Morgunblaðið - 03.03.2020, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Stöðugur vöxtur hefur verið hjá sölufélaginu Mar-
ós GmbH í Cuxhaven sem selur íslenskar sjávar-
afurðir á Evrópumarkað en í febrúar voru fjögur
ár frá stofnun félagsins, segir Óskar Sigmunds-
son, eigandi Marós. Hann segir reksturinn hafa
gengið mjög vel og að velta félagsins í fyrra hafa
numið um fimm milljörðum íslenskra króna. „Það
er búið að vera vöxtur frá því við byrjuðum og
óvenju góður gangur í byrjun ársins,“ segir Óskar
og bendir á að sala fyrirtækisins hafi aukist mikið
á fyrstu tveim mánuðum þessa árs, 37% í janúar
og 44% í febrúar.
Kaupendur greiða hærra verð
Fyrirtækið selur fjölbreytt úrval tegunda og
mest inn í þjónustugeirann og hefur frá upphafi
verið lögð áhersla á gullkarfa frá Íslandi. Þá hefur
verð á frystum gullkarfaflökum hækkað mikið og
er nú 84% hærra en fyrir fjórum árum, auk þess er
gullkarfi sem fyrirtækið selur í smásölu seldur á
24% hærra verði en annar frosinn íslenskur karfi,
að sögn Óskars. „Í veitingageiranum seljum við
gullkarfa frá Íslandi í dag á nánast þreföldu verði
tvífrystra karfaflaka úr Kyrrahafinu þannig að
eitthvað virðumst við hafa verið að gera rétt und-
anfarin ár og á ég þá ekki bara við Marós heldur
þau fyrirtæki sem eru að selja gullkarfaflök inn á
þýska markaðinn.“
Að baki árangursins er samhent átak fleiri aðila,
að sögn Óskars sem segir þessar jákvæðu breyt-
ingar sýna hvernig hægt er að auka virðisaukann
með markvissri vinnu og samstilltu átaki í mark-
aðssetningu. Þá sýni þetta einnig að það séu enn
til staðar ónýtt tækifæri í sölu sjávarafurða til
Evrópu.
Hann segir að einn af þeim þáttum sem fyrir-
tækið hefur einblínt á sé að kynna hversu stutt leið
sé á markaðinn með íslenskan karfa borið saman
við karfa frá Asíu og að kaupendur séu í auknum
mæli meðvitaðir um kolefnisspor afurða. „Við
sendum ekki vöruna til Kína og til baka og við
finnum meðbyr hvað það varðar.“ Þá séu sífellt
fleiri að horfa til umhverfisþátta þegar vörur eru
keyptar og kaupendur í auknum mæli reiðubúnir
til þess að borga hærra verð.
Kórónuveiran hefur áhrif
Hann segir einn af þeim þáttum sem fyrirtækið
hefur einblínt á sé að kynna hversu stutt leið sé á
markaðinn með íslenskan karfa borið saman við
karfa frá Asíu og að kaupendur séu í auknum mæli
meðvitaðir um kolefnisspor afurða. „Við sendum
ekki vöruna til Kína og til baka og við finnum með-
byr hvað það varðar.“ Þá séu sífellt fleiri að horfa
til umhverfisþátta þegar vörur eru keyptar og
kaupendur í auknum mæli reiðubúnir til þess að
borga hærra verð.
Óskar viðurkennir að útbreiðsla kórónuveir-
unnar hafi skapað aðstæður sem hafa ýtt enn frek-
ar undir þessa þróun en kveðst vona að sá þáttur
verði ekki viðvarandi. „Þeir [kínversku fyrir-
tækin] eru smám saman að ná sinni afkastagetu
aftur, en það gengur mjög hægt,“ útskýrir hann
og segir þessi fyrirtæki í fyrsta lagi geta komist
með vörur á markaðinn í sumar. „Svo er mark-
aðurinn líka varkár. Það eru blikur á lofti en það
kemur örugglega til með að vera aukin eftirspurn
eftir evrópskri og íslenskri framleiðslu.“
Gæti haft áhrif á aðsókn
Í ár verður sjávarútvegssýningin Seafood Expo
Global/Seafood Processing Global haldin í síðasta
sinn í Brussel og flytur hún til Barcelona á næsta
ári. Óskar telur að flutningurinn geti haft jákvæð
áhrif á aðsókn á sýninguna Fish International í
Bremen, þar sem hún sé nær ákveðnum mörk-
uðum. „Það er svo auðvelt fyrir marga að keyra til
Brussel og það getur haft áhrif á það hverjir sækja
sýninguna. En það á eftir að koma í ljós.“
Eftirspurn eftir íslenskum
afurðum eykst í Evrópu
Vöxtur Óskar Sigmundsson, annar f.h., ásamt teymi Marós. Hann telur tækifæri til frekari vaxtar.
