Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 H inar daglegu dauðatölur fjöl- miðla um afrek kórónuveir- unnar eru auðvitað fréttir en samt vandmeðfarnar. Það er erfitt að komast frá þessu án þess að klippa á fréttaþráðinn. En takturinn minnir óþægilega á nýjar tölur á kosn- inganótt eða fréttir íþróttamanna í kappleikjum. Ítalía í angist En sumt er óneitanlega grípandi eins og fréttin um að tvöhundruð fleiri manneskjur skyldu hafa látist á Ítalíu vegna veirunnar sem barst frá Kína heldur en þá höfðu látist þar. Það voru ekki hlutfallstölur mið- aðar við íbúafjölda, heldur jafnvígar tölur þótt Kína slái í að vera næstum 20 sinnum fjölmennari þjóð en sú ítalska og þar fór fárið af stað fyrir alllöngu. Ekki eru öll kurl komin til grafar um það hvers vegna svona tókst til á Ítalíu, en ætla má að þjóð- félagslegt uppgjör sé fram undan þar, þegar tími gefst til þess. En þó er ekki útilokað að málið drukkni þá í pólitísku uppnámi og sakbendingum sem engu munu skila. Og ekki batnar þá hlutur aðstandenda þeirra sem dóu, þar sem litlum vörnum varð við kom- ið vegna stjórnlausrar útbreiðslu pestarinnar. Ergilegar tölur En svo haldið sé áfram að agnúast út í talnabirtingar þá má spyrja hvort bréfritari sé einn um það að botna ekkert í „kosningatölum“ suðaustan við Litlu kaffi- stofuna. Þar var fyrir löngu síðan komið fyrir tveimur bílhræjum illa löskuðum eftir umferðarslys. Og á risaspjaldi með þeim eru svo birtar nýjar tölur um það hvernig dauðaslysin standi í þessari grein. Viður- kenna má að þetta hafi verið þörf áminning og hug- vitsamleg myndbirting á óþægilegum veruleika þeg- ar þetta var fyrst sett upp, en sem eilífðarspjald sem telur látna í umferðinni, eins og skiltið á Laugardals- velli mörkin, er það löngu búið að gera sitt gagn. Bréfritara er ógleymanlegt þegar hann einu sinni sem oftar var á leið austur fyrir fjall og heyrði í út- varpi ónotalega frétt um að dauðaslys hefði orðið. Þegar hann var á leið til baka voru komnir menn á vettvang austur fyrir Kaffistofuna til að hækka dauðatöluna um eina! Ekki virtist nokkur maður lækka hraðann upp brekkuna vegna þessa. Það hlýtur að vera einhver sem stjórnar þessu og þá er spurningin hvort ekki megi nefna við hann að rétt sé að hætta þessum kappakstri með dauðaslysa- fréttirnar. En tölur eru vissulega áhrifamikill texti og þeir sem hafa atvinnu af áróðri geta ekki án þeirra verið. Enda vitum við öll hvað verður um þann sem týnir tölunni. Og við landar höfum vissulega gert það gott á svo óteljandi sviðum, sem umheimurinn á auðveldara með að viðurkenna og meta ef hann hefur vit á því að hafa nægilega hliðsjón af mannfjölda hér og þar þeg- ar hann meltir þau mál. Enn kemur Kína við sögu En það gengur þó ekki alltaf hjálparlaust. Ærlegur og sannorður maður var í hinni íslensku sendinefnd sem fylgdi þáverandi forseta vorum til Kína í opinbera heimsókn og sagði bréfritara frá. Það var hápunktur virðulegrar heimsóknar þegar sveigt var skyndilega af einni aðalgötu Pekingborgar í gegnum skrautvirki og þegar í gegn var ekið birtist nýr heimur. Komið var úr borgarþyrpingunni miðri og skyndilega opnaðist unaðsreitur eins og í fallegri íslenskri sveit, með tjörnum, hólmum og fegurstu lundum. Var ekið hægt og virðulega eftir sveigðum stígum uns komið var að fögru og draumkenndu húsi þar sem Zemin forseti Kína sjálfur beið jafningja síns. Viðbót velkomin Þar inni hófst notalegt og jákvætt samtal. Þar kom að forseti fjölmennasta ríkis veraldar spurði og elskuleg ung stúlka þýddi: Hversu fjölmenn er hin virðulega íslenska þjóð? „Hún telur því sem næst 300.000 þúsund,“ svaraði forseti. Túlkurinn þýddi og Zemin forseti hélt augljóslega að eitthvað hefði farið á milli mála og endurtók bæði við forsetann og túlkinn á kínversku sömu spurningu. Túlkurinn varð sjáanlega órólegur en túlkaði þó hvert orð. Forseti vor lét sér hvergi bregða og svaraði eins og í fyrra skiptið. Eftir örstutt hik glaðnaði yfir forseta Kína og hann nefndi elskulegur við gest sinn: „Af hverju bauðstu ekki allri þjóðinni með þér, sem fylgdarliði í þessa heimsókn?“ Og annar snillingur, sem aðeins er til í einu eintaki hér og ekkert svipað að gæðum finnst heldur á fjölmennari slóðum, hefur í söng gert betur en aðrir gert grein fyrir því sem hann hefur ekki tölu á. Og þar er hann eins og stundum endranær að tala í leiðinni fyrir hönd annarra og mega aðdáendur hans vísast taka til sín að eigin vali. Eitt af því sem Megas nefnir í sínum fræga söng er „Ég hef ekki tölu... á öllum þeim hugsjónum sem ég hef hampað og svikið um dagana.“ Ekkert sérstak bendir til að þarna eigi söngva- skáldið sérstaklega við Fjögurrablaða Smára eða aðrar plöntur náttúrunnar, svo áfram verða menn að geta í eyðurnar. Annar sem gat í eyður Og einn listamaðurinn til gerði einmitt það með öðr- um hætti en flestir í gegnum sitt sérstæða lífshlaup. Bréfritari var ekki gamall þegar hann heyrði eða las í fyrsta sinni um Karl Kjerúlf Einarsson, án þess að vita þá að sá væri söguhetjan. Árið 1956 hóf Menningarsjóður að gefa út í nýjum bókaflokki undir heitinu Nóbelshöfundar. Og fyrsta bókin í þeim flokki var Smásögur eftir Halldór Kiljan Laxness, en svo vel vildi til að einmitt hann hafði fengið verðlaun Nóbels árið á undan. Þetta var ekki óaðgengileg bók fyrir ungan les- Kórónulausir hertogar, Megas og önnur skáld ’ Troðfullt hús var á fyrsta degi sýn- ingarinnar því að Dunganon listmál- ari hafði auglýst að frítt væri inn í skál- ann á opnunardaginn, sem var óvenju- legt. Það stóð allt eins og stafur á bók, en á hinn bóginn kom á daginn að það kost- aði krónu út úr skálanum. Reykjavíkurbréf20.03.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.