Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 26
MÖRK Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Alfreð Finnbogason náði á laug- ardaginn Eiði Smára Guðjohnsen í markafjölda fyrir erlend félagslið í deildakeppni í knattspyrnu þegar hann gerði seinna mark Augsburg í 2:3-ósigri liðsins gegn Mönchen- gladbach í þýsku Bundesligunni. Þetta var 107. mark Alfreðs sem atvinnumaður erlendis og það 35. sem hann skorar í Bundesligunni þýsku. Hann hafði áður skorað 53 mörk í Hollandi, 12 í Svíþjóð, fjög- ur í Belgíu, tvö á Spáni og eitt í Grikklandi. Öll hans mörk erlendis hafa verið skoruð í efstu deildum viðkomandi landa. Eiður Smári skoraði 107 deilda- mörk erlendis og þar af voru 78 á Englandi, 13 í Belgíu, 10 á Spáni, þrjú í Hollandi, eitt í Grikklandi, eitt í Kína og eitt í Noregi. Eiður gerði 23 mörk í B-deildinni á Eng- landi fyrir Bolton en hin í efstu deildum. Heiðar er markahæstur Eini Íslendingurinn sem hefur skorað fleiri mörk í deildakeppni erlendis en þeir Alfreð og Eiður Smári er Heiðar Helguson en hann skoraði 133 mörk. Þar af gerði hann 115 mörk í tveimur efstu deildunum á Englandi og 18 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Sá fjórði sem hefur gert hundr- að mörk eða meira erlendis er Arnór Guðjohnsen en hann gerði 104 mörk á ferli sínum í Belgíu (66), Frakklandi (9) og Svíþjóð (29). Þegar mörkum á Íslandi er bætt við skoraði Heiðar 164 deildamörk á ferlinum, Arnór skoraði 138 mörk, Alfreð er kominn með 137 og Eiður Smári skoraði 114 mörk, sjö þau fyrstu 15 ára gamall með Val árið 1994. Gylfi og Viðar nálgast 100 Ásgeir Sigurvinsson er næstur íslenskra knattspyrnumanna á þessum markalista en hann skor- aði 96 mörk fyrir Standard Liege, Bayern München og Stuttgart, eft- ir að hafa skorað sjö mörk heima á Íslandi fyrir Eyjamenn. Þar á eftir koma tveir núverandi lands- liðsmenn Íslands sem eiga mögu- leika á að ná hundrað mörkunum. Það eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem er kominn með 92 mörk á Eng- landi og í Þýskalandi og Viðar Örn Kjartansson sem hefur skorað 88 mörk í fimm deildum erlendis, í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael og Rússlandi. Alfreð náði Eiði Smára í öðru sæti Reuters 133 Heiðar Helguson.  Skoraði sitt 107. mark í deildakeppni erlendis gegn Mönchengladbach AFP 107 Alfreð Finnbogason. Morgunblaðið/Einar Falur 107 Eiður S. Guðjohnsen. Ljósmynd/Gunnlaugur 104 Arnór Guðjohnsen. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Portsmouth – Arsenal.............................. 0:2 B-deild: Middlesbrough – Nottingham F............. 2:2 Staðan: WBA 36 19 12 5 64:37 69 Leeds 36 20 8 8 54:30 68 Fulham 36 18 9 9 51:37 63 Nottingham F. 36 16 12 8 48:35 60 Brentford 36 16 9 11 59:33 57 Preston 36 16 8 12 49:42 56 Bristol City 36 15 9 12 50:52 54 Blackburn 36 14 11 11 52:42 53 Swansea 36 13 13 10 46:45 52 Millwall 36 12 15 9 41:40 51 Cardiff 36 12 15 9 50:50 51 Sheffield Wed. 36 13 9 14 46:44 48 Derby 36 12 12 12 46:49 48 QPR 36 13 8 15 55:61 47 Birmingham 36 12 11 13 47:54 47 Reading 36 12 9 15 43:41 45 Huddersfield 36 11 9 16 45:56 42 Hull 36 11 8 17 48:58 41 Wigan 36 10 10 16 38:50 40 Charlton 36 10 9 17 44:53 39 Stoke 36 11 6 19 44:54 39 Middlesbrough 36 8 14 14 36:47 38 Barnsley 36 8 10 18 42:60 34 Luton 36 10 4 22 43:71 34 Danmörk Midtjylland – SönderjyskE..................... 3:0  Mikael Anderson lék ekki með Midtjyll- and vegna meiðsla.  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður. Staðan: Midtjylland 23 19 2 2 39:13 59 København 23 16 2 5 41:26 50 AGF 22 12 4 6 36:23 40 Brøndby 23 12 2 9 42:32 38 Nordsjælland 23 11 4 8 44:32 37 AaB 23 10 4 9 38:29 34 Randers 22 10 4 8 37:29 34 Lyngby 23 9 4 10 28:36 31 OB 23 8 5 10 30:27 29 SønderjyskE 23 6 7 10 28:40 25 Horsens 23 7 4 12 20:42 25 Hobro 23 2 12 9 21:32 18 Esbjerg 23 4 4 15 19:39 16 Silkeborg 23 2 6 15 27:50 12 Kýpur APOEL – Omonia .................................... 0:0  Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL.  Svíþjóð Kristianstad – Alingsås ...................... 33:28  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði níu mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson fimm.  Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Alingsås. Skuru – Skara ...................................... 28:23  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skuru.   Dominos-deild karla Tindastóll – Fjölnir .............................. 80:81 ÍR – Þór Þ ............................................. 