Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is
Gott úrval af reimum í
snjósleða, fjórhjól og bíla.
í snjósleða, bíla og fjórhjól
2012
2019
reimar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu á
morgun, 31. janúar, sem ber kraftmikinn og
forvitnilegan titil, Kast spark fast. Benni
fagnar útgáfunni með heljarmiklum tón-
leikum í Tjarnarbíói að kveldi sama dags og á
þeim mun fjöldi listamanna leggja honum lið
og þá ekki aðeins tónlistarmenn.
„Það er kona að koma til landsins frá
Bandaríkjunum sem heitir Abby Portner,
sviðshönnuður sem hefur unnið með John
Cale og Animal Collective og fleirum, og hún
er að fara að hanna sviðsmynd sem verður
smíðuð og varpanir og alls konar. Hákon Páls-
son kvikmyndatökumaður sér um sviðsetn-
ingu líka, ljós og þess háttar og svo verða Ás-
rún Magnúsdóttir og unglingarnir, sem eru
með henni í sýningunni Teenage Songbook of
Love and Sex, með í nokkrum lögum, dansa
og syngja,“ segir Benni um tónleikana.
Nokkrir gestir komi líka fram með honum og
hljómsveitinni, þau Prins Póló, Kött Grá Pjé
og Kristín Anna. „Þetta verður algjörlega
sturlað dæmi,“ segir Benni um tónleikana.
Andinn fékk að ráða
–Þessi titill, Kast spark fast, hvað á hann að
þýða? Eru þetta áhrif frá tónlistarkennslu
þinni í Hagaskóla eða hvaðan kemur titillinn?
„Góð spurning. Ég held að það sé einhver
rauður þráður á bak við lögin á plötunni og ég
get voða illa útskýrt hvað er að gerast. Ég er
einhvers konar miðill í sköpunarferlinu. Ég
var að skrifa kynningar fyrir plötu vikunnar á
Rás 2 og stóð mig að því að skrifa við hvert lag
að ég væri ekki beint hæfur til að útskýra um
hvað það væri,“ svarar Benni.
–Af því þú veist það ekki sjálfur?
„Já, og allt ferlið í kringum þetta er mjög
mikið þannig, ég er bara að gera það sem and-
inn segir mér. Og það sem ég heyrði fyrir mér
með titilinn var að í honum ættu að vera þrjú
eins atkvæðis orð og að þau ættu að hljóma
einhvern veginn svona. Ég prófaði ýmislegt
og svo kemur bara í ljós hvað þetta á að fyrir-
stilla,“ segir Benni kíminn.
–Ég hélt kannski að hann þýddi að platan
væri þrískipt með einhverjum hætti, en er það
bara vitleysa í mér?
„Nei, það getur vel verið að mjög mikið sé
til í því,“ segir Benni.
Benni segir sköpunarferli plötunnar litað af
tilraunum og leit að því hvað hann ætti að vera
að gera, í stað þess að hugsa mikið og skipu-
leggja.
–Fékkstu þá endurnýjaðan sköpunarkraft?
„Já, alveg hiklaust. Þetta er ferli sem nær
yfir nokkur ár og ég veit ekki hvort einhver
himintungl hafa breyst – ég verð að spyrja ein-
hvern stjörnuspeking út í það – en það skiptist
um gír í hausnum á mér og það varð mjög auð-
velt að búa til tónlist. Ég bjó til mikið af tónlist
og það var mjög skemmtilegt,“ svarar Benni.
Sú fyrri tilhneiging hans til að hugsa of mikið í
sköpunarferlinu sé farin og það spari mikinn
tíma. „Þá verður allt betra og þá verður meira
til,“ útskýrir Benni.
–Er þetta afleiðing af einhverju sem gerðist
hjá þér?
Benni hlær að spurningunni. „Ég fór til spá-
miðils fyrir svona ári og það hafði óneitanlega
áhrif að sjá inn í aðra heima.“
–Þú trúir sumsé á það?
„Já, ég hef engar forsendur til að trúa ekki á
eitthvað, álfa eða spámiðla,“ svarar Benni.
–Nú eða guð og talandi um guð þá er á plöt-
unni lag sem þú samdir við Davíðssálm nr. 51.
Hvers vegna gerðirðu það?
„Það er einmitt það sem ég var að reyna að
útskýra,“ svarar Benni. „Ég var bara að kíkja í
þessa bók og svo bara prófaði ég að spila eitt-
hvað við sálminn og þetta varð til mest í raun-
tíma. Mér finnst eins og ég sé pínulítið
óheiðarlegur að segja að ég hafi samið það.
Mér finnst líka eitthvað mjög spennandi við að
gera svona stuðlag við svona „hardcore“ texta.
Ekkert er harðara en Gamla testamentið,“
svarar Benni.
