Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 72
Útsölunni
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
lýkur 6. febrúar
LAKE BORÐSTOFUBORÐ Olíuborin gegnheil eik. 100x200 cm. Áður 119.900 kr.NÚ 79.900 kr.
CONRAD BORÐSTOFUSTÓLL Ljósgrátt áklæði, svartir málmfætur. Áður 8.900 kr.NÚ 6.600 kr.
PHOENIX SÓFI. 3ja sæta með gráu áklæði. L 238 x D 94 cm.
Áður 229.900 kr.NÚ 169.900 kr.
169.900
SPARaðu 60.000
NIXON BORÐSTOFUSTÓLL
Hvít seta með eikarfótum. Áður 19.900 kr.
Nú 14.900 kr.
SANTIAGO HLIÐARBORÐ
á hjólum. Áður 16.900 kr.
Nú 12.600 kr.BALL WALL
eggljós með USB.
8.995 kr.Nú 20.297 kr.
14.900
SPARaðu 5.000
FLEXA PLAY GEYMSLUBEKKUR
með baki. 65x57x35 cm.
Áður 29.900 kr.Nú 17.940 kr.
DOROTHY HUNDAKARFA
84x73 cm. Bastkarfa með púða.
Áður 12.995 kr.NÚ 9.746 kr
25%
0%
40%
25%
v
Áður 2
3
17.940
SPARaðu 11.960
Dúó Freyja heldur tónleika í Hann-
esarholti í dag kl. 17 og eru þeir á
dagskrá Myrkra músíkdaga. Dúóið
mun frumflytja dúetta fyrir fiðlu og
víólu eftir sex íslensk tón-
skáld og allt konur, þær
Mist Þorkelsdóttur, Elínu
Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu
Ýri Skarphéðinsdóttur, Báru Gríms-
dóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og
Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Dúó Freyju skipa Rannveig Marta
Sarc fiðluleikari og Svava Bern-
harðsdóttir víóluleikari.
Frumflytja dúetta eftir
sex íslensk tónskáld
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Kári Gunnarsson, Íslandsmeistari í
badminton, er á leiðinni til Íran á al-
þjóðlegt mót þar sem hann reynir
að vinna sér inn punkta í baráttunni
um keppnisrétt á Ólympíuleikunum
í sumar. Fram undan eru líka ferða-
lög um Evrópu og Suður-Ameríku í
sama tilgangi en höfuðstöðvarnar
hjá honum eru hins vegar úti í sveit
í Danmörku. »61
Löng ferðalög í leitinni
að ólympíupunktum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Guðmundur Pétursson gítarleikari
og Þorleifur Gaukur Davíðsson
munnhörpuleikari koma fram í
Djúpinu, í kjallara veitingastaðarins
Hornsins í Hafnarstræti 15, í kvöld
kl. 20.30. Þeir munu heiðra blús-
ræturnar, setja vetrardekkin undir
kjöltustálgítarinn, væta kverkarnar
og veina þríradda um hvað allt er
ómögulegt, eins og þeir segja sjálf-
ir frá. Andri Ólafsson kontrabassa-
leikari mun einn-
ig mæta á
svæðið og
blúsa með
þeim fé-
lögum.
Blúsræturnar
heiðraðar í Djúpinu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Brynja Mary Sverrisdóttir er nýorð-
in 16 ára, er einu ári á undan sínum
árgangi í skóla og byrjaði í Tónlistar-
skóla FÍH eftir áramót. Hún hefur
búið í sex löndum og talar jafnmörg
tungumál, hefur öðlast töluverða
reynslu í söng, hljóðfæraleik, leiklist,
módelstörfum og dansi, hefur sett
stefnuna á frægð og frama í útlönd-
um og syngur eigið lag í Söngva-
keppni Ríkisútvarpsins, undan-
keppni fyrir Eurovision, 8. febrúar
nk. Hún er yngst keppenda og syng-
ur lag sitt og Lasses Qvist, „Augun
þín“ eða „In Your Eyes“. Kristján
Hreinsson samdi íslenska textann en
Brynja Mary þann enska.
