Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 14
Rannveig hefur ekki farið á svig við sorg- ina í lífinu en þau eiginmaður hennar, Jón Heiðar Ríkharðsson vélaverkfræðingur, hafa misst tvo drengi; annar fæddist and- vana en hinn lést skömmu eftir fæðingu. „Sársaukafull reynsla af þessu tagi gefur manni nýja sýn á lífið og skerpir fókusinn. Eins sárt og það er að missa barn þá er mikilvægt að dvelja frekar við það sem maður hefur en ekki það sem maður fær ekki breytt. Lífið er alltof yndislegt til að njóta þess ekki,“ segir Rannveig en þau Jón Heiðar eiga þrjár dætur, þrjátíu, 27 og nítján ára gamlar. „Við höfum verið gift í yfir þrjátíu ár og sá tími hefur fært okkur svo ótal margt sem er mikils virði.“ Elsta dóttirin er verkfræðingur, líkt og Hefur misst tvo drengi móðir hennar, og er forstjóri í nýsköp- unarfyrirtækinu Atmonia, sem hefur þann tilgang að finna nýjar leiðir til að framleiða köfnunarefnisáburð. „Hún valdi sér starf sem hún hefur gaman af en það eru ákaflega vanmetin lífsgæði að þykja gaman í vinnunni. Sumir kynnast því aldrei og líta fyrir vikið á vinnu sem kvöð. Það er slæmt hlutskipti í lífinu,“ segir Rannveig. Næstelsta dóttirin „listaspíran í fjöl- skyldunni“, eins og móðir hennar orðar það lærði arkitektúr og sú yngsta var að hefja háskólanám. „Hver þeirra fer sína leið og ósk okkar foreldranna er einföld – að þeim líði vel og að þær finni sig í því sem þær taka sér fyrir hendur.“ kennum sem ég hef fundið fyrir und- anfarið.“ Álverið í Straumsvík hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu vegna óska Rio Tinto um endurskoðun á raforkusamn- ingnum við Landsvirkjun og Rannveig við- urkennir að þetta sé ekki heppilegasti tím- inn til að fara í leyfi en heilsan gangi að sjálfsögðu fyrir. „Þetta er á vissan hátt fúlt enda hefur mér liðið ljómandi vel í þessu starfi og stór verkefni framundan. Það er verið að taka á raforkumálunum enda þarf að gera upp við sig hvort á að fara eða vera. Við höfum unnið ötullega að því að ná fram hagræðingu í rekstrinum sem hefur skilað miklum árangri. Rio Tinto sendi hingað hóp sérfræðinga í fyrra til að fara yfir alla kostnaðarliði rekstrarins. Þeir fundu ekkert sem við sem stjórnum í Straumsvík höfðum ekki þegar gert eða bent á. Það er því Rio Tinto alveg dagljóst að vandamálið liggur í raforkusamningnum við Landsvirkjun. Þess vegna hefur verið leiðinlegt að horfa upp á suma fara í mann- inn en ekki boltann í þessari umræðu, reyna að afvegaleiða umræðuna og benda á annars konar rekstrarvanda. Til að rekstur- inn verði sjálfbær í Straumsvík þarf raf- orkuverðið að vera samkeppnishæft. Til framtíðar litið er það forsenda áframhald- andi verðmætasköpunar í Straumsvík.“ Fyrirtækið í góðum höndum Að tillögu Rannveigar hefur Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri félagsins og stað- gengill Rannveigar til 16 ára tekið við sem starfandi forstjóri. Við starfi hans tekur Guðdís Helga Jörgensdóttir og verður hún starfandi fjármálastjóri. Tveir leiðtogar úr verksmiðjunni, verk- fræðingarnir Sigríður Guðmundsdóttir og Óskar Arnórsson verða einnig Sigurði Þór til aðstoðar á skrifstofu forstjóra. „Mér fannst mjög mikilvægt að skilja fyrirtækið eftir í góðum höndum og þess vegna gerði ég þetta að tillögu minni. Rio Tinto samþykkti það um leið, sem gladdi mig. Rio Tinto bakkar mig með öðrum orð- um alveg upp og af því er gott að vita eftir öll þessi ár. Það var mikilvægt fyrir mig að gera þetta á mínum forsendum og skilja ekki við fyrirtækið úti á rúmsjó. Auðvitað á ég ekki þessa verksmiðju en hún á mikið í mér.“ Rannveig fann einnig fyrir mikilli hlýju og stuðningi þegar hún greindi starfsfólki álversins frá veikindum sínum. „Stór starfs- mannafundur þar sem ég greindi frá þessu endaði með því að fjölmargir föðmuðu mig og óskuðu mér góðs gengis. Það var ómet- anlegt, þetta var augnablik sem ég mun aldrei gleyma og mjög gott veganesti inn í veikindaleyfið. Ég hef alltaf vitað að það starfi gott fólk í Straumsvík og þetta styrkti mig í þeirri trú.“ Ekki er komin dagsetning á endurkomu Rannveigar en staðan verður metin í sam- ráði við hjartalækninn með haustinu. „Ég á töluvert orlof inni, þannig að vel má vera að ég komi til að byrja með inn í stuttan tíma og fari svo aftur í frí áður en ég kem aftur af fullum krafti. Við sjáum til. Ég hlakka í öllu falli til að koma aftur til starfa.“ Karlar eru oft stoltari Enda þótt hún vissi innst inni að ekki var um annað að ræða en að fara í leyfi þá við- urkennir Rannveig að ákvörðunin hafi verið erfið. „Að sumu leyti hefði verið auðveldara að halda bara áfram og taka áhættuna. Það þarf hugrekki til að stíga til hliðar og setja sig þar með á skotskífuna. En í mínum huga er engin skömm að veikjast og gefa sér tíma til að ná heilsu á ný.“ Sigurjón Rist (til vinstri) og Eberg Elefsen við rennslismælingar í Skeiðará haustið 1976. Morgunblaðið/RAX Rannveig ávarpar starfsmenn við vígslu á nýju húsi í álverinu í Straumsvík árið 2005. Morgunblaðið/ÞÖK „Annars vegar skiptir það mig miklu máli að hafa allt uppi á borðinu og koma um leið í veg fyrir að einhverjar sögur fari á kreik og hins vegar langar mig að vekja athygli á mikilvægi þess að fólk gefi heilsufarslegum hættu- merkjum gaum áður en það er um seinan,“ segir Rannveig Rist. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.