90:85 Staðan: Stjarnan 19 16 3 1744:1581 32 Keflavík 19 14 5 1684:1539 28 Tindastóll 19 12 7 1642:1569 24 KR 19 12 7 1638:1584 24 Njarðvík 19 11 8 1628:1496 22 Haukar 19 11 8 1675:1618 22 ÍR 19 10 9 1616:1702 20 Grindavík 19 8 11 1616:1660 16 Þór Þ. 19 7 12 1533:1581 14 Valur 19 6 13 1530:1643 12 Þór Ak. 19 5 14 1640:1824 10 Fjölnir 19 2 17 1598:1747 4 NBA-deildin Charlotte – Milwaukee ........................ 85:93 Minnesota – Dallas............................. 91:111 LA Clippers – Philadelphia ............. 136:130 Denver – Toronto ............................. 133:118 Sacramento – Detroit....................... 106:100 New Orleans – LA Lakers............... 114:122 Golden State – Washington............. 110:124 Efstu lið í Austurdeild: Milwaukee 52/8, Toronto 42/18, Boston 41/ 18, Miami 38/22, Philadelphia 37/24, In- diana 36/24, Orlando 27/33, Brooklyn 26/33. Efstu lið í Vesturdeild: Lakers 46/13, Denver 41/19, Clippers 41/19, Houston 39/20, Utah 37/22, Oklahoma City 37/23, Dallas 37/24, Memphis 29/31.   KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – KR...................... 19.15 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Skallagrímur....... 19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 19.45 Í KVÖLD! KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍR tryggði sér sæti í úrslitakeppni Ís- landsmóts karla í körfuknattleik með dramatískum fimm stiga sigri gegn Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeildinni, Dominos-deildinni, í Seljaskóla í Breiðholti í nítjándu umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 90:85-sigri ÍR-inga en mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Borche Ilievski hefur sýnt það og sannað í vetur að hann er einn af bestu þjálfurum deildarinnar en enn og aft- ur er hann að koma ÍR-ingum í úr- slitakeppnina með lið sem á ekkert endilega mikið erindi í hana, á papp- írum í það minnsta. Borche tók við liði ÍR í nóvember 2015 og hefur komið liðinu í úr- slitakeppnina í öll fjögur skiptin þar sem hann hefur stýrt ÍR-ingum yfir heilt tímabil. Draumur Þórsara um að leika í úr- slitakeppninni er hins vegar lítill sem enginn en liðið er í níunda sæti deild- arinnar með 14 stig, tveimur stigum minna en Grindavík og fjórum stigum minna en ÍR. Bæði ÍR og Grindavík eru með betri innbyrðis viðureign gegn Þórsurum og Þórsarar þurfa því að vinna þrjá síðustu leiki sína og treysta á að ÍR og Grindavík misstígi sig herfilega. Annar sigurinn fyrir norðan Fallnir Fjölnismenn unnu sinn annan leik í deildinni í vetur þegar lið- ið heimsótti meistaraefnin í Tindastóli á Sauðárkrók en Grafarvogsliðið vann eins stigs sigur, 81:80. Hinn sigur- leikur liðsins kom gegn Þór frá Ak- ureyri og komu því báðir sigurleikir liðsins á tímabilinu á Norðurlandi. Tindastóll hefði getað farið lang- leiðina með að tryggja sér heimavall- arrétt í úrslitakeppninni með sigri en í staðinn er nú ákveðin pressa á Sauð- krækingum fyrir lokaleikina. Fjöln- ismenn hafa verið inni í flestum leikj- um sem þeir hafa spilað í vetur en gengið illa að klára leiki sína. Þeir kláruðu hins vegar verkefnið í gær, pressulausir, enda liðið fallið um deild. Íslenskir leikmenn liðsins virt- ust loksins þora að taka af skarið á Sauðárkróki í gær, þó fyrr hefði verið. Borche fer alltaf í úrslitakeppnina  Annar sigurinn kom allt of seint Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Átök Þórsarinn Dino Butorac í baráttunni við ÍR-inginn Evan Singletary í Seljaskóla í Breiðholtinu í gær. Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson gæti verið á heimleið en þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Finnur Freyr þjálfar lið Horsens í efstu deild Danmerkur en hann tók við liðinu síðasta sumar. „Þegar við fjölskyldan fluttum út var alltaf planið að taka eitt ár í einu. Ég setti inn klásúlu í samning minn um að hann væri uppsegjanlegur eftir hvert tímabil,“ sagði Finnur Freyr en hægt er að lesa ítarlegt viðtal við hann inni á www.mbl.is/sport/ korfubolti. bjarnih@mbl.is Finnur Freyr á heimleið? Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Þjálfari Finnur Freyr Stefánsson stýrði KR á árunum 2014-2018. Knattspyrnumaðurinn Ari Leifsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska knattspyrnu- félagið Strømsgodset en þetta stað- festi norska félagið á heimasíðu sinni í gær. Ari kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Fylki en varnarmaðurinn er fæddur árið 1998. Ari á að baki 46 leiki í efstu deild með Fylki og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik í janúar á þessu ári gegn El Salvador í Bandaríkj- unum. Strømsgodset hafnaði í ell- efta sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. bjarnih@mbl.is Árbæingur í at- vinnumennsku Ljósmynd/Strømsgodset Miðvörður Ari Leifsson skrifaði undir þriggja ára samning í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.