Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Qupperneq 12
Kristján sæll á svipinn eftir að hafa náð að krossa miðbaug á mótorhjólinu í öllum heimsálfum þar sem það er gerlegt - í Asíu, Ameríku og Afríku. Ljósmyndir/Úr einkasafni Kristjáns Gíslasonar Hvor er ríkari: Sá sem á allt eða sá sem á ekkert? K ristján Gíslason skilgreinir sig ekki sem mótorhjólamann, held- ur sem ferðamann á mótorhjóli, enda þótt hann búi að ríkri reynslu eftir hringferðina um árið sem gerð var um heimildarmynd, Hring- farinn. Þá skellti hann sér á svokallað utan- veganámskeið hjá bíla- og mótorhjólaframleið- andanum BMW í Þýskalandi áður en hann hélt af stað til Afríku og festi kaup á nýju, stærra og betra hjóli, BMW 1200 GS í stað BMW 800 GSA, sem hann fór á hringinn. Eigi að síður segir hann seinni ferðina hafa reynt meira á aksturshæfni sína; hann féll til að mynda í þrí- gang af hjólinu í Afríku – á fullri ferð. Nokkuð sem henti hann aldrei á hringferðinni. Kristján slapp þó glettilega vel frá þeim óhöppum, með eymsli og skrámur. Sjálfstraustið beið þó að vonum hnekki og vandaði hann sig enn meira við aksturinn á eftir. „Sums staðar voru vegirnir svo erfiðir að ég var oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í vafa um það hvort ég myndi yfir höfuð ná að ljúka ferðinni. Við erum að tala um þrönga vegi, hálfgerða stíga, með mikilli drullu ef það rigndi. Það er gaman að keyra þessa vegi ef það er þurrt en um leið og það rignir verða þeir eins og svell enda leitar vatnið strax í hjól- förin. Þetta var líkamlega mjög erfitt, að ekki sé talað um andlega þáttinn,“ segir hann. Slapp naumlega Það að ferðast á mótorhjóli kallar á stöðuga einbeitingu enda má lítið út af bregða. „Maður má aldrei missa athyglina; á það var ég ræki- lega minntur á þjóðveginum í Úganda, þar sem ég hafði verið varaður sérstaklega við um- ferðinni. Allt í einu kom bíll, sem var að taka fram úr, á fullri ferð á móti mér en menn gera víst engan greinarmun á stórum mótorhjólum og vespum þarna. Ég var sjálfur á mikilli ferð og engin leið fyrir mig að hægja nægilega mik- ið á mér til að hleypa bílnum framhjá. Ekki var því um annað að ræða en að víkja út í kant. Ég slapp naumlega en mæli ekki með þessari lífs- reynslu,“ segir Kristján. Í mestri hættu var hann þó á síðustu 50 kíló- metrum ferðarinnar – á leiðinni heim í leigu- bílnum frá Leifsstöð nú um miðjan janúar. „Akstursskilyrði voru afleit á Reykjanesbraut- inni og síðar um daginn lést maður í slysi á þessari sömu leið. Við verðum að ljúka við tvö- földun Reykjanesbrautarinnar. Það mál þolir enga bið.“ Kristján skiptir ferðinni, sem hófst á Íslandi 28. maí 2018 og lauk í Suður-Afríku 23. desem- ber 2019, upp í fjóra leggi. Fyrsti leggurinn, samtals 10.837 km, var frá Reykjavík til Münc- hen með viðkomu meðal annars í Moskvu, þar sem Kristján sá íslenska fótboltalandsliðið spila á HM. Næsti leggur, samtals 3.249 km, var frá München til Þessalóniku í Grikklandi. Sá þriðji, alls 6.010 km, frá Þessalóniku gegn- um Ísrael, Jórdaníu og Egyptaland til Addis Ababa í Eþíópíu. Fjórði og síðasti og lengsti leggurinn, 13.993 km, var frá Addis Ababa til Höfðaborgar í Suður-Afríku, niður eftir aust- urhluta Afríku. Eiginkona Kristjáns, Ásdís Rósa Bald- ursdóttir, var með honum stóran hluta ferða- lagsins til Ísrael en dró sig þá í hlé. Hún hafði ætlað með honum til Egyptalands en hraus hugur við hitaspánni, sem losaði 40 stigin. Kristján nálgaðist Afríkuferðina á öðrum forsendum en hringferðina; þá var markmiðið bara að klára ferðina en í Afríku sóttist hann einnig eftir upplifunum. Hann langaði að sjá og upplifa eitthvað sem hann hefði aldrei gert áður og byðist okkur Íslendingum ekki á hverjum degi. Upplifunin hófst strax í Egyptalandi, þar sem Kristján féll hreinlega í stafi. „Egypta- land er í einu orði sagt stórkostlegt. Þvílík arf- leifð sem heimurinn á þarna í formi píramída og annarra fornleifa. Maður las um þetta allt í landafræðinni í gamla daga og það var dásam- legt að koma þarna, sjá og njóta. Ég get varla beðið eftir að fara aftur.