Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 16

Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Nú er tími til að etja mannbrodda á skóna þína Eigum mikið úrval Við erum hér til að aðstoða þig! - Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður s - Það telst vart frétt- næmt en ég sendi einn af hringunum mínum suður til við- gerðar nýlega, fal- legan og fínlegan gullhring sem á sér nær 100 ára sögu. Hinir eru gullhringur með dökkri perlu frá Jens gullsmið, sem laufblað í laginu, og silfurhringur með gullskreyttu postulíni frá Pors- grunn í Noregi. Allir eru þeir fagrir en það er eitthvað við hringinn frá Jens sem hreyfir sterkt við mér í hvert sinn er ég set hann upp. Bæði eru hlutföll hans fagurfræðilega rétt og svo hrífst ég af meðferðinni á hinum dýra málmi sem hefur verið bar- inn, dældaður og skorinn, rétt eins og við íbúar þessa harðbýla lands. Málverk Jóhönnu Bogadóttur hafa svipuð áhrif á mig; lýsa þessum hráa og óbeislaða frumkrafti landsins. Þetta land vort býr vissulega yfir krafti er örvar menn til sköpunar. Við eigum fjöldann allan af alls kyns frumlegum og hæfileikaríkum listamönnum. Núna síðast skaut Hildi Guðna- dóttur upp á stjörnuhimininn. Ráðamenn eru sammála um að hlúa þurfi að verklegum og skap- andi greinum á landinu en ein grein virðist þó hafa orðið út- undan; greinin hans Jens Guðjóns- sonar, gullsmíðin. Árið 2012 luku fjórir skólahluta námsins og einn þeirra komst á samn- ing, eða svo stendur í bók Þórs Magnús- sonar um íslenska silfursmíð. Nú eru teknir inn átta á ári en jafn erfitt er að komast að hjá meist- ara. Samkvæmt vef Tækniskólans er námið fimm annir í skóla og 72 vikur í starfsþjálfun. Nem- endur þurfa að koma sér sjálfir á samning hjá meistara – finna einhvern sem vill eða hef- ur efni á að borga þeim full laun og launatengd gjöld í þessar 72 vikur. Jens komst í læri hjá móður- bróður sínum en það eru fæstir svo heppnir að eiga ættingja í fag- inu. Núverandi fyrirkomulag, að taka inn mun fleiri en eiga mögu- leika á að útskrifast, er óásættan- legt. Að komast á samning erlend- is er víst ekki mikið auðveldara. Ég man eftir viðtali við gullsmið sem vann ókeypis á verkstæði í Danmörku í von um að komast á samning, sem tókst reyndar hjá honum. Ólíklegt er þó að menn kæmust upp með slíkt hér heima. Stundum heyrist að gullsmiðir megi ekki verða of margir á land- inu því markaðurinn beri ekki nema takmarkaðan fjölda, en hve- nær heyrist að tónlistarmenn, leikarar eða myndlistarmenn séu of margir? Á tímum alnetsins til- heyrir allur heimurinn sama markaðssvæði og ekki ætti að skipta máli hvar flinkur og list- rænn gullsmiður er staðsettur í heiminum. Klæðskerar þurfa ekki á samn- ing samkvæmt vef Tækniskólans og vitað er að í Svíþjóð geta menn lokið sínu gullsmíðanámi í skóla, án þess að fara á samning. Af hverju er það ekki hægt hérna? Af hverju geta gullsmíðameistararnir ekki komið í Tækniskólann og kennt átta manns í stað eins? Myndu ekki einhverjir þeirra sem mega ekki taka að sér nema sakir plássleysis fagna slíku tækifæri? Nú eða þeir sem skara fram úr tæknilega á einhverju sviði, s.s. í leturgreftri eða steinaísetningu og vilja gjarnan miðla verktækni sinni? Af hverju er þessi hópur undan- skilinn og gert nær ómögulegt að mennta sig þegar yfirvöld hvetja til nýsköpunar í verklegum og skapandi greinum? Spyr sá er ekki veit. Um nám í gullsmíði Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Af hverju er gull- smiðum gert nær ómögulegt að mennta sig hérlendis þótt yfir- völd hvetji til náms í verklegum og skapandi greinum? Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Þar kom að því. Stefna ESB í raforku- málum, innleidd hér með orkupökkum, er farin að ýta stóriðj- unni úr landi og fyrst í röðinni er álverið í Straumsvík. Þetta er búið að liggja í loftinu í mörg ár en Lands- virkjun reynir enn að telja þjóðinni trú um að það sé ekki raf- orkuverðinu að kenna hvernig komið er. Nú er það orðið alveg skýrt. Landsvirkjun telur sér skylt samkvæmt reglum ESB að blóð- mjólka viðskiptavini sína svo lengi sem þeir tóra. Fótunum hefur verið kippt und- an álverinu í Straumsvík smátt og smátt. Segja má að fyrsta aðgerð- in í þá átt hafi verið atkvæða- greiðslan í Hafnarfirði þegar samningar um stækkun álversins voru felldir og tekið var fyrir frek- ari stækkun. Næsta var þegar