Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 14
Kórónu- smitaðir á batavegi Kórónusmitaðir eru komnir á fimmta hundrað hér á landi. Allt það fólk er í einangrun og upplifir mismikla vanlíðan. Morgunblaðið náði tali af fjórum sem eru á batalvegi og bað þau að segja frá reynslu sinni af vágestinum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Unsplash KÓRÓNUVEIRAN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 Blaðamaður sló á þráðinn til manns semsmitaðist í byrjun mars og er nú í ein-angrun ásamt kærustu sinni. Þau eru á bataleið en eru bæði búin að vera mjög veik. Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið en nefnist Jónas í þessu viðtali. Jónas byrjar frá- sögnina á því hvernig hann nældi sér í kór- ónuveiruna skæðu. „Ég virðist hafa náð í smit með því að hitta nágranna mína. Þau voru að koma frá Selva laugardaginn 29. febrúar og fóru í sjálfskip- aða sóttkví því þá var enn ekki búið að gefa út nein boð um að senda þau í sóttkví. Á sunnudeginum 1. mars renndi ég til þeirra og færði þeim mat sem ég átti. Ég passaði mig á því að koma ekki nálægt þeim, tók ekki utan um þau eða neitt. Ég fór inn með matinn og lagði hann á eldhúsborðið og settist út í horn í tveggja, þriggja metra fjarlægð frá þeim. Ég fékk einn kaffi- bolla og kannski smit- aðist ég af bollanum. En mögulega smitaðist ég af húninum á útidyra- hurðinni. Þetta eru einu smitleiðirnar sem ég kem auga á. Ég stopp- aði þarna í kannski tíu mínútur,“ segir Jónas, sem er á sextugsaldri. Einkenni tveimur dögum síðar „Hjónin sem höfðu verið í Selva fóru svo í próf á mánudeginum og á miðvikudeginum var staðfest smit hjá þeim og þau sett í ein- angrun. Strax á þriðjudegi fann ég einkenni. Ég fór að labba á Esjuna á þriðjudagseft- irmeðdegi og ég komst bara upp í miðjar hlíð- ar því ég var svo ofboðslega móður og þreytt- ur. Sem er ekki eðlilegt hjá mér því ég er vanur göngumaður og fer oft þarna upp. Ég sneri við og um kvöldið var ég kominn með bullandi hita,“ segir hann. „Kærastan mín fór með mér á Esjuna og við fundum bæði sömu einkennin á sama tíma. Við erum nokkurn veginn búin að hald- ast í hendur í gegnum þetta nema að ein- kennin hafa verið aðeins mismunandi. Hún fékk ekki eins mikinn hita og ég en ég var með hita í tólf daga.“ Smit af handföngum taska „Smit hjónanna frá Selva voru með fyrstu smitum sem greind voru og voru þau beðin um að tilgreina alla sem þau höfðu verið í samskiptum við. En það var aldrei haft sam- band við mig frá Landlæknisembætti eða heilsugæslu. Það er ekki fyrr en ég hafði sjálfur samband við heilsugæslu að ég komst í tékk. Það var á mánudeginum 9. mars en þá var ég búinn að vera veikur í tæpa viku,“ segir hann og segist aldrei hafa verið í vafa um að þau væru bæði smituð af kórónu- veirunni. Bæði hann og kærasta hans fengu svo staðfestingu samdægurs á því að þau væru smituð. „Sonur þessara hjóna greindist einnig þrátt fyrir að þau hefðu ekkert hist,“ segir hann og útskýrir að fólkið hafi komið beint af vellinum og hent skíðadótinu inn áður en þau héldu í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústað. Son- urinn hafi síðan geng- ið frá töskunum og að öllum líkindum smit- ast þannig, við snert- ingu á handföngum. Hljóðar undan verkjum Hvað varstu með mik- inn hita? „Ég var mest með fjörutíu stiga hita. Ég var með þessi týpísku flensueinkenni; bein- verki, höfuðverk og mikinn hósta. Í fjórar nætur svitnaði ég út úr rúminu. Við þurftum að skipta á rúminu; það var allt rennandi blautt. Kærastan mín fékk aðeins vægari hita, en hún er með viðkvæmari lungu og hef- ur verið með ofboðslega slæma vöðvaverki. Hún hljóðar undan verkjum. Hún hefur verið virkilega kvalin,“ segir Jónas, sem segir að kærastan sé enn með hita af og til. „Nú er ég búinn að vera hitalaus í tvo daga, sem betur fer. Við erum enn í ein- angrun en vitum ekki neitt því enginn hefur haft samband við okkur í þrjá daga. Nú fjölg- ar smitum og þá erum við gleymd. Ég er enn með hósta en það er svo mikil vellíðan sem fylgir því að vera laus við hitann. Ég er núna að bíða eftir að einhver hringi svo ég viti hve- nær við megum taka þátt í lífinu aftur.