Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 16

Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 ✝ Anna GuðrúnTryggvadóttir fæddist í Reykjavík 14. júní 1927. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 21. janúar 2020. For- eldrar hennar voru Tryggvi Þórhalls- son forsætisráð- herra, f. 9.2. 1889, d. 31.7. 1935, og kona hans Anna Guðrún Klem- ensdóttir, f. 19.6. 1890, d. 27.1. 1987. Tryggvi var sonur Þór- halls Bjarnarsonar biskups, f. 1855, frá Laufási við Eyjafjörð, og Valgerðar Jónsdóttur, f. 1863, en foreldrar Önnu voru Klemens Jónsson, landritari og ráðherra, f. 1862, og Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 1866. Anna Guðrún var yngst sjö systkina. Þau voru Klemens, f. 1914, Val- gerður, f. 1916, Þórhallur, f. 1917, Agnar, f. 1919, Þorbjörg, f. 1922 og Björn, f. 1924. Nú eru þau öll látin. Anna Guðrún giftist 6.4. 1955 Bjarna Guðnasyni prófessor, f. 3.9. 1928. Bjarni er sonur Guðna Jónssonar, f. 22.7. 1901, d. 4.3. 1974, prófessors og konu hans Jónínu Margrétar Pálsdóttur, f. Bergur Ari, f. 31.1. 2016. c) Hildur, f. 19.8. 1988. 3) Auður deildarstjóri, f. 25.9. 1961. Börn hennar: a) Bjarni Tryggvason, f. 3.5. 1993. Sam- býliskona hans Sigríður Borg- hildur Jónsdóttir, f. 10.4. 1993. b) Anna Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 28.3. 1996. Sambýlismaður hennar Dagur Hilmarsson, f. 11.2. 1989. 4) Unnur bankastarfsmaður, f. 1.7. 1963. Dóttir hennar Stein- unn Helga Sigurðardóttir, f. 8.3. 1986, faðir hennar Sigurður Stefnisson, f. 23.8. 1963. Sam- býlismaður hennar Viktor Krist- inn Vilmundarson, f. 15.11. 1987. Börn þeirra: Ragnar Helgi, f. 30.11. 2016 og Arna Sif, f. 13.7. 2018. Anna Guðrún ólst upp í Lauf- ási í Reykjavík, varð stúdent frá MR árið 1947 og starfaði á Til- raunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum að loknu stúdentsprófi til ársins 1956. Fluttist til Uppsala í Svíþjóð árið 1956 og bjó þar til ársins 1962 á meðan Bjarni var sendikennari við háskólann þar. Eftir heim- komuna lauk hún kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1968 og sama ár varð hún kenn- ari við Álftamýraraskóla í Reykjavík og starfaði þar til ársins 1992. Anna Guðrún verður jarð- sungin frá Grensáskirkju í Reykjavík í dag, 31. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936. Börn Önnu Guðrúnar og Bjarna eru: 1) Tryggvi lög- fræðingur, f. 5.10. 1955. Sambýliskona hans Erna Eyjólfs- dóttir skrifstofu- maður, f. 4.6. 1956. Synir þeirra eru: a) Bjarni, f. 23.11. 1981. Eiginkona hans Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, f. 19.7. 1987. Börn þeirra: Tryggvi Snær, f. 10.4. 2012, Bjarki Fannar, f. 8.8. 2014, Haf- dís Lilja, f. 1.11. 2017. b) Stein- dór, f. 16.1. 1987 og c) Trausti, f. 30.10. 1988. Sambýliskona hans Viktoría Rós Viktorsdóttir, f. 23.11. 1995. 2) Gerður kennari, f. 3.5. 1958. Eiginmaður hennar Jón Steindór Valdimarsson alþing- ismaður, f. 27.6. 1958. Dætur þeirra: a) Gunnur, f. 2.10. 1982. Sambýlismaður hennar Andri Guðmundsson, f. 4.10. 1980. Dætur þeirra: Úlfhildur, f. 7.12. 2010 og Alda, f. 5.6. 