Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 28

Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Sópransöngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, mun stíga á svið á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12 og flytja uppáhaldsaríur sínar. Það gerir hún ásamt Antoníu Hevesi sem leikur með á píanó en Antonía er listrænn stjórnandi há- degistónleika í Hafnarborg og hef- ur verið frá því þeir hófu göngu sína. Ókeypis andleg næring „Þetta verður gleðisprengja,“ segir Diddú þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. „Þetta eru svona uppáhaldsaríurnar mínar núna í augnablikinu. Það skiptist mikið eftir tímabilum hvernig mað- ur er upplagður og hvað er uppá- halds. Við ætlum að flytja þetta og næra fólkið á tónlist í hádeginu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Diddú syngur á hádegistónleikum í Hafnarborg, það hefur hún gert nokkrum sinnum að eigin sögn. „Það eru örugglega komin sex eða sjö ár síðan síðast,“ segir Diddú. „Það er frítt inn svo fólk fær þarna fría andlega næringu.“ Flugeldasýning Spurð hvaða lög þær Antonía muni flytja nefnir Diddú aríur eftir Bellini, Puccini, rússneskt tónskáld og franskt tónskáld. „Þau liggja vel við höggi núna. Þau leika mjög þægilega í röddinni,“ segir hún um ástæðu lagavalsins. „Þessar aríur eru svolítil flugeldasýning sem hefur verið svo- lítið mitt séreinkenni í gegnum ár- in. Að syngja aríur sem eru krefj- andi og þær eru það. En það er alveg yndislega gaman fást við þetta og spreyta sig á þessu,“ segir Diddú og segist hafa sungið ein- hverjar aríanna áður en þó ekki all- ar. „Maður reynir alltaf við nýja hluti við og við. Maður verður að gera það til að halda sér á tánum. Spreyta sig á nýjum viðfangs- efnum.“ Þá segir Diddú það vera heiður að vera boðið að taka þátt í tón- leikaröðinni. „Það var hringt í mig síðsumars á síðasta ári og spurt hvort ég vildi taka þátt í þessu.“ Æfa og kenna saman Um samstarf sitt við Antoníu hefur Diddú aðeins gott að segja. „Við erum búnar að vera að æfa okkur fyrir þetta. Svo erum við að kenna saman í Söngskóla Sigurðar Demetz og ég er meðal annars að kenna dóttur hennar söng, svo við hittumst nú reglulega,“ segir Diddú og bætir við að þegar hún söng sem mest við Íslensku óperuna hafi Antonía unnið þar. Diddú segir „mjög grand“ hjá Hafnarborg að bjóða fólki upp á ókeypis tónleika en hádegistónleik- arnir eru haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Ráðgert er að tónleikarnir standi yfir í um hálfa klukkustund. Húsið verður opnað kl. 11.30 og hefjast tónleikarnir eins og áður sagði kl. 12. Aðgangur er ókeypis og tónleik- arnir öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en hádegistónleikarnir njóta ætíð mikilla vinsælda. Gleðisprengja í Hafnarborg í dag  Söngkonan Diddú flytur ásamt Antoníu Hevesi uppá- haldsaríur sínar á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag Morgunblaðið/Eggert Hressar „Þetta verður gleðisprengja,“ segir Diddú um hádegistónleika í Hafnarborg í dag þar sem hún syngur aríur við píanóleik Antoníu Hevesi. Spennan er alltumlykjandi ogjafnvel í annars friðsömuhverfi, ef grannt er skoðað.