Gullkarfi á nánast þreföldu verði kyrrahafskarfa Sala jókst um 44% í febrúar
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
FaGfÓLk Í
SaUmAvÉLuM
3. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.99 126.59 126.29
Sterlingspund 162.39 163.17 162.78
Kanadadalur 93.68 94.22 93.95
Dönsk króna 18.589 18.697 18.643
Norsk króna 13.353 13.431 13.392
Sænsk króna 13.023 13.099 13.061
Svissn. franki 130.58 131.3 130.94
Japanskt jen 1.1581 1.1649 1.1615
SDR 173.11 174.15 173.63
Evra 138.91 139.69 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.4298
Hrávöruverð
Gull 1626.35 ($/únsa)
Ál 1662.5 ($/tonn) LME
Hráolía 51.42 ($/fatið) Brent
● Hrein staða Ís-
lands við útlönd
var jákvæð sem
nam 667 millj-
örðum króna um
síðustu áramót eða
22,5% af vergri
landsframleiðslu.
Þetta sýna bráða-
birgðatölur Seðla-
banka Íslands yfir
greiðslujöfnuð við
útlönd á fjórða ársfjórðungi 2019.Batn-
aði staðan um 84 milljarða á fjórð-
ungnum eða 2,8% af VLF. Erlendar
eignir þjóðarbúsins námu 3.900 millj-
örðum króna en skuldirnar 3.233 millj-
örðum. Hrein fjármagnsviðskipti
bættu erlenda stöðu um 52 milljarða á
fjórðungnum og munaði þar mestu um
niðurgreiðslur skuldabréfa innláns-
stofnana sem námu 63 milljörðum
króna. Erlendar eignir lækkuðu í heild-
ina um 25 milljarða vegna fjármagns-
viðskipta en skuldir lækkuðu um 77
milljarða. Gengis- og verðbreytingar
höfðu einnig jákvæð áhrif á erlenda
stöðu þjóðarbúsins sem nam 43 millj-
örðum, einkum vegna mikilla verð-
hækkana á erlendum verðbréfamörk-
uðum sem voru 8,3% á
ársfjórðungnum. Gengi íslensku krón-
unnar lækkaði um 0,6% gagnvart
helstu gjaldmiðlum á tímabilinu.
Hrein staða við útlönd
667 milljarðar króna
Gjaldeyrir Eign-
irnar hafa aukist.
STUTT
Hlutabréfaverð hélt áfram að lækka
í Kauphöll Íslands í gær eftir tals-
verða lækkanahrinu í liðinni viku.
Virðist markaðurinn líkt og þá taka
illa í fréttir af frekari útbreiðslu kór-
ónuveirunnar.
Lækkaði úrvalsvísitalan um 2,82%
í viðskiptunum í gær. Mest lækkuðu
bréf Origo um 7,1% í tæplega 79
milljóna króna viðskiptum. Þá lækk-
uðu bréf Kviku banka um tæp5,4% í
tæplega 183 milljóna króna viðskipt-
um. Svipuð varð lækkunin á bréfum
Icelandair Group sem lækkuðu um
tæp 5,4%. Félagið sendi tilkynningu
frá sér á sunnudag og sagði þar að
félagið gæti ekki lengur staðið við
afkomuspá sem gefin var út fyrir ár-
ið í febrúar síðastliðnum. Námu við-
skipti með bréf félagsins tæpum 202
milljónum króna.
Bréf Marels lækkuðu um 3,7% í
ríflega 477 milljóna króna viðskip-
um. Festi lækkaði um 3,3% í tæplega
269 milljóna viðskiptum.
Önnur félög lækkuðu minna en
ekkert félag í Kauphöll Íslands
hækkaði í viðskiptum í gær.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Viðskipti Kauphallir hafa ekki farið varhluta af útbreiðslu kórónuveirunnar.
Markaðurinn tók
á sig annað högg
Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,82% í gær