Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 15
22.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ingu Maríu Leifsdóttur brá heldur betur íbrún laugardagskvöld fyrir rúmri viku þeg-ar hún fékk það staðfest að hún bæri Covid-19 veiruna. Hún byrjaði að finna fyrir flensueinkennum um svipað leyti og fyrsta op- inbera smitið greindist hérlendis en hafði ekki verið í samskiptum við nokkurn sem var að koma frá áhættusvæði. Hún taldi því engar lík- ur á því að hún væri smituð af Kórónuveirunni heldur hélt þetta vera venjulega flensu. „Ég margspurði hjúkrunarfræðinginn hvort hún væri örugglega að tala við rétta manneskju, ég bara trúði þessu ekki!“ Engar líkur á Covid-19 „Þetta er fáránleg saga. Mér fannst 99,5% líkur á því að ég væri ekki með þetta. Þegar fyrsta smitið greindist hér á landi var ég á leiðinni upp í sumar- bústað þar sem ég var alla helgina. Þar hitti ég engan nema fjölskylduna og skrapp aðeins einu sinni örsnöggt í búð í nágrenninu. Á mánu- deginum á eftir fannst mér ég vera að veikjast en fer í vinnuna á þriðju- deginum. Það hvarflaði auðvitað ekkert að mér að ég væri með Co- vid-19 því þarna var ekkert farið að tala um það á Íslandi. Ég fór aðeins fyrr heim úr vinnunni og var þá komin með rúmlega 38 stiga hita,“ segir Inga María. „Ég var þá heima alla þá viku og var með hita í þrjá daga en eftir það var ég bara með nokkrar kommur. Mér fannst ég vera orðin nokkuð góð þá og á mánudeginum fór ég aftur til vinnu en var samt smá slöpp. Alltaf með nokkrar komm- ur og smá hausverk. Þá helgina var árshátíð Ráðhússins, þar sem ég vinn, blásin af en við ákváðum að hittast nokkur saman.“ Fann hvorki bragð né lykt Inga María segir að þegar sér hafi liðið sem verst hafi hún verið með talsverðan hausverk og mjög einkennilega beinverki. „Ég fékk verki í fingurna og mjöðmina. Svo missti ég allt bragð- skyn og lyktarskyn. Ég var með tyggjó en fann ekkert bragð. Ég fór í sturtu og hellti yfir mig sápu en fann enga lykt. Ég borðaði sterkt shaw- arma en fann ekkert bragð; ég hefði getað verið að borða kotasælu. Bragðskynið kom ekkert aftur og þá sá ég viðtal við einhverja konu sem greind var með kórónu- veiruna sem misst hafði bragðskynið. Vinkonur mínar lásu þetta líka og fóru að hafa samband og bentu mér á þetta. Ég tal- aði við heilsugæsluna sem sagði mig vera með dæmi- gerð flensueinkenni og að ég hefði ekki verið ná- lægt neinum smituðum, sem var satt. Ég fékk því ekki að fara í próf. Svo hringdi ég aftur í heilsugæsluna nokkrum dögum seinna og bað um að koma í próf og þau leyfðu mér það. Þá var það tíu dögum eftir að ég veiktist. Ég fór því í sýnatöku á fimmtudegi 12. mars og fæ símtal daginn eftir þar sem mér var tjáð að prófið væri ómarkvisst og var beðin um að koma aftur. Ég fór því aftur á föstudegi og á laugardagskvöldi klukkan níu fékk ég símtal. Eins og ég segi, taldi ég engar líkur á að ég væri með veiruna; núll komma fimm prósent. En ég fæ að vita að prófið væri jákvætt,“ segir Inga María sem var þá með fólk í heimsókn hjá sér, enda taldi hún að búið hefði verið að hafa samband við hana fyrr um daginn væri hún smituð. Fjórtán kósíkvöld „Ég var búin að vera að mæta í vinnuna og í þessa veislu helgina áður. Á þessum