Landsvirkjun neitaði að tengja orkuverð við álverð eins og tíðkast hefur í þessari grein, en tengdi raforkuverðið þess í stað við al- menna vísitölu. Þróunin síðan hef- ur verið álverinu afar óhagstæð. Álmarkaðir einkennast af mikl- um verðsveiflum eins og Mynd 1 sýnir. Hæst fór það í bólunni fyrir hrun en féll þá. Markaðs- sveiflurnar eru áberandi en orku- verð hefur líka mikil áhrif. Árið 2011 þegar skrifað var undir nýja samninga við Straumsvík var ál- verð á uppleið á ný og talið var að það mundi halda áfram að hækka eins og búist var við að orkuverð mundi gera, en það fór á annan veg. Eftir skamm- vinnan verðtopp féll álverðið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Kína hefur verið kennt um, en Mynd 1 bendir hins vegar til að hér sé fremur um að ræða eðlilega leið- réttingu eftir bóluna. Eðlileg lang- tímahækkun álverðs er heldur minni en brotna samanburðarlínan á Mynd 1 sýnir. Ef tekið er mið af því ásamt afkomutölum og ágisk- uðu raforkuverði til Ísal sem birst hefur í blöðum er orkuverðið ein- faldlega of hátt til að halda þess- um rekstri áfram. Fleira kemur til. Árið 2011 var talið að orkuverð í heiminum myndi hækka mikið, en það fór líka á annan veg eins og Mynd 2 sýnir. Vegna nýrrar vinnslutækni í Bandaríkjunum fór það að falla um miðjan þennan áratug og stefnubreyting Trumps forseta bæði í orkumálum og loftslags- málum hefur haldið við því ástandi. Nú spá bandarísk stjórn- völd hægri hækkun fram til 2050, en fráviksspárnar tvær sem Mynd 2 sýnir gefa til kynna hve mikil hætta er í því fólgin að veðja al- farið á eitthvert tiltekið framhald á þróun orkuverðs. Áliðnaðurinn er sérlega næmur fyrir þessari áhættu. Í heild er áhættan sem um ræð- ir að hluta tæknilegs eðlis en að- allega er hún þó af pólitískum toga. Það skiptir til dæmis miklu hvort núverandi loftslagsstefna Bandaríkjanna undir stjórn Trumps eða loftslagsstefna ESB verður ofan á. Bandaríska stefnan getur rutt brautina fyrir lágspána á Mynd 2, en stefna ESB fyrir háspána. Loftslagsstefna ESB hef- ur lítið fylgi hjá stórum hluta mannkyns eins og í Kína, Indlandi og mörgum þróunarríkjum sem vilja ekki taka hana upp nema ríku iðnríkin eyði svo stórum upp- hæðum í þróunaraðstoð og lofts- lagsmál að verulega dragi úr hag- vexti þeirra. Illa gengur að fá almenning í iðnríkjunum til að sætta sig við þær afleiðingar. Það er því ekki hægt að afskrifa lág- spána. Þriðja atriðið sem hefur kippt fótunum undan álverinu í Straumsvík er hækkun á gengi krónunnar vegna mikillar fjölg- unar ferðamanna. Ísland er nú orðið dýrt land að starfa í. Þetta kemur ekki aðeins niður á áliðn- aðinum, heldur öllum iðnaði í land- inu, eins og heyra má af málflutn- ingi talsmanna iðnaðarins þegar þeir tala fyrir lækkun raforku- verðs. Þegar framangreind áhætta er skoðuð er ljóst að sveigjanlegt gengi krónunnar er ekki nóg til að bregðast við þeim áföllum sem á íslenska þjóðarbúinu dynja. Sveigjanlegt raforkuverð gæti bætt þarna úr, en það er tómt mál að tala um markaðsvæðingu að hætti ESB í því samhengi. Ís- lenska raforkukerfið gegnir því hlutverki einu að flytja orku fall- vatna og jarðvarma til notenda og virkjanirnar hafa það hlutverk eitt að breyta þessari orku í flutnings- hæft form sem er rafmagn. Það er því rétt að eðli máls að líta á virkj- anir sem hluta flutningskerfisins fremur en sem framleiðslueiningar fyrir vöru, enda eru þær frá nátt- úrunnar hendi misdýrar og geta því ekki keppt hver við aðra á grundvelli jafnstöðu. Ísland er afar smátt þjóðfélag, en það merkir að fall fyrirtækja sem teljast smá á erlendan mæli- kvarða veldur meiri háttar efna- hagslegri truflun hér. Við þurfum því meira svigrúm til að bregðast við slíkum hlutum en orkupakk- arnir og EES-samningurinn gefa. Íslensk stjórnvöld þurfa að losa um þær hömlur sem þar leggjast á okkur þannig að við höfum fullt frelsi yfir auðlindum okkar, til mörkunar orkustefnu og mótunar á raforkumarkaði. Orkuauðlindir Íslands og orka þeirra eiga að vera utan EES-samningsins eins og ætlað var við gerð hans. Blóðmjólkun er bágur búskapur Eftir Elías Elíasson » Þegar framangreind áhætta er skoðuð er ljóst að sveigjanlegt gengi krónunnar er ekki nóg til að bregðast við þeim áföllum sem á ís- lenska þjóðarbúinu dynja. Sveigjanlegt raf- orkuverð gæti bætt þarna úr. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.