Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 17
anda, fór vel í hendi og var fínleg í hillu við hlið ævin- týrabókanna. Þarna voru 10 smásögur og hin sjötta þeirra, Völuspá á hebresku, vakti af einhverjum ástæðum sérstaka athygli lesandans. Önnur máls- grein sögunnar festist efnislega í minni: Merkilegur maður Karl Einfer. Þegar ég hitti hann fyrst tók hann upp úr vestisvasa sínum græna gler- hyrnu innan úr einhverskonar leikbrúðuhaus og stakk uppí annan augnakrókinn á sér og horfði á mig með þessu. Til hvers hafið þér þetta? spurði ég. Það hef ég til þess að hræða litlu börnin, sagði hann orðrétt. Merkilegur maður, hugsaði ég, að vera svo vel viðbúinn hverju sem kann að koma uppá, að hann hef- ur einnig hugsað fyrir áhaldi til að hræða lítil börn.“ Og þessu fylgdu lýsingar á óvenjulegum manni og eiginlega kostulegum manni, þótt óljóst sé hverju Kiljan hefur aukið við. Enn fleiri hliðar En „Karl Einfer“ sögunnar var einnig þekktur sem Karl Dunganon, listmálari og skáld og stundum sagð- ur landshornaflakkari. Myndir hans eiga það enn þá til að rekast á uppboð hér. Dunganon hélt eitt sinn sýningu á verkum sínum í Listamannaskálanum gamla sem stóð við vesturgafl Alþingishússins og ungdómur þess tíma fór þangað stundum á tombólu. Troðfullt hús var á fyrsta degi sýningarinnar því að Dunganon listmálari hafði auglýst að frítt væri inn í skálann á opnunardaginn, sem var óvenjulegt. Það stóð allt eins og stafur á bók, en á hinn bóginn kom á daginn að það kostaði krónu út úr skálanum. Snillingur vor forframaðist síðar og varð þekktur sem hertoginn af St. Kildu. Það er stórt stökk fyrir mann fæddan á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Hertoga- dæmið mun vera eyja norðvestur af Skotlandi og Bretadrottning telur eyjuna falla undir sig. Þar lagð- ist byggð af árið 1930 eftir 4.000 ára samfellda við- veru manna þar, svo að vera má að íslensk-færeyski hertoginn hafi tekið eyjuna yfir af hreinni vorkunn- semi. Fullyrt er að Dunganon hafi arfleitt íslenska ríkið að öllum eigum sínum og listaverkum. Hvorki St. Kilda né Völuspá á hebresku fylgdu þó í þeirri dánar- gjöf, enda hafði Karl Einfer náð að selja Sjálands- biskupi eina eintak hennar fyrir 74 krónur danskar og fékk Halldór Kiljan Laxness að eigin sögn helming söluverðsins skilvíslega sent í ávísun og voru það ekki fyrstu viðskipti þessara snillinga. Svífandi tékkur Bréfritari telur sér óhætt að fullyrða að Halldór hafi ekki haft tölu á öllum þeim ávísunum sem honum bár- ust á langri ævi. Þetta er sagt með vísun til stað- reynda. Bréfritari ákvað að standa fyrir því að ís- lenska ríkið keypti Gljúfrastein, hús skáldsins, með öllu stóru og smáu, svo að það yrði í senn hús þess og þjóðarinnar með sem flestu sem þar var í hans tíð og minnti fallega á hann og frú Auði. Þegar undirskriftir um þetta áttu sér stað í elskulegri móttöku teygði Guðmundur nú ráðuneytisstjóri Árnason af rælni höndina eftir einhverri bók úr skáp, sem var á meðal „góssins“, sem keypt var og rétti forsætisráð- herranum. Sá blaðaði í bókinni og þá datt á stofu- gólfið á Gljúfrasteini, rétt hjá flyglinum, ávísun frá Bank of America, sennilega að fjárhæð 400 eða 600 dollarar. Sú var hins vegar dagsett á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar! Þetta var því laukrétt hjá Megasi. Skáld hafa ekki tölu. Morgunblaðið/Eggert 22.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.