2015. b) Halla, f. 5.3. 1986. Eiginmaður hennar Hannes Þór Halldórs- son, f. 27.4. 1984. Börn þeirra: Katrín Una, f. 13.3. 2013 og Á lífsleiðinni er mikilvægt að eiga nána samferðamenn. Suma velur maður en aðra fær maður upp í hendurnar. Fyrir rúmum fjörutíu árum eignaðist ég kær- ustu sem síðar varð eiginkona mín. Fljótlega kom að því að ég hitti tilvonandi tengdaforeldra mína, þau Önnu Guðrúnu og Bjarna. Skemmst er frá því að segja að þar fékk ég gott fólk í kaupbæti með konu minni. Það er erfitt að minnast Önnu Guðrúnar án þess að grípa til lýsingarorða á borð við góð, grandvör og umhyggjusöm. Það var hún svo sannarlega, en líka snarpgáfuð. Hógværð og kímni einkenndi fas hennar. Hún var ekki mikið fyrir að láta fyrir sér fara eða vekja á sér óþarfa at- hygli. Á því sviði voru enda margir aðrir í fjölskyldunni frekari til fjörsins. Þrátt fyrir hógværð og hlédrægni var hún ákveðin, lét ekki sitt eftir liggja og vildi hafa skikk á hlutunum. Anna Guðrún hafði gott skop- skyn og naut sín í góðra vina hópi. Anna Guðrún lagði áherslu á að fjölskyldan væri samhent. Ættrækni var henni náttúruleg og hún var stolt af rótum sínum, forfeðrum og formæðrum. Það var ekki laust við að manni þætti að bláleitt blóð rynni um æðar Laufásfjölskyldunnar en það steig Önnu Guðrúnu aldrei til höfuðs. Anna Guðrún lauk stúdents- prófi frá MR og hóf þegar störf á Tilraunastöðinni á Keldum og undi hag sínum vel. Hún var einn meðhöfunda vísindagreinar um mæðiveiki í sauðfé sem birt var á alþjóðlegum vettvangi árið 1953. Örlögin höguðu því þannig að Anna Guðrún fylgdi Bjarna til Uppsala þar sem hún ann- aðist stækkandi fjölskyldu. Þeg- ar heim kom varð hún farsæll kennari við Álftamýrarskóla í 24 ár. Önnu Guðrúnu var margt til lista lagt og nægir þar að nefna hannyrðir hvers konar, postu- línsmálun svo ekki sé minnst á bridds eða krossgáturáðningar. Listakokkur var hún og þær eru ekki fáar máltíðir sem hún reiddi fram fyrir okkur. Um margra ára skeið var það ófrá- víkjanleg regla að mæta í Heið- argerðið í sunnudagsmatinn. Þá var alltaf fjör þegar Anna Guð- rún og Bjarni dvöldu í orlofshúsi í Brekkuskógi í fjölda sumra því allaf vildu þau hafa börn sín og barnabörn hjá sér. Allt skapar þetta tengsl sem eru ómetanleg fyrir stórfjölskylduna. Anna Guðrún og Bjarni hafa alla tíð birst mér samhent og áhugasöm um lífið og tilveruna. Á margan hátt ólík en samt með sterka sameiginlega taug sem batt þau saman. Það er ómetanlegt í 65 ára hjónabandi. Andlát Önnu Guðrúnar er þungbært fyrir Bjarna en um leið líkn þar sem hún bjó við erfiða heilsu síðustu tvö árin þegar skarpur hugurinn lét smátt og smátt undan Elli kerl- ingu. Með Önnu Guðrúnu er geng- in sæmdarkona, sem ég var svo heppinn að fá fyrir tengdamóð- ur og ömmu og langömmu barna minna og barnabarna. Fyrir það er ég þakklátur. Jón Steindór Valdimarsson. Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar, hana Önnu Guð- rúnu. Í Heiðargerði tóku þau amma og afi alltaf vel á móti okkur. Heimili þeirra einkennd- ist af hlýju, kærleik og botn- lausri visku. Þar var alltaf hægt að treysta á að til væri nýbakað góðgæti og kakómalt. Amma starfaði sem kennari og gátum við krakkarnir alltaf leitað til hennar með hjálp við námið. Hún átti það til að draga fram krossgátur og þrautir úr kennslunni og leysa með okkur barnabörnunum af mikilli þol- inmæði. Mikið er spilað í fjölskyld- unni og er Heiðargerðið svo sannarlega miðpunktur þess. Amma var afbragðsspilakona og í lok fjölskylduboða þar sem ekkert var gefið eftir við spila- borðið var hún iðulega í efstu sætunum þegar stigin voru les- in upp. Okkur er sérstaklega minn- isstæð ferð fjölskyldunnar til Ítalíu sem farin var í tilefni átt- ræðisafmælis ömmu þar sem við áttum saman góðar stundir. Amma var yndisleg og mun ávallt skipa stóran sess í huga okkar. Hún skilur eftir sig óteljandi góðar minningar og hennar verður sárt saknað. Bjarni, Steindór, Trausti, Gunnur, Halla og Hildur. Það er ekki erfitt að hugsa til baka og finna góðar minningar um ömmu. Fyrstu ár ævi minn- ar bjuggum við mamma heima hjá ömmu og afa. Við sex ára aldur fluttum við í næsta hverfi, en ég hóf skólagöngu mína í hverfinu hjá ömmu og afa. Á hverjum morgni þegar mamma fór að vinna, fór ég til ömmu og var þar þangað til skólinn byrj- aði. Þar var alltaf tekið vel á móti mér, í hlýju húsinu, þar sem morgunleikfimin ómaði í Ríkisútvarpinu og húsið ilmaði af nýlöguðu kaffi og nýju brauði. Amma hafði verið kenn- ari í mörg ár en fór á eftirlaun sama ár og ég byrjaði í grunn- skóla. Hún aðstoðaði mig við heimavinnuna af sérstakri þol- inmæði. Það var til dæmis mjög mikilvægt að kunna margföld- unartöflurnar aftur á bak og áfram og þegar ég hafði lært hverja töflu utanbókar fékk ég límmiða að launum á stærð- fræðibókina. Amma var dugleg að segja mér sögur frá gömlum tímum. Hún söng oft fyrir mig vísur sem Tryggvi faðir hennar hafði samið um hana og systkini hennar. Hún var mikil spila- kona og þó að bridds hafi verið hennar uppáhald, þá gat hún setið löngum stundum og við spiluðum saman öll heimsins spil og hún leit undan þó að litl- ir fingur svindluðu örlítið til að ná hjartadrottningunni. Það væri hægt að skrifa heila bók um ömmu. Það er skrýtið að hugsa sér heiminn án hennar visku, hlýju og gæsku. Hún var mikill listamaður og til fyrir- myndar í eldhúsinu, þar var auðvitað efstur á lista hrís- grjónagrauturinn hennar sem var eldaður mjög oft í hádeg- inu. Það var alltaf hægt að leita til hennar og ég er mjög þakk- lát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku amma. Þín verður sárt saknað. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Steinunn Helga Sigurðardóttir. Elsku amma. Nú þegar mað- ur er orðinn eldri og lítur til baka sér maður hlutina auðvit- að frá öðru sjónarhorni en þeg- ar maður var lítill. Að vera hjá þér og afa á hverjum virkum degi í tíu ár eftir skóla þar til mamma kláraði vinnudaginn þótti manni í raun vera sjálf- sagður hlutur. Það að þú hafir alltaf verið til staðar fyrir okk- ur, gefið okkur að borða, hugg- að okkur þegar við vorum leið, alltaf verið tilbúin að spila, fara yfir heimavinnu, kennt okkur að