Morgunblaðið - 25.02.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
Knattspyrnumaðurinn
Kolbeinn Sigþórsson er fæddur
árið 1990, einu ári á undan mér.
Við ólumst upp í sama hverfi og
sá ég hann reglulega á æfingum
og í leikjum með Víkingi Reykja-
vík. Þá vorum við um tíma saman
í Réttó.
Það var vitað þegar Kolbeinn
var kornungur að hann myndi ná
langt. Það var líka vitað þegar ég
var ungur að ég myndi ekki ná
langt, en það er ekki aðalatriðið í
þessari sögu.
Einhverra hluta vegna fékk
ég samt sem áður að vera í
bekkjarliði mínu á fótboltamóti
Réttó. Að sjálfsögðu fór ég í
markið og ekki mátti verja með
höndum. Það gekk svo sem
ágætlega.
Svo mættum við Kolbeini og
bekkjarbræðrum hans. Við stóð-
um vel í stórstjörnunni og vinum
hans en urðum að lokum að játa
okkur sigraða, 0:2, ef ég man
rétt, en það eru orðin sextán ár
síðan.
Í stöðunni 0:0 átti Kolbeinn
algjöra bombu að marki og ég
fann hvernig tíminn hægði á sér.
Ég sá boltann stefna að mér
löturhægt, en á sama tíma gat
ég lítið gert. Ég beið bara eftir að
fá hann í mig.
Boltinn fór í mig miðjan, á
eins vondan stað og hann gat
farið. Ég man hvernig ég hneig
niður í grasið og gat varla andað.
Svo sá ég að einn félagi hans tók
frákastið og skoraði á meðan ég
lá í grasinu.
Það eina sem er verra en að
fá bombu frá Kolbeini Sigþórs-
syni í punginn er að fá bombu frá
Kolbeini Sigþórssyni í punginn
og sjá liðsfélaga hans skora
framhjá þér strax í kjölfarið. Ég á
engin börn í dag og ég kenni
honum um.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenskir knattspyrnumenn þreyta
ekki frumraun sína á hverjum degi í
einni af sterkustu deildum Evrópu.
Það telst því til tíðinda að um síð-
ustu helgi, á sama sólarhringnum,
léku tveir Íslendingar í fyrsta
skipti í efstu deildum Þýskalands
og Ítalíu.
Samúel Kári Friðjónsson kom
inn á hjá Paderborn gegn stórveld-
inu Bayern München á 81. mínútu á
föstudagskvöldið og spilaði þar með
í fyrsta sinn í þýsku Bundesligunni,
daginn fyrir 24. afmælisdaginn
sinn. Engu munaði að Samúel tæki
þátt í afar óvæntum úrslitum því
Robert Lewandowski skoraði
sigurmark Bayern, 3:2, á 88. mín-
útu leiksins.
Andri Fannar Baldursson kom
inn á sem varamaður hjá Bologna
gegn Udinese eftir 58 mínútna leik í
ítölsku A-deildinni á laugardaginn.
Hann gat fagnað í uppbótartíma
leiksins því þá jafnaði Rodrigo
Palacio fyrir Bologna og leikurinn
endaði 1:1.
Samúel fjórtándi í Þýskalandi
Samúel er fjórtándi Íslendingur-
inn sem spilar í Bundesligunni
þýsku, frá því Atli Eðvaldsson lék
þar fyrstur árið 1980. Síðan bætt-
ust við Ásgeir Sigurvinsson, Pétur
Ormslev, Lárus Guðmundsson,
Magnús Bergs, Eyjólfur Sverris-
son, Helgi Sigurðsson, Þórður Guð-
jónsson, Bjarni Guðjónsson, Gunn-
ar Heiðar Þorvaldsson, Gylfi Þór
Sigurðsson, Aron Jóhannsson og
Alfreð Finnbogason.
Þrír af þessum eru langleikja-
hæstir en Eyjólfur spilaði 250 leiki í
Bundesligunni, Atli 224 og Ásgeir
211. Alfreð er næstur á eftir þeim
með 81 leik í deildinni.
Andri fimmti á Ítalíu
Andri Fannar er aðeins fimmti Ís-
lendingurinn sem spilar í ítölsku A-
deildinni en á undan honum voru það
Albert Guðmundsson, Emil Hall-
freðsson, Birkir Bjarnason og Hörð-
ur Björgvin Magnússon. Birkir er
nú kominn þangað aftur og spilar
með Brescia en hann hefur leikið 42
leiki í deildinni. Albert lék 14 leiki
með AC Milan en alvarleg meiðsli
komu í veg fyrir að þeir yrðu fleiri.
