Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020
Breski grínarinn Ricky Gervaisgerði allt vitlaust á GoldenGlobe-verðlaununum fyrir
nokkrum dögum með því að gera kol-
svart grín að frjálslynda og „góða fólk-
inu“ í Hollywood. Sakaði það blákalt
um hræsni, í gríni og alvöru. Athygl-
isvert hefur verið að fylgjast með við-
brögðunum. Gervais hefur útskýrt að
hann hafi ekki verið að stimpla sig í lið
gegn Hollywood-fólkinu heldur hafi
hann verið að gagnrýna sitt eigið lið.
Einhver sagði að það þyrfti hug-
rekki til að gagnrýna andstæðinga sína
en tvöfalt hugrekki til að gagnrýna vini
sína.
Samvinna um borgaraleg gildi
Samvinna íhaldssamra og frjálslyndra
afla um framgang borgaralegra gilda
hefur skipt sköpum fyrir sam-
félagsþróunina á Íslandi. Mikilvægt er
að hún haldi áfram og verði áfram
traust, þó að vitaskuld verði alltaf tek-
ist á um gildi stöðugleikans annars
vegar og breytinga hins vegar.
Gyllti hnötturinn: I
Átök stöðugleika og breytinga eru
heillandi, sígilt og vinsælt viðfangsefni.
Þau eru til að mynda rauði þráðurinn í
kvikmyndinni „Páfarnir tveir“, sem
Netflix gaf nýlega út og var tilnefnd
sem besta myndin á fyrrnefndum Gol-
den Globe-verðlaunum.
Þar takast þeir á í heitum rökræð-
um, Benedikt páfi og sá sem átti síðar
eftir að taka við af honum og verða
Frans páfi. Sá íhaldssami og sá frjáls-
lyndi. Báðir innan sömu íhaldssömu
stofnunarinnar.
Báðir viðurkenna að hafa breytt um
áherslur í áranna rás en svo takast þeir
skemmtilega á um hvort það hafi verið
sinnaskipti eða málamiðlun – og hvort
sé skárra! Þrátt fyrir djúpstæðan
ágreining þeirra á milli svífur yfir vötn-
um að þeir séu þrátt fyrir allt nær hvor
öðrum en ætla mætti.
Gyllti hnötturinn: II
Átök stöðugleika og breytinga eru líka
einn af rauðu þráðunum í sjónvarps-
þáttunum um Elísabetu Bretadrottn-
ingu, „Crown“, sem voru líka tilnefndir
til Golden Globe rétt eins og myndin
um páfana. Þar rembist hin þunglama-
lega krúna við að skilja hlutverk sitt í
breyttum heimi.
Undir lok þriðju seríu fer fram
ákveðið uppgjör á milli Elísabetar og
föðurbróður hennar, kóngsins fyrrver-
andi sem hafði gefið konungdæmið frá
sér fyrir ástina. Sú erki-íhaldssama og
sá frjálslyndari. Bæði á sínum tíma
innan sömu íhaldssömu stofnunar-
innar. Á ákveðinn hátt má segja að þau
nái saman.
Það gera einnig hin hægláta Elísa-
bet og systir hennar, sú óstýriláta og
fjöruga, þegar sú fyrrnefnda tekur að
efast um sjálfa sig og spyr hvort hún
hafi gert landi sínu gagn, hvort það sé
ekki allt að liðast í sundur á hennar
vakt. Systirin tekur þá óvænt upp
hanskann fyrir íhaldssemina og svarar
eitthvað á þessa leið: Stöðugleiki þinn
og óhagganleiki er nauðsynlegt lím í
brothætta sjálfsmynd þjóðarinnar.
Þriðja og kannski skýrasta dæmið
um svipaða „brúarsmíði“ sem kemur
fram í þáttunum er hið góða og trausta
samband Elísabetar og vinstrimanns-
ins Wilsons forsætisráðherra.
Innskot
Felst ekki einhver mótsögn í því að
framsæknustu og frjálslyndustu sam-
félög heims, Svíþjóð, Noregur og Dan-
mörk, skuli öll ennþá halda í hina fornu
hefð konungdæmisins? Hún er jú al-
gjörlega á skjön við nútímahugmyndir
um jafnrétti og afnám meðfæddra for-
réttinda.
Eða er þetta kannski lexía um að
íhaldssemi og frjálslyndi geti farið
mjög vel saman og vegi jafnvel hvort
annað upp? Þetta er að minnsta kosti
umhugsunarvert.
Greining Economist
Blaðið Economist hélt því fram fyrir
nokkrum mánuðum í áhugaverðri
greiningu, að engin hugmynd ætti
meira undir högg að sækja á Vest-
urlöndum um þessar mundir en klass-
ísk íhaldsstefna. En ástæðan væri ekki
atlaga frá frjálslyndum heldur innan úr
eigin herbúðum, frá „nýja hægrinu“.
Hér er endursögn á hluta af rök-
semdafærslu blaðsins fyrir því að nýja
hægrið sé í raun að leggja til atlögu við
hefðbundna íhaldsmenn: Íhaldsmenn
vilja fara varlega í breytingar en nýja
hægrið er í byltingarhug. Íhaldsmenn
eru praktískir en nýja hægrið er
ósveigjanlegt og dogmatískt og fer auk
þess frjálslega með staðreyndir.
