Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020
Ég hef alltaf verið meira fyrir ketti en hunda. Hef reyndar átt hund,sem var bæði góður og skemmtilegur en það er eitthvað við kett-ina. Eitthvað heillandi við hversu ólíkir þeir geta verið. Hver og
einn hefur sína skapgerð og venjur. Svo eru þeir flestir frekar sjálfstæðir
sem ég kann vel að meta í fari katta jafnt sem manna.
Ég komst til dæmis nýlega að því að fullorðnir kettir mjálma eingöngu
í þeim tilgangi að tala við fólk. Þegar þeir spjalla sjálfir saman nota þeir
allt annað tungumál. Og þeir hafa allir sérstaka tegund af mjálmi. Á mínu
heimili þurfum ekki að sjá köttinn til að vita hver talar.
En svo gerðist það eitt kvöld í vikunni að við hjónin litum hvort á annað
með svipinn: Jæja, þetta er kannski komið út í einhverja vitleysu. Þá voru
sjö kettir heima hjá okkur. Ég held að við getum öll fallist á að það sé al-
veg í það mesta.
Vala er rúmlega sextán ára og hefur verið hjá okkur nánast alla okkar
sambúð. Hún ræður og hinir kettirnir voga sér ekki að trufla hana.
Litlikisi er þekktasti kötturinn okkar eftir mikla leit þegar hann týndist
í vor. Hann fannst 35
dögum seinna, þreyttur
og slæptur en er óðum
að jafna sig. Hann er
svolítið eins og þingmað-
ur sem hefur fallið af
þingi en náð inn aftur,
var um sig og alltaf pínu
stressaður.
Gormur kom sem kett-
lingur í sumar eftir að
Svanhildur mat það svo
að honum hefði verið
ætlað að koma til okkar
af því hún sá hann aug-
lýstan á Facebook. Það
var ómögulegt að segja
nei við því. Hann heldur að hann sé rokkstjarna því hann er enn ógeltur
og valsar um með risastóran pung. Gormur virðist samt ekki hafa upp-
götvað nein sérstök not fyrir það dót og er heimakær með eindæmum.
Kormákur er köttur dóttur minnar. Hann hefur verið hér í lang-
tímavistun. Dóttir mín segir að það sé til að hann geti leikið við aðra ketti
en ég gruna hana um að hafa skellt honum á okkur því hann þarf svo
mikla athygli.
Leó er svo nýr. Hann er tiltölulega nýfluttur í götuna okkar og eig-
endur hans auglýstu eftir honum á Facebook rétt áður en við komum
heim úr jólafríi. Þau héldu að hann væri týndur en á sama tíma lá hann
makindalega í sófanum hjá okkur og tók þátt í móttökuhátíð með kött-
unum okkar um miðja nótt eins og ekkert væri eðlilegra. Annað slagið
koma eigendurnir að sækja hann en svo er hann mættur aftur stuttu síð-
ar.
Akira er nágrannaköttur sem kom mikið í heimsókn þangað til hann
flutti í Hlíðarnar. Afi hans og amma búa í næsta húsi og hann birtist aftur
í vikunni eftir langt hlé. Hann virðist hafa notað það til að éta allt sem
hann hefur komist yfir. Hann er sérlega spenntur fyrir kjötmeti enda eig-
endurnir vegan.
Sá sjöundi er mjög feiminn. Hann hleypur venjulega út um leið og við
komum heim og það eina sem við sjáum er þykkt grátt skott, en hann er
aðeins að færa sig upp á skaftið.
Hver þessara hefur sinn persónuleika og sína siði. Vala drekkur til
dæmis bara rennandi vatn úr baðvaskinum, Litlikisi vill drekka úr baðinu,
Gormur úr glasi. Akira vill helst byrja alla daga á góðri sneið af osti og
Kormákur er sérlega hrifinn af morgunkorni. Við vitum ekki enn hvort
Leó hefur einhverjar sérþarfir. Allir eiga þeir það þó sameiginlegt að vera
hrifnir af pólskri skinku.
Það hljómar eins og þetta sé fullt starf að sinna þessum vinum okkar
en það er líka mjög gefandi. Og jafn flóknir og kettir geta verið þá eru
þeir samt alltaf einfaldari en fólk. Og svo er gott að hafa í huga, að eina
alvörudjúpríkið sem finnst á þessari jörð samanstendur af fólki sem á
ketti.
’Það hljómar eins og þetta séfullt starf að sinna þessumvinum okkar en það er líka mjöggefandi. Og jafn flóknir og kettir
geta verið þá eru þeir samt alltaf
einfaldari en fólk.
Lífið í
Kattholti
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Morgunblaðið/RAX
Rax
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is