Emil hefur leikið 177 A-deildarleiki
með Reggina, Verona, Udinese og
Frosinone og Hörður Björgvin 12
leiki með Cesena.
Andri yngstur og Sigurður
yngstur í byrjunarliði
Þá varð Andri yngstur Íslendinga
til að spila deildarleik í einni af fimm
„stærstu“ deildum Evrópufótbolt-
ans en þar er átt við England,
Þýskaland, Ítalíu, Spán og Frakk-
land.
Andri Fannar, sem kom til Bo-
logna frá Breiðabliki snemma á síð-
asta ári, varð 18 ára þann 10. janúar
sl. og er því nokkrum mánuðum
yngri en Skagamaðurinn Sigurður
Jónsson var þegar honum var teflt
fram í byrjunarliði Sheffield
Wednesday gegn Leicester á Filbert
Street í Leicester 9. mars árið 1985,
í efstu deild á Englandi. Sigurður
var þá 18 ára og sex mánaða gamall
og er ennþá sá yngsti til að byrja
leik í einni af þessum fimm deildum.
Fjórir af þeim bestu
byrjuðu kornungir
Þegar horft er út fyrir þessar
„stóru fimm“ deildir hafa nokkrir ís-
lenskir knattspyrnumenn leikið
kornungir með sterkum félagsliðum
í Evrópu, þar á meðal fjórir af bestu
knattspyrnumönnum Íslandssög-
unnar.
Arnór Guðjohnsen var 17 ára og
þriggja mánaða gamall þegar hann
lék fyrst með Lokeren í belgísku A-
deildinni gegn Club Brugge 4. nóv-
ember 1978, og rúmum mánuði eldri
þegar hann gerði bæði mörk Loke-
ren í 2:0 sigurleik gegn Liege.
Eiður Smári Guðjohnsen, sonur
Arnórs, var 17 ára og fjögurra mán-
aða þegar hann kom inn á hjá PSV
Eindhoven í 4:1 sigri á Breda í hol-
lensku úrvalsdeildinni, 16. janúar ár-
ið 1996. Mánuði síðar skoraði hann
sitt fyrsta mark í deildinni, í 7:0 sigri
PSV á Volendam.
Ásgeir Sigurvinsson var 18 ára
og fimm mánaða þegar hann var í
byrjunarliði hjá Standard Liege
gegn Beerschot í sínum fyrsta leik í
belgísku A-deildinni í október árið
1973.
Þá var Pétur Pétursson 19 ára
gamall þegar hann skoraði 11 mörk í
16 leikjum fyrir Feyenoord í hol-
lensku úrvalsdeildinni veturinn
1978-1979, og tvítugur þegar hann
gerði 32 mörk fyrir félagið tímabilið
1979-1980.
Tveir nýir á sama sólarhring
Íslenskir fótboltamenn þreyttu frumraun sína í þýsku og ítölsku deildunum
Andri yngstur í stærstu deildunum Fjórir af þeim bestu byrjuðu kornungir
Ljósmynd/Bologna
Bologna Andri Fannar Baldursson
faðmar 38 ára gamlan liðsfélaga.
Ljósmynd/aðsend
Paderborn Samúel Kári Friðjóns-
son spilaði gegn Bayern München.
Körfuboltamaðurinn Valur Orri
Valsson er á leið til Keflavíkur eftir
þriggja og hálfs árs fjarveru, en
hann hefur leikið með Florida Tech
í bandaríska háskólaboltanum frá
2016. Vísir greindi frá þessu í gær.
Valur Orri er 25 ára gamall bak-
vörður sem hóf ferilinn í Njarðvík
þar sem hann lék þrjá leiki 15 ára
gamall í úrvalsdeildinni en lék síð-
an eitt tímabil með FSu á Selfossi í
1. deild. Hann spilaði síðan með
Keflavík frá 2012 til 2016 þar sem
hann gerði 12,6 stig í leik í úrvals-
deildinni síðasta tímabilið.
Valur snýr aftur
til Keflavíkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimkoma Valur Orri Valsson lýk-
ur tímabilinu með Keflavík.
