Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 „Fjölmiðlar hafa farið of- fari í umfjöllun sinni um kór- ónuveiruna“ er setning sem ég heyri reglulega þessa dagana. Þessi umræða fer mjög mikið í taugarnar á mér því það er jú auðvitað hlutverk fjölmiðla að halda samfélaginu upplýstu um það sem er í gangi hverju sinni. Þar sem ég er íþrótta- fréttamaður fékk ég þá spurn- ingu um daginn af hverju íþróttafréttamenn væru að skrifa svona mikið um veiruna sem nú geisar. Til að svara þessum ágæta manni í annað sinn, og auðvitað öllum þeim sem finnst al- gjörlega nauðsynlegt að tjá sig um vanhæfni fjölmiðla í þessu máli, langar mig að benda á þá staðreynd að það er ekki verið að fresta heilu knattspyrnuleikj- unum og íþróttamótunum af því að við erum að tala um einhverja kvefpest. Það á að reyna að koma í veg fyrir heimsfaraldur. Það er í umræðunni að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjst í lok júlí og standa yfir fram í miðjan ágúst. Það er nú þegar búið að fresta HM innan- húss í frjálsum íþróttum í Nanj- ing. Það er búið að fresta öllum knattspyrnuleikjum í Kína, Jap- an og Kóreu fram í apríl. Það er búið að fresta Formúlu 1 kapp- akstrinum í Kína og þá er búið að fresta tveimur badminton- keppnum í Evrópu. Það er líka talað um að fresta mun fleiri risastórum íþrótta- viðburðum eins og EM í knatt- spyrnu og Tour de France. Íþróttir eru frábær skemmtun og eitthvað sem margir lifa fyrir. Þegar byrjað er að tala um að fresta stærstu íþróttaviðburðum heims, eins leiðinlegt og það er, þá ættu allir að vera meðvitaðir um það að það er aldrei nóg af upplýsingaflæði þegar heimsfar- aldur gæti verið undir. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is SKÍÐI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örv- arsson úr skíðadeild Víkings varð á föstudag fyrsti Íslendingurinn til að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Bar hann sigur úr být- um í heildarstigakeppni í svigi á mótaröðinni og hafnaði auk þess í öðru sæti í stórsvigi. Hilmar tryggði sér sigurinn eftir harða keppni við Austurríkismanninn Thomas Groch- ar á móti í Zagreb í Króatíu fyrir helgi. „Ég er virkilega ánægður. Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég og þjálfarinn minn höfum náð okkar helstu markmiðum eftir stífar æfingar,“ sagði Hilmar í sam- tali við Morgunblaðið. Hilmar tók þátt í Paralympics, Ól- ympíumóti fatlaðra, í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018 og hafnaði í 13. sæti í svigi. Síðan þá hefur hann vaxið á heimsvísu og tekið þátt í og náð góðum árangri á sterkum mót- um erlendis. Hilmar missti fótinn þegar hann var aðeins átta ára gam- all eftir að hann greindist með krabbamein í hné og keppir hann í standandi flokki. Markmiðin voru háleit fyrir tímabilið og kom árang- urinn honum ekki endilega á óvart. Skíðin eru númer eitt „Við settum okkur ákveðin mark- mið og að ná þessum árangri var ekki óraunhæft. Síðustu tvö ár hef ég bætt mig mikið, þar sem ég hef þroskast og náð að æfa meira, sér- staklega eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og er ekki eins miklu námi. Ég hef náð að vera meira úti og sett skíðin í forgang,“ sagði Hilm- ar, sem nemur læknisfræðilega verkfræði við Háskóla Íslands með- fram skíðunum, en íþróttin gengur fyrir. „Skíðin eru númer eitt og ég hef aðeins getað sett námið til hliðar, þar sem ég er bara í 50 prósent. Ég get unnið það fram