“ Kristján nefnir meðal annars grafhvelfingu sem fór undir vatn þegar Níl var virkjuð við Aswan á sjöunda áratugnum. Henni var svo bara lyft upp á yfirborðið í heilu lagi, einhverja sextíu metra við Abu Simbel. „Þetta var ótrú- legt að sjá.“ Þar sem tíminn fraus Hann sigldi líka á hinu sögufræga fljóti Níl og gisti á Old Cataract-hótelinu þar sem Agatha Christie skrifaði „Dauðann á Níl“. Þar hitti hann meðal annars fyrir hóp Bandaríkja- manna sem klæða sig og hegða sér eins og tím- inn hafi frosið á fjórða áratug síðustu aldar. Svo fékk hann úthlutað svítunni á hótelinu, þegar spurðist að hann væri kominn alla leið frá Íslandi – á mótorhjóli. Minna mátti það ekki vera. Kristjáni kom gríðarleg öryggisgæsla á óvart í Egyptalandi, en hann fór svo til allra sinna ferða á hjólinu ýmist í fylgd hers eða lög- reglu. „Ég þurfti stöðugt að gera grein fyrir mér og ferðum mínum enda vilja Egyptar alls ekki að neitt komi fyrir ferðamenn í landinu. Viðbúnaðurinn var sérstaklega mikill í mínu tilfelli enda var ég eins og villtur kúreki einn á mótorhjólinu. „Þú ruglar alveg kerfinu,“ sagði einn við mig. Þetta var mjög þrúgandi enda fylgdu þeir mér á pallbílum sem ekki fóru hraðar en 80 km á klukkustund. Þetta var eng- in illgirni gagnvart mér, bara reglur í landinu.“ Ástæðan er sú að skæruliðasamtökin Bræðralag múslima, sem tengjast Hamas í Palestínu, hafa gert sig gildandi í Egyptalandi undanfarin ár. Þess vegna er spennustigið hátt. „Flokkurinn komst til valda eftir „arab- íska vorið“ en ári síðar tók herinn völdin. Hafa hópar innan bandalagsins framið hermdarverk síðan, sem hefur skaðað mjög ferðaþjónustuna í landinu og þar af leiðandi efnahaginn.“ Náði sambandi gegnum fax Súdan er næsta ríki fyrir sunnan Egyptaland. Kristján var þó ekkert að flýta sér þangað enda Súdan þekkt fyrir flest annað en stöðugt stjórnarfar og almenna friðsæld. Hann var í nánu sambandi við utanríkisráðuneytið hér heima upp á stöðuna og í ljós kom að stjórn- arbylting hafði verið gerð eftir að hann fékk vegabréfsáritun inn í landið. „Forsetanum, Omar al-Bashir, var steypt af stóli af her landsins í apríl 2019 þegar vegabréfsumsókn mín var í sendiráði Súdan í Ósló.“ Kristján ákvað eigi að síður að láta slag standa en tryggði sér þjónustu heimamanns, svokallaðs „reddara“, sem var öllum hnútum kunnugur. Skipulagði hann meðal annars öku- leiðina fyrir Kristján með hjálp vina sinna og kunningja. „Ástandið var mjög eldfimt þegar ég kom til Súdan en kvöldið áður hafði herinn drepið 35 mótmælendur í höfuðborginni, Kartúm, og al- Þegar Kristján „Hringfari“ Gíslason fór í ferðalag sitt umhverfis hnöttinn á mótorhjóli geymdi hann Afríku til betri tíma. Vorið 2018 lagði hann upp í þá ferð sem lauk í Suður-Afríku 34.089 km og 36 löndum síðar núna á Þorláksmessu. Hann segir Afríku engu líka, uppfulla af fegurð, ævintýrum og hrópandi andstæðum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frá Reykjavík til Höfðaborgar Reykjavík – Moskva – München: 10.837 km München – Króatía – Þessalóníka: 3.249 km Þessaloníka – Ísrael – Addis Ababa: 6.010 km Addis Ababa – Kongó – Suður-Afríka: 13.993 km Reykjavík: 28. maí 2018. Höfðaborg: 23. des. 2019 225 dagar 34.089 km 36 lönd ÆVINTÝRI 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.