Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020 08.00 Strumparnir 08.25 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.10 Mæja býfluga 09.20 Latibær 09.30 Ævintýri Tinna 09.55 Latibær 10.20 Óskastund með Skoppu og Skítlu 10.35 Zigby 10.45 Lukku láki 11.10 Lína langsokkur 11.35 Friends 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 The Dog House 14.35 American Woman 15.00 Steinda Con – Heimsins furðulegustu hátíðir 15.50 Heimsókn 16.15 60 Minutes 17.05 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.48 Sportpakkinn 19.05 Nostalgía 19.25 McMillions 20.15 Deadwater Fell 21.00 The Sinner 21.45 Homeland 22.35 The Outsider 23.25 Big Little Lies ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Eitt og annað frá Akra- nesi 20.30 Tónkvíslin 2020 22.30 Eitt og annað frá Akra- nesi Endurt. allan sólarhr. 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Áskoranir iðnaðarins (e) 21.30 Stóru málin (e) Endurt. allan sólarhr. 13.25 The King of Queens 13.45 How I Met Your Mother 14.10 The Bachelor 16.10 Malcolm in the Middle 16.30 Everybody Loves Ray- mond 16.55 The King of Queens 17.15 How I Met Your Mother 17.40 The Kids Are Alright 18.05 Með Loga 19.05 Pabbi skoðar heiminn 19.40 A.P. BIO 20.10 This Is Us 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Wisting 22.35 The Walking Dead 23.30 The Handmaid’s Tale 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Bústaðakirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Glans. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Tvíleikur. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Minningargreinar. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.40 Molang 07.43 Klingjur 07.54 Minnsti maður í heimi 07.55 Hæ Sámur 08.02 Hrúturinn Hreinn 08.09 Bréfabær 08.20 Letibjörn og læmingj- arnir 08.27 Stuðboltarnir 08.38 Konráð og Baldur 08.50 Disneystundin 08.51 Dóta læknir 09.14 Sígildar teiknimyndir 09.21 Músahús Mikka – 8. þáttur 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.05 Heimssýn barna 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – samatekt 13.35 Söngvakeppnin 2020 15.45 Merkisdagar – Ferming 16.15 Gengið um göturnar 16.45 Lamandi ótti – Caroline 17.00 Söngfuglar 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Lífsins lystisemdir 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Hljómskálinn 21.05 Ísalög 21.55 Franskir bíódagar – Sól- in innra með mér 23.30 Elling 13 til 14 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall. 14 til 16 Júrósnakk K100 Siggi Gunnars og Ásgeir Páll gera upp úrslitin í Söngvakeppninni 2020 og spá í hvernig Eurovision fer í vor. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Sofia Vergara og Heidi Klum setjast í dómarasætin í hæfileikakeppninni America’s Got Talent. Við þekkj- um Sofiu úr þáttunum Modern Family og Heidi Klum er heimsþekkt ofurfyrirsæta. Með þeim sem dómarar eru Simon Cowell, Terry Crews og Howie Mandel. Sofia Vergara og Heidi Klum í dómarasætið Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐU VERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin 500 mg paracetamól töflur - 20 stk og 30 stk Washington. AFP. | Jörðin er kom- in með annað tungl að sögn stjörnu- fræðinga, sem greint hafa fyrir- bærið á braut um jörðu. Nýja tunglið er reyndar aðeins á stærð við bíl. Vísindamennirnir Kacper Wierzc- hos og Teddy Pruyni hjá stjörnu- skoðunarstöðinni Catalinu í Arizona sáu tunglið á næturhimninum 15. febrúar. Tunglið er 1,9 til 3,5 metrar í þvermál. „STÓRFRÉTT. Jörðin hefur tímabundið fangað nýtt fyrirbæri/ mögulegan örmána sem nefnist 2020 CD3,“ tísti Wierzchos á miðvikudag og bætti við að sennilega væri um að ræða loftstein af C-gerð. Stjörnu- fræðingurinn sagði að þetta væri „stórmál“ þar sem þetta væri aðeins annar loftsteinninn sem vitað væri um að hefði farið á braut um jörðu frá 2006. Sá loftsteinn var nefndur RH120 og greindist einnig í stjörnu- skoðunarstöðunni Catalinu. Hann sagði að braut loftsteinsins gæfi til kynna að hann hefði komist á braut um jörðu fyrir þremur árum. Samkvæmt tilkynningu frá smá- stirnamiðstöð stjarneðlisfræðistofn- unar Smithsonian-stofnunarinnar, sem safnar upplýsingum um minni- háttar plánetur og loftsteina, hefur ekkert fundist sem bendir til þess að um manngert fyrirbæri sé að ræða. Því má ráða að um sé að ræða loft- stein, sem aðdráttarafl jarðar hefur gripið. Sagði í tilkynningu að sam- kvæmt útreikningum á ferli hlut- arins mætti ætla að hann yrði tengd- ur jörðinni tímabundið. Tæknifrumkvöðullinn Elon Musk sá ástæðu til að greina sérstaklega frá því að hvað sem liði stærð loft- steinsins væri hér ekki komin bifreið sem hann skaut út í geim árið 2018. Þar var um að ræða bíl af gerðinni Tesla Roadster og er nú á braut um- hverfis sólina. „Hann er ekki minn,“ tísti Musk. Hinn nýi granni jarðarinnar er ekki á stöðugri braut umhverfis hana. Er því talið ólíklegt að hann muni lengi fylgja jörðinni. „Hann er á leiðinni frá kerfi jarð- ar og tungls í þessum töluðum orð- um,“ sagði Grigori Fedorets, sem vinnur að rannsóknum við Drottn- ingarháskólann í Belfast á Norður- Írlandi, í viðtali við fagtímaritið New Scientist. Taldi hann að steinninn myndi jafnvel verða horfinn af braut umhverfis jörðina í apríl. Aðeins er vitað til þess að það hafi gerst einu sinni áður að loftsteinn hafi farið á braut umhverfis jörðu. Hann var nefndur 2006 RH120 og hringsólaði um plánetuna frá sept- ember 2006 til júní 2007. Sá steinn er aðeins tveir til þrír metrar í þver- mál og er venjulega á braut um- hverfis sólu, að því er kemur fram á Wikipediu, þegar hann kemst í tæri við jörð og tungl á 20 ára fresti getur hann söðlað um og lagt lag sitt við jörðina. Máninn gerir tilraun til að skyggja á sólina. Nýja tunglið er aðeins á stærð við bíl og mun því tæplega reyna að vekja athygli á sér með þessum hætti. AFP HRINGSÓLANDI FYLGIHNÖTTUR Á STÆRÐ VIÐ BÍL Nýr örmáni á braut um jörðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.