“ SMITAÐIST 1. MARS „Var kominn með bullandi hita“ ’Ég fékk einn kaffibolla ogkannski smitaðist ég afbollanum. En mögulega smit-aðist ég af húninum á útidyrahurð- inni. Þetta eru einu smitleið- irnar sem ég kem auga á. hverjum degi og mamma. Það er ótrúlegt hvað tæknin í dag gerir manni kleift að vera í sam- bandi. En ég segi það ekki, það er alveg erfitt að vera einn heima hjá sér svona lengi. Svo það að vita að ég má ekki fara út gerir það að verkum að mig langar enn meira út!“ segir Laufey. „Ég er ekki mjög virk á samfélagsmiðlum al- mennt en vinkona mín stakk upp á því að ég yrði „kórónuáhrifavaldur“,“ segir Laufey og segist ekki hafa sagt frá veik- indunum á samfélags- miðlum. „Fréttirnar eru samt mjög fljótar að berast út og ég er búin að heyra í öllum sem ég þekki,“ segir hún og segist aðeins sjá framan í foreldra sína úr mikilli fjarlægð. „Foreldrar mínir færa mér mat og setja við dyrnar og bakka svo frá dyr- unum og ég kíki út svo þau sjái aðeins framan í mig. Þetta er mjög spennandi matur; ég borða yfirleitt það sem þau voru með í matinn kvöldinu áður,“ segir hún og hlær. „Sem er auðvitað fínt því maður nennir ekki að elda þegar maður er slappur.“ Líka erfitt andlega Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem smitast? „Ég held það sé ótrúlega mikilvægt að halda jafnaðargeði og huga að líkama og sál. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta er líka erf- itt andlega. Þó að ég geti hringt í fólk er ég bara ein heima,“ segir hún og bætir við: „Það er mjög súrrealískt að upplifa þessa tíma sem maður veit að fara í sögubækurnar.“ Laufey Blöndal er 28 ára gömul flugfreyjahjá Icelandair. Hún er nú stödd í ein-angrun heima hjá sér og því fer samtalið fram í gegnum síma. Það er létt yfir henni þótt einangrunin sé farin að taka á, en Laufey reynir að halda í gleðina. Smitaðist í flugvél Laufey segist að öllum líkindum hafa smitast af kórónuveirunni í vinnunni. „Ég var í München-fluginu miðvikudaginn 4. mars. Það kom síðar í ljós að í þessu flugi var fólk sem var smitað af veirunni,“ segir hún. „Ég kom heim úr vinnunni á mánudaginn 9. mars úr Ameríkuflugi og lagði mig og vaknaði með hita og var slöpp. Ég ákvað að vera heima og reyna að sofa þetta úr mér en var enn með hita daginn eftir. Mamma hvatti mig til að hringja í 1700, sem ég gerði, og ég var send í sýnatöku á heilsugæsluna. Á fimmtudeginum 12. mars fékk ég svarið, að ég væri jákvæð. Ég hef ekki farið út úr íbúðinni síðan ég fór í sýna- tökuna.“ Reyni að halda í jákvæðnina Hvernig var að fá þessar fréttir? „Þetta var ekkert svo mikið sjokk. En auðvit- að var alveg óþægilegt að heyra þetta og ég er ekkert að gera lítið úr þessum sjúkdómi en í raun er ég bara heima hjá mér með flensu. Mér hefur ekki liðið neitt mjög illa. Ég er ung og ekki með neina undir- liggjandi sjúkdóma þannig maður er að reyna að halda í já- kvæðnina. Ég hef hingað til verið með væg ein- kenni; hósta og hita. Ég er samt búin að vera með hita í viku og er enn með hita. Ég mæli mig of oft á dag,“ segir hún og hlær. „Ég hef mest fengið 39 stiga hita en ekki ver- ið með svo háan hita síðan fyrir viku. Það er að leggjast yfir mig mikið slen en ég er aðeins að skána,“ segir Laufey, sem segist halda að hún þurfi að vera í einangrun í viku, tíu daga, eftir að hún verði einkennalaus. Hún er því ekki að losna úr prísundinni í bráð. Kórónuáhrifavaldur? Hvernig styttir þú þér stundirnar? „Ég horfi mikið á sjónvarpið og hef látið færa mér púsluspil, sem ég er ekki komin langt með. Ég hef líka verið að prjóna svolítið. Svo tala ég rosalega mikið í símann. Amma hringir í mig á SMITAÐIST 4. MARS „Ég mæli mig of oft á dag“ ’ Ég er ekki mjög virk á sam-félagsmiðlum almennt envinkona mín stakk upp á því aðég yrði „kórónu- áhrifavaldur“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.