Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
fleiri 757-vélar í flota sínum en Ice-
landair, sem er með 26 vélar af þeirri
tegund í þjónustu sinni. Hin félögin
eru United með 76 vélar og Delta,
sem er með 127 slíkar í flota sínum.
Síðastnefnda félagið hefur ekki
stokkið á vagninn hjá Airbus og und-
ir lok síðasta árs ítrekaði forstjóri
Delta að félagið hefði enn áhuga á
því að leggja inn pöntun fyrir 200
vélum af gerðinni Boeing 797. Eini
vandinn sem forstjórinn og framleið-
andi vélanna standa frammi fyrir er
sú staðreynd að vélartegundin er
ekki til. Hún hefur aðeins öðlast líf á
teikniborði hönnuða Boeing og virð-
ist hafa legið þar allt frá árinu 2015.
Hefur hún alla jafna gengið undir
vinnuheitinu NMA (New Midsize
Airplane) eða ný vél í millistærð en
gengið er út frá því að hún hljóti ein-
kennisnúmerið 797 þegar vélin verð-
ur kynnt á markað.
Stefndu á markaðinn 2025
Lengi vel héldu forsvarsmenn Bo-
eing því fram að 797-vélin yrði komin
á markað árið 2025 og því gætu þau
félög sem keyrðu mikið á 757 og 767
vélum, líkt og Icelandair, beðið eftir
komu hennar á markaðinn. Engin
ástæða væri til að stökkva á vélar frá
keppinautnum. Hins vegar hefur
þróunarferlið á 797 dregist úr hömlu.
Vandræðin í tengslum við kyrrsetn-
ingu MAX-vélanna töfðu framleið-
andann enn frekar og jafnt og þétt
hefur það runnið upp fyrir flugfélög-
um víða um heim að óraunhæft væri
að búast við 797-vélinni fyrr en í
fyrsta lagi undir lok nýs áratugar. Í
fyrra gengu þó sögur um að innan
tíðar myndi Boeing kynna hina nýju
vél til sögunnar. Þær vonir urðu hins
vegar að engu í liðinni viku þegar
nýr forstjóri Boeing skipaði hönnuð-
um fyrirtækisins að hefja hönnunar-
ferli vélarinnar að nýju og þá frá
grunni. Í samtali við Reuters sagði
forstjórinn, Dave Calhoun, að mark-
aðurinn hefði breyst og að hugsa
þyrfti verkefnið alveg frá grunni.
Vera kann að vinsældir A321XLR
hafi þar áhrif og ljóst að forskot Air-
bus á þessum markaði verður mikið,
einfaldlega af þeirri ástæðu að fyrstu
vélarnar af þeirri tegund fara í þjón-
ustu flugfélaga árið 2023, gangi áætl-
anir eftir.
Ekki inni í sviðsmyndinni
MAX-vélarnar sem Icelandair
vinnur nú að því að taka inn í flota
sinn henta að mörgu leyti vel inn í
leiðakerfi félagsins, ekki síst á
Evrópuhlutann og inn á áfangastaði
á austurströnd Norður-Ameríku.
Því ræður ekki aðeins sparneytni
vélanna heldur einnig stærð þeirra.
Það krefst mun minna átaks að
tryggja fullfermi í vél sem telur 160-
180 sæti í farþegarými heldur en þar
sem sætafjöldinn teygir sig upp í 262
eins og í 767-breiðþotunum sem Ice-
landair hefur á að skipa. MAX-vél-
arnar henta þó ekki að öllu leyti vel.
Bæði eru þær takmarkandi á þeim
leiðum þar sem eftirspurn er mikil
en þá er drægi þeirra takmarkað.
Þannig eru borgir í Flórída, Texas,
Washington og Kaliforníu t.d. utan
færis og einnig ákveðin svæði í Kan-
ada. Þá er ljóst að ekki væri hægt að
hrinda hugmyndum um Asíuflug í
framkvæmd ef félagið hefði einvörð-
ungu á að skipa MAX-vélum. Af
þessum sökum hafa ýmsir talið að
við endurskoðun á flugflota Ice-
landair hafi menn rennt hýru auga til
797-vélarinnar.