og aftur í tímann á meðan ég sinni skíðunum,“ út- skýrði Hilmar. Eins og áður segir tryggði Hilmar sér sigurinn eftir harða keppni við Thomas Grochar í Zagreb. „Á fyrsta deginum tók hann mig hressilega í fyrri ferðinni, en ég náði svo aðeins að saxa á hann. Á degi tvö tók hann mig í fyrri ferðinni, en ég náði að vinna hann í seinni ferðinni. Hann var svo á undan eftir fyrri ferð á föstudeginum, en það hentar mér mjög vel að skíða á þverum brautum og það gekk vel í seinni ferðinni og svo datt hann alveg í lokin.“ HM og heimsbikar Hilmar ætlar sér að ná langt á HM í Lillehammer í Noregi á næsta ári og þá stefnir hann á að keppa í heimsbikarnum, sem er sterkasta mótaröð heims. Í honum er keppt í Evrópu, Norður-Ameríku og Aust- ur-Asíu. Hilmar hefur áður keppt á heimsbikarnum með góðum árangri. „Í svigi er ég í topp fimm í heim- inum á punktalista, svigið er mín sterkasta grein. Á næsta ári stefni ég hátt á HM þar sem ég ætla að ná palli og svo ætla ég í heimsbikarinn á næstu leiktíð, en það á eftir að koma í ljós hvar tímabilið í heimsbikarnum fer fram,“ sagði Hilmar, en hann verður að vinna sig upp í námi næstu daga eftir stranga keppnisferð. „Nú ætla ég að ná upp náminu og það tekur við núna. Ég æfi meðfram því. Það er hins vegar óljóst hjá mér og þjálfaranum hvenær ég keppi næst,“ sagði hann. Tvö ár eru í Paralympics í Peking en skíðamaðurinn viðurkennir að það sé erfitt að hugsa ekki þangað. „Auðvitað hugsar maður aðeins um það. Á næsta ári er upphitunarmót sem verður á sama stað og Para- lympics. Mér finnst líklegt að við för- um á það. Það er skemmtilegur vet- ur framundan á næsta tímabili.“ Mikið er keppt á skíðum á Ítalíu og þá eru Paralympics 2022 í Kína. Kórónuveiran hefur herjað á bæði lönd og haft mikil áhrif á daglegt líf, sem og hina ýmsu íþróttaviðburði. Veiran hefur ekki haft bein áhrif á Hilmar enn. Fer vonandi ekki í sóttkví „Ekki hingað til en í Zagreb þurft- um við að skipta um hótel og okkur grunaði að það hefði eitthvað með kórónuveiruna að gera. Það hafa svo verið hraðagreinar á Ítalíu sem hætt var við vegna veirunnar. Ég var hins vegar ekki að stefna þangað, þar sem ég er ekki kominn í hraðagrein- arnar enn. Við sjáum hvernig þetta þróast. Vonandi fær maður ekki sím- tal frá ríkinu þar sem ég er beðinn um að fara í sóttkví,“ sagði Hilmar Snær í samtali við Morgunblaðið. Ætlar sér enn stærri hluti  Fyrsti Íslendingurinn til að vinna Evrópumótaröð  Í hópi fimm bestu í heim- inum  Ætlar sér verðlaun á HM  Horfir til Paralympics í Peking árið 2022 Ljósmynd/ÍFsport Pyeongchang Hilmar Snær Örvarsson á Paralympics 2018 í Suður-Kóreu. Hann stefnir nú til Peking 2022. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrver- andi landsliðskona í handknattleik, hefur verið ráðin aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar frá og með næsta keppnistímabili og hún tekur því við liðinu í sumar af Sebastian Alexanderssyni. Rakel hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins og sjálf spil- að tíu leiki af átján í deildinni í vet- ur. Sigurjón Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann og Rakel hafa unnið saman með yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum. Sigurjón hefur þjálfað kvennalið Fjölnis og ÍR síðustu árin. Rakel tekur við af Sebastian Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjálfari Rakel Dögg Bragadóttir í leik með Stjörnunni í vetur. Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson verður frá keppni næstu sex vikurnar eða svo vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í æfingaleik norska liðsins Aalesund gegn Molde á föstudaginn. Í fyrstu var óttast að krossband hefði slitn- að en ljós kom að aðeins var um áverka á beini að ræða. Fyrsti leik- ur Aalesund í norsku úrvalsdeild- inni á leiktíðinni er á heimavelli gegn Haugesund 5. apríl. Hólmbert missir væntanlega af fyrstu leikj- unum en hann gerði 26 mörk fyrir liðið í B-deildinni 2018 og 2019. Meiðslin reynd- ust ekki alvarleg Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic Fagnar Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað mikið fyrir Aalesund. Ólafur Andrés Guðmundsson átti stórleik fyrir Kristianstad þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Alingsås í toppslag sænsku úrvals- deildarinnar í handknattleik í Kristianstad í gærkvöldi. Leiknum lauk með 33:28-sigri Kristianstad en Ólafur skoraði níu mörk í leikn- um. Þá skoraði Teitur Örn Ein- arsson fimm mörk fyrir Kristian- stad og Aron Dagur Pálsson eitt mark fyrir Alingsås. Kristianstad er með 42 stig í þriðja sæti deild- arinnar, líkt og Alingsås sem er í öðru sætinu. Níu mörk í toppslag ÞJÓÐADEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Síðdegis í dag kemur í ljós hvaða þrjú lið verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla en keppnin hefst í annað skipti í haust. Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum gegn Belgíu og Sviss í fyrstu keppninni, haustið 2018 en þar sem liðum í A-deild keppninnar hefur verið fjölgað úr tólf í sex- tán heldur Ísland sæti sínu í deildinni. Rétt eins og Þýskaland, Króatía og Pólland sem urðu í neðstu sætum hinna þriggja riðlanna. Ísland er í fjórða og neðsta styrk- leikaflokki fyrir dráttinn en sextán bestu landslið Evrópu, samkvæmt útkomu í síð- ustu keppni, leika í A-deildinni. Ísland fær því einn mótherja úr hverjum eftirtalinna flokka: 1: Portúgal, Holland, England eða Sviss. 2: Belgía, Frakkland, Spánn eða Ítalía. 3: Bosnía, Úkraína, Danmörk eða Svíþjóð. Ísland getur ekki mætt Króatíu, Póllandi eða Þýskalandi, hinum þremur liðunum sem eru í fjórða styrkleikaflokki. Eins og sést á þessu er þegar ljóst að Ísland verður í firna- sterkum riðli, til dæmis með Englandi, Frakklandi og Danmörku, eða með Hol- landi, Ítalíu og Svíþjóð svo dæmi séu tekin. Leikirnir sex í riðlakeppninni fara fram í haust, frá 3. september til 17. nóvember. Ís- land mun leika tvo síðustu leikina í nóv- ember á útivöllum þar sem Laugardalsvöll- urinn er ekki talinn leikhæfur á þeim tíma að öllu óbreyttu. Sigurliðin í riðlunum fjór- um leika til úrslita um meistaratitil deild- arinnar í júní 2021. Portúgal vann fyrstu keppnina sumarið 2019. Þjóðadeildin mun tengjast undankeppni HM 2022 sem verður leikin á árinu 2021 en gefur ekki eins mikla möguleika og fyrir EM 2020. Í húfi verða tvö sæti í umspili sem leikið verður í mars 2022, á svipaðan hátt og það umspil fyrir EM sem Ísland er á leiðinni í síðar í þessum mánuði. Evrópuþjóðirnar 55 leika í fjórum deildum í Þjóðadeildinni, sextán lið í þremur efstu deildunum en sjö lið í D-deildinni. Fjögur lið færast á milli deilda. Ísland mætir þremur firnasterkum í haust  Dregið í riðla fyrir Þjóðadeild UEFA í dag  Ísland er í hópi sextán bestu þjóðanna sem leika í A-deildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.