Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 13
Kristján horfir á kraumandi eldgíg eldfjallsins Nyiragongo í Kongó.
menningur hreinlega lokað landinu að mestu.
Ég komst á hinn bóginn einhverja 300 km en
þarna var komið fram í júní 2019. Á öllum mín-
um ferðalögum hef ég aldrei lagt mig í eins
mikla hættu.“
Ekki helgaðist það þó af ástandinu í landinu
heldur veðrinu en 50 stiga hiti var í Súdan á
þessum tíma og glampandi sól. „Ég kunni ekk-
ert á þetta veður; taldi mig vera með nægar
vatnsbirgðir en annað kom á daginn. Mér leið
ekkert sérstaklega vel þarna, einn að hjóla í
eyðimörkinni, og sá engin hús, bara mold-
arkofa. Það varð mér til happs að ég rakst á
vegagerðarmenn sem leyfðu mér að halla mér
undir sólhlíf til að jafna mig og safna kröftum,
auk þess að gefa mér að borða og drekka.“
Lengra komst Kristján raunar ekki en búið
var að loka veginum og ekki um annað að ræða
en að snúa við. Kristján hringdi því í „redd-
arann“, sem sendi hjón nokkur til móts við
hann og fékk hann hjá þeim húsaskjól. Hjólið
var sett á pramma og farið með það sem leið lá
út á litla eyju á ánni Níl, þar sem Kristján
dvaldist í þrjá sólarhringa án þess að hafa hug-
mynd um hvað væri á seyði í heiminum. „Eng-
inn vissi neitt og mér sagt að ég gæti alveg
eins búið mig undir að vera í þrjá mánuði á eyj-
unni. Suðurlandamærin við Eþíópíu voru lokuð
og ég fann fyrir mikilli frelsisskerðingu, ekki
síst vegna þess að ég gat ekki látið nokkurn
mann vita af mér. Það var ekkert net þarna,
ekkert Wi-Fi og eina leiðin til að koma skila-
boðum heim var gegnum fax. Þú veist hvað
það er?“ segir hann hlæjandi. „Þannig kom ég
skilaboðum til Ásdísar gegnum faxnúmer í
Þýskalandi. Þá kom hins vegar í ljós að hún
gat hringt í mig enda þótt ég gæti ekki hringt í
hana.“
Hætti við að hætta við
Eftir þrjá daga á eyjunni komst Kristján aftur
til Egyptalands og var frelsinu feginn, þrátt
fyrir herfylgdina sem tók við að nýju. Fyrstu
viðbrögð hans voru að láta þetta gott heita og
snúa bara heim til Íslands. „Jæja, Ásdís mín,
sagði ég við frúna, þá er þessu lokið. Hér eftir
dólum við okkur bara í Ölpunum og eitthvað
svona,“ rifjar hann upp.
Honum snerist þó fljótt hugur. „Ætla ég að
guggna á þessu? spurði ég mig, eiginlega bara
næsta dag, og missa af tækifærinu til að sjá öll
þessi lönd í þessari framandi heimsálfu. Svarið
var einfalt: Nei!“
Fullreynt var við Súdan, þannig að Kristján
hjólaði 522 km til baka til Lúxor. Þaðan lét
hann senda hjólið með bíl til Kaíró en flaug
þangað sjálfur. „Þessa leið hafði ég hjólað á
leiðinni suður til Súdan. Síðan var hjólið sent
með fraktflugi til Addis Ababa í Eþíópíu og ég
tók næturflugið. Ég hef einu sinni áður þurft
að láta fljúga hjólinu yfir land vegna átaka, en
það var yfir Pakistan á hringferðinni minni.
Það fóru tíu dagar í þetta tilstand en ekki var
um annað að ræða; þetta var eina leiðin til að
halda áfram.“
Kristjáni hafði verið ráðlagt að sækja um
vegabréfsáritun til Eþíópíu á netinu en þegar á
reyndi lá þjónustan niðri. Þá fór hann í eþíóp-
íska sendiráðið í Kairó en var sagt þar að hann
gæti sótt um vegabréfsáritun við komuna til
Addis Ababa. Þegar á hólminn var komið féll
sú beiðni þó hreint ekki í frjóan jarðveg. „Mér
var sagt á flugvellinum að þannig gengi þetta
ekki fyrir sig. Ég yrði að snúa við til Kaíró til
að sækja um áritunina. Það leist mér illa á og
reyndi að malda í móinn; að ég væri kominn
langt að og hefði farið að öllum reglum en netið
hefði á hinn bóginn legið niðri hjá þeim. Í
fyrstu hlustaði starfsmaðurinn ekkert á þetta
en eftir tveggja klukkustunda þref gaf hann
sig á endanum og hleypti mér inn í landið. Það
var þvílíkur léttir,“ segir Kristján.
Það reyndist þó skammgóður vermir en
þennan sama morgunn hafði aðalhershöfðingi
Eþíópíu verið myrtur af lífverði sínum sem
heyrði til öðrum ættflokki og tilraun gerð til
stjórnarbyltingar. Kristján náði hjólinu út en
Kristján, Ásdís Rósa og Baldur við endamarkið - Cape Horn í Suður Afríku. 34.089 km að baki.
Kristján með hermönn-
unum sem gættu ferðalang-
anna þegar gengið var á eld-
fjallið Nyiragongo í Kongó.
’ Þetta var eins og að komaaldir aftur í tímann, svofrumstætt er lífið þarna. Þettafólk er alveg meðvitað um
flatskjái, snjallsíma og annan
lúxus í samtímanum en kýs bara
að færa sér það ekki í nyt. Samt
var ekki annað að sjá en að ham-
ingja og gleði svifi yfir vötnum.
26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13