Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 LESBÓK SJÓNVARP Bresku þættirnir Noughts + Crosses, sem hermt var af á þessum vettvangi fyrir viku, fá þokka- lega dóma í breska blaðinu The Independent, þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Rýnir blaðsins, Fiona Sturges, segir annmarka þáttanna ekki síst felast í því að verið sé að laga unglingabókmenntir að sögu fyrir fullorðna og að fé hafi augljóslega verið af skornum skammti við gerð þáttanna. Þá þykir henni aðalpersón- urnar ekki dregnar nægilega skýrum dráttum. Á móti komi að boðskapurinn sé skýr og sterkur, en í Noughts + Crosses er kynþáttafordómum snúið á hvolf, svartir drottna yfir hvítum í ímynduðum heimi. „Þetta er sería sem spyr hvíta áhorfendur áleitinna spurninga og sú mikilvægasta er: Hvað ef þetta værir þú?“ Hvað ef þetta værir þú? Masali Baduza í hlutverki sínu í þáttunum. BBC BOÐSKAPUR Randy Blythe, söngvari Lamb of God, sem þekktur er fyrir beitta texta sína, hafnar því alfarið í samtali við tónlistar- tímaritið Billboard að Checkmate, fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu bandaríska málmbandsins, sem ber nafn þess, fjalli um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erfitt sé að yrkja um forsetann; hann sé ólíkindatól og vont að sjá gjörðir hans fyrir. Blythe viður- kennir þó að texti lagsins sé pólitískur. „Hann fjallar um það að stjórnmálaflokk- arnir okkar tveir eru nú um stundir sín hliðin hvor á sama peningnum, sem hefur eyði- leggjandi áhrif og er lýðræðinu hættulegt.“ Checkmate fjallar ekki um Trump Randy Blythe yrkir á pólitískum nótum. AFP Julia Roberts lék í Pretty Woman. Handritið tónað niður AFMÆLI Miðaldra kaupsýslumað- ur borgar ungri vændiskonu fyrir að þjónusta sig í heila viku. Ekkert sérstaklega uppörvandi upplegg en það kom ekki í veg fyrir að Pretty Woman yrði ein af vinsælustu og ástsælustu gamanmyndum seinustu áratuga. Þetta hafa menn verið að rifja upp síðustu daga en á morgun verða þrjátíu ár liðin frá því að myndin var frumsýnd. Á vef sínum gerir breska ríkisútvarpið, BBC, því skóna að tvennu sé helst að þakka, annars vegar því að hand- ritið var tónað heilmikið niður, Vivian átti t.d. upphaflega að vera fíkniefnaneytandi, og hins vegar ógurlegum sjarma aðalleikaranna, Juliu Roberts og Richards Gere. Ég er rokkljósmyndari, ekkibara í þyngra rokki og málmi.Ég er best þekktur fyrir málminn enda vann ég fyrir tímarit- ið Kerrang! á níunda áratugnum. Það helgaðist þó meira af því að í stað þess að fara til Leeds að mynda Pet Shop Boys fór ég frekar til Hawaii að mynda Aerosmith. Hvort hefðuð þið frekar valið? Á þessum tíma sá Blaðamannafélagið líka til þess að maður fengi tvöfalt betur borgað fyrir litmyndir en myndir í svart-hvítu. Og Kerrang! var löðr- andi í lit.“ Þetta segir ljósmyndarinn Ross Halfin í samtali við breska dagblaðið The Guardian á dögunum, en hann hefur um langt árabil verið einn eftirsóttasti ljósmyndarinn í rokk- heimum. Halfin, sem fæddur er í Bretlandi árið 1957, hneigðist snemma til lista og ætlaði upphaflega að verða myndlistarmaður. Ungur að árum byrjaði hann hins vegar að taka myndavélina sína með sér á rokk- tónleika, sem var heimilt á þeim tíma, og eitt leiddi af öðru. Byrjaði ekki vel Halfin vann mikið með Led Zeppelin meðan rokktröllin voru og hétu. Það byrjaði þó ekki vel, eins og hann lýs- ir í The Guardian: „Versta ljósmyndin mín var tekin Plantið ykkur ei í mín spor! Robert Plant stjakaði við honum og hann hunsaði fyrstu símtölin frá „fábjánanum“ Lars Ulrich. Samt sló Ross Halfin rækilega í gegn og varð einn eftirsóttasti ljósmyndarinn í rokkheimum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd sem Þorvaldur Örn Kristmundsson tók af Lars Ulrich í Egilshöll 2004. Morgunblaðið/ÞÖK Ross Halfin (t.h.) ræðir við Kirk Hammett gítarleikara Metallica í útgáfuhófi vegna endurminninga Jimmys Page fyrir sex árum. Þeir hafa unnið lengi saman. AFP - meira fyrir áskrifendur Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.