Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 LÍFSSTÍLL um gráan lit, eins og það sé bara um einhvern einn gráan lit að ræða. Þegar ég vel gráa litapal- lettu reyni ég alltaf að finna hlýja gráa tóna sem fara frekar meira út í grænt en blátt,“ segir hún. Íslensk heimili eru hvít en ekki grá Nú er því stundum haldið fram að öll íslensk heimili séu eins. Öll grá og svört. Hvað finnst þér um það? „Það er reyndar leiðinlegt hvað fólk getur verið hrætt við að breyta til og fara aðeins út fyrir boxið. Ég man þegar ég byrjaði að velja gráa litatóna fyrir mörgum árum. Það tók lang- an tíma að ná því inn, en núna gengur svo aftur erfiðlega að fá fólk til að prófa eitthvað annað. Mér finnst reyndar heimili á Íslandi enn öll Ég reyni líka mikið að vinna með andstæður þannig að hlýtt og mjúkt mæti köldu og hörðu,“ segir hún. Á baðherberginu eru til dæmis gluggatjöld sem ná upp í loft og koma vel út. Hvað um gólfefnin í húsinu, hvaðan koma þau? „Ljósgrábæsað parket er á hluta gólfanna og það kemur frá Parka í Kópavogi. Þetta parket gengur vel við dökku eikina í innréttingunum og steypuna.“ Þegar talið berst að litatónum á veggjum kemur í ljós að Rut valdi gráa tóna sem passa vel við parketið á gólfinu og flísarnar. „Fyrir valinu urðu hlýir gráir tónar sem fara mjög vel með gólfefnunum og innréttingunum. Það gætir stundum misskilnings þegar talað er meira eða minna vera hvít. Þú þarft ekki nema að fletta fasteignaauglýsingunum til að sjá það. Fólk er oft ósjálfstætt og vill ekki velja liti sem það hefur ekki þegar séð hjá vinum eða kunn- ingjum. Ég hef til dæmis núna verið að vinna mikið með litapallettu sem fer út í jarðkennda græna, brúna og rauðbrúna tóna. Þeir sem hafa verið kjarkaðir og samþykkt þetta litaval hafa verið mjög ánægðir með útkomuna.“ Hvernig ertu að þróast í starfi? „Sem betur fer er maður alltaf að þróast í sínu starfi. Reynslan er náttúrlega gríðarlega mikilvæg og kennir manni svo margt. Að sjálf- sögðu þarf alltaf að fylgjast með straumum og stefnum og maður er alltaf að endurmennta sig. Hins vegar er grunnhugmyndafræðin sem mað- ur hefur að leiðarljósi alltaf sú sama: þ.e. að til búa til hlýleg og notaleg rými með þáttum eins og góðu grunnskipulagi og hlutföllum, fallegu efnisvali, lýsingu og hljóðvist,“ segir hún. Hvað drífur þig áfram í vinnunni? „Ég held að það sé bara einlægur áhugi á hönnun og að skapa fallega umgjörð um líf fólks. Ég trúi því að fólki líði betur og eigi betra líf í umhverfi sem er vel hannað, með fallega list fyrir augum og í snertingu við vönduð nátt- úruleg efni. Ég upplifi starf mitt reyndar mjög oft eins og björgunarstarf. Þegar ég fæ verkefni í hendurnar hugsa ég iðulega með mér: „Þessu fólki verð ég að bjarga“ … það getur ekki búið við svona skelfilegt skipulag eða óspennandi umhverfi,“ segir hún og hlær. Baðherbergið er málað í gráum tón en flísarnar eru í sandlit. Takið eftir glugga- tjöldunum á baðherberg-inu. Þau setja svip sinn á rýmið. Horft úr stofunni inn í eld- húsið. Létti veggurinn með rimlunum kemur vel út og líka innbyggðu hillurnar. Hér sést sjónvarpsveggurinn sem komið var fyrir í stofunni til að stúka af en þó án þess að eyðileggja útsýni. Gluggatjöldin koma frá Skermi. Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Rafstýrðar hurðarpumpur í miklu úrvali! Snertilausir hurðaopnarar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.