Í glæpasögunni Fórnar- lamb 2117 dregur Jussi Adler-Olsen upp svarta mynd af ógnum sem fólk stendur frammi fyrir og eftir lest- urinn stendur manni ekki á sama, því skilin á milli glæpa í raun- heimum og tölvuheimum virðast að engu orðin og hættan á hverju horni. Fórnarlamb 2117 er frábær spennusaga og ótrúlega raunveru- leg. Lýsing á blaðamanninum Joan Aiguader og fjölskyldu hans kallar fram mynd af fréttamanninum How- ard Beale í Óskarsverðlaunamynd- inni Network, sem Pálmi Gestsson gerir ódauðlegan í leikritinu Útsend- ingu í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Joan á ekki túkall með gati, hvað þá meira, en eins manns dauði er annars brauð og í hans tilfelli er líflínan flóttafólk, sem ekki kemst af á Miðjarðarhafi. Ljósmynd hans af látinni, roskinni konu í flæðarmálinu á Ayia Napa á Kýpur breytir öllu, ekki bara hjá hon- um heldur á sögu- sviðinu, sem nær norður til Kaup- mannahafnar og teygir anga sína í allar áttir. Ein lítil mynd getur gert kraftaverk, en í þessu til- felli veldur hún usla, skapar hræðslu og óöryggi, ringulreið. Ólgandi grautur sem Jussi Adler-Olsen kann að gera sér mat úr. Deild Q innan dönsku lögreglunnar verður ekki lögð niður á meðan. Fórnarlamb 2117 er áttunda bók- in um Carl Mørck og félaga í deild Q. Að þessu sinni er Assad meira í sviðsljósinu en áður og kemur það ekki til af góðu. Hann er tilbúinn að vaða eld og brennistein máli sínu til framdráttar en á þeirri vegferð er jafnframt varpað ljósi á hvað hann hefur þurft að ganga í gegnum á liðnum árum. Átakanleg saga, sem gæti staðið ein og sér. Hryðjuverkamennirnir eru aldrei langt undan og enginn er verri en hrottinn Ghaalib, sem þrífst á grimmd, mannvonsku og hefndar- þorsta. Þegar svona menn komast í skotfæri er fjandinn laus. Þá nægir ekki að læsa. Óhugguleg saga sem nístir inn að beini, sérlega vel gerð spennusaga, en því miður raunsæ lýsing á nánasta umhverfi. Hryðjuverkin nálgast óðfluga Glæpasaga Fórnarlamb 2117 bbbbm Eftir Jussi Adler-Olsen. Magnea J. Matthíadóttir þýddi. Vaka-Helgafell 2020. Kilja, 504 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Sagnasmiður „Sérlega vel gerð spennusaga,“ segir um nýja bók Jussi Adler-Olsen. There Is No Evil, kvikmynd íranska leikstjórans Mohammad Rasoulof, vann Gullbjörninn á Berlinale, kvikmyndahátíðinni í Berlín. Kvik- myndin fjallar um aftökur í heima- landi leikstjórans sem var ekki leyft að ferðast til Berlínar að taka við verðlaununum þar sem hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Íran og jafnframt verið bannað að gera kvikmyndir. Er honum gefið að sök að „dreifa áróðri“ í kvik- myndum sínum. Verðlaunamyndina kvikmyndaði hann í leyni meðan áfrýjunarferli vegna ákærunnar á hendur honum stóð yfir. Við verðlaunaafhendinguna söfn- uðust þátttakendur í kvikmyndinni saman á sviðinu og í tilfinninga- þrunginni þakkarræðu sagði fram- leiðandi fjarveru leikstjórans vera óréttláta og hrósaði leikurunum sem hafi lagt líf sitt í hættu með því að taka þátt í kvikmyndagerðinni. Silfurbjörninn hreppti Never Rarely Sometimes Always, kvik- mynd bandaríska leikstjórans Eliza Hittman. Hin þýska Paula Beer var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Undine; Ítalinn Elio Germano var valinn besti karlleikarinn fyrir frammistöðuna í Hidden Away; og Hong Sang-soo frá Suður-Kóreu val valinn besti leikstjóri fyrir kvik- myndina The Woman Who Ran. Ein þeirra kvikmynda sem vöktu hvað mesta athygli á Berlinale var Last and First Men sem Jóhann Jóhannsson tónskáld vann að en lést frá. Það er 70 mínútna löng kvikmynd í svarthvítu sem leik- konan Tilda Swinton les inn á og er blandað saman vísindaskáldsögu frá 1930 eftir Olaf Stapledon, dramatískri tónlist Jóhanns, sem Deutsche Grammophon gaf út í lið- inni viku, og dramatískum myndum af brútalískum steinsteypuminnis- vörðum í fyrrverandi Júgóslavíu. Mynd fangelsaðs leik- stjóra vann Gullbjörn  Dæmdur í Íran fyrir að dreifa áróðri AFP Verðlaunin Framleiðendur verð- launamyndarinnar og leikkonan Baran Rasoulof með Gullbjörninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.