Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020 Íslendingar eru upp til hópa keppnisfólk. Við keppum í öllu mögulegu; fót-bolta, fegurð, myndlist, söng og meira að segja pönnukökubakstri áLandsmótum ungmennafélaganna. Ætli það sé ekki einsdæmi í heim- inum? Einu höfum við þó aldrei keppt í, alltént ekki svo ég viti. Það er svefn. Samt blasir það við. Sumir geta ómögulega keppt í fótbolta, hvað þá fegurð, söng, myndlist og pönnukökubakstri. En öll þurfum við að sofa og hljótum fyrir vikið að vera gjaldgeng á Íslandsmeistaramótinu í svefni. Nema þá helst allra hörðustu naglarnir sem halda því fram fullum fetum að þeir þurfi ekki að sofa nema í tvo til þrjá tíma á sólarhring. Áttu annan, lagsi? Og ekki skortir áhugann. Við er- um dugleg að flytja inn allskonar sérfræðinga frá útlöndum til að kenna okkur að sofa og fullt er út úr dyrum þegar þeir taka til máls í samkomuhúsum landsins. Enda er fátt betra í þessu lífi en góður svefn. Nema þá helst góðar hægðir. Ég sé fyrir mér íþróttahúsið í Digranesi. Nei, bíðum við, sjálfa Egilshöllina, þar sem karlar og kon- ur reyna með sér á Íslandsmeist- aramótinu í svefni. Og allir á eins beddum; ekkert formúlu eitt-kjaftæði yrði liðið. Þar sem sum rúm eru betri en önnur. Það yrði svindl. Keppnin yrði að sjálfsögðu send út í beinni útsend- ingu í sjónvarpi. Veit ekki hvort hún gerði sig í útvarpinu. Kveikjan að þessum pistli var samtal við son minn í vikunni en hann er mikill áhugamaður um svefnvenjur og kom sér fyrir skemmstu upp forláta hring sem mælir svefn hans í bak og fyrir. Nóttina áður hafði hringurinn gef- ið honum 9 í einkunn fyrir svefn sem hlýtur að teljast mjög gott á allan al- mennan mælikvarða. Ég hafði reyndar mestan áhuga á því hvort hringurinn væri þess umkominn að taka afrit af draumum manna en svo er því miður ekki. Þekki ég vísindamenn rétt hlýtur slíkur hringur þó að koma á markað innan fárra ára. Hugsið ykkur þvílík veisla það yrði! En aftur að Íslandsmeistaramótinu í svefni. Svefn er ekki sama og svefn og þess vegna er tímafjöldi afstæður. Þannig er ekki víst að maður sem sefur laust og illa í fjórtán klukkustundir sé betur hvíldur en maður sem sefur eins og hestur í sjö klukkustundir. Raunar allar líkur á því að sá síðarnefndi sé betur búinn undir átök dagsins. En úr þessu myndi Íslandsmeistaramótið auðvitað skera, þar sem svefnkóngur og svefndrottning Íslands yrðu krýnd. En hafið mig nú afsakaðan; það er að svífa á mig einhver höfgi. Zzzzzzzzzzzzzz … Íslandsmeistara- mótið í svefni Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég hafði reyndarmestan áhuga á þvíhvort hringurinn væriþess umkominn að taka afrit af draumum manna en svo er því miður ekki. Sindri Freyr Steinsson Tvær. Þær voru allt í lagi, ekkert spes. SPURNING DAGSINS Hvað borð- aðir þú margar bollur á bolludag? Xailette Bustamante Enga á bolludag en sex á sunnudag- inn. Tvær í morgunmat, tvær í há- degismat og tvær í kvöldmat. Gunnar Páll Einarsson Tvær. Þær voru ekkert sérlega góðar. Þórey Anna Ásgeirsdóttir Ég borðaði tvær bollur með vanillukremi. Rosa góðar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók RAX Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði sýnir um þessar mundir Önnu Frank í leikstjórn Sigurðar Líndal. Járnbrá Karítas Guðmundsdóttir leikur Önnu Frank. Sýnt verður á föstudags- og laugardagskvöldum fram á vor. Miðar fást á tix.is. Sagan sem má ekki gleymast JÁRNBRÁ KARÍTAS GUÐMUNDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hvernig kom það til að þú fékkst aðalhlutverkið í Önnu Frank? Mamma sagði mér frá prufunum og ég ákvað að skella mér. Í flýti um morguninn tók ég með mér ljóð eftir langömmu mína og spann svo í kringum það. Ég var frekar lítið undirbúin. Svo feng- um við líka texta frá leikstjóranum en prufurnar voru heila helgi. Þegar ég var nýkomin heim á sunnudagskvöldinu hringdi leik- stjórinn og spurði hvort ég vildi hlutverkið. Það kom mér svaka- lega á óvart, af því að ég var líka búin að segja þeim að ég væri í alls konar öðru, eins og dansi. En þau vildu mig samt og ég var mjög glöð. Hefurðu alltaf haft áhuga á leiklist? Mamma sendi mig á leiklistarnámskeið þegar ég var lítil og þá kviknaði áhuginn. Ég hef oft farið á sýningar í Freyvangsleik- húsinu og líka leikið í sýningum en þetta er í fyrsta sinn sem ég er í aðalhlutverki. Ætlar þú að leggja leiklist fyrir þig? Ég veit ekki hvað ég ætla að verða, en kannski leikkona. Það kemur í ljós. Varstu búin að lesa Önnu Frank áður en þú fórst í prufuna? Já, ég las hana fyrst þegar ég var tólf, þrettán. Ég skildi svo vel hvernig Anna hugsaði og hvernig henni leið. Það er náttúrlega hræðilegt hvernig sagan endar. Finnst þér þessi saga enn eiga erindi í dag? Já, þessi saga þarf alltaf að vera sögð. Ég þekki marga sem vita ekki hver Anna Frank var. Ég vil alls ekki að þessi saga gleymist. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Ástarjátning Cauda Collective 1. mars kl. 16 Nánar á harpa.is/sigildir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.