Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Síða 22
grammi sem hún kallar absolute tra-
ining. „Það er þjálfun í líkamlegri og
andlegri heilsu og ég kenni það í
World Class í Smáralind en það eru
einnig tímar víðar á höfuðborgar-
svæðinu, á Akureyri og Höfn. Þetta
eru fjögurra vikna námskeið, þrisvar
í viku í sextíu mínútur. Það sem er
öðruvísi við þessa tíma er að við tök-
um fyrsta korterið í andlegu heilsuna.
Þá vinnum við að markmiðasetningu
og hver og einn sest niður með blað
og penna og svarar spurningum eða
vinnur í markmiðum sínum. Þetta er í
raun eins og hóp-einkaþjálfun því það
eru aldrei fleiri en tuttugu í hóp og oft
bara tíu til fimmtán. Þetta er opið fyr-
ir bæði kynin en miklu fleiri konur
mæta en karlar,“ segir hún.
„Rauði þráðurinn í þessu er mark-
miðasetning. Við setjum okkur mark-
mið fyrir fjórar vikur en einnig fyrir
hverja viku. Svo eru ýmis umræðu-
efni á dagskrá. Það fá allir stílabók og
penna og fólk fær að skrifa og einnig
deila með öðrum því sem það skrifar.
Það er ótrúlegt að þrátt fyrir alla
tækni hafa rannsóknir sýnt að það að
skrifa hlutina niður með penna eða
blýanti á blað virðist virka best þegar
fólk vinnur í markmiðum sínum. Það
virkar betur en einhver öpp!“ segir
Sandra.
„Ég hef kennt þetta núna í eitt og
hálft ár og það gengur mjög vel. Þess
vegna var ákveðið að kenna þetta
prógramm víðar. Þetta er 52 vikna
prógramm þannig að það er nýtt við-
fangsefni í hverri viku. Í einni viku er
til dæmis tekið fyrir hugtakið tíminn;
í hvað eyðir fólk tímanum? Í byrjun
árs tölum við um venjur og rútínur.
Síðar fjöllum við um mistök og hvern-
ig læra má af þeim. Þetta eru bara ör-
fá dæmi,“ segir hún.
Eftir fímmtán mínútur af hug-
myndavinnu er farið af stað í hreyf-
ingu. Sandra segir prógrammið fjöl-
breytt og henti öllum þar sem hver og
einn geti unnið á sínum hraða. „Ég er
með hjól, róður, hlaup og sipp og svo
styrkinn á móti. Þá notum við ýmsar
stangir og lóð. Ég skipti þessi upp og
hver og einn vinnur í ákveðinn tíma,
þannig að allir geta verið með því fólk
fer þetta á sínum hraða. Ef fólk ræð-
ur ekki við ákveðnar æfingar sníð ég
þær að þörfum hvers og eins,“ segir
hún og bendir á að betri upplýsingar
megi finna á absolutetraining.is.
Fyrirmyndir í crossfit
Líkamsræktarkennslan og dansinn
er nánast fullt starf hjá Söndru þessa
dagana. „Suma daga vakna ég hálfsex
og kem heim átta á kvöldin. Ég kenni
þrisvar í viku fimm tíma á dag, þann-
ig að það er frekar mikið. Hina dag-
ana er ég að vinna hjá KVAN. Þar
eru sjálfstyrkingarnámskeið í boði
fyrir ungt fólk en einnig námskeið
fyrir grunnskólakennara og starfs-
menn fyrirtækja. Ég vinn þarna sem
verktaki og er oft með fyrirlestra fyr-
ir ungt fólk í grunnskóla eða mennta-
skóla. Svo hef ég einnig verið með
námskeið fyrir ungt fólk til að byggja
upp sjálfstraust, vera betri í sam-
skiptum og vinna í tjáningu,“ segir
hún.
Sandra hefur einnig mikinn áhuga
á crossfit sem hún hefur æft en kær-
asti hennar og sambýlismaður, Hilm-
ar Arnarson, er einmitt crossfitkenn-
ari og hefur keppt erlendis í grein-
inni. Hann er einnig með verkfræði-
menntun og vinnur í Ölgerðinni. „Við
erum mjög samtaka,“ segir Sandra
og hlær.
„Ég hef æft crossfit í gegnum tíð-
ina og finnst Annie Mist og Katrín
Tanja flottar og svo miklar fyrir-
myndir. Ég lít mjög upp til þeirra og
þær veita mér mikinn innblástur í æf-
ingum. En upp á síðkastið hef ég ein-
blínt á absolute training.“
Að bæta við þekkinguna
Nú ert þú greinilega markmiðadrifin
manneskja. Hver eru markmiðin fyr-
ir 2020?
„Þau eru nokkur, meðal annars að
sinna Absolute Training betur. Og af
því ég fann í fyrra hvernig streitan
fór að segja til sín ákvað ég að setja
andlega heilsu í forgang. Ekki taka of
mörg verkefni að mér. Ég ætla til
Balí núna í febrúar og taka jóga-
kennaranám en það hefur lengi verið
markmið hjá mér. Það tekur þrjár
vikur. Ég hef ekki verið nógu dugleg
að fara sjálf á ný námskeið af því það
hefur verið svo mikið að gera en það
er eitt af því sem ég ætla að gera á
árinu; bæta við mig þekkingu í þjálf-
un. Svo verð ég þrítug í sumar og
Hilmar líka og okkur langar jafnvel
að keppa í Ironman eða einhverju
álíka á árinu. Það markmið er í
vinnslu,“ segir Sandra.
„Draumurinn er svo að opna ein-
hvers staðar Absolute Training er-
lendis. Þá myndum við kenna erlend-
um þjálfurum sem gætu þá kennt
prógrammið í sínum heimalöndum.
Ég stefni líka á að fara á hugleiðslu-
námskeið. Og ef ég kemst inn í MBA-
námið flyt ég út til LA í haust,“ segir
þessi orkumikla unga kona að lokum.
Ljósmynd/Helgi Ómarsson
Hilmar Arnarson og Sandra hafa bæði áhuga á crossfit en Hilmar kennir og
keppir í greininni. Hér eru þau erlendis á crossfit-móti.
Sandra Björg Helgadóttir
hefur þróað líkamsrækt-
arprógrammið Absolute
Training þar sem einnig er
lögð áhersla á andlegu hliðina.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020
LÍFSSTÍLL
BROTINN
SKJÁR?
Sanngjörn verð
og hröð þjónusta
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
HAGRÆÐING
án þess að það bitni
á gæðum
Hafðu samband og við gerum fyrir þig
þarfagreiningu og tilboð í ræstingar-
þjónustu án allra skuldbindinga.
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is