Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við fengum mjög skýra kröfu frá fundarmönnum um að nóg sé komið. Fólk vill fá sínar kjarabætur,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöðu baráttu- fundar sem þrjú af stærstu samtök- um opinberra starfsmanna efndu til í Háskólabíói í gær. Að minnsta kosti sjö aðrir baráttufundir voru haldnir úti um landið og var vel mætt á öllum. BSRB, Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga efndu til fundarins í Háskóla- bíói. Félög opinberra starfsmanna hafa verið með lausa samninga í tíu mánuði. „Það er greinilegt að fólki þykir nóg komið,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. „Fólk vill að það komist betri gangur í viðræðurnar. Það er kom- inn tími til að ganga frá samn- ingum,“ segir Guðbjörg. Hann segir að til að gæta sannmælis verði að geta þess að samningafólk hafi verið að ræða saman. Komin sé lausn í styttingu vinnuvikunnar hjá dag- vinnufólki en enn séu viðræður um vaktavinnu. Það sé flókið verkefni. „En þetta á ekki að taka svona lang- an tíma. Maður veltir því fyrir sér hvort undirbúningur ríkisins fyrir samninga hafi verið nógu góður. Hver er raunverulegur vilji yfir- valda til að semja? Það er kannski þess vegna sem maður fær hálfgert óbragð í munninn. Það er vanvirðing við þessa hópa og hleypir illu blóði í fólk,“ segir Guðbjörg. Enn ber mikið á milli Sonja Ýr segir að félagsmenn að- ildarfélaga BSRB hafi áhyggjur af því hversu mörg mál séu eftir og hversu mikið beri á milli hjá samn- inganefndum eftir þetta langar við- ræður. „Þess vegna viljum við fylgja kröfum okkar eftir,“ segir hún. Á vegum þeirra 18 aðildarfélaga BSRB sem eru í samfloti í viðræðun- um hefur verið unnið að undirbún- ingi aðgerða og segir Sonja að gripið verði til þeirra ef ekki fer að komast skriður á viðræðurnar. Næsta skref- ið er að leggja fram tillögu um verk- fallsaðgerðir og á Sonja von á því að skýrt verði frá þeim á næstu dögum, a.m.k. innan viku. Töluverður tími mun líða þar til verkföll skella á, því fyrst þarf að greiða atkvæði um vinnustöðvum og ef hún verður sam- þykkt er hægt að boða verkfall fimmtán dögum frá þeim tíma. Sonja segir ljóst að félögin átján muni grípa til samstilltra aðgerða, ef til þeirra kemur. Reiknar hún með skæruverkföllum í upphafi. Guðbjörg segir að hjúkrunarfræð- ingar eigi mikið undir því að vel tak- ist til með styttingu vinnutíma vaktavinnufólks. Þess vegna vilji fé- lagið gefa gott svigrúm fyrir þá vinnu. Biðlundin sé hins vegar á þrotum. Biðlund fólks á þrotum  Fjölmenni og samstaða á baráttufundi opinberra starfsmanna vegna kjara- viðræðna við ríkið  Aðildarfélög BSRB undirbúa skæruverkföll, ef ekki semst Morgunblaðið/Eggert Barátta Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var fyrsti ræðumaður á baráttufundi sem félög opinberra starfsmanna efndu til í Háskólabíói í gær. Jarðskjálftavirkni heldur áfram í grennd við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga og dreifist hún á nokkrar sprungur norður af Grinda- vík. Unnið er að því að bæta þremur nýjum jarðskjálftamælum við raun- tímavöktun Veðurstofunnar í grennd við Þorbjörn. Tveir í viðbót verða settir upp á næstu dögum. Helsti tilgangur þeirra er að bæta áreiðanleika jarðskjálftastaðsetn- inga. Þetta kom fram á vísindaráðs- fundi almannavarna í gær þar sem jarðvísindamenn hittust og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarð- skjálftavirkni á svæðinu. Landrisið við Þorbjörn nemur 34 sentímetrum þar sem það er mest. Þær niðurstöður sem fengist hafa benda til að risið eigi upptök á um 4 kílómetra dýpi en töluverð óvissa er enn varðandi dýpi þenslumiðju. Gas og efnamælingar í jarðhita- vökva hafa verið auknar á jarðhita- svæðinu við Svartsengi og Eldvörp í samstarfi við HS Orku. Auka eftir- lit við Þor- björn  Nýir jarðskjálfta- mælar bætast við Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll við Móskarðshnjúka um hádegisbil síðastliðinn miðvikudag. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynn- ingar en var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið samkvæmt upplýsingum lögreglu. Maðurinn hét Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði. Lét lífið í snjóflóði Kjarasamninga strax! var yfir- skrift baráttufundar BSRB, BHM og Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga í gær. „Opinberir starfsmenn sætta sig ekki við áframhaldandi skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mán- uðir eru liðnir frá því kjara- samningar losnuðu,“ sagði í fundarboði og var þess krafist að ríki og sveitarfélög gengju tafarlaust til samninga við starfsfólk sitt. Forystufólk sam- bandanna og einstakra félaga fluttu hvatningarræður og var vel tekið undir. Samið verði við starfsfólk BARÁTTUFUNDUR Margvíslegt undirbúningsstarf stendur nú yfir á Landspítalanum þannig að sjúkrahúsið geti tekið á móti og sinnt vel þeim sjúklingum sem þangað kunna að leita vegna kór- ónafaraldursins. Upptök kóróna- veirunnar eru í Wuhan í Kína og þar í landi hafa um 7.734 manns tekið veir- una, sem breiðist hratt út um heim- inn. Á heimsvísu eru tilvikin orðin 7.824 og látnir eru 170. Á Íslandi hef- ur almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi. „Sjúkrahúsið er allt undir í ráðstöf- unum sem nú eru gerðar,“ segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á bráðamóttöku í Foss- vogi. Farið er yfir viðbúnaðaráætl- anir, starfsfólk fær fræðslu og á sjúkrahúsinu eru skipulagðar leiðir sem fólk með smitandi kórónaveiruna verður flutt um svo að minnst áhætta hljótist af. Á deildum er tiltækur varnarbúnaður; gallar, grímur, gler- augu og fleira. sbs@mbl.is Varnarbúnaður tiltækur  Allt er undir á Landspítalanum í óvissuástandi Morgunblaðið/Eggert Bráðamóttakan Ragna Gústafsdóttir sýnir hlífðarbúnað starfsmanns. Jakob Svavar Sigurðsson á Hálf- mána frá Steinsholti sigraði í fjór- gangi, sem er fyrsta keppnin í meistaradeildinni í hestaíþróttum. Keppnin fór fram í TM-höllinni hjá Fáki í Víðidal í gærkvöldi. Keppnin var spennandi og sveifluðust kepp- endur til í úrslitakeppninni eftir því hvernig þeim gekk. Jakob Svavar var efstur inn í úrslit og hélt sæti sínu. Mattías Leó Mattíasson á Takti frá Vakursstöðum sem var sjötti í forkeppninni reið sig upp í annað sæti og Elin Holst á Frama fór úr fimmta sæti í það þriðja. Jakob Svavar sigr- aði í fyrstu keppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.