
Kópavogur, Hafnarfjörður,
Mosfellsbær – þessar staðsetn-
ingar hljóta allar að geta komið
til greina. Jafnvel Akranes eða
Keflavík, bæir með gríðarlega
mikla knattspyrnuhefð.
Umræðan hefur hingað til
snúist að mestu um Laugardal-
inn, hvort sem gamli Laugardals-
völlurinn yrði endurbyggður eða
nýr leikvangur reistur við hlið
hans.
Reykjavíkurborg hefur hins
vegar ekki virst sérstaklega
áhugasöm, frekar en þegar rætt
er um löglegar keppnishallir fyrir
innanhússgreinarnar.
Við sjáum fjölmörg dæmi um
það erlendis að þjóðarleikvangar
hafa víða verið reistir í útjaðri
stóru borganna eða utan þeirra.
Stade de France er til dæmis
ekki í París, heldur í nokkurs
konar frönskum Kópavogi, Saint-
Denis.
Ef þessi leið væri farin gæti
borgin kannski hlúð betur að
gamla Laugardalsvellinum sem
höfuðvígi fyrir frjálsíþróttirnar í
landinu.
Tengt við hann nýja höll fyrir
handboltann, körfuboltann, blak-
ið og fleiri greinar og samnýtt
bílastæði, búningsklefa og margt
fleira. En sú höll mætti auðvitað
líka fara út fyrir borgarmörkin!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
BADMINTON
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kári Gunnarsson, landsliðsmaður í
badminton, verður á ferð og flugi á
næstu vikum og mánuðum í þeirri
von að vinna sér inn keppnisrétt á Ól-
ympíuleikunum í Japan í sumar. Mun
hann keppa á mörgum alþjóðlegum
mótum í febrúar, mars og apríl en
næsti viðkomustaður er hið umdeilda
ríki Íran.
„Ég er með dagskrá sem ég fer eft-
ir og það eru átta eða níu mót eftir.
Hægt er að safna stigum á heimslist-
anum fram til 1. maí og þá skýrist
hverjir komast á Ólympíuleikana.
Keppnistímabilið er ansi stíft og þessi
mótatörn er að fara í gang,“ sagði
Kári þegar Morgunblaðið spjallaði
við hann .
„Ég mun keppa í Evrópu og
Suður-Ameríku en einnig í Íran,“ en
þar verður Kári um aðra helgi. Kári
þekkir til í Íran og hefur ekki áhyggj-
ur af því að ókyrrð í alþjóðastjórn-
málunum muni raska mótshaldinu
þar. „Nei, en það hefur verið skoðað.
Ég hef verið þar tvisvar áður og
þekki aðeins til. Ég er ekkert óörugg-
ur yfir því að vera þar auk þess sem
mótið fer fram langt frá höfuðborg-
inni.“
Fjörutíu komast á ÓL
Þegar heimslistinn verður birtur 1.
maí þá kemur í ljós hvaða fjörutíu
karlar komast inn í einliðaleik þegar
búið er að taka kvóta á þjóðir og
heimsálfur með í reikninginn. Hvar
stendur Kári eins og er?
„Ég þarf aðeins að bæta mína
stöðu en það eru að ég held fimm á
undan mér sem eru að berjast um
þetta. Mig vantar í raun nokkur góð
úrslit á alþjóðlegum mótum. Ef form-
ið og spilið verður eins og það á að
vera þá á ég ágæta möguleika. Auð-
vitað getur heppni spilað inn í varð-
andi hvernig keppendur raðast niður
á mótum,“ sagði Kári og á þar við að
hann þarf að vinna leik og komast
áleiðis í alþjóðlegum mótum sem öll
eru með útsláttarfyrirkomulagi. Tapi
hann fyrsta leik þá er hann úr leik og
fær engin stig á heimslista fyrir við-
komandi mót. Hann getur því lent í
þeirri stöðu að fá firnasterkan and-
stæðing í fyrstu umferð í mótum og
detta strax út.