Íhaldsmenn leggja mikið upp úr skap-
gerð og mannkostum en nýja hægrið
leggur meira upp úr ásýnd og vinsæl-
um uppátækjum og fyrirgefur auð-
veldlega skapgerðarbresti. Íhalds-
menn styðja milliríkjaverslun en nýja
hægrið stundar tollastríð. Blaðið nefnir
fleiri dæmi.
Blaðið segist vera að gagnrýna vini
sína.
– Rétt eins og Ricky Gervais, mínus
húmorinn.
Um íhald og gyllta hnetti
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’Samvinna íhalds-samra og frjálslyndraafla um framgang borg-aralegra gilda hefur skipt
sköpum fyrir sam-
félagsþróunina á Íslandi.
Nýlega voru birtar upplýs-ingar um árangur íslenskranemenda í PISA-
könnunum árið 2018.
PISA er stór alþjóðleg könnun sem
79 lönd taka þátt í. Í niðurstöðunum
kom fram að meðalskor íslenskra
unglinga í lestri/lesskilningi er 474
stig og að þar er Ísland í 35. sæti af 79
löndum. Meðaltalið meðal ríkja í
Efnahags- og framfarastofnuninni,
OECD, var 487 stig. Á Íslandi var
skor drengja 454 stig og stúlkna 494
stig. Samkvæmt könnuninni geta 34%
íslenskra drengja ekki lesið sér til
gagns og 19% stúlkna. Af hinum þjóð-
unum á Norðurlöndunum skora Finn-
ar best og eru með meðalskor upp á
520 stig og eru í sjöunda sæti af 79
löndum sem taka þátt í PISA. Finnsk-
ar stúlkur eru í þriðja sæti með skor
upp á 546 stig og finnskir drengir eru
með skor upp á 495 stig og eru í 9.
sæti. Hin löndin á toppnum með Finn-
landi eru Kína með 555 stig og Singa-
púr með 549 stig. Á botninum eru síð-
an eftirfarandi lönd: Filippseyjar með
340 stig og Dóminíska lýðveldið með
342 stig. Í náttúrufræði erum við með
475 stig og erum númer 35 af 79 lönd-
um og í stærðfræði erum við með 495
stig og númer 26 af 79 löndum.
Þetta er grafalvarleg staða og við
verðum að taka okkur verulega á ef
við eigum að geta snúið vörn í sókn.
Mikilvægt er að nota vísindi sem út-
gangspunkt fyrir þær aðgerðir sem
verður ráðist í.
Það sem þarf að mínu mati að gera
er m.a.:
1. Efla hreyfingu. Láta öll börn/
unglinga í leik- og grunnskólum
hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Hreyf-
ing er jákvæð fyrir taugakerfið,
heilsu og vellíðan.
2. Efla samveru – gefa okkur tíma til
að njóta stundar saman hvort sem
það er í góðu yfirlæti heima við eða í
sundlauginni. Samvera er jákvæð
fyrir taugakerfið og vellíðan.
3. Lesa fyrir börn frá unga aldri. Það
að lesa fyrir börn er jákvætt fyrir
málþroska þeirra og áhuga á bókum.
Förum saman á bókasafnið og velj-
um bækur. Þannig sýnum við að
bækur og lestur eru mikilvæg.
4. Tala meira við börnin, ekki gleyma
strákunum. Heyra hvað þau voru að
fást við og hvernig gekk í skólanum.
Það að foreldrar/forráðamenn sýni
áhuga er mikilvægt.
5. Brjóta lestrarkóðann. Kennum
bókstafi/þeirra hljóð í upphafi lestr-
arnáms. Rannsóknir sýna mikilvægi
þess að kunna bókstafi og hljóð
þeirra til þess að börnin nái að brjóta
lestrarkóðann.
6. Kalla fram ástríðuna hjá kenn-
urum í þeirra mikilvæga starfi.
7. Útivist – gönguferðir – fjöruferðir.
Brjótum upp skólahversdaginn með
skemmtilegum og áhugaverðum
gönguferðum um nágrennið.
8. Setja lestur í forgang í skólunum
fyrstu 1-3 árin. Sjá til þess að allir
nái að brjóta lestrarkóðann (fyrir
utan þau 3-5% sem af lífeðl-
isfræðilegum ástæðum eiga í lestr-
arvanda).
9. Tryggja hjálp við heimanám í
skólunum fyrir þau sem ekki fá hjálp
heima.
10. Hætta að mæla leshraða. Mæla
frekar hversu margar bækur las
barnið síðasta mánuð og hvaða þrjár
voru skemmtilegastar.
11. Búa til og nota góðar lestr-
arbækur með mismunandi erf-
iðleikastig í skólanum. Á hverju stigi
þyrfti að vera hægt að velja úr 20
áhugaverðum bókum.
12. Skapa áhuga, veita áskoranir
miðað við færni.
13. Fjarlægja snjallsímana úr skól-
anum – ný rannsókn sýnir fram á
„spekileka“ (e. „brain-drain“) þegar
síminn er nálægt barninu. Sem sagt
tekur vitsmunagetu og vinnuminni.
14. Auka þjálfun á mikilvægum þátt-
um náms. Það er samfélagslegt verk-
efni, við þurfum að gefa okkur tíma.
PISA 2018 – vinnum með réttu hlutina
Morgunblaðið/Eggert
’Þetta er grafalvarlegstaða og við verðumað taka okkur verulega áef við eigum að geta snúið
vörn í sókn.
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundur@ru.is
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is