tíma var fólk ekki farið að hafa stórar áhyggjur af þessu, þó nú sé staðan breytt. Allt það fólk þurfti þá að fara í sóttkví frá þeim degi sem það hafði hitt mig. Einnig börnin mín, eiginmaður og for- eldrar. Og svo systir mín og hennar fjölskylda sem kom í heimsókn á laugardagskvöldið,“ seg- ir hún. Inga María telur að hún gæti hafa smitast í lok febrúar og þá jafnvel í Ráðhúsinu þar sem mikið er um heimsóknir erlendra ferðamanna – en þó er einnig talið mögulegt að hún hafi síðar veikst af Covid ofan í aðra flensu sem hún hafi þegar verið komin með. Enginn annar í fjöl- skyldunni er smitaður en eru öll í sóttkví. „Þau verða ekki prófuð nema þau fái einkenni en ég er auðvitað búin að vera að knúsa þau á síðustu tveimur vikum. Mögulega hafa þau fengið þetta án þess að finna fyrir því. For- eldrar mínir voru prófuð og eru sem betur fer ekki með veiruna,“ segir hún og nefnir að eng- inn sem hafi umgengist hana áður en hún fór í einangrun hafi greinst. „Það er glatað að vera kalla sóttkví yfir allt þetta fólk en auðvitað er ég glöð að enginn ann- ar virðist vera að veikjast.“ Inga María segist fara vel eftir öllum reglum á heimilinu og snertir ekkert sem hinir gætu þurft að snerta. Hún segir þetta vissulega reyna á alla fjölskyldumeðlimi. „Ég er með krakka á ólíkum aldri, sjö, þrettán og sextán. Maðurinn minn vinnur núna heima og þarf líka að sjá um aðstoð við heimakennslu barnanna, mat og frá- gang. Ég er auðvitað enn dálítið slöpp. Bragð- skynið er ekki komið alveg aftur,“ segir hún. „Við erum að reyna að koma upp einhverri rútínu fyrir krakkana því það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið allan daginn. Það er nóg að við höfum fjórtán kósíkvöld í röð.“ SMITAÐIST LÍKLEGA UM 27. FEBRÚAR „Ég missti allt bragð- og lyktarskyn“ Júlía Helga, Jakob Leifur, Jóel Benedikt og Inga María. Myndin er tekin helgina góðu í sum- arbústaðnum. Inga María telur nú að þá hafi hún þegar verið smituð en vissi ekki af því fyrr en síðar. ’ Ég fór í sturtu og helltiyfir mig sápu en fannenga lykt. Ég borðaði sterktshawarma en fann ekkert bragð; ég hefði getað verið að borða kotasælu. Ég hef að líkindum haft veiruna með mérfrá Selva í Gardena-dalnum. Þangaðhélt ég í skíðafrí ásamt eiginkonu og sonum hinn 28. febrúar, en við snérum heim viku síðar. Svæðið var ekki komið í flokk skil- greindra hættusvæða þegar við héldum utan, en ef ég man rétt þá vöknuðum við við þær fregnir á fyrsta morgni ytra að það væri komið í þann flokk,“ segir tónlist- armaðurinn Stefán Hilm- arsson. Spritt og klútar „Við vorum á eigin vegum, ekki í hópi landa okkar og hittum reyndar ekki einn einasta Íslending í ferðinni. Auðvitað áttar maður sig ekki á því hvar eða hvernig þetta hefur verkast, en mér dettur einna helst í hug að þetta hafi komið af posa. Við höfð- um þó með okkur býsn af handspritti og klútum og reyndum að passa vel upp á okkur ytra. En maður fær ekki öllu varist.