Morgunblaðið - 25.02.2020, Qupperneq 32
Kabarett og tangó
á Tíbrártónleikum
Kraftmiklir og
tælandi tónar
munu óma á tón-
leikum í röðinni
Tíbrá í Salnum í
kvöld kl. 19.30. Þá
munu Guja Sand-
holt mezzósópr-
an, Geirþrúður
Ása Guðjónsdóttir
fiðluleikari og píanóleikarinn Eva Þyri
Hilmarsdóttir flytja verk eftir Ben-
jamin Britten og Kurt Weill, tangóa
og lög sem Marlene Dietrich, Lotte
Lenya og Ute Lemper gerðu fræg.
Tónleikakynning með sófaspjalli
verður fyrir tónleikana í fordyri Sal-
arins í umsjón Friðriks Margrétar-
Guðmundssonar og hefst hún kl.
18.30 en húsið verður opnað hálf-
tíma fyrr.
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Hinn sextán ára gamli Kristján
Viggó Sigfinnsson er í sérflokki í
grein sinni, hástökki, hér á landi
og stefnir á að ná langt í íþrótt-
inni. Hann náði langþráðu tak-
marki um helgina með því að fara
yfir 2,15 metra og hefur nú sett
markið hærra en segir að sig vanti
meiri samkeppni í greininni hér á
landi. »26
Meistarann vantar
meiri samkeppni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran
og nemi við tónlistarháskólann í Vín í
Austurríki, syngur einsöng á tón-
leikum Kvennakórsins Cantabile,
sem hefjast klukkan 20 í Fríkirkjunni
í Reykjavík nk. fimmtudagskvöld.
Hún frumflytur meðal annars lag eft-
ir Björgvin Þ. Valdimarsson við ljóð
Margrétar Pálmadóttur, stjórnanda
kórsins.
Þetta er í fyrsta sinn sem Marta er
einsöngvari á fjölmennum kórtón-
leikum hjá Möggu Pálma en hún ólst
upp í kórastarfi hennar, var félagi í
Stúlknakór Reykjavíkur frá sex ára
aldri og söng með dömukórnum Au-
roru samfara einsöngsnáminu. Auk
þess lærði hún í Domus vox, söng-
skóla Möggu, og fór í framhaldsnám í
Söngskóla Reykjavíkur, þar sem hún
lærði hjá Signýju Sæmundsdóttur.
Hún hefur staðið sig vel í söngnum og
sigraði meðal annars í klassísku
söngkeppninni Vox Domini hér á Ís-
landi árið 2017.
„Magga hvatti mig áfram og á
stóran þátt í því að ég fór í frekara
söngnám,“ segir Marta. „Hún hefur
fylgst með mér vaxa og dafna og
verða sú söngkona sem ég nú er, en
þetta er stærsta tækifæri mitt hjá
henni. Það er ótrúlega gaman og
mikill heiður að hún treysti mér fyrir
þessu.“
Fyrir um 25 árum stofnaði Magga
kórinn Gospelsystur Reykjavíkur,
sem varð að Cantabile fyrir konur 50
ára og eldri 2002. „Við Gospelsystur
vorum um 130 og nú eru um 60 fé-
lagar í Cantabile og þar af um 50 þétt
starfandi í kórnum,“ segir hún, en
næsta verkefni erlendis verður söng-
ferð til Írlands um hvítasunnuna.
Næturdrottning með drauma
Söngkonur úr Domus vox syngja
með kórnum á tónleikunum í Frí-
kirkjunni og auk Mörtu syngur Matt-
hildur G. Hafliðadóttir, mezzósópran
og dóttir Möggu, einsöng. „Við verð-
um um 80 söngkonur á þessum
kveðjutónleikum áður en ég fer til
Rómar til að kynna mér messusöng
og fleira í mánuð,“ segir Magga.
Söngur hefur fylgt Mörtu frá því
hún man eftir sér. Hún bendir á að
sem barn hafi hún meðal annars ver-
ið í sönglist í Borgarleikhúsinu og
sem nemandi í Hlíðaskóla hafi hún
tekið þátt í leiklist og söngleikjum.
„Ég hef alltaf haft óskaplega gaman
af söng og innst inni vitað að ég vildi
vinna við að vera á sviði og gefa fólki
lítinn part af sjálfri mér.“
Töfraflautan eftir Mozart verður
sett upp í tónlistarháskólanum í Vín í
vor og þá verður Marta í hlutverki
Næturdrottningarinnar. Að háskóla-
náminu loknu ætlar Marta að reyna
fyrir sér í óperuhúsum í Evrópu, en
hún er komin vel á veg í náminu, er á
þriðja ári af fjórum. „Draumurinn er
auðvitað að syngja á sviði og upp-
skera eins og til hefur verið sáð.“
Hún áréttar gleði yfir því að syngja
einsöng með Cantabile og segir að
ljóð Möggu sé yndislegt. „Að vita það
að þessi texti varð til hjá Möggu er
sérstaklega fallegt. Ég hef þekkt
hana nánast allt mitt líf og þetta er
eins og að horfa inn í sálina hennar.“
Morgunblaðið/Eggert
Einsöngvari Marta Kristín Friðriksdóttir syngur með Cantabile á tónleikum í Fríkirkjunni annað kvöld.
Sálin styrkir sönginn
Marta Kristín Friðriksdóttir einsöngvari á tónleikum
Kvennakórsins Cantabile Næturdrottningin í Vínarborg
Íslendingar eignuðust leikmenn í
tveimur af sterkustu fótboltadeild-
um Evrópu á sama sólarhringnum
þegar Samúel Kári Friðjónsson og
Andri Fannar Baldursson léku í
fyrsta skipti í Þýska-
landi og á Ítalíu
um helgina. Andri
er aðeins átján
ára og er kominn í
hóp með nokkr-
um af þekkt-
ustu knatt-
spyrnumönn-
um landsins
sem hófu feril-
inn kornungir
með sterkum
félagsliðum.
»27
Tveir nýir á sama
sólarhringnum