Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Qupperneq 19
„Við vinnum mikið með stefnumótun, ferðaþjónustu og innanhússhönnun. Við nálgumst hvert verkefni á þann hátt að við byrjum á því að greina þarfir notandans og umhverfi staðarins. Það er okkur mikilvægt að horfa á hvernig við get- um byggt á því sem fyrir er, hvort sem það er bygging, skipu- lag, menning eða landslag. Verkefnin okkar mótast mikið af anda staðarins og við vinnum náið með viðskiptavinum okk- ar. Við leitumst við að skapa arkitektúr með sál og sjálfbærni er alltaf höfð að leiðarljósi,“ segir hún. Það á nú aldeilis við um smáhýsið Ösku sem stendur við Mývatn. „Aska er tveggja manna smáhýsi, eins konar lúxus hótel- herbergi fyrir fólk sem vill vera „prívat“, í nálægð við hraunið og náttúruna. Húsið er einungis 20 fm að innanmáli og inn- réttað með svefnherbergi, baði og opnu eldhúsi. Úr eldhúsinu er stór gluggi með útsýni yfir hraunið og Mývatn. Húsið er hannað og byggt fyrir Hlíð ferðaþjónustu í Mý- vatnssveit og hægt er að leigja húsið í gegnum þau. Húsið er á verndarsvæði við Mývatn og þess vegna var mikil áhersla lögð á náttúrulegt efnisval og að gæta umhverf- isins við allt byggingarferlið. Viður er ráðandi efni í húsinu. Hann er bæði notaður sem burðarvirki og sem klæðning, inni og úti. Nafnið Aska kemur frá dökku klæðningunni. Í stað þess að mála húsið er klæðningin brennd eftir eldgamalli japanskri aðferð sem kallast „shou sugi ban“. Aðferðin verndar viðinn í langan tíma og þess vegna þarf hvorki að nota málningu né viðarvörn á húsið. Dökki liturinn lýsist og gránar með tím- anum og minnir þá á hraunið í kring. Í andstöðu við dökka utanhússklæðninguna er húsið að innan klætt furukrossviði. Það er mikið líf í furunni og hún gefur rýminu að innan hlýja stemningu,“ segir Aldís. Hvað verður mest „inn“ 2020? „Velja vistvænt efni og samnýta rými. 2020 verður meiri fókus á vistvænt efni. Við erum orðin meira og meira upptekin af að borða líf- rænan mat og klæða okkur í föt sem eru ekki full af eitur- efnum. Það sama á við um efnisval í hönnun og arkitektúr. Vistvæn málning verður vinsælli og endingargóð náttúruefni eins og linoleum, korkur og steinn verða tekin fram fyrir gerviefni. Það er mikil áhersla í arkitektaheiminum í dag á sveigjan- leika og samnýtt rými. Það þarf að vera hægt að nýta bygg- ingar í mismunandi tilgangi og með blandaðri notkun. Það er meiri sjálfbærni í byggingum sem eru í notkun allan ársins hring og mestan hluta sólarhringsins. Hér á stofunni höfum við til dæmis unnið mikið með skrifstofuhúsnæði sem hefur aðra notkun eftir kl. 17 á daginn og mötuneyti sem eru kaffi- hús og veitingastaðir á kvöldin. Byggingar með blandaðri notkun geta einnig verið hótel sem eru ekki einungis fyrir hótelgesti heldur eru með veitingastað sem er öllum opinn og skólar sem nýtast sem samkomuhús fyrir fólk á öllum aldri,“ segir hún. Úr eldhúsinu er hægt að labba út í garð. Grængráu flísarnar í eldhúsinu hressa rýmið við þar sem allar klæðningar eru úr furu-krossviði. ’ Það eru ákveðnir staðir, bæði landslag,bæir og rými þar sem manni líður straxeins og heima hjá sér og aðrir staðir semmaður þarf tíma til að venjast áður en mað- ur getur slappað af. Ég hef verið upptekin af því að greina hvað það er í umhverfinu sem gerir það að manni líður vel á þessum stöð- um og þaðan kemur innblásturinn að nafn- inu á teiknistofunni, Studio Heima. 26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19  Baðherbergið er flísalegt með hvítum klassískum flís- um og er rýmið nýtt til fulls. STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.