Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 13
22.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Við leggjum ofuráherslu á að vernda þá sem myndu fara verst út úr veikindinum, aldraða og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Mér finnst allir vera með á nótunum. Það er auðvitað kvíði og óvissa í þjóðfélaginu því það er ekkert okkar sem veit hvað er framundan. Við þurfum að teygja á faraldrinum því annars ræður heil- brigðiskerfið ekki við það,“ segir Alma. „Við erum að búa okkur undir að taka á móti fleiri mikið veikum. Þetta snýst allt fyrst og síðast um mannskap. Alls staðar í heiminum er skortur á heilbrigðisstarfsfólki.“ Aðgerðir halda veirunni í skefjum Áttuð þið von á að útbreiðslan yrði svona hröð? „Nei, ég get ekki sagt það. Reyndar rann upp fyrir mér ljós fyrir nokkrum vikum um hvernig þetta gæti þróast en ég held að ekkert okkar hafi séð það fyrir þegar fyrsta tilfellið greindist 28. febrúar, hversu hratt tilfellum myndi fjölga,“ segir Alma og útskýrir að hér á landi sé gengið mjög hart fram í að taka sýni sem gæti skýrt það hversu mikið tölurnar hækka hér á landi, frekar en annars staðar þar sem ekki er unnið eins ötullega að söfnun sýna. Heldurðu að veiran hafi verið farin að gras- sera áður en fyrsta fólkið greindist sem kom hingað af skíðasvæðum Ítalíu? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt og ég byggi það á skimuninni hans Kára. Það kom frekar á óvart að það væru ekki fleiri smitaðir. Þess vegna halda allar aðgerðir áfram að hafa gildi; eins og einangrun, smitrakning, sóttkví, samkomubann og lokun framhaldsskóla. Við reiknum með að þessar aðgerðir muni halda veirunni í skefjum.“ Nú taka aðrar þjóðir öðruvísi á málunum, eins og með að loka landamærum. Myndir þú vilja sjá það hér? „Það gæti hugsanlega komið til þess. Þetta er í sífelldri skoðun. Það er mismunandi hvern- ig þjóðir gera þetta og það er engin ein leið.“ Veiran fer um allan heim Alma segir ný verkefni koma í fangið á þeim á hverjum degi. „En við erum líka að vinna fram fyrir okkur og verið er að búa til spálíkan um hvernig fjöldi smitaðra og veikra muni þróast. Við vitum ekki hvað margir Íslendingar eiga eft- ir að smitast. Það eru alls konar prósentutölur á sveimi og best að miða við það sem við vitum að gerðist, eins og í Kína. Ég vona að við séum með betri tök á þessu en Ítalir. Ef ástandið eins og það er á Ítalíu væri hér væru nú þegar tólf látn- ir. Það eru allar líkur á því hér að fólk muni veikjast alvarlega og að fólk deyi,“ segir Alma og nefnir að bóluefnis sé ekki að vænta á næstunni. Alma segist ekki geta svarað því hvenær líf- ið fari aftur í sömu skorður og áður. „Við höfum sagt að þetta taki einhverja mánuði. Og svo það sé alveg á hreinu, þá er hvorki hægt að loka þessa veiru inni né úti. Hún fer um allan heim,“ segir hún og leggur áherslu á að halda öldruðum og fólki með und- irliggjandi sjúkdóma frá veirunni. „Við þurfum að hafa það fólk í bómull, eins og mömmu mína.“ Búum okkur undir það versta Hver eru mikilvægustu skilaboð sem þú mynd- ir vilja koma til þjóðarinnar? „Það er að sýna áfram yfirvegun. Að kynna sér málin á áreiðanlegum miðlum eins og covid.is og landlaeknir.is. Að hlýða öllum til- mælum, eins og að gæta hreinlætis, fara ekki úr sóttkví eða einangrun. Virða samkomubann og vanda sig í umgengni við aldraða. Þetta eru mörg skilaboð en öll mjög mikilvæg. Svo þarf fólk að hjálpast að. Þeir sem veikjast eru fórn- arlömb og þetta getur komið fyrir hvern sem er. Við verðum að passa að láta veiruna ekki komast upp á milli okkar. Eitt af því góða sem gæti komið út úr þessu er að við förum að hugsa betur hvert um annað. Þetta verður að þjappa þjóðinni saman því við erum öll í þessu saman.“ Ertu bjartsýn eða svartsýn? „Hvorugt. Ég er í þessu verkefni og tek því eins og það kemur. Ég er auðvitað að vona að við lendum ekki í eins málum og Ítalía. Við vonum það besta en búum okkur undir það versta. En ef eitthvað gott á að koma út úr þessu vona ég að það verði að fólk meti mikil- vægi heilbrigðisstarfsfólks, mikilvægi hrein- lætis og mikilvægi náungakærleika.“ „Við höfum sagt að þetta taki einhverja mánuði. Og svo það sé alveg á hreinu, þá er hvorki hægt að loka þessa veiru inni né úti. Hún fer um allan heim,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Morgunblaðið/Ásdís Alma þurfti oft að síga niður í skip í stórsjó þeg- ar hún vann sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. Móðir Ölmu, Helena Sigtryggsdóttir, stillti sér upp á mynd með dóttur sinni á 95 ára afmælinu. Alma segir það hafa verið tilviljun að þær voru svipað klæddar og að nú sé gert grín að henni fyrir að klæða sig eins og 95 ára kona. Frá vinstri eru Torfi, tengdasonurinn Daníel, Helga, Alma, Jónas, tengdadóttirin Andrea og hund- urinn Mói, en myndin er tekin í júní á síðasta ári þegar Helga og Daníel útskrifuðust með meistara- gráðu í jarðfræði, Jónas með BA í lögfræði og Alma með diplóma í opinberri stjórnsýslu, öll frá HÍ. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Ljósmynd/Helga Kristín Torfadóttir Ljósmynd/Helga Kristín Torfadóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.