Knattspyrnumaðurinn Aron Jó-
hannsson skoraði langþráð mörk í
gærkvöld þegar hann gerði tvö
mörk og lagði eitt upp í sigri
Hammarby á Varberg, 5:1, í
sænsku bikarkeppninni. Aron skor-
aði síðast fyrir tveimur árum, 2.
mars 2018, fyrir Werder Bremen
gegn Mönchengladbach í þýsku
Bundesligunni. Hann missti af nán-
ast heilu tímabili í kjölfarið en kom
til liðs við Hammarby síðsumars
2019 og náði þá ekki að skora í tíu
leikjum með liðinu í úrvalsdeild-
inni.
Langþráð mörk
hjá Aroni
Ljósmynd/Hammarby
Tvenna Aron Jóhannsson fagnar
fyrra marki sínu gegn Varberg.
Útbreiðsla kórónuveirunnar á
norðurhluta Ítalíu hefur haft mikil
áhrif á knattspyrnuna þar í landi
undanfarna sólarhringa. Fjölmörg-
um leikjum var frestað um helgina
og félög hafa gripið til ýmissa ráð-
stafana. Brescia, félag Birkis
Bjarnasonar, gaf út í gær að allt
unglingastarf yrði lagt niður fram
yfir mánaðamótin hið minnsta.
Forseti ítalska knattspyrnu-
sambandsins, Paolo Dal Pinto,
sendi ríkisstjórn Ítalíu bréf í gær
þar sem hann óskaði eftir því að
hætt væri við frestanir leikja en í
stað þess yrðu þeir leiknir án áhorf-
enda til að forðast fjölmenni og
mögulegt smit.
Ítalir gætu annars lent í vand-
ræðum með að ljúka tímabilinu,
sem þarf að vera lokið 24. maí
vegna lokakeppni Evrópumóts
karla.
Heimaleik Inter Mílanó í A-deild
karla var frestað um helgina en Int-
er á að taka á móti Ludogorets frá
Búlgaríu í Evrópudeildinni á
fimmtudagskvöldið. Þar verður
leikið án áhorfenda en það var stað-
fest í gærkvöld.
Þá hafa Frakkar áhyggjur af því
að fá um 3.000 stuðningsmenn Juv-
entus yfir til Lyon vegna leiks lið-
anna í Meistaradeild Evrópu annað
kvöld. vs@mbl.is
Vilja frekar
tóma velli
en frestanir
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslandsmeistarar Selfoss unnu
öruggan 33:29-sigur á Stjörnunni á
útivelli í Olísdeild karla í handbolta
í gærkvöld. Selfoss skoraði tvö
fyrstu mörkin og héldu undirtök-
unum út allan leikinn og var Stjarn-
an aldrei líkleg til þess að ná að
jafna metin.
Liðin mættust í bikarkeppninni 5.
febrúar síðastliðinn og fór Stjarnan
þá illa með Selfyssinga í sama húsi,
34:21. Allt annað var að sjá til Sel-
fossliðsins í gær og eru meistar-
arnir að komast á skrið á besta
tíma. Sigurinn var sá þriðji í röð og
sá þriðji í röð sem er sannfærandi.
Haukur Þrastarson er búinn að
vera einstaklega góður síðan hann
kom heim af Evrópumótinu í janúar
og þá hefur innkoma Einars
Sverrissonar eftir meiðsli gert mik-
ið fyrir Selfoss. Margir leikmenn
Selfoss geta spilað býsna vel.
Magnús Öder Einarsson fór t.d fyr-
ir Selfyssingum þegar það hægðist
örlítið á Hauki í seinni hálfleik.
Selfoss er ekki á meðal líklegustu
liða þegar kemur að úrslitakeppn-
inni en haldi ríkjandi meistararnir
áfram á þessari braut verður erfitt
fyrir hvaða lið sem er að slá þá úr
leik. Stjarnan hafnaði í áttunda sæti
á síðustu leiktíð og mun líklega
gera það aftur núna. Það er lítið um
framfarir í Garðabæ, þótt mikið hafi
verið lagt í liðið síðustu ár. Það
hljóta að vera vonbrigði þar á bæ.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjarna Haukur Þrastarson var skærasta stjarnan gegn Stjörnunni.
Komu fram hefnd-
um í Garðabæ
Íslandsmeistararnir að komast á skrið