lesa og skrifa var bara eðli- legt fyrir okkur. En auðvitað er það ekkert sjálfsagt að flesta daga vikunnar værir þú með tvö börn, og síðar unglinga, sem oft þurftu umsjón í margar klukkustundir. Alltaf tókuð þið afi þó á móti okkur með opinn faðm og bros á vör, líka þegar við komum með vini í heimsókn með tilheyrandi látum og skrípaleikjum. Eftir að þú veiktist fórum við auðvitað að sjá fyrir að samleið okkar með þér væri senn á enda og að við þyrftum brátt að kveðja. En sama hversu und- irbúinn maður telur sig vera, þá varð það samt áfall þegar stundin rann loksins upp. Nú færð þú að hvíla en þó eru eng- in orð sem lýsa því hversu þakklát við erum fyrir að hafa haft þig sem ömmu. Þú kenndir okkur mörg gildi sem við tökum með fram í lífið og gerðir okkur að betri manneskjum en við hefðum verið án þín. Takk fyrir allt. Bjarni og Anna. Anna Guðrún móðursystir mín var alltaf kölluð Gígga af ættinni. Hún ólst upp í Laufási við Laufásveg yngst sjö systk- ina sem nú hafa öll gengið á vit feðra sinna. Mín fyrsta minning tengist því hvað ég var spennt að hitta frændsystkin mín þeg- ar Gígga og Bjarni fluttu heim frá Svíþjóð. Fljótlega keyptu þau blokkaríbúð í Bólstaðarhlíð og þar var alltaf líf og fjör enda barnmargt heimili. Mér fannst einhver ævintýraljómi yfir því að búa í blokk þar sem börn voru í hverri íbúð. Alltaf nægir leikfélagar og margt til gamans gert og ég sótti það stíft og með góðum árangri að fá að fara í heimsókn þangað. Eft- irminnilegir eru bíltúrar í Moskvitchinum. Það var sér- stök lykt í bílnum. Bjarni sagði að ef við drægjum djúpt andann þá fyndum við lykt af rúss- neskri alþýðu. Það fannst mér skrítið. Á þessum árum dreif Gígga sig í Kennaraskólann og starfaði að loknu námi sem kennari við Álftamýrarskóla. Eftir nokkur ár í Bólstaðarhlíð flutti fjölskyldan sig í Heiðar- gerði þar sem þau bjuggu alla tíð. Ný og stærri húsakynni en sami góði andinn á heimilinu. Laufássystkinin hittust einu sinni í mánuði yfir veturinn og kepptu í bridds. Það var þeirra leið til að hittast og flest voru þau slyngir spilarar. Börnin fengu að sitja við borðið og fylgjast með en það var alveg bannað að trufla fullorðna fólk- ið. Við systkinabörnin ætluðum að endurvekja fjölskyldubridds- inn fyrir nokkrum árum en það varð nú því miður hálfenda- sleppt þrátt fyrir að spilaáhugi foreldra okkar hafi skilað sér til okkar flestra. Í staðinn hitt- umst við frænkur alltaf 21. jan- úar á svokölluðum Distudegi en þann dag fæddist Valgerður elsta Laufássystirin. Það er fal- leg tilviljun að Gígga skyldi deyja á þessum sama degi. Gígga og Bjarni áttu gott líf saman, eignuðust góð börn og afkomendur eru orðnir margir. Síðustu ár voru þó erfið, heilsan farin hjá Gíggu og undir lokin bjó hún á Droplaugarstöðum. Við systur heimsóttum hana rétt fyrir jól og þá fannst okkur eins og hún þekkti okkur ekki lengur. Svo var bankað á dyrn- ar og Bjarni kom inn og þá ljómaði hún. Það var svo ótrú- lega fallegt að sjá Gíggu fá glimt í augað þegar eiginmaður hennar til nærri 65 ára kom inn í herbergið. Takk fyrir allt elsku