Annað lag á plötunni heitir „Trúarjátningin“
og segir Benni það fjalla um trúna á það að við,
þ.e. mannfólkið, séum ein vera sem er ómeð-
vituð um sjálfa sig. „Svo tala ég um ýmislegt í
því sem ég trúi ekki á,“ segir Benni, „pælingar
sem hafa verið að gerjast í nokkur ár, um pen-
inga, tímann og hluti sem við tökum mjög al-
varlega en eru bara einhver vitleysa.“
Út um allt
–Ef þú værir gagnrýnandi, hvernig mynd-
irðu þá lýsa plötunni?
„Ég myndi segja að hún væri út um allt, að
lögin væru ekki lík hvert öðru. Mér finnst það
spennandi en sumum finnst þetta „meika sens“
og að lögin séu lík hvert öðru.“
Benni er tónlistarkennari í Hagaskóla, sem
fyrr segir, og er spurður að því hvort hann hafi
sem tónlistarmaður lært mikið af börnunum.
„Já, mjög mikið. Ég var einmitt að tala við vin-
konu mína sem kennir tónlist líka og ég held að
það sé algengt að tónlistarfólk sé hrætt við að
kenna. Fyrir tónlistarfólk eru þetta mjög ógn-
vekjandi aðstæður, að standa fyrir framan
krakka og ég man alveg eftir því að hafa séð
þetta þannig. Það er rosalega auðvelt að lokast
inni í einhverju vinnuherbergi þegar maður er
tónlistarmaður og ef maður er að fást við sköp-
un með krökkum er maður stanslaust að benda
þeim á styrkleika, hvað það er sem heldur aft-
ur af þeim og lokar þau inni. Þá verður aðeins
erfiðara fyrir mann sjálfan að loka sig inni og
missa bensínið.“
Frá upphafi til enda
Benni segist nú í fyrsta sinn vera að pródú-
sera poppplötu frá upphafi til enda, hann hafi
gert það að mestu leyti einn.
Finnst honum það betra eða hvers vegna
vildi hann gera allt sjálfur? „Ég veit það ekki,
ég fékk bara skyndilega trú á að ég gæti ráðið
við það,“ svarar hann. „Ég hef alltaf haldið að
ég gæti ekki alveg klárað sjálfur nema það
væri eitthvað mjög einfalt. Ég hef áður gert
lög sem eru bara píanó, gítar og söngur og eitt-
hvað en aldrei mixað svona mikið alveg sjálfur.
Nema Skordýr sem er öðruvísi dæmi,“’ svarar
Benni og á þar við plötu sína frá árinu 2016.
–Var það ekki bara skemmtilegt?
„Jú, bara mjög skemmtilegt.“
Miðasala á tónleikana annað kvöld fer fram á
vefnum Tix.is.
Ljósmynd/BIG
Miðill „Ég fór til spámiðils fyrir svona ári og það hafði óneitanlega áhrif að sjá inn í aðra
heima,“ segir tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm um plötu sína Kast spark fast.
Kylfa ræður kasti
Benni Hemm Hemm gefur út plötuna Kast spark fast „Ég er einhvers konar miðill í sköpunar-
ferlinu,“ segir hann um gerð plötunnar Fjöldi listamanna leggur Benna lið á útgáfutónleikum
Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur
fram á hátíðinni Myrkum músík-
dögum í Eldborg í Hörpu í kvöld kl.
19.30. Á tónleikum hennar verður
þess minnst að 40 ár eru liðin frá
því að hátíðin var haldin í fyrsta
sinn en meðal forsprakka hennar
fyrstu árin var tónskáldið Atli
Heimir Sveinsson og á tónleikunum
flytur hljómsveitin „Hjakk“ sem er
eitt lykilverka á ferli hans, að því er
segir í tilkynningu. Verkið samdi
Atli Heimir árið 1979 og vakti það
mikla athygli og umtal á sinni tíð,
að því er segir á vef SÍ. „Þar er
hjakkað af bráðskemmtilegri hug-
kvæmni í ætt við sverðdansa og
svoleiðis, eða verksmiðju- og
virkjanamúsík frá dögum Leníns &
co.“, er þar haft eftir Leifi Þór-
arinssyni í blaðadómi. Einnig verða
frumflutt tvö íslensk verk, annars
vegar konsert fyrir hljómsveit eftir
Snorra Sigfús Birgisson og hins
vegar nýr harmóníkukonsert eftir
Huga Guðmundsson með einleik-
aranum Andreas Borregaard. Einn-
ig verður flutt fjörugt verk frá
árinu 2013 eftir bandaríska tón-
skáldið Missy Mazzoli og „ÓS“ eftir
Báru Gísladóttur sem samið var í
tilefni af aldarafmæli fullveldis Ís-
lands.
Hljómsveitarstjóri er Daníel
Bjarnason, aðalgestastjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Minning Atli Heimir Sveinsson lést í fyrra og verður þess minnst á Myrkum
músíkdögum að hann var einn forsprakka hátíðarinnar við stofnun hennar.
„Hjakkað af bráðskemmti-
legri hugkvæmni“