Hennar var þó í engu getið þegar
félagið um mitt síðasta ár tilkynnti
að það ynni nú eftir þremur sviðs-
myndum við mat á framtíðarflota
sínum. Þar var í fyrsta lagi talað um
óbreytta flotastefnu, sem þó var ekki
útskýrt hver væri. Í öðru lagi að
hraða endurnýjun flotans með
A321NEO-vélum sem reknar yrðu
samhliða 737 MAX-vélunum og að
fækkun 757-vélanna yrði hraðað og í
þriðja lagi að hraða endurnýjun flot-
ans með Airbus-vélum og að Boeing
hyrfi úr flotanum á komandi árum.
Þegar nýjustu yfirlýsingar for-
stjóra Boeing voru bornar undir Ice-
landair var svarið það að fyrir hefði
legið um nokkurt skeið að 797-vélin
kæmi ekki á markað fyrr en í fyrsta
lagi 2026 eða 2027 og því hefði hún
ekki verið álitin valkostur í þeirri
vinnu sem nú stendur yfir.
Icelandair hafði ætlað að tilkynna
nýja flotastefnu fyrir lok september-
mánaðar 2019. Staðan sem komin er
upp í kjölfar kyrrsetningar MAX-
vélanna olli því hins vegar að slá varð
þeim fyrirætlunum á frest. Enn er
óvíst hvenær kyrrsetningunni verð-
ur aflétt en þá má gera ráð fyrir að
félagið muni setja aukinn kraft í þá
vinnu.
Hefur ekki áhrif á Icelandair
Enn stefnir í frekari tafir á nýrri vélartegund frá Boeing sem koma átti 2025
Icelandair hefur ekki haft augastað á henni við framtíðarskipan flotamála sinna
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Árið 2004 hætti Boeing framleiðslu á
vélartegund sem ber einkennisnúm-
erið 757. Þá hafði félagið smíðað
1.050 slíkar vélar allt frá árinu 1981.
Þessar vélar eru Íslendingum að
góðu kunnar enda hafa þær lengi
þjónað sem hryggjarstykkið í flota
Icelandair Group. Hafa þær þótt
henta afar vel inn í leiðakerfi félags-
ins, sem teygir sig milli Evrópu og
yfir á vesturströnd Bandaríkjanna.
Opinberlega sést vélinni einna helst
bregða fyrir í fréttaflutningi af vara-
forseta Bandaríkjanna en hann
ferðast milli staða á vél sem í grunn-
in er 757 en ber þó tegundarheitið
C-32 sökum þess að vélin er búin til
herþjónustu.
Með stöðvun framleiðslunnar árið
2004 hætti Boeing í raun að bjóða
upp á millistóra vél með það drægi
sem 757-vélin bjó yfir. Töldu stjórn-
endur félagsins á þeim tíma að 737-
vélar, sem eru minni og skamm-
drægari, þjónuðu nægilega eftir-
spurn á markaðnum. Þetta staðfesti
m.a. Raymond E. Conner, þáverandi
forstjóri Boeing, í viðtali í Viðskipta-
Mogganum 15. desember 2016. Og
að nokkru leyti höfðu forsvarsmenn
fyrirtækisins rétt fyrir sér.
MAX sló í gegn
Þegar ný kynslóð 737-vélanna,
sem nefnist MAX, var kynnt til sög-
unnar hlóðust inn pantanir sem aldr-
ei fyrr. Allt benti til þess að félagið
hefði í raun hitt á eins konar gullæð
með framleiðslu hinnar nýju kyn-
slóðar.
Þó hefur komið í ljós að eftir því
sem 757-vélarnar hafa elst og fleiri
vélum af þeirri tegund verið lagt hef-
ur myndast gat á markaðnum sem
aðrar vélar Boeing geta ekki svo
auðveldlega fyllt. Á sama tíma hefur
keppinauturinn evrópski, Airbus,
leitað leiða til þess með nýrri kynslóð
svokallaðra A321-véla. Á síðustu
misserum hafa mörg flugfélög, sem
státað hafa af Boeing 757-vélum í
flota sínum, tekið ákvörðun um að
skipta þeim út, ekki síst fyrir svo-
kallaða A321XLR vél frá Airbus sem
formlega var kynnt til sögunnar á
flugsýningunni í París í fyrrasumar.