Kári segist hafa undirbúið sig mjög
vel fyrir mótatörnina sem framundan
er. „Ég hef byggt mig upp undanfarið
fyrir síðustu mánuði tímabilsins. Lík-
aminn er svolítið þungur og þreyttur
núna. Framundan er því að vinna í
sprengikrafti og snerpu. Áherslurnar
breytast því um þessar mundir en æf-
ingarnar voru þyngri í desember.“
Í akademíu í Danmörku
Kári segist þurfa að vera með alla
anga úti til að ná í fjármagn. Útgerð-
in er dýr og þá sérstaklega þegar
reynt er að vinna sér inn keppnisrétt
á Ólympíuleikum með tilheyrandi
ferðalögum vegna móta erlendis.
„Sem íslenskur atvinnumaður í
badminton þarf maður að treysta á
stuðning frá mismunandi aðilum. Til
að komast inn á leikana þarf maður
að keppa á um það bil tuttugu mótum
sem eru haldin úti um allan heim.
Leita þarf til fyrirtækja en ég er
einnig heppinn að gott fólk í kringum
mig hefur hjálpað til,“ sagði Kári en
hann er með aðstöðu í íþrótta-
akademíu í Danmörku þar sem æft er
stíft.
„Ég ólst upp í Danmörku og flutti
þangað aftur í fyrra eftir eitt ár á
Spáni. Ég æfi í akademíu sem Bad-
mintonsamband Evrópu heldur úti
fyrir besta badmintonfólk í Evrópu.
Þar eru fjórir badmintonþjálfarar,
styrktarþjálfari, sjúkraþjálfari og
eldað er ofan í okkur. Við búum
þarna og æfum tvisvar til þrisvar á
dag. Akademían er í Holbæk sem er
um klukkutíma frá Kaupmannahöfn.
Er þetta í raun úti í sveit og ég hef
því ekkert annað að gera en að æfa.
Ég var svolítið hræddur við að fara
þangað vegna þessa en það er fínt að
vera svolítið einangraður þegar mað-
ur er að einbeita sér 100% að íþrótt-
inni.“
Er á góðum aldri
Kári er 29 ára gamall á árinu og er
á góðum aldri til að toppa í sinni
íþrótt samkvæmt fræðunum. „Menn
geta verið að toppa frá 25 ára til 33
ára kannski en það er svo margt sem
getur spilað inn í hvað gerir þig að
góðum badmintonspilara. Fólk hefur
oft unnið til gullverðlauna á Ólympíu-
leikum á aldrinum 25-30 ára. Það er
algengt. Ég er því á mjög fínum aldri
núna til að reyna að ná sem mestu út
úr mínum ferli,“ sagði Kári Gunnars-
son við Morgunblaðið.
Mikil mótatörn framundan
í nokkrum heimsálfum
Kári Gunnarsson keppir í Íran á næstunni Allt lagt undir til að komast á ÓL
Morgunblaðið/Eggert
Heimsreisa Kári Gunnarsson keppist við að safna stigum fram að 1. maí þegar ljóst verður hverjir fara til Tókýó.
Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi
vann í gær til sinna fyrstu gull-
verðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu
skíðamóti en hann keppti í Jasná í
Slóvakíu í Evrópumótaröð Al-
þjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra.
Hann varð jafnframt fyrstur Íslend-
inga til að vinna stórsvigskeppni á
alþjóðlegu alpagreinamóti. Hilmar
var annar eftir fyrri ferðina á 47,30
sekúndum en fór seinni ferðina á
49,33 sekúndum, var þá eini kepp-
andinn sem fór brautina á skemmri
tíma en 50 sekúndum og fékk besta
heildartímann, 1:37,23 mínútur.
Hilmar náði
í fyrsta gullið
Ljósmynd/ÍF
Gull Hilmar Snær Örvarsson á verð-
launapallinum í Jasná í gær.
Danska handknattleiksfélagið KIF
Kolding staðfesti í gær að það hefði
samið við íslenska landsliðs-
markvörðinn Ágúst Elí Björg-
vinsson til tveggja ára, frá og með
næsta sumari. Ágúst lýkur því
þessu keppnistímabili með sænsku
meisturunum Sävehof en þetta er
hans annað tímabil með Gautaborg-
arliðinu. Kolding er í tólfta sæti af
fjórtán liðum í dönsku úrvalsdeild-
inni en hefur um árabil verið eitt af
stóru félögunum þar í landi. Ólafur
Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfs-
son leika með liðinu. vs@mbl.is
Staðfestu samn-
ing við Ágúst Elí
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Danmörk Ágúst Elí Björgvinsson
flytur til Jótlands í sumar.
