Morgunblaðið - 25.02.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 47. tölublað 108. árgangur
ÍSLENSKUR SIGUR
Á SVELLINU
FYRIR NORÐAN
MIKIL UPPBYGGING
Í ÖSSURÁRDAL
FEIKIFLÓKIÐ
SJÓNARSPIL
SEM VIRKAR
HÓTEL EKKI Í UMHVERFISMAT 10 ÚTSENDING 28HM KVENNA Í ÍSHOKKÍ 26
Ferðafólk sækir mjög í Reynisfjöru til að upplifa ævintýri
fjörunnar og samspil við úfinn sjá. Þar hafa orðið slys þegar
fólk hefur ekki áttað sig á afli úthafsöldunnar og mun oftar
legið við slysum. Sjórinn sýndi klærnar í gær þótt veður væri
þokkalegt. Því er ekki að heilsa í dag því spáð er norðaustan-
átt með éljum á Norður- og Austurlandi en björtu sunnan-
lands og vestan. Veðurstofan gaf í gær út gula viðvörun fyrir
daginn í dag, fyrir norðanvert landið, frá Vestfjörðum til
Austfjarða og taldi hættu á að samgöngur gætu raskast.
Morgunblaðið/RAX
Sjálfa við úfinn sjá
Formaður samninganefndar
Reykjavíkurborgar átti í gær von á
því að ríkissáttasemjari myndi boða
til fundar í deilu Eflingar og
borgarinnar þar sem Efling hefði
óskað eftir því. „Við þurfum fyrst
að hittast og bera saman bækur
okkar og skerpa á sameiginlegum
skilningi,“ sagði Harpa Ólafsdóttir
þegar yfirlýsing Eflingar um ósam-
ræmi í málflutningi var borin undir
hana. Vaxandi áhyggjur eru meðal
foreldra vegna þeirrar aðstöðu sem
margir þeirra eru í vegna verkfalls-
ins. Mörg dæmi eru um að fólk þurfi
að taka sér frí frá vinnu og gangi á
orlofsrétt til að sinna börnum. »6
Ríkissáttasemjari
boði til fundar
Skattrannsóknarstjóri segir að
eftir úrtakskönnun á gögnum um
einstaklinga sem nýttu sér fjárfest-
ingarleið Seðlabankans á árunum
2012-2015 hafi ein fjárfærsla verið
tekin til sérstakrar skoðunar og sé
málið nú til athugunar hjá embætti
ríkisskattstjóra.
Engir lögaðilar hafa hins vegar
verið skoðaðir sökum anna hjá
embættinu. Þetta kemur fram í um-
sögn embættisins um þingsályktun-
artillögu um skipun rannsóknar-
nefndar til að fara í saumana á
fjárfestingarleiðinni. »14
Skattayfirvöld
skoða einn aðila
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Ör útbreiðsla kórónuveirunnar CO-
VID-19 í fjórum sveitarfélögum í
norðurhluta Ítalíu varð til þess að
yfirvöld hér leggja til sömu ráðstaf-
anir varðandi ferðafólk og gilt hafa
um samskipti við Kína. Mælt er
með því að ferðafólk þaðan fari í
fjórtán daga sóttkví og þeir sem eru
með einkenni hafi samband við
lækni.
Áhættumat Sóttvarnastofnunar
Evrópu sýnir auknar líkur á því að
tilfelli komi til Íslands frá öðrum
löndum en Kína. Stjórnvöld hér
ráðleggja fólki frá því að ferðast að
nauðsynjalausu til héraðsins þar
sem sýkingar hafa komið upp.
Yfirvöld hafa gert ýmsar ráðstaf-
anir til að efla varnir og bregðast
við hugsanlegu smiti sem sífellt er
talið líklegra. Liður í því er að
Landspítalinn hefur tekið í notkun
gámaeiningu við hlið bráðamóttök-
unnar í Fossvogi og er hún ætluð
þeim sem grunur leikur á um að séu
smituð af kórónaveirunni.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO
gaf það út í gær að ríki heims yrðu
að búa sig undir „mögulegan al-
heimsfaraldur“ vegna kórónuveir-
unnar. Framkvæmdastjóri stofnun-
arinnar sagði það einkum vera
áhyggjuefni hversu mjög tilfellum
veirunnar hefði fjölgað á skömmum
tíma á Ítalíu, Íran og Suður-Kóreu.
Varnir efldar
vegna veirunnar
Sóttkví í gámum hefur verið komið upp við Landspítalann
Viðbúnaður Sóttvarnagámur er tilbúinn við hlið bráðamóttökunnar.
MKórónuveiran »2,13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Erfitt er að segja til um magnið en
það er alls engin bjartsýni komin í
okkur,“ segir Guðmundur J.
Óskarsson, sviðsstjóri uppsjáv-
arsviðs Hafrannsóknastofnunar, um
mat á mælingu á loðnutorfum sem
fundust á afmörkuðu svæði suður og
suðvestur af Papey um helgina. Bú-
ist er við að niðurstöðurnar verði
gefnar út árdegis í dag.
Sjómenn og útvegsmenn upp-
sjávarveiðiskipa hafa bundið með
sér vonir um að þessi mæling dugi
til að veiðikvóti verði gefin út í ár.
Það er ekki líklegt, ef marka má
fyrri mælingar og tilfinningu Guð-
mundar.
Polar reynir við torfuna
Guðmundur segir að fjárveitingar
sem Hafró hafi til loðnumælinga í ár
séu uppurnar og bæði rannsóknar-
skipin haldi næst í togararall.
Eigi að síður hélt grænlenska
uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq
úr höfn í gær til að reyna að ná ann-
arri mælingu á loðnugönguna.
Ferðin er á vegum útgerðarinnar en
í samvinnu við Hafró þó að stofn-
unin sé ekki með mann um borð. »4
Engin
bjartsýni
Ekki útlit fyrir
loðnukvóta í ár