Sú vél er afar langdræg líkt og 757-
vélin en búin öðrum kostum sem
eldri vélar eru ekki, m.a. með tilliti til
sparneytni. Í þeim hópi er American
Airlines sem pantað hefur 50
A321XLR vélar en félagið er í dag
með 34 Boeing 757-vélar í flota
sínum.
Fá félög með fleiri 757-vélar
American Airlines er raunar eitt
þriggja flugfélaga í heiminum (flutn-
ingavélar ekki taldar með) sem hafa
Boing 737 MAX
Boing 757
Airbus A321LR
Airbus A321XLR
Boing 767
Boeing 797
Drægni
mismunandi
fl ugvélagerða
Boeing og
Airbus
Kortagrunnur: Icelandair.
Drægni véla er samkvæmt
upplýsingum frá framleiðendum
og samtölum við sérfræðinga.
TÓKÝÓ
SEÚL
DUBAI
RECIFE
MIAMI
DALLAS
SEATTLE
NEW YORK
KEFLAVÍK
ANCHORAGE
PANAMA
PEKING
Morgunblaðið/RAX
Boeing Framleiðsla á nýrri vélarteg-
und sem boðuð var 2025 tefst enn.
Verðbólga mæld
á tólf mánaða
tímabili er nú
1,7% og hefur
ekki verið jafn
lág síðan í nóv-
ember árið 2017
en þá mældist
hún einnig 1,7%.
Hagstofa Ís-
lands birti í gær
vísitölu neyslu-
verðs, miðað við verðlag í jan-
úarmánuði sem reyndist vera 469,8
stig og hefur lækkað um 0,74% frá
fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis er 400,5 stig og lækk-
ar um 0,87% frá desember 2020.
Vetrarútsölur eru víða í gangi og
lækkaði verð á fötum og skóm um
10,9% en áhrif þess á vísitöluna
vega 0,48% og verð á húsgögnum
og heimilisbúnaði lækkaði um 6,7%
(-0,13 áhrif á vísitöluna). Kostnaður
vegna búsetu í eigin húsnæði
(reiknuð húsaleiga) lækkaði um
0,6%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
1,7% eins og áður segir en vísitalan
án húsnæðis um 1,6%. Í sama mán-
uði fyrir ári var verðbólgan 3,4%
skv. tölum Hagstofunnar.
Verðbólgan
minnkar og
mælist 1,7%
Ekki verið jafn lág
frá nóvember 2017
Janúarútsölur
eru víða í gangi.
Mikill munur er á heildargjöldum
fyrir skóladagvistun og skólamat
milli sveitarfélaga, en 68% eða
17.157 kr. munur er hæstu gjöld-
unum sem eru á Seltjarnarnesi,
42.315 kr. og þeim lægstu í Fjarða-
byggð, 25.158 kr. Þetta kemur fram
í nýrri verðkönnun ASÍ. Í 14 af 15
sveitarfélögum sem úttektin nær til
hækka heildargjöld á bilinu 0,7%-
2,6%. Seltjarnarnes sker sig úr með
10,1% hækkun.
„Heildargjöld fyrir skóladag-
vistun og skólamat hjá 15 stærstu
sveitarfélögum landsins hækkuðu í
öllum tilvikum milli ára en voru
alltaf um eða undir 2,5% nema í til-
viki Seltjarnarness þar sem gjöldin
hækkuðu mest, um 10,1%. Hækk-
unin nemur 3.875 kr. á mánuði eða
34.875 kr. á ári miðað við 9 mánaða
vistun. Þess má geta að gjöldin á
Seltjarnarnesi voru þau hæstu með-
al þeirra 15 sveitarfélaga sem út-
tektin nær til fyrir breytinguna og
eru það enn.
Minnstu hækkanir á gjöldum fyr-
ir skóladagvistun og skólamat voru
í Mosfellsbæ,“ segir í umfjöllun
ASÍ.
Mikill mun-
ur á gjöldum