Gígga. Hvíl þú í friði. Anna Guðrún Ívarsdóttir. Látin er á Droplaugarstöðum elskuleg föðursystir mín, Anna Guðrún Tryggvadóttir, eftir erf- ið veikindi. Hún var yngst sjö glaðværra Laufássystkina sem öll síðar mörkuðu sín spor í samfélaginu, þrjár systur og fjórir bræður. Með henni eru þau nú öll geng- in. Faðir þeirra, Tryggvi Þór- hallsson, dó ungur frá fjölskyldu sinni eftir stjórnmálaferil sem tók verulega á. Hún var nýlega fædd þegar fjölskyldan fluttist í ráðherrabústaðinn við Tjarnar- götu. Bróðir hennar Björn, þá þriggja ára, var mjög athafna- samur og forvitinn drengur, sem oft þurfti að hafa afskipti af. Hann spurði forviða þegar elskusemi hans keyrði úr hófi gagnvart litlu systur: „Á ríkið hana líka?“ Í þá daga var mikil virðing borin fyrir eigum rík- isins eins og föðurbróðir minn, Klemens, sýndi síðar í verki sem hagstofustjóri. Faðir minn, Agnar, var langdvölum erlendis við nám og störf. Sé það í bréf- um sem fóru á milli að hann gaukaði ýmsu að sínum nán- ustu, sérstaklega vildi hann gleðja Giggu, litlu systur. Að Giggu stóðu sterkir stofnar, föð- urafinn biskup og móðurafinn landritari. Í þá daga unnu mæð- ur og ömmur störf sín í hljóði. Móðir hennar og nafna stóð ein uppi með barnahópinn á miðjum aldri og kom öllum vel til manns. Var síðan ekkja í Lauf- ási næstu ríflegu 50 árin. Við barnabörn ömmu í Laufási eig- um saman yndislegar minningar frá liðnum jóladögum þegar öll fjölskyldan kom saman í Lauf- ási við leik og söng. Þar gengu þær Dista, Obba og Gigga um beina ásamt mágkonum og stórum frænkum og allir glödd- ust saman. Amma hafði viðað að sér alls kyns góðgæti sem yngsta kynslóðin kunni vel að meta og ekki fékkst nema á tyllidögum. Gigga gekk í MR og vann eft- ir stúdentspróf sem aðstoðar- kona hjá Birni Sigurðssyni, lækni á Keldum. Hún giftist Bjarna Guðnasyni, eftirlifandi manni sínum, árið 1955 og fylgdi honum til Uppsala þar sem hann var sendikennari í ís- lenskri tungu og bókmenntum. Hann var lengst af íslenskupró- fessor við HÍ. Við heimkomuna dreif hún sig í kennaranám og átti farsælan kennsluferil. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, son og þrjár dætur. Giggu var margt vel gefið, hún málaði postulín, eins og Svava föður- systir hennar hafði verið braut- ryðjandi í, vann alls konar handavinnu og síðast en ekki síst hafði hún yndi af bridge eins og afgangurinn af fjöl- skyldunni eða hér um bil. Bjarni deildi heils hugar spilaáhuga- num og var hann þeirra besta skemmtun. Þegar um hægðist voru þau hjónin dugleg að ferðast og huga að barnabarna- hópnum, sem stækkaði ört. Hjónin voru natin við að leið- beina og uppfræða ungdóminn, enda bera afkomendur þeirra þess ljóst merki. Ég á Giggu margt gott að þakka. Hæverska hennar og góðmennska var mér fyrirmynd og til hennar leitaði ég með ýmis mál. Veit að systk- ini mín taka undir þakkir og kveðjur til Bjarna og fjölskyld- unnar. Blessuð sé minning hennar. Anna Agnarsdóttir. Anna Guðrún mágkona mín er látin á 93. aldursári eftir erf- ið veikindi í kjölfar heilablóð- falls fyrir tveimur árum. Þegar dauðinn