Erkifjendurnir í Norður-London, Tottenham og Arsen-
al, bættu við sig leikmönnum í gær en ensku knatt-
spyrnufélögin hafa nú aðeins hálfan annan sólarhring til
viðbótar til að styrkja sig fyrir lokasprettinn á keppnis-
tímabilinu.
Tottenham gekk frá kaupum á hollenska kantmann-
inum Steven Bergwijn og greiðir PSV Eindhoven 25,4
milljónir punda fyrir hann en sú upphæð getur hækkað í
27 milljónir eftir því hvernig hann stendur sig. Bergwijn
er 22 ára gamall og hefur leikið sjö landsleiki fyrir Hol-
lendinga.
Arsenal fékk spænska miðvörðinn Pablo Morí lánaðan
frá brasilísku Suður-Ameríkumeisturunum Flamengo. Morí er 26 ára gam-
all og lék úrslitaleik Flamengo og Liverpool um heimsbikar félagsliða í síð-
asta mánuði. Hann var áður í þrjú ár í röðum Manchester City en var lán-
aður til þriggja liða á Spáni og í Hollandi á þeim tíma. vs@mbl.is
Lundúnaliðin styrktu sig
Steven
Bergwijn
Spænska liðið Zaragoza er í efsta sæti í sínum riðli í
Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik, en liðið vann
heimasigur á gríska liðinu PAOK á Spáni í gær 86:76.
Zaragoza er með 22 stig eftir 13 leiki en næst á eftir
koma þýska liðið Bonn og franska liðið Dijon aðeins stigi
á eftir. Zaragoza hefur unnið níu leiki en tapað fjórum.
Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason lék lítið
að þessu sinni, í rúmar fimm mínútur. Skoraði hann 1
stig og tók 1 frákast fyrir Zaragoza.
Haukur Helgi Pálsson var einnig á ferðinni með rúss-
neska liðinu UNICS Kazan sem heimsótti Galatasaray í
Istanbul í Evrópubikarnum. Tyrkirnir höfðu betur,
90:76. Haukur skoraði 6 stig, tók 1 frákast og stal boltanum einu sinni.
UNICS hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur í G-riðli eins og Galatas-
aray. Mónakó og Rytas eigast nú við í sama riðli og verði heimasigur niður-
staðan eru öll fjögur liðin í riðlinum jöfn að stigum. kris@mbl.is
Zaragoza hélt efsta sætinu
Tryggvi Snær
Hlinason
Heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss hefur verið
frestað um eitt ár, en til stóð að
mótið færi fram um miðjan mars á
þessu ári í Nanjing í Kína.
Ástæðan fyrir frestuninni er kór-
ónaveiran sem dregið hefur 130
manns til dauða og er talin eiga
upptök sín í Wuhan, sem er tæplega
600 kílómetra frá Nanjing. Enginn
Íslendingur hefur náð lágmarki á
HM en Ísland átti rétt á að senda
einn keppanda á mótið. Ekki hafði
verið tekin ákvörðun um hver það
yrði.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið
leitaði ráða hjá Alþjóða heilbrigðis-
málastofnuninni áður en ákvörð-
unin var tekin. Sambandið hafnaði
tilboðum frá öðrum borgum um að
hlaupa í skarðið og halda mótið í
vetur samkvæmt BBC.
Töldu forráðamenn sambandsins
að gestgjafarnir í Nanjing hefðu
lagt það mikla vinnu í mótshaldið
að eðlilegt væri að þeir fengju að
halda mótið þótt síðar yrði.
Ekki hefur verið ákveðin dag-
setning fyrir mótið árið 2021 en
innanhússtímabilið stendur iðulega
út mars. HM innanhúss er haldið
annað hvert ár og EM innanhúss
annað hvert ár. Útlit er því fyrir að
tvö stórmót fari fram innanhúss
snemma árs 2021.
kris@mbl.is
Tvö stórmót
í frjálsum
næsta vetur?