“ Hiti og hrollur „Ég var í góðu lagi allan tímann ytra og fann fyrst til einkenna eftir að heim var komið, þegar ég var nýbúinn að taka upp úr töskunum. Ég var vel slappur fyrst; með hita, hroll og hefðbundin flensueinkenni. Við vissum að við þyrftum öll í sóttkví við heim- komuna. Um leið og ég varð einkenna var, stúkaði ég mig af frá hinum að svo miklu leyti sem hægt var,“ segir hann. „Sem betur fer hef ég ekki verið mikið veik- ur hingað til. Strax daginn eftir var ég skárri og svo til hitalaus. Ég var þó svolítið þungur fyrir brjósti næstu þrjá til fjóra daga, en samt ekki þannig að það væri mér óbærilegt. Þeim þyngslum létti smám saman og síðan hef- ur þetta virkað sem nef- og ennisholukvef, „þurrt“ að kalla; harla lítið slímlos. En þetta hefur rjátlast af mér hægt og bítandi.“ Eini með smit „Á mánudeginum fór ég í sýnatöku og veiran var staðfest daginn eftir, eins og ég gerði fast- lega ráð fyrir, því einkennin rímuðu vel við lýs- ingar. Ég tók greiningunni af ró enda engin ástæða til annars. Eiginkonan fór í prufu með mér, þótt ekki hefði hún einkenni, en við vildum prófa hana í ljósi þess að hún hefur strítt við nokkra vanheilsu undanfarin ár. Hún mældist þó ekki og hefur enn ekki sýnt einkenni. Syn- irnir fóru ekki í prufu en þegar ég fékk stað- festinguna fluttu þeir heim til eldri son- arins og kærasta hans vék þá í föðurhús. Þeir eru að klára þar sína sóttkví, ennþá einkennalausir.“ Fúlt að missa út íþróttaviðburði „Að óbreyttu lýkur einangrun í næstu viku. Ég hef annars unnið hér heima alla daga, en ég starfa hjá STEFi og mín beið krefjandi og tímafrekt verkefni við heim- komu, sem ég þurfti að takast á við og hefur það tekið drjúgan tíma. Þess utan hefur maður horft eitthvað aðeins á sjónvarp á kvöldin og lesið svolítið, eins og gengur. Mér hefur reynd- ar þótt fúlt að missa út alla íþróttaviðburði og er satt að segja hálf miður mín yfir því að Mast- ers-mótið í golfi hefur verið slegið af, svo dæmi sé tekið, en það er mikill vorboði í mínu lífi ár hvert. En auðvitað þýðir ekkert um það að fást.“ Hef getað unnið heima Stefán segist ekki hafa fundið fyrir fordómum vegna greiningarinnar. „Ég hef reyndar ekki verið að auglýsa þetta neitt eða greina frá þessu opinberlega; mér hefur ekki fundist ástæða til þess. En kannski hellist yfir mann holskefla eftir að þú komst á snoðir um þetta, þótt ég efist reyndar um það,“ segir hann og telur sig heppinn að hafa fengið mild einkenni. „Ég er líka heppinn og þakklátur fyrir að hafa getað unnið töluvert hér heima, þannig að þetta hefur ekki haft mikil áhrif á þann þátt. Við svona aðstæður er ekkert annað í boði en að halda ró og haus og horfa bjartsýnn fram á við, því öll él birtir upp um síðir. Ég verð að lok- um að ljúka lofsorði á þá sem staðið hafa í stafninum, þau Þórólf, Víði og Ölmu, sem og heilbrigðisstarfsólk, sem talað hefur reglulega við mig og fjölmarga aðra í síma af nærgætni og yfirvegun. Sömuleiðis hafa stjórnmálafor- ingjarnir okkar staðið sig vel við erfiðar að- stæður, ekki síst fjármála- og forsætisráð- herra.“ SMITAÐIST VIKUNA 28. FEBRÚAR TIL 6. MARS „Öll él birtir upp um síðir“ Stefán Hilmarsson segist þakklátur fyrir að hafa að- eins fengið mild ein- kenni. Hann hefur getað unnið heima þar sem hann er nú í einangrun. Hinir í fjölskyldunni hafa ekki smitast af veirunni. ’Ég var vel slappurfyrst; með hita,hroll og hefðbundinflensueinkenni. Við vissum að við þyrft- um öll í sóttkví við heimkomuna. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.