Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 22

Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald og fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera    Raðauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisal- urinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Boccia kl. 10.15. Bíó í miðrými kl. 13. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl. 13, leiðbeinandi, ókeypis og allt til staðar. Engin veiting- asala vegna verkfalls en heitt á könnunni. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Brids kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 12.45. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudaginn frá kl 13-16. Gestur dagsins er fjölmiðlakonan Sigurlaug M. Jónasdóttir og ætlar hún að segja okkur frá starfi sínu. Spil, handavinna og fram- haldssagan á sínum stað og auðvita kaffið góða. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30 í borðsal. Fella og Hólakirkja Kyrrðastund kl. 12. súpa og brauð eftir stundina. Bíósýning kl. 13. Við grípum síðan í spil, prjóna og spjöllum og eigum góða stund saman. Verið velkomin Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið og kaffisopi kl. 8.50-11. Púslum saman kl. 9-16. Myndlistarnámskeið kl. 9-12. Thai shi kl. 9-10. Spekingar og spaugarar kl. 10.30-11.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Tölvur kl. 13. Enska kl. 13-15. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9. Bútasaumshópur hittist kl. 9. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30. Bókband kl. 13. Frjáls spila- mennska kl. 13. Opin handverkstofa kl. 13-16. Söngstund kl. 13.30. Bókaklúbbur kl. 15. Heitt á könnunni. Verið velkomin á Vitatorg. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl.12. Botsía í Ás- garði kl. 12.45. Línudans Sjálandi kl. 13.30/14.30. Smiði Smiðju Kirkju- hvoli kl. 9/13. Gjábakki ATH! Zumba hefst aftur þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13.30 alkort. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–15.30. Starfið hefst á samsöng og helgistund. Boðið upp á spil, spjall og handa- vinnu. Samverunni lýkur með kaffi kl. 15. Grensáskirkja Kl. 12 á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðarstund í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik og síðan er nærandi orð og kyrrðarbæn. Eftir samveruna í kirkjunni er samfélag yfir léttri máltíð gegn vægu gjaldi. Guðríðarkirkja Kótilettudagur í félagsstarfi eldri borgara miðviku- daginn 5. mars kl. 12. Helgistund í kirkjunni og söngur. Borðað verður vel af kótilettum og spjallað, sr. Pétur Ragnhildarson kemur og segir eitthvað skemmtilegt. Matur kr. 15. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Karl, sr. Leifur Ragnar, sr. Pétur og Lovísa. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur- smíði, kanasta og tréskurður kl. 13. Leshópur kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30. Félagsvist kl. 13.15. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleik- fimi kl. 9.45. Zumba með Carynu kl. 10. Brids í handavinnustofu 13. Gönguferð kl. 13 ef veður leyfir. Verði verkfall verður ekki hægt að kaupa mat eða kaffi í félagsmiðstöðinni. Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, frjáls postulíns- málun kl. 9.30 í listasmiðju, botsía kl. 10 og 15 í Borgum. Helgistund kl. 10.30, leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll, Ársæll leiðbeinandi. Spjallhópur í listasmiðju Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug kl. 13.30. Heimanámskennsla bókasafninu í Spöng e.h. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Hreinn Hákonarson fyrrum fanga- prestur segir frá störfum og þjónustu fangelsisprests. Kaffiveitngar og söngur. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, trésmiðja kl. 9- 16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, Samverustund með djákna kl. 13, Bónusbíllinn kl. 15, hugleiðslan kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Leikfimi /farsæl öldrun í fimleikasal Gróttu kl. 9,10,11 og 12. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Nk. fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 –12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn. ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Jórunn Pála Jónasdóttir, varaformaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og vara- borgarfulltrúi, verður gestur á hádegisfundi SES, miðvikudaginn 4. mars kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Með kveðju, stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir – með morgunkaffinu Vantar þig pípara? FINNA.is Elskulega Ebba mín átti afmæli í dag, hún hefði orðið 96 ára. Þegar hún fæddist og missti mömmu sína kom mamma mín sem var móðursystir Ebbu og tók að sér litla barnið. Og með manni sínum, sem var pabbi minn, þá ólu þau hana upp ásamt börnun- um sínum. Ég var ein af þeim og var 10 árum yngri en Ebba. Pabbi minn og mamma voru virkilega duglegt fólk og byggðu sér gott hús í Eyjum. Pabbi var 39 ára þegar við fluttum í nýja húsið, hann þá orðinn veikur. Hann dó stuttu seinna. Mamma var þá orðin ein með börnin sex, það yngsta einungis fjögurra ára, ég sex ára og Ebba systir sextán ára og farin að vinna fyrir sér. Hún var alltaf af- skaplega dugleg. Fór til Reykja- víkur til að vinna og kom aftur til Eyja með kærastann sinn hann Óskar með sér. Þau voru svo fal- leg, bara eins og kvikmynda- stjörnur, hann spariklæddur með hattinn sinn og hún svo fínt uppá- klædd. Óskar var svo mikið góð- ur maður og mér fannst þau passa svo vel saman. Þau giftust og eignuðust 3 myndarleg og góð börn, þau Sigrúnu, Kristínu og Gísla. Ebba og Óskar bjuggu lengst af í Sörlaskjólinu. Hún hafði dá- læti á garðinum sínum og var hann töfrum líkastur, svo falleg- ur var hann. Hún nostraði við hann og svo sátu þau saman í skotinu sínu á góðviðrisdögum og nutu þess vel. Hún hafði alveg sínar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós, hvort sem hún var sammála manni eða ekki. Oft voru hnyttin svörin frá henni. Þegar Ollý syst- ir okkar fór að vinna í Freyju sælgætisgerðinni kom hún stundum heim með bréfpoka full- an af afskurðum af Freyju staur- um og fleira góðgæti. Ebba talaði þá oft um það hvað hún var hepp- in að fá þessa vinnu. Og það var eiginlega það sem hún sagði ef einhverjum í fjöl- skyldunni vegnaði vel í vinnu sem í einkalífi. Mikið ertu heppin/n að kynnast þessum manni/konu, eða mikið ertu heppin/n að fá þessa vinnu. Þegar hún var orðin lasin og minnið aðeins farið að gefa sig fannst henni sem oftar gaman að tala um gamla tímann. Í huganum var hún stundum komin vestur í bæ að vesenast í strætó, jafnvel í uppáhalds- mokkakápunni sinni eða með Óskari sínum og börnunum litlum í Sörlaskjólinu. Ef hún mundi ekki eitthvað sem hún var spurð um átti hún til að svara um leið og hún pírði ann- Ingibjörg Finns Petersen ✝ IngibjörgFinns Petersen fæddist 3. mars 1924, lést 15. jan- úar 2020. Jarðar- förin fór fram 23. janúar 2020. að augað saman og kímdi við: „Það veit ég ekkert um“ – og svo skellihlógum við saman. Henni fannst ég óskaplega heppin að fá að kynnast öðrum manni eftir að Smári minn dó, og tók af mér það lof- orð að kíkja við hjá sér í Sörlaskjólinu, svo hún gæti fyrst manna kíkt á nýja mannsefnið mitt. Takk fyrir samfylgdina og góðvildina alla tíð. Guð geymi þig ávallt, elsku systir mín. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Þín Ída. „Fræið þarf næringu til að vaxa og blómið líka, við vitum það, Birna mín.“ Þessum orðum gleymi ég aldrei, ásamt mörgum, mörgum, mörgum öðrum gull- kornum sem Ebba kom með. Leitum þess sem göfugt er og háleitt. Gerum það sem er rétt því uppskeran eða umbun minnar samvisku mun gefa mér meiri gleði en loforð milljóna sem ekk- ert vita hvort ég er þess verð. Ég er svo lánsöm að hafa átt hana Ebbu fyrir frænku. Hún var elsta systir hennar mömmu. Ein- stök stóra systir hennar og vin- kona. Ég naut góðs af, því viska hennar gaf mér öðruvísi þekk- ingu og skilning á allskonar í líf- inu sem þakkarvert er. Þakkir fyrir einstakan vinskap og alls- konar skemmtilegt. Að hlusta á Ebbu og mömmu tala um uppvaxtarár þeirra systkina í Eyjum var notalegt og gefandi, þar sem samband þeirra var einstaklega kærleiksríkt. Æskuheimili þeirra var hlýja, kærleikur, samheldni, kátína og söngur var yfir og allt um kring. Það var alltaf svo gaman og ævintýri líkast að koma í Sörla- skjólið. Það er margs að minnast, fullt af góðum og notalegum minningum sem fylla mig stolti og þakklæti. Þakklæti fyrir allt og allt. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. ... Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Sigrún, Kristín, Gísli, barnabörnin og elsku mamma mín. Innileg samúðarkveðja. Birna Smára. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.