vitjar við þær kring- umstæður getum við sem eftir stöndum ekki annað en þakkað fyrir að hún hafi nú fengið hvíldina. Hún átti langt og far- sælt líf fram yfir nírætt og skil- ur eftir sig minningu um ein- staklega ljúfa, glaðlynda og góða konu sem á eftir að ylja okkur sem hana þekktum um ókomna tíð. Fyrir það ber sann- arlega að þakka. Mér er í barnsminni brúð- kaup hennar og Bjarna bróður sem fór fram á æskuheimili hennar í Laufási vorið 1955. Ég var full lotningar fyrir athöfn- inni en ekki síður umgjörðinni í því virðulega gamla húsi sem geymdi ótal dýrgripi úr fortíð- inni. Anna Guðrún ólst upp í þessu umhverfi og ég tel víst að það hafi átt þátt í að móta per- sónuleika hennar, fágun hennar og hógværð. Anna Guðrún var um leið svo hlý, brosmild og traust manneskja að manni leið alltaf vel í návist hennar. Ári eftir brúðkaupið fluttu Bjarni og Gigga, eins og hún var oftast kölluð í fjölskyldunni, til Uppsala í Svíþjóð og voru þar í sex ár. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá þeim smá- tíma 11 ára gömul, en meira gladdist ég þó þegar þau fluttu heim aftur. Þá hafði fjölskyldan stækkað og börnin orðin þrjú. Fyrstu árin bjuggu þau í Ból- staðarhlíð og þar bættist enn við fjölskylduna. Um 1970 flutt- ust þau í Heiðargerði 46 og þar hefur heimili þeirra staðið í hálfa öld. Heimsóknirnar í Heiðargerði eru því orðnar æði margar. Allt- af tóku þau hjón á móti mér og mínum með jafnmikilli hlýju og elskusemi og mér fannst ég allt- af hjartanlega velkomin. Bjarni og Gigga voru einstaklega sam- taka og hvorugt þeirra lagði mikið upp úr fínheitum og ver- aldarprjáli. Heimilið var af- slappað en hjartarýmið stórt og allir í stórfjölskyldunni vel- komnir hvenær sem var. Aldrei var hægt að merkja að húsmóð- irin ætti neitt annríkt, jafnvel þótt hún starfaði sem kennari meðan börnin voru að vaxa úr grasi auk þess að bera meg- inþungann af umönnun stórrar fjölskyldu. Oftar en ekki sat hún við handavinnu þegar mann bar að garði. Allt lék í höndum hennar, hvort heldur var prjónaskapur, útsaumur eða postulínsmálun. Á heimili þeirra Bjarna eru ótal postulínsmunir sem bera vitni um listfengi hennar og fallegt handbragð. Á sínum efri árum tók hún sig til og lærði bókband á námskeiðum fyrir eldra fólk. Bækurnar sem hún batt inn bera af öðrum í stóru bókasafni heimilisins. Anna Guðrún hafði auk alls þessa ómældan áhuga á bridsi og trúlega var það henn- ar mesta ánægja, einkum síð- ustu áratugina. Hún spilaði af gleði og ástríðu, stundum oft í viku, alveg þar til heilsan bilaði. Anna Guðrún og Bjarni hafa skipað stóran sess í lífi mínu og þau hafa líka átt ríkan þátt í samheldni stórfjölskyldunnar. Þáttur í því var að fagna stóraf- mælum. Ég mun alltaf varðveita í huga mér minninguna um hana þar sem hún lék við hvern sinn fingur í níræðisafmælinu sínu, björt og brosandi. Blessuð sé minning hennar. Nenni og ég vottum Bjarna bróður og allri Heiðargerðisfjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Jónína Margrét Guðnadóttir. Anna Guðrún Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.