Listakonan segist hafa sent lagið í
keppnina á síðustu stundu. „Ég hef
alltaf stefnt að því að ná langt í tón-
list og þetta er stórt skref á þeirri
leið.“ Þegar hún var 13 ára gerði hún
samning við útgefanda í Kaup-
mannahöfn, samdi tvö lög um hverja
helgi og eurovisionlagið varð til eina
helgina árið eftir. „Það kom nánast
af sjálfu sér, tók aðeins fjóra tíma,“
rifjar hún upp. „Á tímabili var ég
lögð í mikið einelti í skólanum vegna
staðfestu minnar í að ná langt í tón-
listinni og ég skrifaði lagið sem svar
við niðurrifinu. Ég hugsaði með
sjálfri mér að ég gæti gert allt sem
ég vildi og og ætlaði ekki að láta
neinn draga mig niður.“
Samrýndar systur
Systurnar Brynja Mary og Sara
Victoria, sem verður 15 ára í haust,
hafa sungið mikið saman og er ráð-
gert að gefa út lög með þeim síðar á
árinu. Nálgast má lag Brynju Mary á
netinu og þar syngur Sara Victoria
bakrödd, en hún fær ekki að syngja
með systur sinni í keppninni vegna
16 ára lágmarksaldurs. „Við náum
vel saman, erum bestu vinkonur og
það eru ekki margar systur sem
syngja opinberlega saman og hafa
sömu stefnu í lífinu,“ segir hún.
„Ég byrjaði að syngja áður en ég
byrjaði að tala,“ heldur Brynja Mary
áfram. „Mamma setti mig í tónlistar-
leikskóla í Danmörku þegar ég var
þriggja ára og ég er alltaf syngj-
andi.“ Hún hefur sungið víða, meðal
annars á Spáni og Englandi, í Nor-
egi, Danmörku, Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Fyrsta lagið samdi
hún þegar hún var sjö ára. „Þegar
amma mín, Dagmar Gabríela
Pétursdóttir, dó samdi ég lag fyrir
hana.“
Brynja Mary byrjaði snemma í
tónlistarskóla og spilar á píanó, gít-
ar, ukulele og þverflautu. Systurnar
hafa verið í leiklistarnámi og hafa
farið reglulega á leiklistarnámskeið
og í þjálfun hjá þekktum leikurum og
kvikmyndaframleiðendum í Los
Angeles og Lundúnum. Í fyrra léku
þær aðalhlutverk í kvikmyndinni
„Bullied“. Þær fara aftur í tökur í
mars og er myndin væntanleg á Net-
flix á árinu. Þær hafa dansað frá
þriggja ára aldri og verið í fjöl-
breyttu dansnámi í Danmörku, Nor-
egi, Los Angels og Þýskalandi og á
Spáni og Íslandi.
Stefnan er sett á sigur í söngva-
keppninni. „Ég ætla að gera mitt
besta og vona það besta,“ segir
Brynja Mary. „Ég vil sýna að árang-
ur hefur ekkert með aldur að gera og
með frammistöðunni vil ég benda
krökkum og ungu fólki á að maður á
að hafa trú á sjálfum sér og getur allt
sem maður ætlar sér.“
Systurnar eru vikulega í sambandi
við kennara í leiklist í LA og í söng í
Kanada og á Spáni á skype á netinu.
„Ég vil ná eins langt og ég get og er
tilbúin að leggja mikið á mig til þess.
Stefnan er að gefa út sem mest af
tónlist, vekja athygli á tónlist minni á
tónleikum og ná heimsfrægð auk
þess sem draumurinn er að vera í
módelstörfum, leika í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum og dansa.“
Ungt fólk vill og getur
Morgunblaðið/RAX
Fjölhæfar systur Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur.
Brynja Mary Sverrisdóttir yngst í Eurovision en með reynslu
Hljóðfæraleikur Brynja Mary spilar á píanó, gítar, úkúlele og þverflautu.